Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.01.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2006 63 FRÉTTIR UM helgina verða skíðadagar í Kringlunni. Á skíðadögum kynna skíðafélögin á höfuðborgarsvæð- inu sig og starfsemi sína. Að auki munu skíðasvæðin á höfuðborg- arsvæðinu auk skíðasvæðanna á Siglufirði, Sauðárkróki og Ak- ureyri kynna sig. Gestir geta séð með eigin augum svokallaða snjó- byssu sem notuð er til að fram- leiða snjó í Hlíðarfjalli á Ak- ureyri. Í tilefni skíðadaga verður sett upp 35 metra löng gönguskíða- braut á 1. hæð Kringlunnar. Al- vöru snjór verður notaður í brautina og munu skíða- göngumenn og börn keppa í brautinni kl. 14 á laugardag. Á skíðadögum verður leikur í gangi fyrir gesti og gangandi í Kringlunni. Þeir sem fylla út þátttökuseðla geta átt von á glæsilegum vinningum, segir í fréttatilkynningu. Meðal vinninga má nefna árskort á skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, dagskort á skíðasvæðin og vegleg gjafabréf í versluninni 66°Norður. Skíðadagar í Kringlunni LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri við Síðu- múla 25 16. janúar um kl. 8 fyrir hádegi. Þar var bíll með númerinu DP-546 kyrrstæður þegar svörtum Mercedes Benz, trúlega leigubíl, var ekið aftan á hinn bílinn. Í upp- hafi voru ökumenn sammála að kalla til og bíða eftir lögreglu á vettvang, en áður en til þess kom ók ökumaður á Benzinum á brott og er ekki vitað um hann frekar. Því er ökumaður hans eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferð- ardeildar lögreglunnar í Reykja- vík. Þá er lýst eftir vitnum að árekstri fimmtudaginn 19. janúar kl. 21:27 á gatnamótum Laugavegs og Nóatúns. Þar lentu saman tveir fólksbílar, blár Hyundai sem ekið var austur Laugaveg og rauður Nissan sem ekið var norður Nóa- tún. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna á gatnamót- unum. Þeir sem gætu gefið upplýs- ingar í málinu eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða 444-1130. Lýst eftir vitnum KJARTAN Valgarðsson, sem stefn- ir á 3. sætið í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík, opnar kosn- ingamiðstöð á Laugavegi 170, gamla Hekluhúsinu, í dag, laug- ardag kl. 11. Boðið verður upp á veitingar og Hallgrímur Helgason rithöfundur leggur orð í belg. Kjartan opnar kosningamiðstöð VGR, Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Reykjavík heldur borg- armálaráðstefnu í dag, laugardag, að Vesturgötu 7. Yfirskrift ráð- stefnunnar er: Málefnadeigla Vinstri grænna og hefst hún kl. 10 og lýkur kl. 17. Fundarstjóri er Gísli Hrafn Atlason. M.a. verður fjallað um málefni barna, umhverfismál, málefni eldri borgara og kvenfrelsis- og mann- réttindamál. Málefnadeigla vinstri grænna ÁRLEGUR Alþjóðadagur Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins verður haldinn í Háskólabíói fimmtudaginn 26. janúar nk. frá kl. 13–17. Kynningarbásar verða opnir kl. 13–16 og kl. 16–17 verða erindi um stúdentaskipti og starfs- þjálfun. Tilgangurinn með Alþjóðadeginum er að vekja athygli á alþjóðlegu samstarfi fyrir há- skólanema; í stúdentaskiptum, starfsþjálfun og vekja athygli á námi erlendis almennt. Al- þjóðadagurinn er ætlaður innlendum og er- lendum stúdentum í háskólum á Íslandi. Hægt verður að nálgast á einum stað þá möguleika sem bjóðast í námi og starfsþjálfun erlendis. Alþjóðadagurinn er vettvangur allra þeirra sem hafa hug á námi, starfsþjálfun eða starfi erlendis. Að minnsta kosti 2.500 Íslendingar stunda nám erlendis um þessar mundir og þar af eru um 300 skiptinemar sem fara á vegum skipt- istúdentaáætlana, t.d. Erasmus eða Nordplus. Eftirtaldir verða með kynningarborð og svara fyrirspurnum um nám og störf erlendis, styrki, námslán, vegabréfsáritanir og fleira: Samband íslenskra námsmanna erlendis, Leon- ardó starfsþjálfun, Bandalag íslenskra náms- manna, Fulbright-stofnunin, fulltrúar frá er- lendum sendiráðum og ræðisskrifstofum, EES-vinnumiðlun, Alþjóðaskrifstofa háskóla- stigsins-Upplýsingastofa um nám erlendis o.fl. Kynning á alþjóðlegu samstarfi fyrir háskólanema í Háskólabíói BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að styrkja kaup á korn- myllu sem fyrirhugað er að gefa til þorpsins El Kere í Eþíópíu. Er- indi þessa efnis barst frá Ómari Þ. Ragnarssyni í vikunni. Kostn- aður verður greiddur a gjald- liðnum „styrkveitingar bæj- arráðs“. Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sætihjá við afgreiðslu. Styrkja kaup á kornmyllu -40% -40% -20% Romantique hnotulína Borðstofuborð 190x85 Verð áður: 45.000 -40% Verð nú: 27.0 0 Stóll Verð áður: 12.500 -20% Verð nú: 10.0 0 Skenkur 180cm Verð áður: 79.000 -40% Verð nú: 47.4 0 Romantique borð, 6 stólar og skenkur ALLT SETTIÐ SAMAN NÚ: 134.400 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Opið um helgina: lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 Útsalan í fullum gangi afsláttur10-50% Mikið vöruúrval -30% Borðstofuborð 190x90 og 6 stólar Verð áður: 128.000 -30% Verð nú: 89.600 -20% Tungusófi microfiber áklæði með óhreinindavörn Verð áður: 139.000.- Verð nú: 111.200.- -30% RIO LEÐUR TUNGUSÓFI Verð áður: 212.000 -30% Verð nú: 148.400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.