Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 63 MINNINGAR ✝ Helga SigríðurHannesdóttir fæddist í Hvamm- koti á Skaga í Skagafirði hinn 1. febrúar 1934. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi hinn 6. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hannes Guðvin Benediktsson bóndi og síðar verkamað- ur, f. 19. janúar 1896, d. 27. september 1977, og Sigríður Björnsdóttir húsfreyja og verkakona, f. 24. febrúar 1895, d. 26. október 1975. Systkini Helgu eru: Hafsteinn, f. 20. júlí 1919, d. 22. mars 1927, Lilja, f. 25. ágúst 1920, d. 17. júlí 2002, Garðar, f. 14. janúar 1922, Sigurður, f. 8. desem- ber 1923, Lovísa, f. 16. febrúar 1930, og Hafsteinn, f. 6. maí 1936. Hinn 22. desember 1956 giftist Helga Hauki Þorsteinssyni vél- stjóra og kennara, f. 14. janúar 1932, d. 21. september 1993. Börn Helgu og Hauks eru: 1) Sigurður, f. 16. ágúst 1956, kvæntur Björk Helgadóttur, þeirra börn eru Arna Björk og Magnús Haukur. 2) Þor- steinn, f. 9. apríl 1959, kvæntur Birgittu Bjargmundsdóttur. 3) Sig- ríður, f. 30. júní 1961, d. 14. febr- úar 2006, gift Þráni Ólafi Jenssyni, börn hennar og Jóns Inga Guð- mundssonar eru Stefán Tjörvi og Helga Sól. 4) Hrafn- hildur, f. 30. janúar 1966, gift Bolla R. Valgarðssyni, þeirra börn eru Eyja Eydal (faðir Björn Eydal Þórðarson) og Egill Logi. 5) Vala, f. 16. apríl 1967, börn hennar og Aksel Jan- sen eru Eymar og Eydís. Helga og Haukur bjuggu á Sauðárkróki allan sinn búskap en eftir lát Hauks flutti Helga til Reykjavíkur og bjó í Jöklaseli 23. Helga vann m.a. í sokkaverksmiðjunni á Sauðár- króki, Prjóna- og saumastofunni Vöku og Sauðárkróksbakaríi en lengstum í Matvörubúðinni. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún í Nettó í Mjóddinni. Helga var alla tíð virk í félagsmálum og starf- aði í áratugi með Leikfélagi Sauð- árkróks og lék þar mörg stór sem smá hlutverk. Helga starfaði einn- ig með Alþýðuflokknum um árabil, sat í bæjarstjórnarnefndum á Sauð- árkróki og tók sæti á þingi sem varamaður í febrúar 1991. Eftir að Helga flutti til Reykjavíkur söng hún með Söngsveitinni Drangey. Helga verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var allnokkuð sem lagt var á þá lífsglöðu konu sem Helga Sigríður Hannesdóttir var. Hún missti mann sinn í blóma lífsins árið 1993, elstu dóttur sína, Sigríði, fyrir aðeins þremur mánuðum og sjálf átti hún við erfiðan sjúkdóm að stríða, heilabilun, sem sótti sífellt harðar að henni nú síðustu mánuði. Það er huggun harmi gegn að heilablóðfallið sem batt svo snögglega enda á líf hennar forðaði henni frá því að missa smám saman, hægt en staðfastlega, þá reisn sem yf- ir henni var og var hennar aðalsmerki alla tíð. Helga vann hörðum höndum allan sinn starfsaldur. Langan vinnudag, löngum sex daga vikunnar á Krókn- um, þar sem hún og Haukur bjuggu alla tíð. Haukur var langdvölum á sjó og því hvíldi heimilishaldið, rekstur þess og uppeldi barnanna fimm nær alfarið á herðum Helgu. En þótt ætla mætti að nóg hefði verið að sinna