Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók | bækur Bókaskápur Péturs Gunnarssonar Morgunblaðið/Einar Falur Pétur „Orð, orð, orð“ (Hamlet) Eftir Þormóð Dagsson þorri@mbl.is Þ ýddar metsöluskáld- sögur vekja ósjaldan athygli og umtal í kringum jólin. Þá eru þær gjarnan ræddar í jólahlað- borðum, á vinnustöðum og á síð- ustu árum hafa slíkar umræður farið mikið fram á bloggsíðum landans. Vægi bloggsins að þessu leyti vegur sífellt þyngra enda geta þekktir og virtir bloggarar haft töluverð áhrif á sölu bókar. Þrjár bækur sem trónað hafa á metsölulistum víða um heim komu nýverið út íslenskri þýðingu og verða þær skoðaðar hér. Vald bókabloggarans Eins og kom fram í umfjöllun Árna Matthíassonar sem birtist í nóvember síðastliðnum hefur mik- ið umtal elt bókina Þrettánda sag- an allt frá því að útgáfuréttur hennar seldist á uppboði á hátt í tvö hundruð milljónir króna fyrir skemmstu. Það er ansi merkilegt og sérstaklega vegna þess að höf- undur bókarinnar var algjörlega óþekktur. Sýndi það hversu óbil- aða trú útgefendur höfðu á verð- leikum sögunnar og að hér væri á ferðinni ótvíræð metsöluvara. Þá hefur bloggheimurinn átt stóran þátt í að feykja fjöðrum í kringum þessa bók sem hefur fengið gífur- lega mikið umtal, undantekning- arlítið jákvætt, á síðum svokall- aðra bókablogga. Það er athyglis- vert að sjá hversu mikið bókaút- gefendur virðast vera farnir að nýta sér bloggheiminn í kynning- arstarfsemi með því að senda ákveðnum þekktum bókablogg- urum prufueintök af væntanlegum bókum í von um góðar viðtökur og mikið umtal. Í kjölfarið taka al- mennir bloggarar við að boða hugsanlegt fagnaðarerindi sem í besta falli fer eins og eldur í sinu um bloggheiminn. Það er vissu- lega mjög sniðug leið til að fara enda tekur fólk yfirleitt meira mark á persónulegu hjali bloggara um bók fremur en setningar- brotum frá gagnrýnendum sem límd eru á bækurnar og í auglýs- ingar. Þó vilja ýmsar ónægju- raddir meina að gífurlegur áhrifa- máttur bókabloggsins hafi leitt til þess að nú sé það hugsanlega orð- ið markaðsvélað að einhverju leyti. En hvað um það. Eftir lestur á Þrettándu sögunni verður fárið í kringum hana skiljanlegt enda er, sem fyrr segir, ótvíræð metsölu- bók hér á ferð en hún kom nýver- ið út í íslenskri þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur hjá JPV forlagi. Saga eða sannleikur Þrettánda sagan er fyrsta skáld- saga Diane Setterfield sem er tæplega fimmtug kennslukona, menntuð á sviði bókmennta og býr í Bretlandi. Hún hefur dvalið í mörg ár í Frakklandi og hefur skrifað fræðirit um nítjándu og tuttugustu aldar franskar bók- menntir. Þrettánda sagan er svolítið í anda klassískra draugabóka og segir frá Margaret Leu sem hefur annað slagið fengist við að rita ævisögur um lítið þekkta rithöf- unda. Dag einn berst henni bréf frá þekktustu skáldkonu heims, Vidu Winters, Dickens okkar tíma, sem biður Leu um að skrifa ævi- söguna sína. Winters þessi er þekkt fyrir að spinna upp sögur um ævi sína þegar hún hefur verið innt eftir slíkum frásögum í blaða- mannaviðtölum enda hefur hún ávallt trúað því að „góð saga heilli menn ævinlega meira en brotinn sannleiksmoli.“ Ástæðan fyrir því að Winters velur Leu í verkefnið er sú að Winters hafði komist yfir ævisögu sem Lea ritaði um ævi tveggja systkina og varð hún ein- staklega hrifin. Margaret heldur þá til seturs gömlu skáldkonunnar til að skrá sögu hennar sem verð- ur væntanlega sú síðasta sem rit- uð verður um hana og hugsanlega hin eina sanna. Saga Winters hef- ur mikil áhrif á Leu; sögur um myrk fjölskylduleyndarmál, sifja- spell, óskilgetið barn og reimleika. Aftur á móti er Lea ávallt tor- tryggin út í sannleiksgildi sagn- anna en sem ævisagnaritari ber henni að vinna með staðreyndir en ekki skáldskap. Sagan er sveipuð gotneskri dulúð sem rímar ágætlega við Wuthering Hights eftir Emily Bronte. Ætli það sé ekki óhætt að fullyrða að bókin sé ein af áhuga- verðari þýddum skáldsögum þetta árið. Ástin og tíminn Tímaflakk og rómantík er megin- efni bókarinnar Kona tímaflakk- arans sem kom út fyrir skemmstu hjá útgáfunni Stílbrot í íslenskri þýðingu Þórs Tryggvasonar. Líkt og metsölubókin Þrettánda sagan er