Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.2006, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MEÐ háþróaða upplýsingaþjón- ustu, opnast margir möguleikar á samfélagsbreytingum sem gaman er að velta fyrir sér. Með nýja möguleika á sviði upplýsingaþjón- ustu, væri það ekki æskilegt ef ein- staklingurinn gæti tekið virkan þátt í ákvörðunum eins og: – Landsvirkj- unarmálinu og Imp- regilo – Öðrum virkjunum – Að styðja stríðið í Írak – Að veita Bobby Fischer íslenskan rík- isborgararétt? Þetta æskilega fyr- irkomulag er ekki til staðar í dag vegna þess hversu ómögulegt það var að koma á lýðveldi í sínu ’ideal’ formi. Lýðveldi þurfa að þróa ein- hverskonar fulltrúastjórn (Repre- sentative Government) – Alþingi. Þessi kostur hefur verið langlífur á Íslandi og hefur augljóslega komið okkur þetta langt. En á sama tíma hefur fulltrúastjórn í för með sér mjög áhrifaríkar breytingar á hinu ’fullkomna lýð- veldi’. Helsti ókostur fulltrúakerfisins er sá að einstaklingurinn getur einungis valið á milli stjórnmála- manna en ekki haft neitt að segja í þeim málefnum sem varða sam- félagið. Þetta þýðir það að þjóðin getur einungis myndað heild og sameinast í ákvörðun þegar hún er spurð hvort Nonni út í bæ eða Sandra út við sæ sé betri. Það fulltrúakerfi sem nú er í gildi hefur orðið til þess að stétt stjórnmálamanna ein- okar allt ákvörð- unarvald samfélags- ins. Mér sárnar sú hugsun að þjóð- arheildinni, ímynd hennar og afstöðu, skuli vera stjórnað af þessari einu stétt. Það hjálpar heldur ekki hvað við erum fámennt samfélag. Eins og raun ber vitni getur þessi einokun valds orðið til þess að sérstakir hópar fólks í samfélaginu geti orðið geysilega valdamiklir og þannig stýrt ákvörðunum sér í hag. Í fá- mennu samfélagi er auðveldara að mynda tengsl milli áhrifaríkra hópa fólks – efnahagsráðandi og pólitíkusar. Á Íslandi eru nauð- synlega sterk tengsl á milli ríkra og stjórnmálamanna. Kerfið sjálft skapar þessa ein- okun valds. Stéttaskiptingin gerir stjórnmálamönnum kleift að tala niður til almennings og afskrifa afstöðu hans líkt og Davíð gerði þegar 84% þjóðarinnar vildu vera tekin af þeim lista sem studdi stríðið í Írak (Jan. 2005). Stétt- arskiptingin ýtir undir ’óttann við múginn’; ýtir undir þá trú að ein- staklingurinn hafi ekki hæfileika til að mynda rökstudda ákvörðun í pólitískum málefnum. Það er ljóst að svo hægt sé að vinna úr öllu því sem snertir póli- tík í samfélaginu, verður lýðveldið að mynda fulltrúakerfi. Það er því ekki hægt að kasta stöðu stjórn- málamanna á glæ, heldur verðum við að endurhugsa þá milliliði sem liggja á milli ákvörðunarinnar og almennings. Ég tel að með nýju upplýs- ingakerfi og nýrri tækni getum við þróað nýja kynslóð lýðræðis og miðlað öllum samfélagstengdum upplýsingum til almennings með lágmarks kostnaði. Höfundur hef- ur þróað hugmyndir um „Almiðil“ á Íslandi. Almiðill gefur Íslend- ingum færi á að þróa lýðveldi framtíðarinnar. Með Almiðli get- um við forðast þær hindranir sem lágu í vegi forfeðra okkar. Aukið lýðræði á Íslandi Þorsteinn Gestsson fjallar um hvernig hægt er að nota upp- lýsingatækni nútímans til þess að auka frelsi og pólitísk áhrif almennings ’Ég tel að með nýju upp-lýsingakerfi og nýrri tækni, getum við þróað nýja kynslóð lýðræðis og miðlað öllum samfélags- tengdum upplýsingum til almennings með lág- marks