Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, var kallaður „slátrarinn á Balkanskaga“. Litið var á hann sem holdtekju þjóðern- ishyggju sem keyrði gersamlega um þverbak og olli miklum blóðsúthell- ingum í þessum heimshluta eftir lok kalda stríðsins. Milosevic hefur verið lýst sem blóð- hundi og ófreskju í mannsmynd. Hann varð fyrsti fyrrverandi þjóð- höfðinginn til að verða ákærður og leiddur fyrir alþjóðlegan rétt, sak- aður um þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Hann átti lífstíðarfangelsisdóm yfir höfði sér. Ef einhver einn maður átti sök á hörmungunum, sem dundu yfir íbúa Balkanskaga, var það Milosevic. Hann hratt af stað fjórum styrjöldum á þessu svæði – mannskæðustu átök- um í Evrópu eftir síðari heimsstyrj- öld. Átökin kostuðu um 200.000 manns lífið og nær þrjár milljónir manna misstu heimili sín. Serbar töpuðu öll- um stríðunum og efnahagur landsins hökti á heljarþröm. Litlaus en metnaðarfullur flokksgæðingur Milosevic fæddist 20. ágúst 1941 í bænum Pozarevac í Austur-Serbíu. Faðir hans var prestur í rétttrún- aðarkirkjunni og fyrirfór sér þegar sonurinn var um tvítugt. Móðirin stytti sér aldur um áratug síðar. Milosevic lauk lögfræðiprófi við Belgrad-háskóla en átti frama sinn að þakka kraftmiklum leiðtoga í komm- únistaflokknum, Ivan Stambulic, sem gerði Milosevic að bankastjóra mik- ilvægustu lánastofnunar Júgóslavíu á þeim tíma. Árið 1984 varð Milosevic arftaki Stambulic þegar hann tók við formannsembættinu í flokksdeildinni í Belgrad en Stambulic varð forseti Serbíu. Milosevic hóf umsvifalaust að koma mönnum sínum fyrir í lyk- ilstöðum, m.a. hjá fjölmiðlum. Þeir sem kynntust Milosevic á þessum árum lýstu honum sem ákaf- lega litlausum flokksgæðingi og „fyr- irmyndarkommúnista“. Hann var á hinn bóginn metnaðarfullur og sá tækifæri bjóðast í valdatómarúminu sem myndaðist eftir dauða Títós mar- skálks, leiðtoga Júgóslavíu 1945–80. Milosevic áttaði sig á að komm- únisminn í Evrópu var að veslast upp og ákvað að vera fljótur til. Hann gerðist ákafur talsmaður serb- neskrar þjóðernishyggju og notaði hana sem stiga til að komast til æðstu metorða. Milosevic tók við forystunni í Serb- íu með því að ráðast skyndilega aftan að velgerðarmanni sínum, Stambulic, og velta honum úr forsetastóli árið 1989. Hann afnam sjálfstjórnarrétt- indi Kosovo-héraðs og kynti undir serbneskri þjóðrembu þegar gamla Júgóslavía leystist upp árið 1991. Sem forseti Serbíu og síðar Júgó- slavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, þótti Milosevic kænn leiðtogi sem notaði ríkisfjöl- miðlana til að ýta undir þjóðrembu og bæla niður andóf. Hann stjórnaði með harðri hendi ásamt konu sinni, Miru Markovic. Eftir stríðin í Króatíu, Bosníu og Slóveníu, þjóðernishreinsanir Serba í Kosovo og ellefu vikna loftárásir Atl- antshafsbandalagsins 1999 fengu flestir íbúar Júgóslavíu sig fullsadda á Milosevic. Hann bauð sig fram í forsetakosn- ingum í Júgóslavíu í september 2000 en beið ósigur fyrir leiðtoga stjórn- arandstöðunnar, Vojislav Kostunica. Þegar kjörstjórnin vildi nýjar kosn- ingar hófust verkföll og fjölmenn götumótmæli víða í Serbíu. Mótmæl- in náðu hámarki 5. október sama ár þegar stjórnarandstæðingar náðu þinghúsinu í Belgrad og höf- uðstöðvum ríkissjónvarpsins á sitt vald. Milosevic og