vinnu, heimilishaldi og uppeldi barnanna gaf Helga sér engu að síður tíma til að sinna félagsstarfi og það gerði hún af krafti. Helga var í fjöldamörg ár ein af aðaldriffjöðrun- um í Leikfélagi Sauðárkróks, spilaði bridge við vinkonur sínar í tugi ára og hún tók virkan þátt í þróun sam- félagsins á staðnum með þátttöku í nefndum bæjarfélagsins fyrir Al- þýðuflokkinn. Helga var krati fram í fingurgóma. Eftir að börnin fluttu suður yfir heiðar og í kjölfar fráfalls Hauks tók Helga sig upp og flutti til Reykjavík- ur til að geta verið nær börnunum. Það var mikill happafengur fyrir okk- ur sem að henni stóðum. Þegar Egill Logi, sonur okkar Hrafnhildar, varð sjö mánaða gamall haustið 1998 sagði Helga upp vinnu sinni og tók að sér uppeldi unga mannsins meðan við vorum að vinna. Það gerði hún í tæp tvö ár. Hún mætti stundvíslega í Kjarrhólmann kl. 7.45, gekk ofan úr Jöklaseli þegar veður leyfði, og sýslaði með drengn- um til að verða fimm á daginn þegar við komum heim. Það er því engin furða þótt Egill Logi hafi alla tíð verið afskaplega hændur að ömmu sinni og hún að honum enda var fátt sem hann hlakkaði meira til á föstudögum en það að fá leyfi til að fara til ömmu og vera hjá henni yfir heila helgi. Hann var ungur þegar hann lærði að hringja í hana og spyrja hvort hann mætti koma. Helga stundaði félagslífið af engu minna kappi hér sunnan heiða en norðan. Hér spilaði hún á spil reglu- lega með eldri borgurum, hún fór helst vikulega í bíó með vinkonum sínum, stundaði dans á sunnudögum og söng með Drangeyjarkórnum. Hún fór í ferðir til útlanda með kórn- um og líka í hópferðir fyrir eldri borg- ara hingað og þangað um Evrópu, allt eftir því hvernig andinn blés henni í brjóst. Helga kunni að lifa lífinu, var virk og lífsglöð og kunni ekki að láta sér leiðast. Því var alla tíð afar stutt í hláturinn. Það má segja að hann hafi verið hennar annað aðalsmerki. Þær mæðgur, Helga og Hrafn- hildur, voru í sterku sambandi. Helga bar flesta hluti undir Hrafnhildi, var hjá okkur öll jól og áramót og vörðum við saman mörgum sumarfríum, hvort sem ferðast var hér innanlands eða erlendis. Helga stólaði á Hrafn- hildi og í ferð okkar til Svíþjóðar vegna jarðarfarar Sigríðar, dóttur Helgu, í mars síðastliðnum var áber- andi sú þörf Helgu að hafa Hrafnhildi innan seilingar. Ég er afskaplega þakklátur fyrir kynni mín af Helgu, þakklátur fyrir samvistir okkar og síðast en ekki síst fyrir það af hve mikilli ástúð hún kom að uppeldi barnanna, bæði Eyju og Egils. Bæði börnin eiga eftir að hugsa mikið til ömmu sinnar í framtíðinni. Minningin um Helgu verður okkur fjölskyldunni ofarlega í huga um langa tíð. Bolli Valgarðsson. Við munum aldrei gleyma ömmu sem alltaf var með eldrautt naglalakk og var alltaf til í að lakka neglurnar okkar. Ömmu sem kenndi okkur Ól- sen ólsen og fór með okkur í strætó. Ömmu sem fór í feluleiki og leyfði okkur að sofa uppí hjá sér. Ömmu sem laumaðist til að gefa nammi þeg- ar mamma og pabbi sáu ekki til. Ömmu sem fannst