Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@vortex.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurveri v/Stigahlíð Fólk gerir sér að öllu jöfnuekki grein fyrir hversustór hlutur þjónustugeir-ans er sem atvinnuvegs íþjóðarbúskapnum og því viljum við breyta,“ segir Hrund Rudolfsdóttir, formaður stjórnar SVÞ en samtökin fengu viðskipta- deild Háskólans í Reykjavík til þess að vinna fyrir sig skýrslu um mikilvægi þjónustugeirans fyrir ís- lenskan þjóðarbúskap og mun hún verða kynnt á aðalfundi SVÞ á þriðjudaginn nk. „Við vildum taka þjónustuna sérstaklega út og kanna vægi hennar. Í þekkingar- þjóðfélögum nútímans fer hlutur þjónustunnar vaxandi, enda bygg- ist þjónusta oftar en ekki á þekk- ingu og hugviti.“ Hér á landi hefur hlutdeild þjón- ustunnar í þjóðarbúskapnum vaxið ár frá ári og er nú 55% af lands- framleiðslu. Hlutdeild hennar hef- ur aukist um 14 prósentustig frá því 1973 og frá árinu 1998 hefur mest fjölgun starfa orðið í þjón- ustugeiranum, þar sem þeim hefur fjölgað um 17,4% á móti 8,1% fjölgun starfa í heild samkvæmt skýrslunni „Störf í þjónustugeir- anum eru að verða æ mikilvægari uppspretta atvinnutekna lands- manna. Mest er hækkunin í fjár- málageiranum en hún er einnig töluverð í sérfræðiþjónustu ýmiss konar og opinberri þjónustu. Það er ljóst að með aukinni hlutdeild í sköpun verðmæta leggur þjónustu- geirinn grundvöll að velferð fram- tíðarinnar,“ segir formaðurinn og bak við hann, út um gluggann, glittir í fyrstu geisla morgunsólar marsmánaðar. Safnar ekki birgðum af þjónustu – En hvernig er þjónusta frá- brugðin annarri verðmætasköpun eins og t.d. framleiðslu? ,,Þjónusta felur í sér margvís- lega starfsemi því innan geirans rúmast afar ólíkar gerðir þjónustu, allt frá störfum sem krefjast lít- illar þekkingar og til starfa sem krefjast mikillar menntunar og sérhæfingar. Þjónusta getur því falið í sér einföld verk eins og að setja bensín á bíl til hársnyrtingar og svo flóknar heilaskurðlækning- ar. Með þjónustu er sjaldnast átt við sölu hefðbundinnar, áþreifan- legrar vöru. Sá sem veitir þjón- ustuna tekur í raun að sér að framkvæma einhver verkefni fyrir kaupandann og byggir þá iðulega á hæfileikum sínum eða kunnáttu til verkefnisins. Mannleg sam- skipti spila stóra rullu í þjónustu- geiranum eins og í ráðgjöf, þjálf- un, milligöngu og skemmtun,“ segir Hrund og brosir. „Það er því oft gaman að starfa í þjónustugeir- anum.“ Hún bendir á að starfsemin sé eðlis síns vegna að sumu leyti frá- brugðin annarri efnahagsstarfs- semi. „Það er t.d. ómögulegt að safna birgðum af þjónustu, heldur verður að neyta hennar á þeim stað sem hún er veitt og stundum eru takmörk fyrir því hve oft fólk getur notfært sér viðkomandi þjónustu. Af augljósum ástæðum fer fólk t.d. ekki í klippingu tvisvar í sömu vikunni, með það fyrir aug- um að sleppa við það næstu tvo mánuðina! Tónleikar eru annað dæmi um þjónustu sem er háð því að neytandinn sé á staðnum til þess að taka á móti henni og upp- lifa. Framleiðsluvörur eins og t.d. geisladiska má hins vegar oftast geyma til seinni nota og senda heimshorna á milli,“ segir Hrund. Tæknivæðing dregur úr viðskiptahindrunum Vaxtarmöguleika í þjónustugeir- anum segir hún geysilega mikla. „Eins og oftast siglum við Íslend- ingar í kjölfar stærri þjóða og það má segja að við höfum síðustu árin verið að taka út óinnleystan vöxt í þjónustugeiranum og séum nú að sigla upp að hlið t.d. annarra OECD-ríkja varðandi hlutdeild þjónustu í þjóðarbúskapnum. Sam- keppni í ýmsum þjónustugreinum hefur fram til þessa verið tak- mörkunum háð eins og var lengi vel í öðrum greinum atvinnuvega hér á landi. Samkeppni um þjón- ustu sem er á vegum hins opinbera hefur ennfremur verið lítil sem engin, en vonandi förum við smám saman að sjá breytingar þar á.