kostnaði. ‘ Þorsteinn Gestsson Höfundur starfar sem ráðgjafi hjá Universal Public í New York. TENGLAR .............................................. http://gestsson.tripod.com/almidill EIGENDUR álversins í Straumsvík, ALCAN, upplýsti Halldór Ágrímsson forsætisráð- herra um það nýlega að þeir gætu hugsað sér að loka álverinu ef ekki væru möguleikar á að stækka það. Af þessu tilefni kom góðvinur minn Ögmundur Jónasson í ræðustól á Alþingi og taldi þá ALCAN- menn hafa uppi hót- anir við íslensk stjórnvöld. Ég sé ekki betur en þarna hafi kapp stjórnarand- stöðuþingmannsins vikið fyrir forsjá eðli- legra hygginda. Hótun hefur því að- eins einhverja merk- ingu að sá sem fyrir henni verður eigi eitt- hvað verulegt á hættu. Í þessu tilfelli fer því víðsfjarri. Að „hóta“ því að loka ál- verinu í Straumsvík hefur fleiri augljósa kosti í för með sér en galla. Vissulega myndu margir harð- duglegir starfsmenn missa vinnuna, en Ís- lendingar hafa langa reynslu af að loka verksmiðjum. Þannig hafa frystihús um land allt hætt starf- semi undanfarna áratugi, vissulega stundum með dapurlegum afleið- ingum, en starfsfólkið hefur snúið sér að öðru. Starfsfólk Straums- víkur ætti miklu fleiri kosta völ en fiskvinnslufólk í strandbyggðum undanfarinna ára. Hafnarfjarð- arbær myndi að sönnu missa ein- hverjar tekjur í bili og Lands- virkjun spón úr sínum aski, en það stæði varla lengi. Kostirnir við að loka álverinu yf- irgnæfa þetta allt: Álverið stendur í jaðri íbúðabyggðarinnar í Hafn- arfirði og engum myndi detta í hug að setja nýtt álver niður á þessum stað núna. Með því að loka því fengi Hafnarfjarðarbær verðmætt byggingarland og gæti hagað skipulagsmálum sínum á nýjan hátt (og eitt stykki höfn að auki til afnota). Það sem mestu skiptir þó er að með lokum álversins myndu „losna“ ein til tvær stórar virkjanir með þeim afleiðingum að hægt væri að bjóða ís- lenskum atvinnurekstri miklu lægra verð á raf- orku en hann þarf nú að greiða (nánar um þetta mál á http:// blog.central.is/hage/). Til að byrja með yrði ekki not fyrir alla þá orku sem losnaði en þróunin yrði sú að á skömmum tíma myndu spretta upp fyrirtæki sem beinlínis sæju starfsgrundvöll í lágu orkuverði og rekstr- arskilyrði hinna eldri myndu stórbatna. Lágt orkuverð er ígildi skattalækkana eða lækkunar krónunnar fyrir út- flutningsatvinnuvegina. Það er þess vegna rangt að líta á lokun álversins sem hótun: Þvert á móti má hafa mikinn hag af henni. Þess vegna hefði verið eðlilegt fyrir forsætisráðherrann að svara ALCAN: Já því ekki það – hentar okkur ágætlega. Því ekki það? Helgi Guðmundsson fjallar um álverið í Straumsvík Helgi Guðmundsson ’Að „hóta“ þvíað loka álverinu í Straumsvík hef- ur fleiri augljósa kosti í för með sér en galla. ‘ Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans. Framsóknarflokkurinn lifir á erfiðum tímum. Allar götur frá því sem hann tók við forystu í ríkisstjórn hefir fylgið hrunið af honum. Í venjulegu lýðræðisríki myndi forystusauðurinn gerður ábyrgur og settur af. En ekki á Íslandi, enda standa Sjálfstæð- isflokkurinn og Morgunblaðið óbifanleg að baki honum. Og eftir að flokkurinn hefir losað sig við Árna Magnússon segir nýi heilsuráðherrann í Fréttablaðinu að öll togstreita sé að baki og mikill einhugur innan flokksins við breytingar, sem í kjölfarið fylgdu. Í venjulegum stjórn- málaflokki