eiginkona hans flúðu og hann sagði af sér 7. október. Engin iðrunarmerki Hálfu ári síðar var Milosevic hand- tekinn á heimili sínu í Belgrad vegna ásakana um að hann hefði misnotað völd sín og opinbera sjóði. Hann var síðan framseldur til stríðsglæpadóm- stóls Sameinuðu þjóðanna í Haag 28. júní 2001. Réttarhöld í máli hans hóf- ust 12. febrúar 2002. Ákæruatriðin gegn Milosevic voru alls 66. Þau tengdust í fyrsta lagi stríðinu í Króatíu 1991–1992, tilraun til þjóðarmorðs í Bosníu á árunum 1992–1995 og ódæðisverkum í Kosovo 1998–1999. Um helmingur ákæruatriðanna tengdist stríðinu í Króatíu. Eru her- sveitir sem lutu stjórn Milosevic í ákæruskjölum sagðar hafa myrt hundruð óbreyttra borgara og hrakið 170.000 Króata og aðra, sem ekki voru af serbnesku bergi brotnir, frá heimaslóðum sínum í Króatíu. Í stríðinu í Bosníu voru um 8.000 múslímar myrtir með köldu blóði í bænum Srebrenica í austurhluta Bosníu. Milosevic var sakaður um þjóðarmorð fyrir þátt sinn í skipu- lagningu og undirbúningi þessara at- burða, og er þetta alvarlegasta ákær- an á hendur honum. Milosevic er ennfremur sakaður um að bera ábyrgð á umsátrinu um Sarajevo, sem stóð samfleytt í þrjú ár, en þar skutu serbneskar leyni- skyttur þúsundir barna, kvenna og aldraðra. Þá var Milosevic sakaður um að hafa skipað hersveitum Serba að berja niður andspyrnu Kosovo- Albana á árunum 1998–1999 með öll- um ráðum. Meira en milljón manna var hrakin frá heimilum sínum. Þús- undir manna voru myrtar í ódæð- isverkum víðs vegar um héraðið. Milosevic neitaði sök og sýndi eng- in iðrunarmerki. „Ég er stoltur af öllu sem ég gerði til að verja land mitt og þjóð mína,“ sagði hann í sjónvarps- viðtali árið 2001. „Allar ákvarðanir mínar voru löglegar, samræmdust stjórnarskránni og byggðust á rétt- inum til sjálfsvarnar.“ „Slátrarinn“ sem tapaði öllum Balkanstríðunum Albanskt flóttafólk á leið til Makedóníu eftir að hafa verið hrakið frá Kosovo-héraði í mars 1999. Reuters Slobodan Milosevic veifar til stuðningsmanna sinna eftir að hann sór emb- ættiseið forseta Júgóslavíu í júlí 1997. ’Hann gerðist ákafurtalsmaður serbneskrar þjóðernishyggju og not- aði hana sem stiga til að komast til æðstu met- orða.‘ CARLA Del Ponte, aðalsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, sagði í gær að ásakanir um að eitrað hefði verið fyrir Slobodan Milosevic, fyrrver- andi forseta Júgóslavíu, byggðust aðeins á sögusögnum. Lögfræðileg- ur ráðgjafi Milosevic sagði hann hafa skrifað bréf daginn áður en hann dó þar sem hann kvaðst ótt- ast að eitrað hefði verið fyrir sig. Saksóknarinn kvaðst ekki geta útilokað að Milosevic hefði fyrirfar- ið sér en bætti við að ekki væri hægt að fullyrða neitt fyrr en nið- urstöður krufningar lægju fyrir. Del Ponte sagði að það væri „mikil synd fyrir réttlætið“ að Mil- osevic skyldi hafa dáið áður en réttarhöldunum lyki, þannig að dómur yrði ekki kveðinn upp í máli hans. „Dauði hans sviptir fórnar- lömbin því réttlæti sem þau þurfa og verðskulda,“ sagði hún. Sak- sóknarinn bætti við að eftir dauða Milosevic væri enn brýnna en áður að fyrrverandi leiðtogar Bosníu- Serba – Ratko Mladic og Radovan Karadzic – yrðu handteknir og framseldir til Haag fyrir stríðs- glæpi. Óskaði eftir vernd Rússa Skömmu eftir blaðamannafund Del Ponte sagði lögfræðilegur ráð- gjafi Milosevic, Zdenko Tomanovic, að forsetinn fyrrverandi hefði skrifað rússneska utanríkisráðu- neytinu bréf á föstudag til að óska eftir „vernd“ Rússa þar sem hann óttaðist að eitrað hefði verið fyrir sig. „Hann sagði: Þeir vilja eitra fyr- ir mig. Ég hef miklar áhyggjur af þessu,“ hafði Tomanovic eftir Mil- osevic. „Í bréfinu skrifaði hann um læknisskýrslu sem hann fékk og sýndi að í blóði hans væru sterk lyf sem eru aðeins notuð við holdsveiki eða berklum.