Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 16
Tálknafjörður | Ungmennafélag Tálknafjarðar var með svokall- aðan fiskidag í íþróttahúsinu síðastliðinn laugardag. Vel var mætt í fiskiveisluna, þangað komu um 130 manns, og tóku gestirnir vel til matar síns. Mar- grét Lilja Aðalsteinsdóttir kunni vel að meta kræsing- arnar. Fiskidagurinn er liður í fjár- öflun hjá ungmennafélaginu. Ágóðinn af veislunni í ár verður notaður til endurbóta á frjáls- íþróttavelli staðarins. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson Fiskidagur á Tálknafirði Veisla Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fiskar á þurru landi | Leikritið Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen sem Leikfélag Hólmavíkur hefur verið að æfa undanfarnar vikur verður frumsýnt um páskana. Kemur þetta fram á fréttavefnum strandir.is. Frumsýning verður á skírdag, 13. apríl, og einnig verða sýningar laugardaginn 15. apríl og annan í páskum, mánudaginn 17. apríl. Þessar þrjár fyrstu sýningar fara allar fram í Bragganum á Hólmavík og hefjast kl. 20. Leikstjóri er Kolbrún Erna Péturs- dóttir. Eins og venjulega hugar Leikfélagið svo á leikferðir með verkið, en leikfélagið er þekkt fyrir hversu víðförult það er, segir á strand- ir.is. Hér í nágrenninu er hugmyndin að fara í Króksfjarðarnes, Drangsnes, Árneshrepp og á Hvammstanga, en ætlunin er líka að heimsækja Ketilás, Bolungarvík, Þingeyri og Mosfellsbæ og sýna þar.    300 skoðuðu fjósið | Nú styttist í að nýtt og glæsilegt fjós hjá bændum á Kú- skerpi í Blönduhlíð verði tekið í notkun. Af því tilefni var opið fjós þar laugardaginn 25. mars og mættu þangað liðlega 300 manns við þetta tækifæri. Kemur þetta fram á skagafjordur.com. ,,Þetta var frábær dagur og tókst mjög vel. Það kom miklu fleira fólk en við áttum von á sem sýnir að fólk hefur áhuga á að fylgjast með þegar verið er að taka nýbygg- ingar í notkun,“ sagði María Jóhannsdóttir á Kúskerpi við vefinn, spurð um viðbrögð fólks. Hún sagði að fólk hefði komið úr Húnavatnssýslu og Eyjafirði en Skagfirð- ingar hefðu verið uppistaðan í gestunum.    Ríkið veitti 40 milljónir kr. til verksins. Lagaðar verða múrskemmdir og skipt um glugga. Þá verð- ur húsið vonandi málað. Fyrir nokkrum árum var skipt um þak. „Hálfnað verk þá hafið Hafin er vinna viðlagfæringar áHéraðsskólanum á Laugarvatni. Verktakar hafa reist verkpalla við suðurenda hússins og færa sig svo væntanlega hringinn. er,“ skrifar Þorkell Bjarnason, gamall nem- andi skólans, og bætir við: „Nú geta gamlir Laugvetningar glaðst, sem lengi hafa alið þá von í brjósti að gamla skóla- húsinu sé vel við haldið.“ Ljósmynd/Þorkell Bjarnason Viðgerðir hafnar á Héraðsskólanum Kristinn Krist-mundsson ortium limruvæðingu gamals kveðskapar, en varaði sig ekki á því hve limruvæðingin er smit- andi: Ferskeytlan er fyrsta barnaglingur Frónbúans sem veit nú hvað hann syngur. En þó hann þykist klár þá verður hann sár að finna hversu fast og vel hún stingur. Og svo yrkir hann litla ferskeytlu í yfirbótar skyni: Aldrei fæst við öllu séð eða þó menn kunni að langa til að leika með í limruvæðingunni. Páll Ásgeir Ásgeirsson orti til vinar síns, heim- iliskattarins Ragnars: Inn vill koma köttur kominn skýjahöttur. Húkir títt í tröppum tiplar köldum löppum. Mjálmar lágt að manni muntu ljúka upp ranni. Liðast loðin rófa langar inn