Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 19 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Matur setur jafnan svip sinn ájólahátíðina í miklum mæli og þótt matreiðslubækur blandi sér alla jafna ekki í jólabókabaráttuna í sama mæli ber engu að síður alltaf eitthvað á þeim, má sem dæmi nefna dvöl Eftirrétta úr Hagkaupsbóka- flokknum á metsölulistum undan- farið. Matreiðslubók íslenska lýð- veldisins eftir þá Eyjólf Elíasson og Elías Einarsson er þá bók sem fer einkar vel á að hafi átt útgáfudag í desember, þeim mánuði þar sem fullveldisdeginum er fagnað. En Matreiðslubók íslenska lýðveldis- ins, sem Sögur útgáfan gefur út, geymir úrval rétta sem bornir hafa verið fram í boði íslenska lýðveld- isins, úr veislum sem haldnar hafa verið til heiðurs þjóðhöfðingjum, ráðherrum og fleiri stórmennum, auk hátíðarmatseðlanna sem Erla Sveinbjörnsdóttir sem þjónaði í opinberum veislum um árabil safn- aði samviskusamlega saman. Af allt öðrum meiði er síðan kryddbók Magnúsar Jónssonar, Ræktað kryddað kokkað, sem kemur út hjá Ritskinnu, en þar er fjallað um ræktun kryddjurta, notkun þeirra og uppskriftir gefnar.    Ævisögur og frásagnir af raun-verulegum atburðum eru jafnan drjúgur hluti jólabókaflóðs- ins og er þetta árið engin und- antekning frá þeirri reglu. Meðal þeirra sem segja sögu sína að þessu sinni er Kristján Ósk- arsson í hinni ævintýralegu Captain Osk- arsson, sem kem- ur út hjá Sögum útgáfunni, en þar segir frá heimshornaflakki kappans og áralöngum siglingum um heims- ins höf. Allt annar svipur er hins vegar á minningum Ásgeirs Péturs- sonar, Haustlitir – minningaþættir eftir Ásgeir Pétursson, frá Al- menna bókafélaginu, enda setja stjórnmál sterkan svip á þá sögu, þótt þar sé einnig að finna lýsingar á aldafari og mannlífi frá því um miðja síðustu öld. Mannlífslýsingar fyrri tíma er einnig að finna í bók Svavars Þórs Guðmundssonar, Þættir úr sögu Bessastaðaskóla 1805–1846 – af lektorum, brillistum og nonistum sem út er gefin af Hólum. Þar leitast höfundurinn við að varpa ljósi á dag- legt líf skólapilta Bessastaðaskóla og lærimeistara þeirra og nálgast fyrir vikið þennan fornfræga skóla á persónulegri hátt áður hefur verið gert.    Fróðleikur af hinu margvísleg-asta tagi getur líka alltaf reynst ánægjuleg lesning, jafnt fyrir grúskara sem aðra. Þannig getur hestaáhugafólk örugglega gert sér mat úr bók- inni Litir ís- lenska hestsins eftir Friðþjóf Þorkelsson, sem kemur út hjá Máli og menn- ingu, enda er þar leitast við að gefa heildstætt yfirlit yfir liti og litbrigði íslenska hrossa- stofnsins. Veður og umhverfi sem er bæði þýdd og samin af Unni Ólafsdóttur veðurfræðingi og er einnig gefin út af Máli og menningu, ætti þá að geta höfðað til veður- áhugamanna. En í bókinni er fjallað um hinar ýmsu ásjónur veðursins á myndrænan og aðgengilegan máta. Jólabörn landsins, sem virðast í ljósadýrðinni og skreytigleðinni vera æði mörg, kynnu þá ekki síður að hafa gaman af Sögu jólanna. Bókin kemur út hjá útgáfunni Tind- ur og er eftir Árna Björnsson þjóð- háttafræðing, en þar er fjallað ít- arlega um jólahátíðina fyrr og síðar, bæði á Íslandi og annars staðar. Bækur Unnur Ólafsdóttir Ásgeir Pétursson Eftir Þormóð Dagsson þorri@mbl.is Töluvert hefur verið fjallað um vest-urferðir Íslendinga undir lok nítjándualdar og virðist vera ansi mikill áhugi áþessari sögu á meðal þjóðarinnar. Þetta er óneitanlega merkileg