Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 25 MINNINGAR Elskuleg móðir okkar, GUÐLEIF MAGNÚSDÓTTIR frá Hamarsseli í Álftafirði, til heimilis í Þangbakka 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 14. mars kl. 15.00. Eygló Bogadóttir, Jónína Hjörleifsdóttir, Dagbjört Hjörleifsdóttir, Gústa Hjörleifsdóttir, Magnhildur Hjörleifsdóttir og fjölskyldur. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TEITS KRISTJÁNSSONAR, Digranesheiði 13, Kópavogi. Margrét Birna Aðalsteinsdóttir, Hilmar Teitsson, Ingibjörg Þóra Marteinsdóttir, Sigrún Teitsdóttir, Gísli Rúnar Haraldsson, Ingvar Teitsson, Birgir Teitsson, Þuríður Helga Benediktsdóttir, Aðalsteinn Þór Teitsson, Jóhanna Kristín Teitsdóttir, Gísli Ágústsson, barnabörn og langafabarn. Okkar ástkæri KRISTJÁN ÞÓRÐARSON loftskeytamaður, Miðvangi 1, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi laugardaginn 11. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Sigurðardóttir, Gunnar Kristjánsson, Ingigerður Sigurgeirsdóttir, Rósa Kristjánsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Fjóla Kristjánsdóttir, Jón Trausti Harðarson, Kristján Kristjánsson, Borghildur Kjartansdóttir, Reynir Kristjánsson, Soffía Helgadóttir, Guðrún Bríet Gunnarsdóttir og barnabörn. Elskulegur frændi okkar og vinur, ERLENDUR GUÐLAUGSSON Meiðastöðum, Garði, lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt sunnudagsins 12. mars. Björg Sæland Eiríksdóttir, Sigríður Sæland Eiríksdóttir, Guðrún Hafdís Eiríksdóttir, Guðlaugur Eiríksson, Ásta Ellen Eiríksdóttir, Ásta Vilhjálmsdóttir og aðstandendur. Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og sonur SMÁRI HLÍÐAR BALDVINSSON Borg, Reykhólahreppi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt föstudagsins 10. mars. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Margrét H Brynjólfsdóttir. Grænuhlíð eða kíktum í kaffi til hennar í sumarbústaðinn í Hallkels- hólum. Allt til síðustu stundar var Addý hrókur alls fagnaðar, stutt í brosið og hláturmild. Við kveðjum einstaka konu með söknuði en geymdar verða ljúfar minningar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Gunnar, Grétar og fjöl- skyldur, við systkinin sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur öll. Guðný Pála, Þórunn, Garðar, Sigríður Hanna, Guðlaugur, Anna Kristín, Erna Margrét. Elsku Addý frænka, við kveðjum þig í hinsta sinn. Sorgin er mikil og sár, en jafnframt minnumst við allra góðu stundanna sem við höfum átt með þér. Alltaf var gott að koma til þín og öruggt að leita til þín ef manni lá eitthvað á hjarta. Þú varst alltaf tilbúin með ráð og kökusneið. Já, það fór enginn svangur frá þér eða leiður í skapi. Þú hafðir lag á að koma fólki í gott skap og varst sjálf ánægðust ef það var fullt af fólki í kringum þig og ekki verra ef hægt var að syngja svolítið. Já, þú elskaðir lífið og landið sem þú varst dugleg að ferðast um og skoða. Það eru nú ekki margir staðir á landinu sem þú komst ekki á. Kæra Addý, það er svo margt sem við hefðum viljað segja við þig áður en þú fórst og minningarnar fylla huga manns. Þú varst sannkölluð hetja í erfiðum veikindum þínum, en nú hefur þú öðlast frið. Hreinskilni þín og gleði yfir lífinu verður okkur fyrirmynd áfram þó þú sért hér ekki lengur. Þú lifir í hjörtum okkar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Guð geymi þig. Alda og Nanna. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Að leiðarlokum langar mig að minnast Addýjar vinkonu minnar með örfáum orðum. Margar stundir liðinna ára eru mér minnisstæðar og þá er helst að nefna hvernig við kynntumst, er við fórum að venja komur okkar á lík- amsræktarstöð hér í bænum 1982 og urðum góðar og nánar vinkonur í framhaldi af því, þó svo aðstæður okkar væru ólíkar. Við bjuggum að segja má á tímabili í ræktinni, ótrú- legt hvað við vorum duglegar, a.m.k. að okkar eigin mati. Alltaf var Addý svo jákvæð og hress og hafði góð áhrif á þá sem í kringum hana voru. Mér leið alltaf svo vel í návist hennar. Dætur mínar elskuðu Addý og fannst þeim svo gaman að koma í heimsókn til hennar, Gunnars og Grétars. Síðustu mánuði var orðið ljóst að hverju stefndi og að ekki yrði við neitt ráðið en alltaf var það Addý sem var jákvæð þó svo að maður sjálfur væri með tárin í augunum. Að lokum varð hún þó að láta í minni pokann eftir margra ára baráttu við erfiðan sjúkdóm. Viku áður en hún lést gaf hún mér hálsmen sem hún átti, með þeim orð- um að þegar ég setti það á mig ætti ég að fara að hlæja. Svona var Addý. Ég hef borið hálsmenið síðan. Síðasta samtalið sem við áttum á sjúkrahúsinu, tveimur dögum fyrir andlátið, er mér mjög dýrmætt og sagðist hún þá vera orðin mjög þreytt. Nú veit ég að þjáningum Addýjar er