Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HAFIN er loðnufrysting á Fáskrúðs- firði. Hoffell SU kom á fimmtudag með þúsund tonn af loðnu til Loðnu- vinnslunnar, sem fóru í bræðslu og frystingu fyrir Japansmarkað. Í gær var verið að landa 2.400 tonnum úr færeyska skipinu Norðborg, sem fóru í bræðslu og vinnslu. Loðnan er að sögn sæmileg með 16% hrogna- fyllingu. Þá var Hoffellið að koma í land aftur með 700 tonn og hrogna- fylling í þeirri loðnu var orðin 18%. Frysta loðnu fyrir Japana Ljósmynd/Albert Kemp Markaðir Fulltrúi japanskra kaupenda skoðar loðnuna. fá að taka meira. Það vorum við svo að gera rétt áðan. Þá fengum við 600 tonn í pínulitum hring. Það er mikil loðna hér, stór og falleg, eins og í beztu loðnuár- um. Það er ljóst að leitin og stjórnunin á þessu er al- gjört klúður frá A til Ö. Hér er allt fullt af loðnu, en fyrir einum og hálf- um mánuði vissi enginn neitt. Það hefði átt að úthluta hundrað þúsund tonna kvóta strax í upphafi árs. Þá hefðu skipin verið á miðunum og loðnan fundizt miklu fyrr. Í öllu þessu rugli er svo eftir öðru að við skulum þurfa að sitja undir þessu endemis bulli sem veltur upp úr sumum á Alþingi, að ætla sér að vera með einhverjar tilraunir og friða loðnuna í nokkur ár til að sjá hvort þorskurinn braggist. Það er alveg á hreinu að það er engin þörf á því að fara að gefa út dánarvottorð fyrir loðnuna. Hún er sprelllifandi og það er mikið af henni,“ sagði Bjarni. Töluvert á takmörkuðum bletti Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son var við mælingar á svæðinu. Sveinn Sveinbjörnsson leiðangurs- stjóri sagði að það væri töluvert af loðnu á takmörkuðum bletti. Þar væru þéttar og fínar lóðningar. Þetta væri ekki stórt svæði, en mæl- ingum væri ekki lokið og því gæti hann ekkert sagt til um hve mikið væri þarna á ferðinni. Auk þess væri einnig loðna austan við Höfð- ann og þar ætti eftir að mæla. Því yrði líklega ekki komin mynd á þetta fyrr en á morgun. „ÞAÐ er svo mikil loðna á Meðal- landsbugtinni að segja má að skipin séu þar strand í kekkinum. Og svo verðum við að takmarka veiðarnar, því þennan litla kvóta sem við höf- um verðum við að nýta í frystingu og það setur veiðunum mjög þröng- ar skorður,“ sagði Gunnþór Ingva- son, útgerðarstjóri Síldarvinnslunn- ar, í gær. „Það er búið að eyðileggja þessa vertíð, þó kannski sé hægt að plástra sárið aðeins með því að auka kvótann. Vonandi verður ekki staðið svona að málum í framtíðinni. Það gengur ekkert að vera með fleiri hundruð manns sem tilraunadýr,“ sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni, í gær. Hann var þá rétt vestan við Ingólfshöfðann. „Við komum hérna í gær og dældum þá loðnu um borð í Baldvin Þorsteins- son, en síðan vorum við bara að dóla okkur á svæðinu og bíða eftir því að Eins og í beztu loðnuárum Bjarni Bjarnason VERIÐ Þegar böndin bresta á morgun „Allt í einu er allt öðruvísi en maður hélt að það væri.“ Fyrsta bíómynd Árna Ólafs Ásgeirssonar í fullri lengd AÐEINS munaði fjórum atkvæðum að Vaka, félag lýðræðislegra stúd- enta, fengi meirihluta í stúdentaráði Háskóla Íslands en niðurstöður kosn- inganna lágu fyrir á sjötta tímanum í gærmorgun. Vaka fékk 1.558 at- kvæði, eða 49,4%, en Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskóla Íslands, fékk 1.249 atkvæði, eða 39,6%, og fengu báðar fylkingar fjóra fulltrúa kjörna. Háskólalistinn náði 348 at- kvæðum, eða 11%, og náði einum full- trúa inn í stúdentaráð. Eru þetta sömu niðurstöður og í kosningunum fyrir ári og breytist staðan í stúd- entaráði því ekki, hafa Vaka og Röskva eftir sem áður níu fulltrúa hvor og Háskólalistinn tvo. Í kosningum til háskólaráðs fengu Vaka og Röskva einn mann hvor kjörinn. Vaka fékk 47,7% atkvæða en Röskva 40,3%, Háskólalistinn hlaut 12% atkvæða og engan mann kjörinn. Á kjörskrá voru um 9.300 stúdent- ar en kjörsókn var aðeins um 35%. Grátlegt þegar vantar svo lítið upp á Harald Björnsson var fyrsti maður á lista Vöku, hann segir niðurstöðu kosninganna sigur fyrir fylkinguna en vissulega hefði sigurinn verið sæt- ari hefðu atkvæðin fjögur skilað sér. „Það er að sjálfsögðu grátlegt þeg- ar svo lítið vantar upp á, en við erum þrátt fyrir það með flest atkvæði á bak við okkur og því er þetta vissu- lega sigur,“ segir Harald og telur engan vafa á því að aðeins dragi úr sigurgleðinni með óbreyttu valda- hlutfalli í stúdentaráði. „Það vissu all- ir af einhverjum fjórum atkvæðum sem hefðu getað skilað sér í hús og þetta hefði alveg mátt detta okkar megin. Vaka hefur áður náð meiri- hluta með fjórum atkvæðum þannig að þetta stendur oft tæpt.