“ Tomanovic sagði Milosevic hafa afhent honum bréfið á föstudag, daginn áður en hann lést, og beðið hann að afhenda það rússneska sendiráðinu með beiðni um að það yrði sent utanríkisráðu- neytinu í Moskvu. Dómstólnum kennt um Fjölskylda Milosevic sakaði dóm- arana í Haag um að hafa valdið dauða hans. Borislav Milosevic, bróðir Milocevic, sagði að dómar- arnir hefðu orðið honum að bana með því að synja beiðni hans í síð- asta mánuði um að fá að fara til Moskvu í læknismeðferð. Læknar frá Rússlandi, Frakklandi og Serb- íu, sem skoðuðu Milosevic í byrjun nóvember, hefðu komist að þeirri niðurstöðu að ástand hans væri lífshættulegt og að hann þyrfti taf- arlausa meðferð. Dómararnir synjuðu beiðninni af ótta við að Milosevic myndi ekki fara aftur til Haag þótt rússnesk stjórnvöld hefðu lofað að senda hann þangað eftir meðferðina. Dómararnir sögðu að rússneskir læknar gætu komið til Haag til að lækna hann. Milosevic hafði verið með of há- an blóðþrýsting og hjartakvilla í mörg ár. Talsmaður dómstólsins sagði að ástand Milosevic hefði versnað vegna streitu eftir að rétt- arhöldin hófust, einkum vegna þess að hann hefði viljað verja sig sjálf- ur. Fjölmiðlar í Serbíu kenndu dóm- stól Sameinuðu þjóðanna um dauða Milosevic. „Dómstóllinn í Haag varð Milos- evic að bana,“ sagði í forsíðufyr- irsögnum tveggja serbneskra blaða, Press og Glas Javnosti. „Myrtur,“ sagði annað serbneskt dagblað, Kurir, sem byggði fréttina á viðtali við serbneskan lækni sem skoðaði Milosevic í nóvember. Áfall fyrir dómstólinn Leiðtogar vestrænna ríkja sögð- ust vona að dauði Milosevic yrði til þess að sættir næðust milli þjóð- anna á Balkanskaga. Aðrir óttuðust að litið yrði á Milosevic sem písl- arvott og dauði hans efldi þjóðern- issinna sem eru enn áhrifamiklir í Serbíu og serbneska hluta Bosníu. Jon Silverman, fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, sagði að dauði Milosevic væri mikið áfall fyrir dómstólinn í Haag og vekti ýmsar spurningar sem gætu valdið honum álitshnekki. Hann varpaði til að mynda fram þeirri spurningu hvort það hefðu verið mistök hjá dómstólnum að taka allar ákær- urnar á hendur Milosevic fyrir í einum réttarhöldum í stað þess að skipta þeim og rétta sérstaklega um ákærurnar sem tengjast stríðs- glæpunum í Kosovo. Útkoman hefði ekki getað orðið verri fyrir dómstólinn og fórnarlömb stríðs- glæpanna – engin dómsniðurstaða eftir fjögurra ára réttarhöld. Óttaðist að eitrað hefði verið fyrir sig Fjölskylda Slobodans Milosevic kennir dómurum í Haag um dauða hans Reuters Stuðningskona Slobodans Milosevic við mynd af honum á veggspjaldi í Bel- grad eftir að skýrt var frá því að hann hefði fundist látinn í klefa sínum í fangelsi stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag á laugardag. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.