Morgunblaðið - 22.04.2006, Side 65

Morgunblaðið - 22.04.2006, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 65 MENNING LISTMÁLARINN Kjartan Guð- jónsson fagnaði áttatíu og fimm ára afmæli sínu í gær og því má segja að málverkasýningin sem opnuð verður á verkum hans í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi í dag sé nokkurs konar afmælissýning. Það eru auk þess liðin rúm sextíu ár frá því að Kjartan sýndi verk sín í fyrsta sinn hér á landi. Málverkin sem sýnd verða á Akranesi að þessu sinni eru tuttugu og fimm olíuverk sem listamaðurinn hefur unnið að síðastliðið árið. „Ég er svolítið fjöllyndur í þess- um verkum mínum,“ segir Kjartan. „Ég hef dálítið verið að blanda sam- an afstrakt og fígúratívu efni.“ Hann segist enn fremur vera á kafi í myndbyggingunni í þessum verkum og bætir við að hann sé orðinn meiri nostrari með tímanum. „Ég er far- inn að nota meiri tími við að dunda við verkin, breyta og bæta. Ég er fljótur að koma upp með heildar- mynd og þegar ég er kannski búinn að vinna að myndinni í viku segi ég oft við sjálfan mig að nú sé myndin tilbúin en þá er ég undantekningar- laust rétt að byrja. Persónulegur blær Það er ekkert heildarþema í þess- ari sýningu en það er aftur á móti ákveðinn og eindreginn persónu- legur blær yfir öllu því sem ég geri. Þær eru auðþekktar,“ segir Kjart- an. Viðfangsefni málverkanna eru þar af leiðandi úr ýmsum áttum. Hluti af þeim snýr t.d. að sjónum og sjómennsku. „Ég hef alltaf verið svolítið veikur fyrir sjónum án þess að vera sjómaður,“ segir hann þó svo að hann hafi að vísu hlotið ein- hverja reynslu af sjómennsku á fyrri árum og hann minnist þess að hafa verið á síðutogara einn vetur. „Það var helvíti kalt,“ rifjar hann upp. Kjartan vill meina að í þessum verkum sínum og málverkum sínum almennt sé varla hægt að greina beint framhald af því sem hann gerði á undan. „En það það er ákveðin þróun,“ segir hann. „Lit- urinn breytist á milli sýninga sem og viðfangsefnið. Ég tek aftur á móti aldrei nein höfuðstökk eða stórsveiflur heldur fikra ég mig áfram. Ég er af þeirri kynslóð mál- ara sem kann að teikna en það kunna fáir lengur. Því beiti ég óspart,“ segir Kjartan og hlær. Kjartan hélt ungur til Bandaríkj- anna og nam myndlist í Chicago. Tveimur árum seinna sneri hann aftur heim og fór að kenna við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands þar sem hann kenndi í mörg ár. Þar kynntist hann listamönnum sem höfðu numið erlendis og kynnst þar stefnum á borð við afstraktlist. Þar á meðal voru Nína Tryggvadóttir, Þorvaldur Skúlason, Snorri Arin- bjarnar og fleiri sem síðar mynd- uðuð kjarnann í Septemhópnum svokallaða. Þessi hópur hélt sýningu haustið 1945 í Listamannaskálanum sem átti eftir að vekja verulega at- hygli. Kjartan bjó um skeið í Flór- ens og París og hlúði þar að list- sköpun sinni. Sýningin verður opnuð í dag klukkan þrjú í Listasetrinu en hún mun standa yfir til 7. maí. Listasetr- ið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Myndlist | Kjartan Guðjónsson sýnir tuttugu og fimm olíuverk í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi Fjöllyndur í þessum verkum Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Kjartan Guðjónsson við eitt verkanna af sýningunni sem opnuð verður í dag. MÁLVERK Helgu Egilsdóttur fara vel