“ Aðspurður út í dræma kjörsókn segir Harald að varlega verði að fara með þær tölur því margir nemendur við háskólann séu í framhaldsnámi og hafi því hugsanlega minni áhuga á stúdentakosningum. Fundum mikinn meðbyr Mikill fögnuður braust út í herbúð- um Röskvu í gærmorgun þegar ljóst var að fylkingin fengi fjóra menn í stúdentaráð, og ekki síst fyrir þær sakir að Vöku vantaði aðeins fjögur atkvæði til að ná meirihluta. „Þegar út í kosningar er farið skiptir hvert atkvæði máli og við sýndum að við eigum mikið fylgi á meðal stúdenta,“ segir Atli Bollason, einn stúdenta- ráðsliða Röskvu. Hann segir Rösvku hafa bætt við sig fylgi þó að mjótt hafi verið á mununum og mikil sátt ríkir innan fylkingarinnar. „Við erum sá flokkur sem kom best út úr þessum kosningum og fundum með okkur mikinn meðbyr. Nú er einfaldlega að halda áfram og gera enn betur næst,“ segir Atli og telur það fullvíst að slag- urinn um formannssætið eigi eftir að vera harður. „Við munum beita okk- ur fyrir því að fá formann, eins og Vaka örugglega líka, og það verður bara að bíða og sjá hvaða lendingu við náum.“ Í samræmi við væntingar Háskólalistinn náði inn einum kjörnum fulltrúa og segir Fjölnir Guðmundsson, þeirra efsti maður á lista, að niðurstöðurnar hafi verið í samræmi við væntingar. „Við lítum björtum augum á niðurstöður kosn- inganna því í raun vonuðumst við eft- ir því að engin ein fylking næði meiri- hluta,“ segir Fjölnir og telur að það hefði orðið til þess að hinar fylking- arnar innan stúdentaráðs yrðu nær óvirkar. „Við vonumst því eftir að það verði eining innan ráðsins og stúd- entaráð geti komið fram sem kröft- ugur málsvari stúdenta.“ Nú fara í hönd viðræður um stjórn- armyndun en fráfarandi formaður stúdentaráðs er úr röðum Háskóla- listans. Var það tilkomið vegna þess hve hægt viðræður gengu og í raun málamiðlun allra aðila. Fjölnir segir að Háskólalistinn muni ekki skorast undan þeirri ábyrgð ef sú staða kem- ur upp á nýjan leik. „Eðlilegast er að formaður stúdentaráðs hafi mikið fylgi á bak við sig og skýrt umboð frá stúdentum. Ég vona bara að það gangi fljótt og örugglega að komast að lausn sem allir aðilar verða ánægðir með. En að sjálfsögðu er Háskólalistinn tilbúinn að axla þá ábyrgð verði til okkar leitað.“ Valdahlutföll í Stúdentaráði Háskóla Íslands haldast óbreytt Vaka fjórum atkvæð- um frá meirihluta Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Fylkingar Vöku og Röskvu fengu báðar fjóra fulltrúa kjörna í Stúdentaráð Háskóla Íslands en Háskólalistinn fékk einn mann kjörinn. SÝNING á bókbandi verður opnuð í dag í sal Félags bókagerðamanna, Hverfisgötu 21, við hlið Þjóðleik- hússins í tilefni 100 ára afmælis Samtaka bókbindara hinn 11. febr- úar. Sýndar verða bækur sem bundn- ar voru í sumar af níu bókbindurum sem tóku þátt í heimssýningu bók- bindara í París og var þema sýning- arinnar Umhverfis jörðina á 80 dögum. Bókbindurum var falið að binda inn samnefnda sögu Jules Wernes og útfæra bókbandið með tilliti til innihaldsins. Þessar bækur verða nú til sýnis á sýningunni í dag auk tveggja innbundinna bóka eftir Ragnar Einarsson. Sýningin verður opin fram eftir vikunni að sögn Svans Jóhann- essonar sem situr í bókasafnsnefnd Félags bókagerðarmanna ásamt Maríu H. Kristinsdóttur og Þor- steini Jakobssyni en bókasafns- nefnd var falið að undirbúa sýn- inguna. „Þessar bækur eru mjög fallegar og eru bundnar í alskinn og innfellt skinn í mörgum litum,“ segir Svanur. Ennig verða sýndar bækur sem bókasafnsnefnd félagsins hefur verið að safna og eru sumar frá því 19. öld m.a. eftir Þórarinn B. Þor- láksson listmálara, Jón Borgfirð- ing, Friðbjörn Steinsson Guðmund Frímann skáld og marga fleiri. Sýning á bókbandi hefst í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.