Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SÍÐARI sjónvarpskappræðum Silv- ios Berlusconis, forsætisráðherra hægristjórnarinnar á Ítalíu, og Rom- anos Prodis, forsætisráðherraefnis vinstri- og miðjumanna, lauk með jafntefli í fyrrakvöld, að mati sér- fræðinga í ítölskum stjórnmálum. Þeir telja að Berlusconi hafi tryggt sér jafntefli á síðustu stundu með óvæntu loforði um að afnema fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði Ítala. Má segja að loforðið komi á lokaspretti kosningabaráttunnar, en þingkosningar fara fram á Ítalíu á sunnudag og mánudag. Loforð forsætisráðherrans kom þegar nokkrar sekúndur voru eftir af kappræðunum og gat Prodi ekki svarað þar sem tíminn rann út. Andstæðingar Berlusconis lýstu loforðinu sem lýðskrumi og sögðu að afnám fasteignaskattsins myndi gera hundruð sveitarfélaga gjald- þrota. Tekjur ítalskra sveitarfélaga af skattinum hafa numið 2,3 millj- örðum evra, sem jafngildir um 200 milljörðum íslenskra króna. Forsætisráðherrann kvaðst í gær ekki skilja gagnrýni stjórnarand- stöðunnar og sagði að auðvelt yrði að bæta sveitarfélögunum upp afnám fasteignaskattsins. Talið er að lof- orðið geti haft talsverð áhrif í kosn- ingunum, þar sem 70 til 80 prósent Ítala búa í eigin húsnæði. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- unum er bandalag Prodis með 3,5–5 prósentustiga forskot á hægriflokk- ana. Stjórn Berlusconis hefur átt undir högg að sækja vegna efna- hagsstöðnunar. Hagvöxturinn á Ítal- íu var 1,1 prósent árið 2004 en 0,0 prósent á síðasta ári. Margir kjósendur óákveðnir Prodi þótti standa sig mun betur í fyrri sjónvarpskappræðunum en Berlusconi sótti í sig veðrið fyrir síð- ari kappræðurnar með harðri gagn- rýni á skattastefnu vinstriflokkanna, sem hann sagði myndu bitna á milli- stéttarfólki. Um 25 prósent kjósenda höfðu ekki gert upp hug sinn fyrir síðari kappræðurnar, ef marka má kannanirnar. Fréttaskýrendur töldu ólíklegt að Berlusconi eða Prodi hefði tekist að fá marga óákveðna kjósendur á sitt band í kappræðun- um. Berlusconi sakaður um lýðskrum í kappræðum Forsætisráðherra Ítalíu lofaði afnámi fasteignaskatta á síðustu stundu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, beitti óspart handapati. Romano Prodi, leiðtogi ítölsku stjórnarandstöðunnar. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Teheran. AP, AFP. | Her Írans kvaðst í gær hafa skotið nýrri eldflaug í til- raunaskyni á heræfingu á Persa- flóa. Yfirmaður úrvalssveita ír- anska hersins sagði að Íranar væru nú færir um að verjast innrás hvaða ríkis sem væri og skírskotaði til Bandaríkjanna. Íranska ríkissjónvarpið sagði að ný meðaldræg eldflaug Írana, sem nefnist Kowsar, væri fjarstýrð og ætluð til árása á skip. Eldflaugin væri „torséð“, það er vart greinan- leg á ratsjám. Sjónvarpið sýndi einnig mynd af nýrri flugvél sem væri ætluð til árása á skip og greindist ekki á rat- sjám. Heræfingarnar hófust á föstu- daginn var og íranski herinn sagði að markmið þeirra væri að efla varnir landsins til að verjast hugs- anlegum árásum Bandaríkjanna vegna deilunnar um kjarnorkuáætl- un Írana. Yfirmaður Byltingarvarðarins, úrvalssveita Íranshers, sagði að nýju vopnin tryggðu að Íranar gætu varið strendur landsins og hrundið innrás hvaða ríkis sem væri. Íranar sögðust um helgina hafa skotið annarri eldflaug, Fajr-3, sem væri einnig torséð. Íranar hafa einnig reynt tvær tegundir tundur- skeyta sem þeir segja að séu nýjar. Annað tundurskeytið var reynt við Hormuz-sund á mánudag, en siglingaleiðin um sundið er mikil- væg fyrir olíuútflutningshafnir við botn Persaflóa. Með tilrauninni virtust Íranar senda Bandaríkja- stjórn þau skilaboð að þeir gætu lokað siglingaleiðinni hvenær sem þeir vildu. Hermálasérfræðingar í Moskvu sögðu í gær að tundurskeytið, sem kynnt var á mánudag, væri líklega ekki smíðað í Íran. Þeir töldu að um væri að ræða rússneskt tundur- skeyti, VA-111 Shkval, hraðskreið- asta tundurskeyti sem vitað er um í heiminum. Sérfræðingarnir töldu að Íranar hefðu fengið tundur- skeytið frá Kína eða Kirgistan, fyrrverandi sovétlýðveldi í Mið-As- íu. Segjast geta hrundið hugs- anlegri innrás MÓTMÆLENDUR brjóta rúður í verslunum í Lille í Norður-Frakklandi í aðgerðum gegn nýrri