myndi slíkt manntafl ekki teljast til framdráttar. En það á greinilega ekki við um Framsóknarflokkinn. Morgunblaðið er harmi slegið í leiðara sínum mánudaginn 6. marz sl. Sér þó ljós í myrkrinu: Árni Magnússon muni njóta mikillar virðingar fyrir vikið, Jón Kristjánsson hafi unnið gott starf sem heilbrigðisráð- hera, enda er hann ,,líka einn þeirra stjórnmálamanna, sem leggja sig fram um að nýta ráð- herratíma sinn til góðra verka“, og um Siv Friðleifsdóttur segir það að nú ,,uppsker hún eins og til var sáð á sínum tíma“, þ.e. þegar henni var vikið úr rík- isstjórn til að rýma fyrir Árna. Þeim, sem hafa einhverja nasasjón af stjórnarháttum for- manns Framsóknarflokksins, þarf engar sögur að segja af brotthvarfi Árna Magnússonar. Árni hefði ekki gert flokki sín- um slíkan óleik að yfirgefa hann eins og á stendur, nema fyrir það að honum hefir ekki verið vært. Og nú sækja áhyggjur á hjálparkokkana, þegar vinsæll stýrimaður hefir verið látinn taka pokann sinn. En þeir Morgunblaðsmenn eru ekki hjá- tækir sér fremur en fyrri dag- inn. Strax þriðjudaginn 7. marz voru þeir búnir að leysa gátuna. Og ekki aðeins til að fylla í skarðið í brúnni, heldur mann til að taka við stjórn! Í lok Staksteina segir þar: ,,En framsóknarmenn standa frammi fyrir alvarlegri for- ystukreppu. Þeir ættu að at- huga vandlega hvort Finnur Ingólfsson er ekki maðurinn til að leysa þann vanda.“ Vanur maður Finnur, sem hóf stjórnmálaferil sinn með próf- kjörsbaráttu, sem verkfræðing- urinn Guðmundur G. Þór- arinsson getur borið vitni um sem óheiðarlegri í mesta máta. Og Staksteinar telja upp kosti Finns, m.a.: ,,Hann hefur praktíska afstöðu til mála, sem kalla á úrlausn.“ Þessa fullyrðingu hefir Finn- ur margsannað með tilþrifum sínum í fjármálum. Að vísu reyndist ráðgjöf hans fjármögn- unarfyrirtækinu Lind hf. afar ,,ópraktísk“ á sínum tíma. En hæfileika sína ,,praktíska“ sýndi hann þeim mun betur við einka- væðingu ríkisbankanna. Þar kom honum einnig að góðu haldi fóstbræðralagið við fram- kvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins, Kjartan Gunn- arsson. Þeir tveir fjármálagarpar hafa saman náð svo ,,praktískum“ árangri, að treysta má á þá áfram sem botnfestu í peningamálum nú- verandi stjórnarflokka. Þessir fósar tróna efstir á píramída spillingar, sem gnæfir yfir í ís- lenzku fjármálalífi, enda hafa báðir ,,praktíska afstöðu til mála, sem kalla á úrlausn“ án samvizkutruflana. Morgunblaðið kann að gefa skjólstæðingum sínum heillaráð sem í hag koma. Eins og Fram- sóknarflokkurinn er nú úr garði gerður til allra athafna, passar Finnur Ingólfsson í stöðu for- manns hans eins og flís við rass. Sverrir Hermannsson Heillaráð Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. NÚ STYTTIST í sveitarstjórn- arkosningar og þá leiða íbúar byggðarlaga í auknum mæli hug- ann að því hver staðan er í þeirra sveitarfélagi. Þeir velta þá fyrir sér þeim góðu hlutum sem þeir búa við en einnig hvers þeir sakna og hvaða vænt- ingar þeir hafa til komandi kjörtímabils. Koma þá upp í hug- ann öll þau ólíku at- riði sem hafa bein eða óbein áhrif í daglegt líf þeirra, afkomu og líðan. Áberandi eru mál sem lúta að atvinnu- möguleikum, mennt- un og skólagöngu, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi, jafnvel há- skólastigi, heilsugæslu og hvers konar þjónustu annarri sem talin er