svo gaman á berja- mó og tíndi líka í okkar dollur. Ömmu sem hafði alltaf áhyggjur af því að við værum svöng og hvort það væri nú ekki eitthvað sem okkur langaði í. Ömmu sem var svo góð. Bestu ömmu í heimi. Eyja og Egill Logi. Þegar litið er upp frá tölvunni og horft út um norðurgluggann héðan af efri hæðinni á Freyjugötunni blasa við Nafirnar, Eyrin, Tindastóllinn, eyjarnar og Þórðarhöfðinn. Og nú gengur sá árstími í garð að á hverju kvöldi hefst mikið sjónarspil lita og forma þegar miðnætursólin fyllir himin, haf og land. Hannes Pétursson yrkir um gullbúinn himinvagn kvöldsins sem hverfur við eyjar í þög- ul grunn. Á slíkum stundum verður oft lítið úr verki og orða vant. En þeg- ar nær er horft blasir við gamli Krók- urinn og næst norðurhluti Freyjugöt- unnar sem eitt sinn hét Frúarstígur. Næst húsið þar sem hún Guðrún frá Lundi skrifaði bækur sínar og þar ut- ar húsið hans Ingólfs Nikk, sem er í einhverskonar síðrómantískum herragarðsstíl. Þar fyrir neðan stóð eitt sinn braggi þar sem Leikfélag Sauðárkróks hafði aðstöðu til æfinga og hýsti dót sitt af margvíslegum toga. Haustið 1967 kom þar saman hópur til að hefja æfingar á tveimur einþáttungum eftir Dario Fo; Þjófar, lík og falar konur. Einn nýliði var í þessum hópi, sá sem hér skrifar. Sá hópur sem þarna var saman kominn hafði um mörg undangengin ár verið kjarninn í leikfélaginu og átti eftir að vera það um mörg ár. Á þessum árum tók LS til sýninga helstu leikrit inn- lendra höfunda, eldri og yngri og einnig eftir erlenda höfunda svo sem Harold Pinter og Joe Orton; oft við litlar vinsældir því fólk vildi fá sína stofufarsa og landbúnaðarleikrit. Í þessum hópi voru þau hjón Helga Hannesdóttir og Haukur Þorsteins- son, bæði góðir leikarar og félagar og erfitt að ræða um annað án þess að nefna hitt. Þau voru þannig hjón. Þegar Helga Hannesdóttir er hér kvödd hinstu kveðju leitar margt á huga sem vert væri að minnast á, svo sem sýningar á Íslandsklukkunni haustið 1976 þegar félagið sýndi verkið 17 sinnum á fimm vikum, nán- ast við húsfylli að hverri sýningu og áhorfendur urðu á þriðja þúsund. Eða leikför með Týndu teskeiðina hans Kjartans Ragnarssonar til Finnlands á leiklistarhátíð áhugaleik- félaga í Turku haustið 1980. Þá var Helga formaður LS. En öðru fremur kemur í huga hversu traust manneskja Helga Hannesdóttir var í öllum samskipt- um, bæði innan og utan leiksviðs. Það sem hún tók að sér var í traustum höndum, talað orð stóð sem stafur á bók. Og það var gaman að heimsækja þau hjón á Hólmagrundina og ræða lífið og tilveruna. Þótt Helga Hannesdóttir starfaði mikið innan LS gaf hún sér tíma til annarra starfa sem ekki verða öll tal- in hér utan þess að hún starfaði mikið innan Alþýðuflokksins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þann flokk og sat á Alþingi sem varamaður í Norðurlandskjördæmi vestra. Þau Helga og Haukur eignuðust fimm börn; Sigurð, Þorstein, Sigríði, Hrafnhildi og Völu. Haukur fórst af slysförum haustið 1993. Sigríður var búsett