Morgunblaðið - 22.04.2006, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 22.04.2006, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnakosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar SUMARDAGINN fyrsta birtist svar Stefáns Jóns Haf- stein við tveimur blaðagreinum mínum sem birtust nokkrum dögum fyrr í Morgunblaðinu. Tilefni minna greina var að leiðrétta rangfærslur og misskilning borgarfulltrúans varðandi málefni aldraðra og að benda á aðgerð- ir, eða öllu heldur aðgerðarleysi, núver- andi meirihluta í þeim málaflokki. Borg- arfulltrúinn heldur því fram að lagt hafi verið til hliðar fé sem renna eigi til upp- byggingar hjúkrunarheimila og að 360 milljónir króna liggi á biðreikningi hjá borginni sem fara eiga til framkvæmdanna. Þetta er beinlínis rangt og ber að leiðrétta. Engum peningum haldið til haga Í fjárhagsáætlun eða ársreikningum Reykjavíkurborgar er hvergi greint frá því að 360 milljónir liggi inni á bið- reikningi enda er hið rétta í málinu eftirfarandi: ,,Það er búið að færa framlag til Markarholts í sam- ræmi við áætlun og ársreikninga; árið 2003 80 mkr., 2004 130 mkr. og 2005 130 mkr. Samtals 340 mkr. Þess- ar fjárhæðir hafa ekki verið greiddar út. Þær eru í bók- um borgarsjóðs sem ógreiddur kostnaður í lok árs 2005. Það er engum sérstökum peningum haldið til haga vegna þessara framlaga – þau greiðast væntanlega af því handbæra fé sem borgin hefur til ráðstöfunar þegar til greiðslu þeirra kemur.’’ Þetta eru ekki mín orð, held- ur Birgis Finnbogasonar, sviðsstjóra fjármála í Ráðhúsi Reykjavíkur, og hluti af svari hans frá miðvikudeginum 12.4. sl. er hann var inntur eftir stöðu þessara mála. Fullyrðingar Stefáns Jóns um biðreikning þar sem pen- ingar liggja og bíða eftir því að vera notaðir til góðra verka standast því engan veginn. Fasteignagjöld í tíð R-listans Borgarfulltrúinn gerir einnig að umtalsefni í svari sínu að ég skuli fullyrða að núverandi meirihluti hafi með beinum hætti hækkað fasteignagjöld í Reykjavík. Ég benti á að hækkun fasteignagjalda komi harðast niður á eldri borgurum sem margir hafa neyðst til að selja hús- næði sitt vegna hárra fasteignagjalda. Borgarfulltrúinn telur mig bersýnilega fara með rangt mál. Hið rétta er auðvitað að núverandi meirihluti hækkaði fast- eignagjöldin fyrst með því að hnýta við þau svokölluðum holræsaskatti sem olli hækkun gjaldanna um 26%. Á síð- asta ári skilaði skatturinn tæpum 1,2 milljörðum króna í tekjur í borgarsjóð. Borgarfulltrúinn horfir fram hjá því og telur væntanlega að gleymt er þá gleypt er. Lóðarverð hækkaði á einni nóttu í Reykjavík um 140% þegar núverandi meirihluti tók þá örlagaríku ákvörðun að bjóða út lóðir í borginni. Framtaksleysi og ringulreið í skipulagsmálum leiddi til þess að engar lóðir var að finna í borginni eftir að núverandi meirihluti hafði út- hlutað þeim lóðum sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði skipulagt. Það var því öllum ljóst að ef farið yrði út í út- boð nýrra lóða myndi lóðaverð margfaldast. Hækkun lóðarverðs leiddi til hækkunar fasteignaverðs. Það leiddi svo til hærra fasteignamats og við það hækkuðu fasteignagjöldin. Þarf að segja meira? Það sem sannara