Morgunblaðið - 18.02.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.02.2006, Qupperneq 4
 NÝR og veglegur bikar verður afhentur sigurvegurum Lýsingar- bikars kvenna, en KLM verðlauna- gripir gefa bikarinn í keppnina. Bikarinn er mun stærri en sá sem Haukar lyftu á loft í fyrra og er nánast í sama stærðarflokki og bik- arinn sem keppt er um í karla- flokki.  ÁHORFENDUR sem mæta á bikarúrslitaleikinn fá afhenta boli við innganginn í litum síns félags en það er Lýsing sem stendur á bak við framleiðsluna á þessum bolum.  Í leik Grindavíkur og ÍS verða það Kristinn Óskarsson og Björg- vin Rúnarsson sem dæma leikinn. Þetta er í annað sinn sem Kristinn dæmir bikarúrslitaleik kvenna en síðast dæmdi hann bikarúrslitaleik ÍR og ÍS árið 1991 þar sem Kol- brún Leifsdóttir jafnaði leikinn með þriggja stiga skoti í lok venju- legs leiktíma og tryggði ÍS fram- lengingu sem þær svo unnu. Þann leik dæmdi Kristinn með Jóni Otta Ólafssyni. Kristinn hefur dæmt fimm bikarúrslitaleiki karla.  ÞETTA er einnig annar bikarúr- slitaleikur Björgvins Rúnarssonar, hann dæmdi leik Keflavíkur og ÍS árið 2003 með Leifi S. Garðarssyni. Þar eins og í fyrri bikarúrslitaleik Kristins náði ÍS að jafna í lok venjulegs leiktíma og vann svo leikinn í framlengingu. Þeir félagar Kristinn og Björgvin dæmdu ein- mitt saman bikarúrslitaleik Fjölnis og Njarðvíkur í fyrra. Frá þessu er greint á vefnum www.kkdi.is, sem er vefur körfuknattleiksdómara.  GRINDAVÍK og ÍS hafa mæst fjórum sinnum á þessari leiktíð Grindavík hefur unnið tvo af þrem- ur leikjum liðanna en allar hafa þær verið í Iceland Express deild- inni.  SIGMUNDUR Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson dæma úrslitaleik karla. Þetta er þriðji bikarúrslitaleikur Sigmundar en hann dæmdi árið 2000 leik Grindavíkur og KR með Jóni Ben- der og árið 2003 dæmdi hann leik Snæfells og Keflavíkur með Einari Einarssyni. Þetta er aftur á móti annar bikarúrslitaleikur Rögnvald- ar en fyrir tveimur árum dæmdi hann leik Keflavíkur og Njarðvík- ur með Leifi S. Garðarssyni.  SIGMUNDUR er FIBA dómari en hann tók prófið í Hollandi árið 2003. Þeir Sigmundur og Rögnvaldur tóku dómaraprófið saman í nóv- ember 1994 og leiðbeinandi þeirra var Kristinn Óskarsson. Það er því athyglisvert að sjá að Rögnvaldur hefur dæmt 229 leiki í Úrvalsdeild og Sigmundur 228. Fyrir tímabilið var Rögnvaldur skráður með 899 leiki fyrir KKÍ og Sigmundur 733. Í dag er Rögnvaldur orðinn næst leikjahæsti dómari sögunnar hjá KKÍ og er það aðeins heiðursmað- urinn Jón Otti Ólafsson sem skák- ar honum.  ICELAND Express hefur látið sauma nýjar dómaratreyjur fyrir dómara úrslitaleikjanna og mun gefa dómurunum til minningar um leikina.  MARSIBIL Sæmundsdóttir vara- borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins í Reykjavík sigraði í skotkeppni sem haldin var á kynningarfundi Lýsingar og KKÍ vegna bikarúr- slitaleikjanna. Marsibil var sú eina sem hitti úr þriggja stiga skoti en alls voru fimm keppendur í skot- keppninni, einn fulltrúi frá hverjum stjórnmálaflokki sem koma að borgarmálum í Reykjavík. Marsibil gaf styrktarfélagi hjartveikra barna, Neistanum, 100.000 kr. sem hún fékk fyrir að hitta úr skotinu. FÓLK Við féllum úr leik gegn ÍS á æv-intýralegri körfu sem banda- ríski leikmaðurinn Maria Conlon skoraði nánast frá miðju. ÍS liðið er að mínu mati mun betra í dag en í upphafi leiktíðar og það var mikill fengur fyrir liðið að fá