“ Samkeppnislög tóku gildi hér í tengslum við inngöngu Íslands í EES en ný samkeppnislög tóku gildi um mitt síðasta ár og taka mið af sambærilegum lögum Evr- ópusambandsins. „Við erum að mörgu leyti að verða ágætlega sett hér á landi. Ör þróun í upplýs- ingatækni og aukin tæknivæðing hefur auk þess gerbreytt aðstæð- um á einstökum sviðum þjónustu, enda virðir hún engin landamæri og hefur opnað og dregið úr við- skiptahindrunum á mörgum þjón- ustumörkuðum sem áður var hlíft við samkeppni.“ Þjónustutilskipun EB mun hafa áhrif Skýringin á aukinni hlutdeild þjónustugeirans í landsframleiðslu undanfarin ár er margþætt eins og kemur fram í skýrslu viðskipta- deildar Háskólans í Reykjavík. Laun hafa hækkað í þjónustugeir- anum og svo hefur eftirspurn eftir þjónustu aukist. „Eftirspurnar- teygni ýmissar þjónustu er mikil og eftir því sem tekjur aukast, eykst eftirspurn eftir þjónustu sem flokkast undir munað. Eft- irspurnarteygni þjónustu sem bætir lífsgæði er há. Þar má telja afþreyingu ýmiss konar, heilbrigð- isþjónustu og umönnunarþjónustu, æðri menntun og ferðaþjónustu. Sýnt hefur verið fram á að hlut- deild þjónustu af landsframleiðslu helst í hendur við hærri lands- framleiðslu á mann.“ Hrund bendir á að það hafi lengi verið stefna stjórnvalda í Evrópu og víðar að opna markaði og ýta undir frjálsa samkeppni á mörk- uðum. „Þróunin er samt mun lengra komin á vörumarkaði en markaði fyrir þjónustu. Þjónustu- tilskipun Evrópusambandsins mið- ar að því að gera þjónustuviðskipti jafnfrjáls og vöruviðskipti innan sambandsins. Tilskipunin er nú til umræðu innan Evrópusambands- ins og ef um hana næst niðurstaða verður hún væntanlega tekin upp hér á landi og mun því hafa veru- leg áhrif á þjónustu í framtíðinni.“ Það er sjaldnast ein bára stök eins og formaðurinn bendir á og þjónustugeirinn hefur átt sinn þátt í þeirri hagsæld sem Ísland hefur búið við síðustu árin. „Mesti vöxt- urinn í geiranum er á síðustu ár- um, sem er engin tilviljun, því það er í beinum tengslum við útrás ís- lenskra fyrirtækja á erlendan markað en hlutdeild þjónustugeir- ans jókst um 7,3 prósentustig á ár- unum 1997–2004.“ Útflutningur þjónustu sífellt að aukast „Við verðum að hafa það hugfast að íslenskur mælikvarði og alþjóð- legur mælikvarði eru oft og tíðum tveir ólíkir mælikvarðar á mark- aði. Íslenskt stórfyrirtæki kann að vera eins og smáfyrirtæki á al- þjóðlegum markaði. Og á sama hátt þurfa íslensk fyrirtæki hér- lendis að vera það stór að þau geti mætt erlendri samkeppni, því það er ekki aðeins að við Íslendingar séum að sækja inn á erlenda markaði, erlend fyrirtæki eru líka að sækja inn á íslenska markaði. Samkeppnisumhverfið er því orðið mjög alþjóðlegt. Það er jafnframt eðlilegt að stóru íslensku aflakóng- arnir í þessum geira séu í kastljósi fjölmiðlanna og við eigum að fagna velgengni þeirra því hún gefur svo mörgum öðrum tækifæri til þess að veita virðisaukandi þjónustu í samfélaginu.“ Þjónustufyrirtæki eru hins veg- ar oftar í eðli sínu meðalstór eða jafnvel smá í sniðum.Hrund segir að sjaldan sé fjallað um útflutning Þjónusta er arðbær atvinnuvegur Það er létt yfir Hrund Rudolfsdóttur, formanni stjórnar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, enda rífandi upp- gangur í þjónustugeiranum. Unnur H. Jóhannsdóttir ræddi við hana um vaxandi útflutning íslenskrar þjónustu, kosti einkaframtaksins í opinberri þjónustu og komst að því sem bensínafgreiðsludaman, hárgreiðslumeistarinn og heila- skurðlæknirinn eiga sameiginlegt. Morgunblaðið/Kristinn „Störf í þjónustugeiranum eru að verða æ mikilvægari uppspretta atvinnutekna landsmanna,“ segir Hrund Rudolfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.