reynist Eftir Júlíus Vífil Ingvarsson Höfundur er lögfræðingur. ÞAÐ er kominn tími á aðgerðir í málefnum eldri borgara og borgarbúar vita af reynslu að við sjálfstæð- ismenn stöndum við stóru orðin og lát- um verkin tala. Viðbrögðin við stefnu okkar í málefnum eldri Reykvíkinga hafa því ekki látið á sér standa. Gagn- rýnin frá flokksbrotum R-listans hefur helst verið fólgin í því að benda á að- gerðir ríkisstjórnarinnar og reyna að draga úr trúverðugleika oddvita flokks- ins í borginni, Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar. Þetta er hjákátleg viðleitni þeirra sem farið hafa með völdin í borginni sl. tólf ár án þess að bæta aðbún- að eldri borgara svo nokkru nemur. Vilhjálmur og verk hans Vilhjálmur er hins vegar sá maður í borgarstjórn sem best er treystandi fyrir málefnum eldri borgara, vegna mikils áhuga hans á málefninu og yfirburða þekkingar hans á þessu sviði. Hann hefur sem borgarfulltrúi setið í heilbrigðisráði Reykjavíkur, verið varaformaður stjórnar sjúkrastofnana í Reykjavík, hefur setið í fé- lagsmálaráði, er nú stjórnarformaður Eirar og Eir- arhúss og sat í byggingarnefnd aldraðra er Sjálfstæð- isflokkurinn beitti sér fyrir mestu uppbyggingu í sögu borgarinnar á þjónustuíbúðum aldraðra og fé- lagsmiðstöðvum aldraðra. Auk þess hefur hann verið formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1990 en á þeim vettvangi eru málefni eldri borgara afar veiga- mikið viðfangsefni. Málaflokkurinn er því í öruggum höndum hjá Sjálfstæðisflokknum og oddvita hans. Endalaus umræða – engar framkvæmdir Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lét verkin tala þegar hann var við völd í borginni. Á árunum 1982–1994 hafði hann forystu um byggingu 230 hjúkrunarrýma, átta fé- lags- og þjónustumiðstöðva og mörg hundruð þjón- ustu-, leigu- og sjálfseignaríbúða fyrir eldri borgara. R-listinn hefur ekki byggt neitt hjúkrunarheimili þrátt fyrir fögur fyrirheit og samninga fyrir síðustu kosningar og hefur ekki byggt eina einustu þjón- ustuíbúð á kjörtímabilinu. Biðlistar hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar tala sínu máli. 633 bíða eftir fé- lagslegu leiguhúsnæði, 344 bíða eftir þjónustuíbúðum, meðalbiðtími eftir heimaþjónustu er 23 dagar og 247 bíða eftir stuðningsþjónustu. Þessi þjónusta er sam- kvæmt lögum öll á hendi sveitarfélaga. Þessi verkefni þarf ekki að færa á milli ábyrgðaraðila og á ekki að skorast undan að framkvæma. Hættum að klaga, kenna öðrum um og tefja málin með endalausu þrasi. Hlustum á þarfir aldraðra, gerum ráðstafanir í sátt og hefjumst handa við að bæta þjónustu við eldri Reykvíkinga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson – málsvari eldri borgara Eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur Höfundur skipar 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ÞEGAR sjálfstæðismenn komust til valda í Mosfellsbæ fyrir fjórum árum lögðu þeir niður starf atvinnu- og ferðamálafulltrúa. Sú ákvörð- un var eðlileg hvað ferðamálafulltrúann varðaði því hann var í raun verkefnalaus. Ekki var hægt að segja að hinn nýi meirihluti hefði heildarstefnu í ferðamálum og því engin ástæða til að hafa starfsmann á launum