sjálfsögð í nútímasamfélagi sem kennir sig við almenna velferð. Í Árborg og á Suðurlandi öllu hafa samgöngumál verið ofarlega í um- ræðunni undanfarnar vikur. Eink- um hafa samgöngur milli Selfoss og höfuðborgarsvæðisins verið áberandi, bæði hvað varðar breikkun Suðurlandsvegar og strætóferðir milli svæðanna. Meirihluti bæjarstjórnar hefur unnið ötullega að því að fá Strætó á milli Selfoss og Reykjavíkur og margt bendir til þess að það verði að veruleika. Það væri mikil bú- setubót og myndi styrkja svæðið allt til muna. Hver sá sem ekur þessa leið reglulega velkist ekki í vafa um að bílaumferð milli Árborgarsvæð- isins og Reykjavíkur hefur aukist gífurlega hin allra síðustu ár, reyndar svo að þessi umferðaræð er löngu hætt að bera allan þenn- an akstur svo vel sé. Er hart til þess að vita að samgönguyfirvöld hafi í engu brugðist við þrýstingi af hálfu bæjarstjórnar Árborgar eða SASS um brag- arbót þar á hvað sem góðum og gildum rök- um líður. Auk þess er sárgrætileg sú stað- reynd að þingmenn Samfylkingarinnar hafi einir þingmanna á Suðurlandi beitt sér eitthvað í þessu mik- ilvæga máli. Allra síðustu ár hefur átt sér stað í Árborg slík þensla og gróska á öllum svið- um sem og fólks- fjölgun að vart þekkj- ast dæmi þess á íslenskan mælikvarða, þróun sem ekki sér nándar nærri fyrir endann á. Meginstraumur aðfluttra liggur frá höfuðborgarsvæðinu. Þessi fólksfjölgun á sér eðlilega taug til Reykjavíkursvæðisins, fólk sest hér að en stundar margt hvert áfram vinnu „fyrir sunnan“. Einn- ig sækja nú þegar margir vinnu á höfuðborgarsvæðinu sem búsettir hafa verið hér austan fjalls mest- an eða allan sinn aldur. Ef þessi þróun á að fá að halda óhindruð áfram verða umferðarmannvirki milli svæðanna að vera undir það búin. Þetta verða samgöngu- yfirvöld að skilja. Hugmyndum bæjaryfirvalda í Árborg um samvinnu við Strætó um fastar strætóferðir milli Sel- foss og Reykjavíkur ber að fagna. Slíkar ferðir koma á ýmsan hátt til móts við þann þunga straum fólks sem leggur leið sína á milli staðanna og gera Suðurlandsvegi kannski betur kleift að bera alla þá umferð sem honum er ætlað uns ríkisvaldið sér sóma sinn í að fjölga akreinum í samræmi við þörfina. Í þessu sambandi má ekki gleyma öðrum byggðarkjörnum sveitarfélagsins, t.d. Eyrarbakka og Stokkseyri. Spyrja má hvort ekki sé eðlilegt að tengja þá staði inn í fyrrnefndar hugmyndir þar sem íbúar þeirra sækja orðið nær alla þjónustu upp á Selfoss og ekki að sjá í pípunum neinar af- gerandi breytingar þar á. Víst er að margir íbúar þorpanna við ströndina myndu taka slíkri þjón- ustu opnum örmum. Víða má bera niður þegar sam- göngumál eru annars vegar og það sem hér hefur verið tæpt á snýr fyrst og fremst að umferð milli Reykjavíkursvæðisins og Ár- borgar. Samgöngur innan sveitar- félagsins eru ekki síður mikilvægt mál sem gefa verður gaum og velta þarf fyrir sér öllum mögu- leikum sem til bóta geta talist. Sú umfjöllun bíður annarrar greinar. Árborgarvagninn og umferðin austur Böðvar Bjarki Þorsteinsson fjallar um málefni Árborgar ’Allra síðustu ár hefurátt sér stað í Árborg slík þensla og gróska á öllum sviðum sem og fólks- fjölgun að vart þekkjast dæmi slíks á íslenskan mælikvarða …‘ Böðvar Bjarki Þorsteinsson Höfundur skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Árborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.