saga og afar margþætt og kemur inn á mörg svið. Eitt af þeim eru bók- menntirnar, þ.e.a.s. hin vestur-íslenska bók- menntaarfleifð. Íslandslag. Íslensk-kanadískar bókmenntir frá 1870 til nútímans er nýtt safn smásagna, ljóða og sögukafla úr bókmenntum eft- ir Vestur-Íslendinga. Ritstjóri er Garðar Bald- vinsson og skrifar hann ítarlegan formála þar sem hann fjallar um fólksflutningana, tildrög, fram- vindu, og helstu afleiðingar þeirra og svo eru bók- menntaverkin kynnt og sett í bókmenntasögulegt samhengi. Auk þess inniheldur bókin viðauka þar sem getur að líta nánari upplýsingar um blaða- útgáfu Íslendinga í Vesturheimi, samanburð- arkönnun á Íslandi og Ameríku ásamt ólíkum skýringum á vesturferðum, tungumál Vestur- Íslendinga, mannfjöldaþróun á Íslandi meðan á vesturferðum stóð og stiklur í bókmenntasögu Ís- lands og Vestur-Íslendinga frá 1800. Í formálanum kemur fram að ljóð á íslensku birtust í nær öllum vestur-íslensku blöðunum allt frá upphafi íslenskrar blaðaútgáfu þar árið 1877 en fyrsta ljóðabókin kemur svo út tíu árum seinna og heitir hún Kvæði. Í þessum ljóðum er haldið í íslenskar ljóðahefðir en einnig kveður við nýjan tón eins. Það er mjög áhugavert að skoða þessi ljóð og hvernig þau svo breytast með nýjum kyn- slóðum. Í bókinni er teknir fyrir nítján vestur- íslenskir höfundar í aldursröð þar sem Júlíana Jónsdóttir (1838–1917) er fremst. Þá fylgir með stuttlegt æviágrip hvers höfundar þar sem er meðal annars gerð grein fyrir því hvernig viðkom- andi höfundur lenti fyrir vestan haf. Aðrir höf- undar eru Stephan G. Stephansson, Kristinn Stef- ánsson, Undína, Káinn, Jónas A. Sigurðsson, Jóhann Magnús Bjarnason, Sigurður Júlíus Jó- hannesson, Grímur Grímsson, Bína Björns, Gísli Jónsson, Guttormur J. Guttormsson, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Jakobína Johnson og Guðrún Helga Finnsdóttir. Þrír af síðustu fjórum höfundunum sem bókin fjallar um eru afkomendur innflytjenda og yrkja á ensku en bókin geymir íslenskar þýðingar af brot- um úr þeirra verkum. Þessi kafli bókarinnar er sérstaklega áhugverður og skemmtilegt að skoða þessa yngri kynslóð vestur-íslenskra höfunda sem flestir hafa búið alla sína tíð fyrir vestan haf. Laura Goodman Salverson (1890–1970) fæddist sem Lára Guðmundsdóttir í Winnipeg en for- eldrar hennar fluttust þangað þremur árum fyrir fæðingu hennar. Hún náði töluverðum vinsældum í Kanada en hún varð fyrsti höfundurinn af ís- lenskum uppruna sem skrifaði á ensku og jafn- framt með þeim fyrstu til að skrifa um reynslu innflytjanda á ensku. Í bókinni er að finna brot af skáldsögu hennar The Viking Heart sem kom út árið 1923. William D. Valgardson (1939) er sömuleiðis fæddur í Winnipeg og er með þekktari rithöf- undum í Kanada. Í verkum sínum fjallar Valgar- dson mikið um íslenskt efni, meðal annars um ör- lög íslenskra innflytjenda eða afkomenda þeirra. Nokkrar smásögur hans hafa verið þýddar á ís- lensku og mætti þar nefna barnasöguna Thor árið1994 og Stúlkan með Botticelli andlitið árið 2002. David Arnason fæddist í Gimli í Manitoba en afi hans og amma fluttust frá Íslandi til Kanada árið 1876. Hann hefur fengist mikið við ljóða- og smá- sagnagerð en einnig hafa ýmis leikrit eftir hann verið sett upp í Winnipeg. Þá hefur hann tekið þátt í að ritstýra bókum um íslenska innflytjendur og afkomendur þeirra. Kristjana Gunnars (1948) er yngsti höfund- urinn í bókinni en hún