við að framfylgja stefnu sem var ekki til. Þó er rétt að nefna að D-listinn gaf fögur fyrirheit um ýmislegt sem tengist ferðamálum. Þau loforð hafa hins vegar meira eða minna reynst vera reykur og gufa. Nægir þar að nefna Laxnesssetur, menningarhús, sögu- safn og paradís fyrir vatnaíþróttir við Hafravatn. Vinstri-grænir í Mosfellsbæ telja að möguleikar bæj- arins í ferðamálum séu miklir og þeir vilja nýta þá mun betur en nú er gert. Styrkur Mosfellsbæjar sem ferða- mannastaðar liggur í fjórum þáttum að okkar áliti: 1. 1100 ára byggðarsaga Mosfellsbæjar er saga landbúnaðarsam- félags sem breyttist í þéttbýlisstað. Slíkt hefur auðvitað gerst mjög víða á Íslandi en Mosfellsbær hefur hins vegar þann kost fram yfir mörg önnur sveitarfélög að hér er aragrúi af alls konar mannvist- arleifum frá öllum skeiðum Íslandssögunnar. 2. Margt í sögu Mosfellsbæjar hefur mikið sögulegt gildi á landsvísu. Hér dvaldi Egill Skallagrímsson í elli sinni, hér var fyrsta gróðurhús á Íslandi reist, á Álafossi stóð vagga ullariðnaðar og hér bjó Halldór Laxness, svo aðeins örfá dæmi séu nefnd. 3. Í Mosfellsbæ fer saman dreifbýli og þéttbýli með áhugaverðum hætti og þar eru óþrjótandi möguleikar til gönguferða, allt frá strand- lengju Leiruvogs upp á miðja Mosfellsheiði. Heiðin er heillandi land- svæði og VG-Mos vill kanna þá möguleika í samvinnu við nágranna- sveitarfélögin að Mosfellsheiði verði viðurkennd sem fólkvangur. 4. Í Mosfellsbæ gefur nábýlið við höfuðborgarsvæðið ákveðin sókn- arfæri í ferðamennsku. En hvað getur sveitarfélag eins og Mosfellsbær gert til að sinna ferðamálum? Það er mjög margt og VG vill að bæjarfélagið taki kynn- ingarmálin föstum tökum, í samvinnu við ferðaþjónustuaðila í bænum. Það er ekki nóg að segja að Mosfellingar eigi fjölbreytta og ósnortna náttúru og áhugaverða sögu. Það þarf að vinna skipulega og faglega að öllum kynningarmálum því í ferðamennsku ríkir mikil samkeppni milli sveitarfélaga og landshluta. Í þessum efnum hafa núverandi yf- irvöld í Mosfellsbæ brugðist. Ekki þarf að tíunda þau margfeldisáhrif sem aukinn ferðamanna- straumur hefur í för með sér. Í skjóli ferðamennskunnar blómgast alls kyns atvinnu- og þjónustustarfsemi. Ferðamannaiðnaður er öruggasta leiðin til að efla atvinnulíf í Mosfellsbæ. Hann styrkir einnig alla ímynd bæjarins, bæði í augum gesta og heimamanna. Vinstri-græn vilja gera gamla skólahúsið á Brúarlandi að upplýs- ingamiðstöð ferðamála í Mosfellsbæ. VG vill einnig setja á stofn sögu- safn í Brúarlandi en slíkt safn er eitt af kosningaloforðunum sem sjálf- stæðismenn gleymdu. Þar væri hægt að segja sögu sveitarfélagsins með margmiðlunartæknina að vopni. Slík sýning myndi höfða til miklu fleiri en þeirra sem hafa einungis áhuga á sögu Mosfellsbæjar því með nokkrum rétti má segja að saga sveitarinnar sé í hnotskurn saga ís- lensku þjóðarinnar í 1100 ár. Ferðamál í Mosfellsbæ Eftir Bjarka Bjarnason Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista VG í Mosfellsbæ. RÍKISSTJÓRNIN virðist vera að láta undan viðskiptabönkunum, sem krefjast þess að Íbúðalánasjóður verði lagður niður og starf- semi hans fari til bankanna. