Morgunblaðið - 22.04.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.04.2006, Qupperneq 20
Akureyri | Sumardagurinn fyrsti var bjartur og fagur í höfuðstað Norðurlands. Líf og fjör var á svæðinu við Minja- safnið þar sem krakkar fengu að fara á hestbak, safnið var opið og þar var boðið upp á fyrirlestur um sögu sum- ardagsins fyrsta. Lesið var fyrir börnin í Nonnahúsi og í húsi Zonta-kvenna stóð gest- um til boða að bragða á dýr- indis lummum sem félagar í Stoð, vinafélagi Minjasafnsins á Akureyri, steiktu. Ólöf Jón- asdóttir stóð við eldavélina þegar Morgunblaðið bar þar að garði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lummur í boði vina Minjasafnsins Sumarkoma Akureyri | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Umhverfisnefnd Rangárþings ytra hef- ur undanfarin ár efnt til ýmissa viðburða í tilefni af Degi umhverfisins, 25. apríl. Síðustu þrjú ár hefur verið farið í skoð- unarferðir á mismunandi staði undir leið- sögn Sveins Runólfssonar landgræðslu- stjóra. Nú verður breytt til og dagurinn tileinkaður endurnýtingu og endur- vinnslu. Af því tilefni mun umhverf- isnefndin bjóða íbúum sveitarfélagsins og öðrum áhugasömum að koma í Hand- verkshús Heklu á Hellu og fylgjast með endurnýtingu á ýmsum efnum, svo sem ull, pappír, gleri og garðagróðri. Jafn- framt verður unnt að fræðast um end- urnýtingu lífræns úrgangs.    Þetta er í áttunda sinn sem Dagur um- hverfisins er haldinn hátíðlegur, en hald- ið er upp á hann ár hvert samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar árið 1999. Var ákveðið að hann yrði 25. apríl í tilefni fæðingardags Sveins Pálssonar, fyrsta ís- lenska náttúrufræðingsins og þess manns sem einna fyrstur vakti athygli á einum helsta umhverfisvanda Íslendinga, sem er skóga- og jarðvegseyðingin.    Talandi um skóga- og jarðvegseyðingu, þá fór fram hér á Hellu á dögunum viða- mikil kynning á metnaðarfullu verkefni sem nefnist Hekluskógar. Meginmarkmið Hekluskóga er að verja landið fyrir mögulegum áföllum vegna öskufalls og vikurfoks með því að endurheimta nátt- úrulegan birkiskóg og kjarrlendi á stórum samfelldum svæðum í nágrenni Heklu. Að verkefninu standa Skógrækt- arfélag Rangæinga, Skógræktarfélag Ár- nesinga, Landgræðslusjóður, Suðurlands- skógar, Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og landeigendur á svæðinu. Áætlað er að rúmlega 90 þúsund hekt- arar lands í nágrenni Heklu verði innan Hekluskógasvæðisins eða nálægt 1% af Íslandi. Um 70% þess lands er nú lítið gróið og á hluta þess er sandfok og mikið rof. Verkefnið er hugsað til 30 ára og stór hluti þess er að skapa skilyrði fyrir sjálfsáningu trjágróðurs á svæðinu. Þannig miða aðgerðir fyrst og fremst að því að örva gróðurframvindu, fremur en að um samfellda ræktun verði að ræða. Heimasíða verkefnisins er www.heklu- skogar.is. Úr bæjarlífinu RANGÁRÞING YTRA EFTIR ÓLA MÁ ARONSSON FRÉTTARITARA Ölfus | Suðri frá Holts- múla í Rangárþingi ytra sem setinn var af Olil Amble var einn margra gæðinga sem vöktu at- hygli á Hrafnsmessu sem haldin var að kvöldi síð- asta vetrardags í Ölf- ushöllinni. Sýningin var haldin til að minnast hins merka stóðhests Hrafns frá Holtsmúla í Skagafirði. Hann var fæddur árið 1968 en afkomendur hans skipta tugum þúsunda í íslenska hrossastofninum. Öll hross sem fram komu á þessari glæsilegu sýningu eru undan eða út af Hrafni. Um 800 manns komu á sýninguna og urðu ekki