Con- lon í sínar raðir. Hún er frá Con- necticut háskólanum sem hefur unnið meistaratitil í NCAA-há- skóladeildinni undanfarin þrjú ár. Hún þekkir því ekkert annað en að vinna og mér skilst að hún sé ekki viðræðuhæf í nokkra daga ef hún tapar á æfingu með ÍS,“ segir Ágúst en hann telur að möguleikar Grindvíkinga liggi í hröðum leik. „ÍS er með hávaxið lið og þær Helga Jónasdóttir og Signý Her- mannsdóttir eru erfiðar við að eiga í vítateignum. Jerrica Watson, bandaríski leikmaðurinn í röðum Grindavíkur, er grimm undir körf- unni en hún getur ekki leikið vörn gegn tveimur leikmönnum samtím- is. Ég held því að Unndór Sigurðs- son þjálfari Grindavíkur muni leggja áherslu á hraðan leik þar sem Watson og Hildur Sigurðar- dóttir verða fremstar í flokki.“ Ágúst segir að Watson sé einn öflugasti leikmaður sem hafi leikið hér á landi. „Watson er gríðarleg- ur íþróttamaður, hún tekur um 16 fráköst í leik og skorar um 30 stig. Hún getur tekið boltann upp völl- inn í hraðaupphlaupum og það er hennar styrkur. ÍS mun eflaust þjarma að henni hvar sem hún verður og það er vel hægt að hægja á henni með góðri vörn. Ef hún fær ekki rými til þess að at- hafna sig með boltann þá getur hún átt í vandræðum og einnig er hún ekki besta skytta í heimi.“ Ágúst segir að reynsla ÍS eigi eftir að koma liðinu til góða í slík- um leik. „Það eru leikmenn í ÍS á borð við Hönnu Kjartansdóttur og Helgu Þorvaldsdóttur, en þær eru þrautreyndar og Hanna hefur unn- ið titla með fjölmörgum félagslið- um. Í svona leik skipta slíkir leik- menn miklu máli og þar stendur ÍS vel að vígi.“ Ágúst vildi ekki spá um úrslit en hann telur að leikurinn beri vott um að framfarir séu í íslensku kvennadeildinni. „Haukar og Keflavík áttust við í úrslitum Powerade bikarsins, ÍS og Grindavík lögðu þessi lið í und- anúrslitunum og það gefur til kynna að breiddin sé að aukast,“ sagði Ágúst. Ágúst Björgvinsson segir að hraðinn verði aðalvopn Grindvíkinga gegn ÍS Reynsla ÍS vegur þungt GRINDAVÍK mætir annað árið í röð í bikarúrslitaleiki KKÍ og Lýs- ingar í kvennaflokki í körfuknattleik en í fyrra tapaði liðið gegn Haukum í úrslitum en ÍS úr Reykjavík lagði bikarmeistaralið Hauka að velli í undanúrslitum og leikur til úrslita gegn Grindavík. Ágúst Björgvinsson þjálfari Hauka segir að það sé merki um meiri breidd í kvennakörfunni að ÍS og Grindavík leiki til úrslita og á hann von á því að úrslitaleikurinn verði jafn og hörkuspennandi. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Einar telur að styrkleiki Grinda-víkurliðsins liggi aðallega í þriggja stiga skotunum, en að sama skapi telur hann að það sé helsti veikleiki liðsins hve fá stig liðið skor- ar að jafnaði undir körfunni. Hann er á þeirri skoðun að meira jafnvægi einkenni sóknarleik Keflavíkurliðs- ins en oft áður. Þar séu skyttur af bestu gerð og öflugur framherji sem skorar mikið undir körfunni. „Bandaríski leikmaðurinn Jerem- iah Johnson er aðalvopn Grindvík- inga í sóknarleiknum. Hann er gríð- arlega öflugur í gegnumbrotunum en ég tel að Keflvíkingar muni ekki reyna að stöðva hann eingöngu. Hann á það til að „klappa“ boltanum aðeins of mikið í sóknarleiknum og hann verður að halda félögum sínum „heitum“ allan leikinn.