atvinnulöggjöf sem heimilar atvinnurekendum að vísa starfsmönnum sem eru yngri en 26 ára úr starfi, að því tilskildu að ástæða sé tilgreind. Reuters Mótmæla atvinnulöggjöf Bagdad. AFP, AP. | Dómstóll í Írak hefur tilkynnt um nýjar ákærur á hendur Saddam Hussein, fyrrver- andi forseta landsins, en þær víkja að herferð stjórnvalda í Bagdad gegn Kúrdum á níunda áratug síð- ustu aldar, m.a. atburðum árið 1988 þegar gasi var dreift yfir bæ- inn Halabja með þeim afleiðingum að um 5.000 manns týndu lífi. Um er að ræða ákærur um þjóð- armorð og glæpi gegn mannkyni, en mannréttindahópar hafa sagt að Anfal-aðgerðin svokallaða hafi kostað 180.000 óbreytta borgara lífið. Saddam og sjö aðrir sæta þegar réttarhöldum vegna morð- anna á 148 manns í Dujail 1982, sem fylgdu í kjölfar þess að gerð var tilraun til að ráða Saddam af dögum. Auk Saddams eru sex aðrir nú ákærðir, þ. á m. Ali Hassan Majid, eða „eiturvopna-Ali“, sem svo hef- ur verið nefndur, en hann stýrði aðgerðunum í Halabja, sem margir álíta versta einstaka glæpinn sem framinn var í stjórnartíð Saddams. Málið verður ekki sameinað því sem nú er rekið gegn Saddam og hans helstu samverkamönnum fyr- ir dómstólum heldur má vænta þess að önnur réttarhöld fari fram vegna þessara ákæra. Að minnsta kosti 21 týndi lífi í árásum í Írak í gær, þ.á m. tíu þeg- ar bílsprengja sprakk í sjítahverfi í austurhluta Bagdad. Nýjar ákærur gegn Saddam Reuters Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, í réttarsal. Washington. AFP. | Tom Delay, hinn umdeildi þingmaður repúblikana, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá þingstörfum eftir að hafa verið ákærður fyrir brot á lögum um öflun fjár í kosningasjóði. Delay, sem jafnan hefur verið kall- aður „hamarinn“ vegna hörku sinn- ar, tilkynnti þetta í viðtali á Fox News-sjónvarpsstöðinni í gær. „Það er kominn tími til að gera eitthvað annað,“ sagði Delay. Orð Delay þykja umskipti frá fyrri yfirlýsingum hans um að sitja sem fastast á þingi og berjast gegn ákær- unum sem hann sagði vera af póli- tískum meiði. Þingkosningar eru í Bandaríkjunum í haust og Delay, sem sækir umboð sitt til Texas, sagð- ist óttast að ákæran yrði gerð að meginmáli í kosningabaráttu sinni. Delay hætt- ur á þingi Nýja-Delhí. AFP. | Eitthvað vefst það fyrir yfirvöldum skólamála í indverska sam- bandsríkinu Rajastan að inn- ræta nemendum jafnrétti kynjanna. „Asni er eins og eiginkona. En raunar er asn- inn ívið betri vegna þess að eiginkonan getur átt það til að kvarta og fara aftur heim til foreldranna en enginn asni er nokkurn tíma ótrúr herra sínum,“ segir í kennslubók fyrir 14 ára börn. Flokkur þjóðernissinnaðra hindúa, Bharatiya Janata, er við völd í ríkinu og höfðu fulltrúar hans lagt blessun sína yfir umrædda bók. En leiðtogi kvennadeildar flokksins, Shimla Parasher, hótaði mótmælum ef ummæl- in um konur og asna yrðu ekki fjarlægð. Einn af talsmönnum menntamálaráðuneytis Raj- astan sagði að markmiðið hefði verið að gera kennslu- stundir skemmtilegri. „Sam- anburðurinn var gerður á gamansömum nótum,“ sagði maðurinn en bætti því við að umræddur texti yrði fjar- lægður vegna mótmælanna. Rajastan er þekkt fyrir afturhaldssemi gagnvart konum og þar eru konur mun færri en karlar. Er ástæðan einkum sú að al- gengt er að notuð sé óm- skoðun til að ganga úr skugga um kyn fósturs og reynist það vera kvenkyns er oft gripið til fóstureyðingar. Asna eða eiginkonu? DANSKA ríkisstjórnin kynnti í gær tillögur um breytingar á velferðar- kerfinu og lagði meðal annars til að ellilífeyrisaldurinn yrði hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Stjórnin vill að ellilífeyrisaldurinn hækki í 66 ár árið 2023 og 67 ár tveimur árum síðar. Ennfremur er gert ráð fyrir því að rétturinn til greiðslna úr lífeyrissjóðum miðist við 63 ár í stað 60 ára nú. Stjórnin hyggst einnig beita sér fyrir því að ungt fólk ljúki námi fyrr en verið hefur. Þá hyggst hún auð- velda vel menntuðum útlendingum að fá dvalar- og atvinnuleyfi í Dan- mörku. Gert er ráð fyrir því að þeir fái hálfs árs dvalarleyfi í fyrstu til að leita að starfi og það verði síðan framlengt til þriggja ára í senn fái þeir atvinnu. Lífeyrisald- urinn verði hækkaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.