Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKORTUR á vistunarúrræðum, þ.e.a.s. á plássum á hjúkrunarheim- ilum og sambýlum, fyrir sjúklinga sem nú liggja inni á Landspítala há- skólasjúkrahúsi (LSH) hafa gert það að verkum að ógerlegt er að veita bráðveikum sjúklingum mannsæm- andi þjónustu, en aldrei hafa fleiri beðið eftir slíkum úrræðum en nú eða um eitt hundrað sjúklingar. Þetta kemur fram í ályktun fundar á þriðja hundrað stjórnenda á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi, sem beint er til yfirvalda fjármála og heil- brigðismála. „Ítrekað hefur komið fram að aldrei hafa fleiri sjúklingar dvalið á sjúkrahúsinu og bíða vist- unarúrræða. Umræða um málefni aldraðra og annarra sjúklinga sem dvelja á LSH hefur ekki farið framhjá almenningi. Núverandi að- stæður hafa afar slæm áhrif á starf- semi sjúkrahússins. Ógerlegt er að veita bráðveikum sjúklingum mann- sæmandi þjónustu, gangalagnir eru viðvarandi, ekki tekst að manna bráðnauðsynlegar þjónustueiningar vegna skorts á starfsfólki og á sið- ferðiskennd starfsfólks reynir dag- lega því ekki er hægt að mæta þörf- um sjúklinga eins og áskilið er. Stjórnendur LSH telja sér skylt, fyrir hönd starfs- fólks spítalans, að koma þessum sjónarmiðum á framfæri við yfir- völd fjármála og heilbrigðismála,“ segir meðal annars í ályktuninni. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vandi sjúkrahússins lægi ekki hvað síst í því að inn á sjúkra- húsinu lægju óvenju margir sjúk- lingar sem væru betur komnir ann- ars staðar vegna öldrunar eða annarra ástæðna. Nú væru á sjúkra- húsinu rétt um eitt hundrað sjúk- lingar sem þannig væri ástatt um og þyrftu að vera á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Erfitt að manna stöður í umönnun „Þetta er líklega það mesta sem við höfum séð og af sjálfu leiðir að ef rúm teppast af þessum ástæðum til langs tíma eru þau rúm ekki notuð til annars á meðan. Það er ekki hægt að taka inn sjúkling vegna bæklunar- aðgerðar svo dæmi sé tekið þar sem sjúkrarúmið er ekki til staðar. Einn sjúklingur sem hér er inni í hálft eða heilt ár, sem dæmi eru um, gerir það að verkum að ekki er hægt að veita tugum þjónustu sem aðeins þurfa að liggja inni í fáeina daga vegna að- gerðar,“ sagði Magnús. Hann sagði að auk þess væri mjög erfitt að manna stöður þeirra sem ynnu að umönnun núna, hjúkrunar- fræðinga, sjúkraliða og ófaglærðs fólks. „Þetta eru aðstæðurnar sem við búum við núna og þær eru verri heldur en við höfum áður þekkt. Þess vegna fannst okkur nauðsyn- legt að láta í okkur heyra,“ sagði Magnús ennfremur. Aðspurður til hvaða úrræða ætti að grípa í þessum efnum til að bæta ástandið sagði hann að það stæði ef til vill öðrum nær að svara því, en hann taldi í það minnsta þörf á að gera tvennt væri til skemmri tíma litið. Annars vegar sagði hann að sátt þyrfti að ná hvað hjúkrunar- heimili snerti, en það væri auðvitað ekki forsvaranlegt að fullnýta ekki getu þeirra til að taka við vistmönn- um. Hins vegar taldi hann að efla ætti heimaþjónustu og auðvelda þannig fólki að dvelja lengur á heimilum sínum. Á þriðja hundrað stjórnenda á LSH sendir yfirvöldum fjármála og heilbrigðismála ályktun Ógerlegt að veita mannsæmandi þjónustu Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Magnús Pétursson SIV Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir vandann vera margþættan, en hún mun hitta Magnús Pétursson, for- stjóra Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH), eftir helgina og fara yfir stöðu mála. „Vandinn byggist meðal annars á manneklu og ég hef nú þegar hafið viðræður við menntamála- ráðherra um hvernig megi bregð- ast við henni, meðal annars hjá hjúkrunarfræðingum og sjúkalið- um,“ segir Siv. „Þetta tengist líka svokölluðum fráflæðisvanda á LSH; það er, það eru aldraðir sjúklingar inni á spítalanum sem væri mun eðlilegra að væru inni á hjúkrunarheim- ilunum.