í björtu rými hins nýja gallerís Anima í Ingólfsstræti 8. Þetta eru frekar stór afstraktverk þar sem taktur eða flæðandi mynstur óreglu- legra forma þekja allan flötinn. Helga sem býr í Danmörku er sam- kvæmt upplýsingum á vefsíðu sinni að túlka flæði hugans og segir lita- spjald sitt vísa til íslenskrar náttúru. Enginn texti fylgir þó með sýning- unni utan starfsferilskrár en sam- kvæmt henni hefur Helga haldið tíu einkasýningar og tekið þátt í enn fleiri samsýningum þótt nokkuð langt sé frá þeirri síðustu árið 2002. Í fjarlægð gætu verkin virst eintóna og aðeins áhugaverð sem híbýla- hönnunarhlutur í naumhyggjustíl en þegar maður nálgast þau og gefur þeim gaum þá hafa þau til að bera tjáningarmátt og útgeislun sem er í ætt við úthverfa íhugun. Sem slík má líkja virkni þeirra við verk Guðrúnar Einarsdóttur og Kristins Más Pálmasonar þar sem áhorfandinn þarf að vera gefandi jafnt sem þiggj- andi og meðtaka fagurfræði verk- anna með hljóðu innsæi. Litla tölvan í heilanum fer strax að leita að sam- svörunum lita og forma í náttúru, í menningu og minningum. Víst þarf að gefa öllum listaverkum gaum á þennan hátt, en verk af þessu tagi sem hér eru sýnd krefjast þess ef þau eiga ekki bara að skoðast sem listrænt yfirborðsskreyti. Þetta þýð- ir ekkert endilega að málverkin séu öll frábær, í raun eru þau mistæk eins og venjan er og sum verkin virka miklu betur en önnur. Þetta er þó alltaf persónulegt mat og per- sónuleg upplifun sem hefur ekkert upp á sig að reyna að útskýra með því að sundurgreina aðferðafræðina í verkunum. Áhugaverðasta verkið náði að tjá einhverja lifandi rauðbrúna kviku undir fagurlega storknuðu yfirborði, meðan annað verk með svipaðri yfir- borðsútfærslu í silfruðum fjólu- bláum andlegum tónum náði engan vegin að vekja áhuga minn. Er þá annað verkið betra en hitt eða gæti skýringin einfaldlega falist í því að þá sem þetta skrifar klæðir betur brúnn litur en fjólublár? Auglýs- ingasálfræðin hefur komist að því að fólk lætur stjórnast af tilfinningum og innsæi frekar en skynsemi og rökum þegar það kaupir vörur. Við vitum ekki hvers vegna innsæi okk- ar segir þetta eða hitt, hvort það er menningarlega mótað eða persónu- legt og upprunalegt. Sýningin er fal- leg og hrein í fallegu björtu húsnæði, verkin hefðu þó komið betur út sem heild í öðruvísi rými þar sem þau snéru ekki baki í hvort annað og næðu þannig betra samhengi eða sambandi sín á milli. Þóra Þórisdóttir Yfirborð hugans MYNDLIST Anima Söngskóli og myndlistargallerí Ingólfsstræti 8 Sýningin stendur til 23 apríl Opið fös. 12-17. Lau. og sun. 13-18. Helga Egilsdóttir Listamaðurinn við eitt verkanna á sýningunni sem lýkur um helgina. TÓNVERKIN Hrafnagaldur eftir Sigurrós, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur ásamt Flow and Fusion eftir Þuríði Jónsdóttur eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2006. Í ár verða verðlaunin veitt fyrir tónverk sem flutt er að hluta til rafrænt. Tólf tónskáld hvaðanæva af Norðurlöndum eru tilnefnd til tónlistarverðlaunana sem verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn 1. nóvember næstkomandi. Verðlaunin nema 3,5 milljónum íslenskra króna. „Víða er leitað fanga í efni og áhrif: úr norrænni goðafræði í rafræna framúrstefnutónlist, dægurtónlist og fjölmenningarlega heimstónlist og