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, hafa barist gegn starfsemi Íbúða- lánasjóðs. Samtökin halda því fram að Íbúðalánasjóður sé óþarfur og bankarnir gætu annast öll hús- næðislán. Starfsemi sjóðsins sé ólögmæt skv. reglum EFTA. SBV kærði starf- semi Íbúðalánasjóðs til Eftirlits- stofnunar EFTA, ESA, sem úr- skurðaði að ESA andmælti ekki starfsemi Íbúðalánasjóðs. SBV áfrýjaði þeim úrskurði til EFTA dómstólsins. ESA hefur skv. ákvörðun dómsins fengið eldri úr- skurð aftur til með- ferðar. Úrslit þar geta oltið á vörnum íslenska ríkisins. Rökstuðningur SBV hefur nánast ein- göngu verið sá að bankarnir mættu þola óréttmæta samkeppn- isaðstöðu þessa rík- isfyrirtækis, sem gæti, vegna aðstoðar ríkisins, sem væri fólgin í betra láns- trausti Íbúðalána- sjóðs, sem ríkisfyr- irtækis, sem fengi ódýrara fjármagn til starfsemi sinnar en bankarnir og gæti þann- ig boðið lægri vexti á húsnæð- islánum en þeir. Það er einmitt vegna þess að Íbúðalánasjóður hefur möguleika á að veita landsmönnum ódýrari húsnæðislán en viðskiptabankarnir sem starfrækja á Íbúðalánasjóð áfram með sama hætti og hingað til. Það er að sjóðurinn standi undir rekstrarkostnaði en skili ekki hagnaði til eiganda síns með sama hætti og krafa hlutafjáreig- enda í viðskiptabönkunum er um hagnað af hlutum sínum í þeim. Hagnaðurinn af starfsemi Íbúðalánasjóðs skilar sér út í þjóðfélagið í þeim vaxtamun sem verður vegna almennt lægri vaxta af húsnæðislánum því tilvera sjóðsins með óbreyttu sniði á lána- markaði hamlar vaxtahækkunum. Hin óréttmæta samkeppni sem viðskiptabankarnir telja sig verða fyrir er sú að til sé stofnun í eigu almennings sem lánar fé án arð- semiskröfu umfram það sem nauð- synlegt er til reksturs. Það er ljóst að væri Íbúðalána- sjóður ekki til staðar væru lána- kjör íbúðalána almennt mun óhag- stæðari en þau eru í dag. Bankarnir hafa hækkað vexti af nýjum húsnæðislánum verulega. Þeir hafa haldið því fram að hús- næðislán, sem þeir hafa þegar veitt, bæru of lága vexti og þeir töpuðu á lánunum. Bankarnir hafa hins vegar ekki skýrt frá á hvaða kjörum erlent lánsfé, sem þeir endurlána, er. Íbúðalánasjóður, sem einnig hækkaði vexti, gerði það vegna niðurstöðu lánsfjár- útboðs í mars. Vegna þeirrar stöðu Íbúðalána- sjóðs á lánamarkaði að hamla vaxtahækkunum, og lána jafnvel á lægri vöxtum en bankarnir, lögð- ust SBV í hernað gegn starfsemi sjóðsins fyrir EFTA dómstólnum. Sú barátta SBV er barátta gegn hagsmunum almennings. Barátta gegn því að kostur sé á lánum án þess að greiða aðilum SBV verulegan hagnaðarhlut í vöxtum og lántökukostnaði. Það er ljóst að erindrekstur SBV á erlendum vettvangi er fyrir enn frekari fákeppni á lánamark- aði en nú er. Barátta fyrir aukn- um hagnaði aðila SBV, úr vasa lántakenda. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að verjast ásókn SBV fyrir ESA og verja þannig hagsmuni almenn- ings. Hernaður bankanna gegn Íbúðalánasjóði Árni Þormóðsson fjallar um lánamarkað og Íbúðalánasjóð ’Það er ljóst að væriÍbúðalánasjóður ekki til staðar væru lánakjör íbúðalána almennt mun óhagstæðari en þau eru í dag. ‘ Árni Þormóðsson Höfundur er öryggis- og næturvörður. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.