“ Siv segist telja að endurskoð- unar sé þörf á vistunarmati hjúkrunarheim- ilanna og segir hún of marga hópa sinna því. Þá komi í ljós þegar biðlistar á hjúkrunarheim- ilin séu skoðaðir að upp undir helmingur þeirra sem bíði vistar gætu verið lengur heima með heimahjúkrun ríkisins og aukinni félagsþjónustu sveitarfélaga. Sumarlokanir auka á vandann „Það þarf líka að auka forgang LSH að þeim rýmum sem losna á hjúkrunarheimilunum. LSH hefur núna forgang að 90% plássa sem losna hjá Sóltúni og Vífilsstöðum en á hinum heimilunum virðast innan við 30% þeirra rýma sem losna fara til sjúklinga sem eru inni á LSH,“ segir Siv. „Að mínu mati þarf að breyta þessu því það er bæði manneskjulegra og hagkvæmara að vista fólk á eðli- legu þjónustustigi. Hvert hjúkr- unarrými kostar 5,5 milljónir króna í rekstri á hverju ári en rými á sjúkrahúsinu er mun dýr- ara.“ Vandinn þykir nú þegar vera orðinn mjög slæmur og fyrirsjáan- legt er að sumarlokanir muni auka enn á erfiðleikana. „Það er alveg ljóst að á hverju sumri kemur upp þröng staða á sjúkrahúsinu vegna sumarleyfa og það má búast við að staðan verði áfram þannig á LSH í sumar,“ segir Siv. „Ég mun einmitt fara yfir það með Magnúsi Péturssyni og í framhaldinu fleiri aðilum hvort það væri hægt að nýta rými á öðrum sjúkrahúsum í nágranna- sveitarfélögunum. Ég get ekki svarað því núna hvort það verði hægt, en það er eitthvað sem þarf að skoða.“ Brugðist verði við eftir því sem frekast verði unnt Aðspurð hvort til greina komi að auglýsa eftir starfsmönnum á Evr- ópska efnahagssvæðinu segist Siv telja að allt komi til greina í stöð- unni. „Það er alveg ljóst að starfs- mannaeklan háir starfseminni. Fólk leitar í önnur störf og það hefur komið upp á bæði hér innan- lands og í nágrannaríkjunum að það hefur þurft að auglýsa eftir starfsfólki frá nálægum löndum“, segir hún. „Þetta er margþættur vandi og við munum reyna að bregðast við eins og okkur er frek- ast unnt.“ Heilbrigðisráðherra segir vandann margþættan og segist engin úrræði útiloka við leit að lausnum í málinu Nýting rýma á sjúkrahúsum nágrannasveitarfélaga könnuð Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Siv Friðleifsdóttir „ÞETTA er rosalega erfitt. Það er mikið vinnuálag og allir á deildunum eru að gera sitt besta við að halda ör- yggi sjúklinganna í lagi en í leiðinni er maður kannski bara að veita lág- marksþjónustu í aðhlynningu til að reyna að komast yfir að sinna öll- um,“ segir Þórunn Margrét Ólafs- dóttir, einn trúnaðarmanna sjúkra- liða á Landspítala – háskólasjúkra- húsi. „Fólk er farið að kvíða því að mæta í vinnuna enda veit maður aldrei hvað maður þarf að vinna lengi til að það sé lágmarksmönnun á deildinni. Fólk er oft beðið að vinna áfram og tekur kannski tvöfaldar vaktir dag eftir dag. Ástandið hefur verið mjög slæmt frá áramótum og auðvitað lengur og þetta er farið að hafa áhrif á heilsufar starfsmanna. Ég man ekki eftir svona miklum veikindum meðal þeirra og þeir eru lengi að ná sér.“ Þórunn segir að eitthvað verði að gerast sem allra allra fyrst, því vinnuálagið sé að sliga fólk. „Við megum ekki missa fleiri en ef það gerist ekkert á næstunni held ég að þó nokkur hluti af kjarnastarfs- mönnum, sem margir hafa verið hér mjög lengi, hætti og snúi sér að öðru. Fólk er orðið svo langþreytt að mað- ur er hræddur um þessar fáu hræð- ur sem eftir eru,“ segir hún. „Við eigum gott og vel menntað heilbrigð- isstarfsfólk sem er synd að missa í önnur störf. Þetta er skemmtilegt starf en mönnum er pískað út og unga fólkið fæst ekki í þessa vinnu.