í sófa. Enn af limruvæðingu pebl@mbl.is Skagafjörður | Níu af hverjum tíu Skagfirð- ingum eru ánægðir með að búa í Skagafirði og eykst ánægjan eftir því sem íbúarnir hafa búið þar lengur. Fjölbreytni í atvinnulífi er sá þáttur sem skiptir íbúa Skagafjarðar hvað mestu máli varðandi val á búsetu, en nauðsynlegt er að auka hana. Íbúarnir eru hins vegar almennt mjög ánægðir með þjón- ustu sveitarfélagsins, svo sem grunn-, leik- og tónlistarskóla. Þetta er meðal fjölmargra niðurstaðna í viðamikilli könnun sem IMG Gallup vann fyrir sveitarfélagið Skagafjörð þar sem við- horf íbúa til þjónustu sveitarfélagsins og bú- setu var kannað. Samkvæmt könnuninni eru um 90% íbúa sveitarfélagsins ánægðir með að búa í Skagafirði, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu. Þegar niðurstöðurn- ar eru skoðaðar nánar virðast íbúar ánægð- ari því lengur sem þeir hafa búið á svæðinu og þá virðast íbúar á aldrinum 16–24 ára og 55–75 ára vera heldur ánægðari en aðrir með að búa í Skagafirði. Ánægja með þjónustuna Ef marka má niðurstöður könnunarinnar virðast íbúar í Skagafirði almennt nokkuð ánægðir með þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Mikil ánægja er með starfsemi leik- skóla, grunnskóla, skólavistun og tónlistar- skóla og nær allir þátttakendur í könnuninni segja uppvaxtarskilyrði fyrir börn mjög góð í Skagafirði. Óánægja er þó með nokkra þætti sem tengjast skólakerfinu, s.s. mötu- neytismál í Árskóla á Sauðárkróki, umferð- aröryggi við skólana og þá fengu leikað- stæður utandyra á leik- og grunnskólum frekar slaka einkunn hjá svarendum. Mjög stór hluti svarenda er ánægður með aðstöðu til íþróttaiðkunar í Skagafirði og sömu sögu má segja um starf íþróttafélag- anna. Þó kom fram greinilegur munur á starfsemi íþróttafélaganna milli kynja, um 79% voru ánægð með starf íþróttafélaganna fyrir stráka en aðeins um 60% með starf þeirra fyrir stelpur. Varðandi íþróttaaðstöð- una skar sundlaugin á Sauðárkróki sig úr en rúm 63% aðspurðra voru óánægð með ástand hennar. Framboð á leiguhúsnæði, verslun og fjöl- breytni í atvinnulífi eru meðal þeirra atriða þar sem óánægja íbúa í Skagafirði er hvað mest auk þess sem svarendum finnst al- mennt að þeir hafi ekki næga möguleika til að hafa áhrif í sveitarfélaginu. Niðurstöðurnar verða notaðar við stefnu- mörkun hjá sveitarfélaginu. Allar niðurstöð- ur könnunarinnar er unnt að nálgast á vef sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is. Vilja fjöl- breyttari at- vinnutækifæri Stærri farþegabátur | Ferðaþjónustan Grunnavík ehf. í Bolungarvík hefur fest kaup á farþega- og þjónustubát sem er stærri en sá sem fyrirtækið átti áður. Bát- urinn er keyptur af Nesveri ehf. á Rifi í Snæfellsbæ og var kaupsamningur und- irritaður á ferðatorginu í Fífunni í Kópa- vogi sl. laugardag. Kemur þetta fram á fréttavef Bæjarins besta. Í sumar verður Grunnavík með áætl- unarferðir á föstudögum og sunnudögum frá Bolungarvík til Grunnavíkur, Jökul- fjarða og Hesteyrar, sem bætist við áætlun vegna fjölda beiðna um það. Þá er einnig verið að kanna áhuga og þörf á áætl- unarferðum til Aðalvíkur. Siglt verður á aðra staði eftir þörfum og eftirspurn. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg                       ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS – AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.