Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Pera vikunnar: Í frádrættinum hér að neðan táknar hver bókstafur ákveðinn tölustaf. 6abc - d359 1588 Finndu a + c Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12:00 mánudaginn 27. mars 2006. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranes- skoli.kopavogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi 20. mars. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16:00 þann sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins LYNGÁS - GARÐABÆ - ATVINNUHÚSNÆÐI Til sölu mjög gott atvinnuhúsnæði við Lyngás í Garðabæ. Um er að ræða tvö sambyggð hús sem eru samtals 1.335 fm. Fremra húsið skiptist annars vegar í mjög góð skrifstofurými á tveimur hæðum og hins vegar í vöru- hús með millilofti að hluta. Á jarðhæð er opið skrifstofurými, gott eldhús með góðri innréttingu og fundarher- bergi. Á efri hæðinni eru fimm rúmgóðar skrifstofur en yfir þessu öllu er geymsluloft. Frá jarðhæðinni er geng- ið inn í vandað vöruhús með a.m.k. 5 m lofthæð og einni innkeyrsluhurð. Frá þessu húsi er síðan opið inn í vöruhúsið sem stendur á baklóð. Með einföldum hætti má opna meira á milli þessara hús en gert er í dag. Húsið á baklóðinni er einnig með góðri lofthæð og tveimur háum innkeyrsluhurðum. Hér er á ferðinni mjög gott vöruhús ásamt góðum skrifstofurýmum sem hentað getur fyrir hvers konar at- vinnurekstur. Þetta er eign sem getur hentað vel sem höfuðstöðvar fyrir meðalstórt fyrirtæki, jafnt í framleiðslu sem lagerhaldi. Upplýsingar gefur Jón Gretar Jónsson á skrifstofu Húsakaupa eða í síma 840-4049. Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali Um er að ræða húsnæði sem er glæsilega innréttað fyrir rekstur snyrtistofu og verslunar. Húsnæðið er til leigu ásamt innréttingum og mjög góðri vinnuað- stöðu. Einnig er mögulegt að kaupa eða leigja núver- andi rekstur sem er í hús- næðinu. Tækifæri fyrir snyrti-, nagla- og förðunarfræðinga. Mjög góð staðsetning, næg bílastæði. Til leigu 130 fm verslunarhúsnæði við Engjateig - Listhúsið Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. www.valholl.is Sími 588 4477 Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, símar 588 4477 og 822 8242. Um er að ræða um 1.000 fm lóð í miðborginni þar sem áætlað er að reisa um 3.000 fm íbúðarhúsnæði auk bílageymslu. Nánari upplýsingar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. BYGGINGARRÉTTUR Í MIÐBORGINNI Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 REYRENGI 32 – GRAFARVOGI OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13 – 15 OPIÐ Á LUNDI MILL I KL. 12 OG 14 Í DAG Fallegt, vel staðsett og vel innréttað raðhús á einni hæð ásamt innbyggðum bílskúr. For- stofa, hol, 3 rúmgóð herbergi og sjónvarpshol. Eldhús með fallegri innréttingu og ágætum tækjum. Flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Vönduð gólfefni og mik- il lofthæð. Stofa/borðstofa með útgengi á stóra verönd og fallegan garð. Friðað, óbyggt svæði fyrir aftan húsið. Verð 39,9 millj. 90. ÞING Bandalags kvenna í Reykjavík var haldið á Hótel Sögu laugardaginn 4. mars. Bandalagið er samtök kvenfélaga í Reykjavík. Áherslur þeirra eru mismunandi, en þær tengjast allar velferðar-, líknar- og jafnréttis- málum. Aðildarfélögin eru nú 14. Bandalagið var stofnað 30. maí 1917 af 9 félögum í Reykjavík. Á næsta ári eru því 90 ár frá stofnun þess. Hins vegar er ársþingið nú hið 90., þar sem tvö þing voru haldin eitt árið. Fyrsti formaður félagsins var Steinunn H. Bjarnason. Á fundinum var kosin ný stjórn fyrir BKR. Í fréttatilkynningu segir að að- almarkmið bandalagsins séu meðal annars að stuðla að aukinni sam- vinnu kvenna í Reykjavík, standa vörð um hagsmuni heimilanna, stuðla að aukinni menntun kvenna og vinna að auknu jafnrétti milli kynja. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, flutti fyrirlestur á fundinum undir heitinu Tungumál alheimsins. Séra Helga Soffía Kon- ráðsdóttir flutti hugleiðingu. Morgunblaðið/Sverrir Fráfarandi stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík. Vigdísi Finnbogadóttur á vinstri hönd situr Oddný M. Ragnarsdóttir, sem hefur verið formaður Bandalags kvenna í Reykjavík undanfarin tvö ár. 90. þing Bandalags kvenna í Reykjavík STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna skorar á íslensk stjórnvöld að hvika hvergi frá þeirri stefnu sinni að tryggja varnir Ís- lands, þrátt fyrir einhliða breyting- ar af hálfu Bandaríkjastjórnar á varnarsamstarfi ríkjanna. Sú ákvörðun stjórnvalda í Washington að fjarlægja fjórar herþotur af Mið- nesheiði hefur að mati SUS engin grundvallaráhrif á öryggishagsmuni Íslands. „SUS treystir því að viðræður Ís- lands og Bandaríkjanna um breyt- ingar á farsælum varnarsamningi ríkjanna frá 1951 snúist áfram um að tryggja raunverulegar varnir landsins í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóðavettvangi. Íslendingar hljóta fyrst og fremst að treysta á raun- verulegar og trúverðugar varnir, þó svo að sýnilegar táknrænar varnir hafi vissulega ákveðið gildi. Skýr og klár skuldbinding af hálfu Banda- ríkjanna um að verja Ísland á hættutímum er og verður áfram besta tryggingin fyrir öryggi lands- ins. Um áratugaskeið stafaði Íslend- ingum veruleg ógn af útþenslu- stefnu Sovétríkjanna og miklum hernaðarmætti þeirra á norðurslóð. Helsta vörn Íslands var aðildin að NATO. Í Varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 fólst enn frekari vernd gegn þessari vá. Ógn- in af hernaðarumsvifum Sovétríkj- anna var sýnileg, raunveruleg og sí- fellt aðsteðjandi. Á þessum tíma gegndu orrustuþotur og margvís- legur annar viðbúnaður varnarliðs- ins lykilhlutverki fyrir varnir Ís- lands. Það er fagnaðarefni að Íslendingum stafar ekki lengur ógn af Sovétríkjunum, þeim ríkjum sem þau mynduðu eða öðrum þjóðum í okkar heimshluta. Aldrei má þó horfa framhjá því að mikilvægasta hlutverk ríkis- valdsins er að standa vörð um ör- yggi og frelsi þeirra sem dvelja á Íslandi. Við Íslendingar höfum sem betur fer aldrei þurft að starfrækja her og vonandi mun aldrei koma til þess óyndisúrræðis. Það þýðir aftur á móti að við þurfum að gera ann- ars konar ráðstafanir til að tryggja lágmarksvarnir landsins. Að mati ungra sjálfstæðismanna verður það best gert með áframhaldandi veru Íslands í NATO, ásamt nánu örygg- is- og varnarsamstarfi við Banda- ríkin og aðrar nágrannaþjóðir sem tekur mið af þeim hættum sem helst gætu steðjað að Íslendingum nú og í náinni framtíð.“ Hefur ekki grundvallar- áhrif á öryggishagsmuni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.