“ Einar segir að lykilleikmenn Grindavíkur verði að hitta á góðan dag. „Páll Axel Vilbergsson þarf að fá góða hjálp við að finna færin og hann er ein besta skytta landsins. Helgi Jónas Guðfinnsson er að leika meira en áður og er liðinu mikill styrkur. Hinsvegar tel ég að úrslit leiksins muni ráðast af framlagi leikmanna sem eru „minna“ þekktir. Þorleifur Ólafsson úr Grindavík er einn þeirra. Ef hann blómstar og kemur með eitt- hvað aukalega í leikinn eru þeir í góðum málum.“ Einar telur liðin mjög áþekk þegar leikmannahópur þeirra er krufin til mergjar. „Bæði liðin eru með leik- menn frá Evrópu, Nedsad Biberovic er í Grindavík og Vlad Boeriu í Keflavík. Þeir munu ekki ráða úrslit- um í þessum leik.“ Meira jafnvægi í sóknarleik Keflvíkinga Þjálfarinn segir að helsti styrkur Keflavíkurliðsins sé að meira jafn- vægi sé í sóknarleik þeirra - miðað við sóknarleik Grindavíkur. „Keflavík er vissulega með miklar skyttur en þeir hafa leikmann sem getur skorað mikið undir körfunni og þeir leita að Bandaríkjamanninum AJ Moye þegar þeir lenda í vand- ræðum. Moye er varla 1.90 m á hæð en samt getur hann gert ótrúlega hluti í vítateignum. Grindvíkingar stóla meira á að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna og þeir eru ekki með leikmann sem þeir geta stólað á að skori undir körfunni. Páll Krist- insson hefur vissulega leikið vel í vet- ur, en er ekki sú gerð af leikmanni sem vill snúa bakinu í körfuna og skora með þeim hætti.“ Einar er sammála því að AJ Moye minni um margt á Rondey Robinson, fyrrum miðherja Njarðvíkur. „Jú, það er rétt. En munurinn á þeim er sá að Moye fer oft á vítalínuna í hverjum leik og er með 80% nýtingu. Robinson var ekki með slíka nýtingu - langt frá því.“ Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflavíkur, er leikmaður sem Einar telur að geti breytt gangi mála. „Gunnar hefur ekki verið eins áberandi og áður í leik liðsins. En í svona leik þá getur hann tekið af skarið, enda hefur hann mikla reynslu og getur skotið fyrir utan og keyrt upp að körfunni. Að mínu mati er ekki mikill munur á leikmönnum á borð við Magnús Gunnarsson úr Keflavík og Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík. Erlendu leikmennirnir fjórir úr báðum liðum eru áþekkir og því tel ég að úrslit leiksins muni ráð- ast af framlagi „minni“ spámanna. Það verður að vera einhver sem tek- ur af skarið og gerir eitthvað meira en hann er vanur að gera. Það lið sem verður með slíkan leikmann í sínum röðum fer með sigur af hólmi,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálf- ari Njarðvíkur, en hann lyfti bikarn- um í Laugardalshöllinni fyrir ári er Njarðvík sigraði í bikarkeppninni. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, telur að „minni“ spámenn eigi eftir að stela senunni í „Suðurnesjaslag “ Grindavíkur og Keflavíkur „Hraðinn verður mikill“ Morgunblaðið/Golli Arnar Freyr Jónsson, bakvörður Keflvíkinga, verður í eldlínunni í Laugardalshöll í dag í bikarúrslitaleiknum gegn Grindavík. GRINDAVÍK og Keflavík mætast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik KKÍ og Lýsingar í karlaflokki í körfuknattleik í dag í Laugardalshöll og segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, að búast megi við mjög skemmtilegum leik. Þjálfarinn segir að framlag íslenskra leik- manna eigi eftir að ráða úrslitum, og það verði „minni“ spámenn sem taki af skarið í leiknum og komi sínu liði til bjargar. Einar spáir því að leikurinn endi 91:88 en hann vill ekki gefa það upp hvaða lið hann telur sigurstranglegra. „Leikurinn verður hraður og án efa mikil skemmtun.“ Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.