fyrir von- brigðum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hrafnsmessa Suðri frá Holtsmúla tekinn til kostanna. Um 800 mættu til Hrafnsmessu Pétur Sigurgeirssonbiskup yrkir aðgefnu tilefni: Sjá, einkavæðing villur fer, ei vár til skulum efna, sem margfalt í sér meinið ber. Því Mammons sú er stefna. Margt skemmtilegt bar á góma á hagyrð- ingakvöldi á Blönduósi síðasta vetrardag, sem var því miður auglýst hér degi of seint. Sigrún Har- aldsdóttir kvartaði yfir krankleika við Hjálmar Freysteinsson lækni: Bágt á ég með blöðrusig, bakflæði og gleymsku og ljúfi Hjálmar, lækna mig af langvarandi heimsku. Seinna um kvöldið fann hún mikla breytingu til batnaðar: Í blöðrunni nú fram mér fer og frétti lítt af gleymskunni, og Hjálmar kær, nú orðin er albata af heimskunni. Frá Blönduósi pebl@mbl.is Garður | Fulltrúar F-listans hafa lagt fram tillögu í bæjarráði Sveitarfélagsins Garðs um að óskað verði eftir viðræðum við rík- isvaldið um uppbyggingu fuglaseturs á Garðskaga. Slíkt setur hefði það hlutverk að skapa aðstöðu til rannsókna á fuglum og veita almenningi upplýsingar. Garðskaginn telst vera ein fjölskrúðug- asta fuglafjara Evrópu og mikið um að fuglaáhugamenn sæki staðinn heim, meðal annars fólk frá öðrum löndum. Í greinar- gerð með tillögunni kemur fram að með fuglasetri væri hægt að skapa þessu fólki aðstöðu til að sinna áhugamáli sínu. Einnig væri unnt að koma upp aðstöðu þar sem vísindamenn gætu unnið að rannsóknum á fuglum sem hafa viðkomu eða aðsetur á Garðskaga. Loks væri hægt að skapa að- stöðu þar sem almenningur gæti komið og skoðað uppstoppaða fugla, upplýsinga- skilti, ljósmyndir og kvikmyndir um líf fuglanna. Hugmyndin grundvallast á því að þessi uppbygging verði samstarfsverkefni sveit- arfélagsins og ríkisvaldsins, að því er fram kemur. Vilja koma upp fuglasetri á Garðskaga Keflavík | Svonefnd Herkveðjuhátíð verð- ur haldin á veitingahúsinu Ránni í Keflavík í dag. Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Suðurnesjum stendur fyrir hátíðinni og er tekið fram að hún verði með léttu yf- irbragði en alvarlegum undirtóni. Tilefni hátíðarinnar er að Bandaríkjaher er líkast til að yfirgefa landið eftir 55 ára setu, eins og segir í fréttatilkynningu. Ávörp verða flutt og listamenn troða upp. Meðal annars koma fram nokkrar hljóm- sveitir sem skipaðar eru ungu fólki af Suð- urnesjum og úr Reykjavík. Hátíðin hefst klukkan 13 og stendur til 17. Herkveðjuhátíð haldin í Keflavík Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Sauðárkrókur | Áform eru uppi um að byggja nýja fimm hæða byggingu við heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og á hún að rúma 100 litlar íbúðir fyrir nemendur. Kemur þetta fram á vefnum skagafjordur.com. Nýja heimavistin verður tengd þeirri gömlu með tengibyggingu og verður nú- verandi matsalur notaður áfram og fleira í gömlu heimavistinni. Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir menntamálaráðherra, sem tók henni vel, að því er fram kemur. Ráðgert er að miðhæð núverandi vistar og hluta kjallara verði breytt í sex kennslustofur. Efsta hæðin verður óbreytt. Áform um byggingu heimavistar við FNV ♦♦♦ Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 BFG All Terrain 35x12,5 R15 16.870,- stgr. Seltjarnarnesi 35” Gerið verðsamanburð margar stærðir KT verslun Akureyri Njarðarnesi S. 466 2111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.