“ Þórunn segir niðurskurðinn hafa verið svo mikinn undanfarin ár að hann sé farinn að bitna verulega á gæðum þjónustu í aðhlynningu. Þjónustan snúist ekki bara um líkamlega aðstoð heldur einnig and- lega aðhlynningu. „Sumir fá engar heimsóknir og þetta snýst líka um að tala saman og hafa það notalegt. Maður vill ljúka góðu dagsverki og gera vel við sjúk- linginn svo manni líði vel sjálfum,“ segir Þórunn. „Dag eftir dag nær fólk hins vegar ekki að klára verkin sín og hvað þá að gefa aukalega af sér. Maður fer oft heim með hræði- lega samvisku.“ Þórunni hrýs hugur við framhald- inu verði ekkert að gert. „Maður er bara feginn að heyra að stjórnendur spítalans taka loksins undir þetta og ég vona bara að stjórnvöld geri eitthvað í þessu,“ segir hún að lokum. Húsnæðismál í lamasessi Friðbjörn Sigurðsson, formaður læknaráðs LSH, segir að mikið álag hafi verið á læknum og ef skortur sé á hjúkrunarfólki hafi það einnig verulega neikvæð áhrif á lækningar. Hann segir að mikið hafi verið um gangainnlagnir en þær geti ekki samrýmst lögum um réttindi sjúk- linga. „Sjúklingar eru stundum lagðir inn þótt ekki séu laus pláss á stofum, því ekki er hægt að segja veiku fólki að fara aftur heim. Þá er það lagt inn á herbergi sem eru ekki sjúkrastofur eða bara á gangana,“ segir Frið- björn. „Læknaráðið hefur verulegar áhyggjur af gangainnlögnum og að mínu viti ætti ekki að heimila þær.“ Friðbjörn segir líka slæmt að inni á spítalanum liggi einstaklingar sem betur ættu heima á hjúkrunar- heimilum en að hann kunni ekki lausn á mönnunarvanda þeirra. „LSH hefur varla nokkurn áhuga á að ganga inn í verkefni sem aðrir geta sinnt jafnvel eða betur,“ segir hann. Friðbjörn kveðst einnig áhyggju- fullur vegna neikvæðrar umræðu um tilvonandi nýtt sjúkrahús og þess að stjórnvöld virðist ætla að fresta framkvæmdum við það. Húsnæðis- mál spítalans séu í lamasessi og fyrir neðan allar hellur. Gyða Baldursdóttir, formaður hjúkrunarráðs LSH og deildarstjóri bráðamóttöku við Hringbraut, segir ástandið mjög alvarlegt varðandi mönnun. „Mönnunarskorturinn er mikill og hjúkrunarráðið ályktaði um það í apríl. Sjúklingarnir halda áfram að koma og við þurfum að sinna þeim,“ segir Gyða og bætir við að mann- eklan sé ekki bara á LSH heldur einnig í öldrunargeiranum. „Það gerir það að verkum að þar standa rúm auð sem við þyrftum innilega á að halda núna til að geta liðkað til inni á spítulunum fyrir nýjum sjúkl- ingum.“ Aldrei séð það svartara Gyða hefur orðið mikið vör við kvartanir starfsfólks vegna álags. Yfirleitt séu hæðir og lægðir í starf- inu og álagstoppar en að nú hægist aldrei um heldur sé álagið stöðugt. „Við erum alltaf á toppnum núna og það er eitthvað alveg nýtt,“ segir hún. Gyða hefur unnið á Landspítalan- um í 24 ár og verið deildarstjóri bráðamóttöku í tæp 19 ár og segir hún ástandið aldrei hafa verið jafn- alvarlegt og nú. „Ég hef oft séð það slæmt en ég held ég hafi aldrei séð það svartara í mönnunarmálum. Þau eru ákaflega erfið núna og þau eru svo víðtæk,“ segir hún. „Það vantar alls staðar í allar stéttir og það virðist vanta á eiginlega allar stofnanir,“ segir hún að lokum. Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við starfsmenn á LSH í gær var slæmt hljóð í fólki. Allir virt- ust þreyttir á ástandinu og sögðu álagið gríðarlegt. Guðrún Sigurðar- dóttir, starfsmaður í ræstingu á skurðdeild, tekur undir það. „Það er enginn til taks og það þýð- ir til dæmis ekkert að verða veikur,“ segir hún. „Það er enginn til að koma inn í staðinn. Það þyrfti að ráða miklu fleiri.“ Starfsmenn kvíða því að mæta í vinnuna Gangainnlagnir samrýmast ekki lögum um réttindi sjúklinga Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.