úr dramatík fornsagna yfir í táknrænar kvikmyndir samtímans. Þeir sem að þessu sinni eru tilnefndir til verðlaunanna eru fulltrúar auðugrar, frjórrar og frumlegrar tónlist- arsköpunar á Norðurlöndum,“ skrifar danski blaða- maðurinn Erik H.A. Jakobsen í umfjöllun sinni um tónskáldin. Af hinum Norðurlöndunum eru tilnefnd eftirfarandi. Frá Svíþjóð: Åke Parmerud fyrir Grains of Voices og Klas Torstensson fyrir Expeditionen. Frá Noregi: Natasha Barrett fyrir fetters og Kim Hiorthøy fyrir Hei. Frá Danmörku: Ivar Frounberg fyrir Líffræði punkts- ins og Kenneth Knudsen fyrir Black Diamond. Frá Finnlandi: Kimmo Hakola fyrir Le Sacrifice og Juhani Nuorvala fyrir Beat Routes. Frá Færeyjum: Tróndur Bogason fyrir 7 tónlistar- menn. Frá Grænlandi: Mads Lumholt fyrir Shaman. Tónlist | Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2006 Hrafnagaldur og Flow and Fusion tilnefnd SÓLEY Þrastardóttir flautuleikari heldur útskriftartónleika sína í Saln- um í kvöld kl. 20, en hún útskrifast í vor frá Listaháskóla Íslands. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir J.S. Bach, Carl Reinecke, F. Poulenc, Atla Heimi Sveinsson og Báru Grímsdóttur. „Johann Sebastian Bach er af- skaplega mikilvægur fyrir okkur flautuleikara. Við erum heppin að eiga flautusónötur hans, og það er einmitt ein af þeim sem ég ætla að leika fyrst á tónleikunum,“ segir Sól- ey í samtali við Morgunblaðið. Næst á efnisskránni eru sónata eftir Reinecke, sem Sóley segir ann- að tveggja stórra verka fyrir flautu frá rómantíska tímabilinu, vinsælt flautuverk eftir hinn franska Poulenc, en sú þjóð lagði sitt af mörkum til flaututónlistarinnar, og svo Músíkmínútur eftir Atla Heimi Sveinsson. „Það er mjög sérstakt verk, þar sem beitt er alls konar óvenjulegri spilatækni,“ segir Sóley. Síðasta verkið á efnisskránni er hins vegar eftir Báru Grímsdóttur og er samið sérsaklega fyrir þessa útskriftartónleika Sóleyjar. Þar er því um frumflutning á nýju íslensku tónverki að ræða. Þannig að þú fetar þig eftir flautu- tónlistarsögunni, allt frá Bach fram til Báru? „Já, í rauninni. Markmiðið er að hafa þetta sem fjölbreyttast.“ En hvað tekur við eftir útskrift? „Það er ekki alveg ákveðið enn. Ég stefni á framhaldsnám í tónlist, en hvort það verður strax er ekki al- veg ákveðið.“ Útskriftartónleikar LHÍ | Sóley Þrastardóttir Frá Bach til Báru Bókasafn Mosfellsbæjar auglýsir eftir aðilum sem hafa áhuga á að halda listsýningar, flytja tónlist eða standa fyrir öðrum menningartengdum viðburðum Listasalur Mosfellsbæjar er hluti af glæsilegu húsnæði Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna í Mosfellsbæ og er salurinn ætlaður sem fjölnota listasalur fyrir myndlist, tónlist og talað orð. Hægt er að sækja um leigu á salnum fyrir myndlistarsýningar, tónlistarflutning, fræðslufundi og aðra menningartengda viðburði. Umsóknir vegna myndlistarsýninga á næsta starfsári (sept. 2006- júní 2007) verða að berast menningarmálanefnd Mosfellsbæjar fyrir 1. júní 2006. Umsóknareyðublöð, starfsreglur og nánari upplýsingar er hægt að fá í Bókasafni Mosfellsbæjar á Torginu í Kjarna, Þverholti 2, sími 566 8434. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar Listasalur Mosfellsbæjar Umsóknir um afnot af Listasal Mosfellsbæjar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.