lokið og hún hefur fengið hvíldina sem hún þráði. Þegar líkams bresta bönd, burtu sálin flýgur suður og upp í sólarlönd, sól þar aldrei hnígur. (Páll J. Árdal.) Ég vil biðja algóðan guð að hugga og styrkja Gunnar og Grétar. Blessuð sé minning Arndísar Jó- hannsdóttur. Elsku Addý, takk fyrir allt. Kristín Árdal. Okkur hjónin langar með nokkr- um orðum að minnast Arndísar vin- konu okkar og móður Grétars æsku- vinar okkar. Nú er langri baráttu lokið og komið að kveðjustund í bili. Í samtölum okkar síðustu skiptin sem við áttum saman leyndi það sér ekki að Arndís var trúuð kona og var sannfærð um líf eftir dauðann en samt var hún ekki á förum strax, það var svo margt sem hún átti enn eftir ógert. Það var alltaf svo gott að koma til Arndísar, hún tók ávallt á móti okkur með sínum hlýja faðmi og fylgdist vel með okkur og tók full- an þátt í okkar gleði og sorgum. Það er ríkidæmi að eiga slíka vini. Arndís var mikill höfðingi heim að sækja. Þær eru ófáar heimsóknirnar í bú- staðinn í Grímsnesinu en þar naut Arndís sín í skógræktinni. Það er stórt skarð höggvið í litla fjölskyldu, en þeir sem átt hafa mikið missa líka mikið. Við biðjum góðan guð að blessa minningu þessarar góðu konu um leið og við vottum vinum okkar Gunnari og Grétari okkar innileg- ustu samúð. Ragnheiður og Gunnar, Laugarási. Kæra vinkona. Nú er komið að kveðjustund, vissulega átti ég von á að fá símtal og mér tjáð að þú hefðir kvatt, en samt er þetta svo sárt. En ég má ekki vera eigingjörn því þetta fór næstum því eins og þú vildir. Fyrst engar leiðir voru eftir, þá var eins gott að þú fékkst að kveðja fljótt. Síðasta samtal okkar er mér ofarlega í huga, ég sagði þér frá því að Óli vinnufélagi okkar ætlaði að ganga í það heilaga í sumar. Þú varst svo ánægð með þær fréttir og sagðir að þú yrðir örugglega nálægt þó að það yrði ekki nema til að stríða Óla pínulítið. Við grínuðumst oft með það að þú yrðir brúðarmær hjá mér þegar ég myndi loks giftast og ekki nóg með það heldur ætlaðir þú að láta ferma þig í sömu athöfn. Já, ég veit það að þegar að því kemur, verður þú örugglega nálægt. Við gátum grátið og hlegið saman og ég veit að þar verður engin breyting á þó að þú sért farin. Ég bið algóðan Guð um að styrkja Gunnar þinn og Grétar og fylgja þér á leiðarenda. Vertu sæl, elsku Arndís mín, og þakka þér fyrir allt. Þín vinkona, Ásta. Nú er hún Didda frænka farin. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi í barnæsku að vera í deildinni hennar Diddu í KFUK. Og að vera elskuð og studd af þeim systrum, Diddu og Borgu; jafnvel vistuð hjá þeim í sumarferðalagi foreldra minna og móðurbræðra. Ég á góðar minn- ingar um skemmtilegan tíma með þeim og vinkonu þeirra Siggu Sandholt. Ég man eftir tíglóttu „hallargólfi“ í eldhúsi Siggu, sjón- ræn upplifun sem situr föst í barns- minni mínu. Jóhannes móðurbróðir minn og faðir Diddu hvatti mig óspart á myndlistarsviðinu og ég er viss um að hann hafði áhrif á að ég fékk að spreyta mig við teikninám en sjálfur var hann listrænn og ágætur teiknari. Didda frænka var yfirleitt nefnd í sömu andrá og KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR ✝ Kristín Jóhann-esdóttir fæddist í Reykjavík á hvíta- sunnudag, 4. júní 1922. Hún lést 28. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju 8. mars. Borga yngri systir hennar. Didda og Borga voru óaðskilj- anlegar í augum okk- ar og svo Inga systir þeirra á Akureyri. Fallegra systrasam- band er tæpast hægt að hugsa sér. Ég upp- götvaði fremur seint hvað Didda var laun- fyndin og hafði gott auga fyrir hinu skop- lega í kringum sig. Hún var sögumaður eins og amma í besta skilningi þess orðs, því sögurnar hennar Diddu, sem voru flestar byggðar á hennar eigin upplifun, vöktu hlátur og kímni en aðhlátur var þó fjarri hennar gamansemi. Líklega hefur Didda sótt frásagn- argáfu sína til ömmu, Kristínar Jó- hannesdóttur, alnöfnu sinnar. Þeim systrum þótti afar vænt um Önnu, móður mína, og sýndu henni ávallt ræktarsemi, en þegar Ragn- hildur móðir þeirra lést voru þær á unglingsaldri og bjuggu enn í for- eldrahúsum. Þá þótti þeim gott að leita til mömmu, en heimili okkar á Bergþórugötunni var steinsnar frá heimili þeirra í mýrinni. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þessa góðu frænku að, þótt sambandið hafi ver- ið slitrótt á fullorðinsárum. Sam- vistir við Diddu hafa haft mikla þýðingu fyrir fjölskyldu hennar, fjær og nær, og þá á ég ekki síst við systrabörn hennar sem hún var sem önnur móðir. Að leiðarlokum þökkum við systkinin og fjölskyldur okkar samfylgdina og vottum Ingu, Borgu og Sigga bróður þeirra og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Kristín Þorkelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.