fluttist sextán ára gömul til Bandaríkjanna ásamt foreldrum sínum. Fyrsta ljóðabók hennar sem heitir Settlement Poems og kom út árið 1980 fjallar um landnám Íslendinga í Kanada á nítjándu öld. Auk þess hefur hún skrifað smásögur og skáldsögur. Kristjönu er ekki síður hugstætt að vera útlensk á Íslandi og kemur það ósjaldan fram í skrifum hennar. Íslandslag er lærdómsríkt safn skáldskapar á landamærum tveggja heima. Bókin veitir jafn- framt góða innsýn í hugarheim innflytjenda; ís- lenskra, vestur-íslenskra og annarra. Bókmenntir innflytjenda » Íslandslag er lærdómsríkt safn skáldskapar á landamær- um tveggja heima. Bókin veitir jafnframt góða innsýn í hug- arheim innflytjenda; íslenskra, vestur-íslenskra og annarra. ERINDI Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is T veir mest seldu höfundar síðustu ára eru báðir Bandaríkjamenn og skrifa spennusögur, en þá er eig- inlega upp talið það sem þeir eiga sameiginlegt. Annar þeirra, Dan Brown, er rétt rúmlega fertugur og sló í gegn fyrir þremur árum með fjórðu skáld- sögu sinni, Da Vinci lykillinn, sem selst hefur í um 70 milljón eintökum. Hinn, Stephen King, hefur verið lengur að, kominn undir sextugt, en hefur selt býsna vel af bókum á lífsleiðinni og alls um 38 milljónir eintaka á tíunda áratugnum. Fyrir stuttu komu út á íslensku tvær bækur þeirra Browns og Kings, hringur Tankados eftir Brown og Gemsinn eftir Stephen King, en í báðum bókunum er tölvu- ormur í aðalhlutverki. Ákveðin formúla Bækur Dans Browns bera það með sér að hann hefur komið sér upp ákveðinni formúlu sem skilar æsilegum metsölubókum; hver bók byggist að ein- hverju leyti á umdeildri staðreynd eða tilgátu, saklausum vegfaranda sem lendir í hringiðu átaka og fjársjóðsleit og síðan gáfuðu glæsikvendi sem heillar söguhetjuna (eða er hún) og leysir vanda- málið í samráði við hann. Í Hring Tankados segir frá TRANSLTR, of- urtölvu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna sem sett hefur verið upp til að lesa dulritaðan póst hryðjuverkamanna, slíkt apparat má vitanlega einnig nota til að lesa tölvupóst almennt. Fyrrver- andi starfsmaður ráðsins, forritari, er ekki sáttur við þá skerðingu á persónufrelsi sem honum þykir blasa við, laumar inn í tölvuna ormi sem læsir henni fyrir utanaðkomandi og hótar að selja lyk- ilinn að orminum hæstbjóðanda. Það er svo til að gera flækjuna snúnari að á fyrstu síðu bókarinnar deyr þessi forritari og eltingarleikur söguhetj- anna, dulritunarfræðingsins Susan Fletcher og Davids Beckers tungumálasérfræðings, snýst því um vísbendingar sem forritarinn skildi eftir sig á meðan hann var lifandi og á dauðastundinni. Yfirnáttúrleg spenna Þótt Stephen King skrifi títt bækur sem kalla má spennubækur er hann gefnari fyrir yfirnáttúrleg fyrirbæri en Brown og flestar bækur hans má flokka sem hryllingssögur, allt frá því fysta bók hans, Carrie, kom út fyrir rúmum þrjátíu árum. King hefur notið mikillar hylli fyrir bækur sínar að segja alla tíð og haft mikil áhrif á þróun hryll- ingssögunnar vestan hafs sem sjá má stað í þess- lags kvikmyndum og bókum. Líkt og Brown hefur King sínar formúlur sem hann endurnýtir, en ólíkt Brown eru formúlurnar fleiri, enda hefur King skrifað lengur og er um- talsvert afkastameiri. Gemsinn hefst ósköp sak- leysislega þar sem söguhetjan Clayton Riddell gengur eftir götu í Boston síðdegis haustdag einn glaður í sinni enda nýbúinn að gera