Kona tímaflakkarans frumraun höfundarins Audrey Niffenegger, jafnframt metsölubók í Bandaríkj- unum og ein af mest umtöluðu þýddum skáldsögum þessa jóla- bókaflóðs. Bókin hefur fengið prýðilegar viðtökur frá því hún kom fyrst út fyrir vestan haf árið 2003 og hefur hún sömuleiðis orð- ið vinsælt umfjöllunarefni á blogg- síðum vefheimsins. Á næsta ári er svo væntanleg Hollywood-kvik- mynd eftir sögunni sem Gus Van Sant mun leikstýra. Áhuginn á sögunni er mjög skiljanlegur þar sem umfjöllunar- efnið er sérstaklega hrífandi; tímaflakk og eilíf ást. Titillin einn og sér er nægilega sterkur til að selja bókina enda segir höfund- urinn í viðtali að henni hafi fyrst dottið í hug titilinn og sagan hafi síðan sprottið út frá honum. Og það er sérstaklega flott hvernig tímaflakkið er útskýrt og notað í framvindu sögunnar. Þannig er nefnilega mál með vexti að Henry, önnur söguhetjan, er haldin afar furðulegum genagalla sem veldur því að stundum er honum kippt fram og til baka í tíma og rúmi án þess að hann fái hönd við reist. Þetta fyrirbrigði lýsir sér svolítið eins og flogakast eða taugaáfall og hendir hann yfirleitt þegar hann er stressaður. Henry lýsir því þannig að honum verði skyndilega óglatt og svo hverfi hann. Hann vaknar svo nakinn þar sem hann er að kasta upp „á blágresi í ein- hverju úthverfi eða á strigaskó föður síns, eða á sitt eigið parket- gólf fyrir þremur dögum, eða á viðargangstétt í Oak Park í Illinois í kringum 1903, eða á tennisvöll fagran haustdag á sjötta áratugnum, eða á bera fætur sína á hinum ýmsum tímum og stöð- um.“ Góð blanda Henry er mjög illa við þessi tíma- ferðalög enda vill hann helst ekki þurfa að yfirgefa í sífellu eigin- konu sína Clare sem hann elskar afskaplega heitt. Ást sem hvorki tíminn né dauði nær að sigrast á. Þau hittust fyrst þegar hún var sex ára og hann þrjátíu árum eldri en giftu sig aftur á móti þegar hún var tuttugu og tveggja og hann þrítugur. Samband þeirra er augljóslega erfiðleikum háð og beita þau öllum ráðum til að ná að lifa með þessu óvenjulega vanda- máli. Fólk virðist vera nokkuð sam- mála um að hér sé býsna öflug ástarsaga á ferðinni sem, að sögn ýmissa bloggara, hefur kreist ófá tár úr ófáum lesendum. Og svo er hún krydduð með vísindaskáld- skap í ofanálag og það er klárlega góð blanda. Gullgerðarmaðurinn Ólíkt þeim tveimur bókum sem hér hafa verið skoðaðar er skáld- sagan Hugarfjötur langt í frá að vera frumraun höfundar. Um er að ræða nýjustu bók hins bras- ilíska Paulo Coelho, sem er hugs- anlega einn nafntogaðasti skáld- sagnahöfundur í heiminum, en bókin kom út fyrir skemmstu í ís- lenskri þýðingu Karls Emils Gunnarssonar hjá JPV forlagi. Það er meira að segja gengið svo langt að kalla hann „Uppáhalds- höfund heimsins“ í einni setningu sem er límd aftan á bókina en allt frá því að Alkemistinn sigraði heiminn hefur Paulo Coelho verið óvenjumikið á milli tannanna á fólki. Þá er næsta víst að allt sem hann sendir frá sér kemst hátt, ef ekki efst, á metsölulista og verður að gulli en bækur hans hafa verið þýddar á 56 tungumál. Ástin, missir og þráhyggja eru meginþemu Hugarfjöturs. Sagan segir frá ónefndum en þó nafntog- uðum rithöfundi í leit að eiginkonu sinni sem starfar sem stríðs- fréttaritari en hún hvarf sporlaust frá París eftir að hafa flúið Írak rétt fyrir innrásina í landið. Sagan kallast á við Alkemistann að vissu leyti og eins kallast söguhetjan á við höfundinn Coelho. Leit sögu- hetjunnar að eiginkonu sinni verð- ur fljótlega að þráhyggju og ferða- lag hans um Spán, Frakkland, Króatíu og Kasakstan í leit að henni verður eins konar andlegt ferðalag þar sem hann ígrundar meðal annars eðli ástarinnar og vald örlaganna. Eins og sjá má er bókin er mjög Coelho-leg og ætti hún því ekki að valda aðdáendum hans vonbrigðum. Tímaflakk, ástir og reimleikar Þrettánda sagan eftir Diane Setter- field, Kona tímaflakkarans eftir Audrey Niffenegger og Hugar- fjötur eftir Paolo Coelho hafa tröll- riðið metsölulistum víða um heim. Nýverið komu bækurnar út í ís- lenskri þýðingu. Metsöluhöfundar Audrey Niffenegger, Paolo Coelho og Diane Setterfield skrifa öll metsölubækur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.