hagstæðan út- gáfusamning. Skyndilega fer fólk í kringum hann að haga sér sérkennilega svo ekki sé meira sagt, fyllist óstjórnlegu morðæði. Riddell áttar sig snemma á því að farsímum er um að kenna – þeir sem voru með farsíma við eyrað heyrðu hljóð sem breytti þeim í ófreskjur, drápsvélar, og ekki bætti úr skák að allir þeir sem ekki voru með farsímann uppi á þessu augnabliki grípa þegar til hans til að hringja í yfirvöld eða sína nánustu með skelfileg- um afleiðingum. Riddell áttar sig snemma á því hvað er á seyði og heldur af stað í norðurátt á flótta frá skelfingunni og í leit að syni sínum. Eins og getið er hefur Stepehn King verið iðinn við að nefna ýmsa fyrirrennara sína á hryllings- sagnasviðinu sem fyrirmyndir sínar og áhrifa- valda og í Gemsanum má finna ýmis kunnugleg minni; friðsæll heimur breytist í martraðarkennt helvíti þar sem hópur heilbrigðra flýr undan morðóðum mannlegum ófreskjum – dæmigerð zombie-saga, ekki satt. Það sem er nýtt í sögunni er að farsímatækni er notuð til að breiða út smitið, tölvuorminn sem leggst á mannsheila, en ekki bit eins og annars er algengast í zombie-sögum. King er mikil húmoristi eins og sjá má til að mynda á blaðsíðu 204 þar sem hann nefnir Cro- nenberg-myndina Scanners: „Eða láta höfuðin á okkur springa í loft upp,“ sagði Alice. Rödd henn- ar skalf. „Ég sá það í gamalli bíómynd einu sinni.“ Þeir sem muna Scanners muna kannski eftir því að í myndinni getur söguhetjan, Cameron Vale, sem er umrenningur líkt og leiðtogi hóps síma- brjálæðinganna, sem einmitt er kallaður Umrenn- ingur í bókinni, tengst tölvukerfi í gegnum al- menningssíma með hugarorkunni einni saman. Missannfærandi spennusögur Enginn gerir kröfur til þess að spennusögur séu sannar, en margir vilja gjarnan að þær séu sann- færandi. Tæknigrunnur Hrings Tankados er og sannfærandi svo langt sem hann nær, en tölvu- fróðir hrista hausinn yfir mörgu þótt ekki skipti það máli fyrir framvindu sögunnar (aðrir geta svo hrist hausinn yfir því hvað hetjurnar eru tregar þegar allt kemur til alls, en það er annað mál). Stephen King hefur aldrei haldið því fram að bækur hans séu sagnfræðilegar, hann skrifar æv- intýrabækur þar sem náttúrulögmál lúta sögunni. Grunnþemað í Gemsum er einmitt þannig smíðað – það er vitanlega della að hægt sé að „endur- forrita“ mannsheilann með hljóðmerki og hegðun „ormsins“ er ótrúverðug svo ekki sé meira sagt. Það er þó aukaatriði – hér er komin dæmigerð hryllingssaga með dæmigerðum söguþræði, en óneitanlega kemur endirinn á óvart. Hryllilegt ormafár Bandarísku rithöfundarnir Dan Brown og Stephen King eru með mestu metsöluhöfundum okkar tíma, hafa selt tugmilljónir bóka. Sá fyrr- nefndi hefur náð ótrúlegum árangri með sínar spennusögur frá því sú fyrsta kom út fyrir átta árum, en sá síðarnefndi, sem hefur verið mun lengur að, heldur sig yfirleitt við hryllinginn. Þeir eru báðir á ormaslóðum í nýtútkomnum bókum. Dan Brown notar tölvuorm sem spennu- gjafa í bókinni Hringur Tankados, en í bókinni Gemsar eftir Stephen King er það eins konar heilaormur þótt upprunninn sé í tölvu. AP Stephen King King er alla jafna gefinn fyrir ónáttúrleg fyrirbæri, en hefur líka gaman af að gæða dauða hversdagslega hluti illvígu lífi. Reuters Dan Brown Brown er alla jafna gefinn fyrir náttúrleg fyrirbæri, þó hann hafi nýtt sér gamla draugasögu í síðustu metsölubók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.