í Svíþjóð síðasta áratuginn og andaðist þar nú á þessu vori eftir langvarandi veikindi. Þeim Sigurði, Þorsteini, Hrafnhildi og Völu eru með þessum línum þökkuð áratuga góð kynni. Þakklæti er góð tilfinning því hún er svo auðug. Og þakklæti er efst í huga þegar hugsað er um gamla leik- félagshópinn. Jón Ormar. Okkar góði félagi, Helga Sigríður Hannesdóttir, hefur nú kvatt og farið á vit feðra sinna. Við söngfélagar hennar úr Söngsveitinni Drangey vottum fjölskyldu hennar samúð okk- ar og er það ljúft að fá að minnast hennar hér með fáeinum orðum. Margar góðar minningar fylla hug- ann af samverustundum okkar með þessari brosmildu, ljúfu konu. Þegar litið er til baka fyllist hugurinn minn- ingum frá skemmtilegum söngæfing- um, tónleikum af ýmsum toga og ekki síst utanlandsferðum kórsins. Helga, sem var þægilegur ferðafélagi, naut þess að ferðast. Það gerði hún einnig í ferð kórsins til Mallorca á síðastliðnu hausti og átti þó orðið erfitt um vik á ýmsan máta vegna sjúkdóms síns. Nú er hún farin í ferðina sem við öll eig- um eftir að fara. Hugur Helgu stóð til heimabyggð- ar sinnar, Skagafjarðar, og á vel við að enda þessi orð með stöku sem kór- inn söng oft áður en hver fór til síns heima. Nótt að beði sígur senn, sofnar gleði á vörum samt við kveðum eina enn áður en héðan förum. (Jón Þorfinnsson.) Erla Lúðvíksdóttir. HELGA SIGRÍÐUR HANNESDÓTTIR ✝ IngimundurÞorkelsson fæddist í Markar- skarði í Fljótshlíð 23. janúar 1916. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þorkell Guðmundsson, f. 17. maí 1876, d. 17. jan- úar 1952, og Guðrún Eyvindsdóttir, f. 21. maí 1882, d. 24. júní 1921. Systkini Ingi- mundar eru: Kjartan, f. 12.11. 1911, d. 8.1. 1912, Anna Guðrún, f. 14.11. 1912, d. 25.1. 1996, Þuríður Sesselja, f. 10.1. 1914, Magnús Karl, f. 31.1. 1915, d. 26.10. 1993, Guðríður, f. 2.4. 1917, d. 15.11. 1998, Ólafur, f. 7.8. 1918, Elín, f. 25.9. 1919, og Helgi, f. 17.9. 1920. Fyrir hjónaband eignaðist Ingi- mundur dótturina Jónínu, f. 13.1. 1942, d. 10.2. 1987, maður hennar Kolbeinn Sigurðsson. Börn þeirra eru Sigurður, f. 7.12. 1966, Jó- hannes Ingi, f. 24.9. 1969, Björn, f. 25.7. 1977, og Friðdóra Dís, f. 27.12. 1982. Ingimundur kvæntist Elínu Sig- urðardóttur. Þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Þorkell, f. 6.12. 1950, kvæntur Helgu Geirmunds- dóttur f. 7.11. 1951. Sonur þeirra er Rún- ar, f. 6.10. 1978. Fóstursonur Þorkels er Halldór Gunnars- son, f. 16.7. 1969. Sonur Þorkels og fyrri eiginkonu, Sig- rúnar Gunnarsdótt- ur, er Ingimundur Ellert, f. 8.6. 1969. 2) Þráinn, f. 4.12. 1953, sambýliskona Sigrún Elsa Sigurðardóttir, þau skildu. Börn Þráins eru Hörður, f. 24.2. 1974, Elín Rós, f. 9.1. 1978, Eva Rós, f. 23.6. 1981, Sigrún Magnea, f. 4.12. 1986, og Ingimundur, f. 25.9. 1989. Ingimundur lærði vélvirkjun og var sem ungur maður til sjós en vann síðan til starfsloka á Véla- verkstæði Sigurðar Sveinbjörns- sonar. Útför Ingimundar verður gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts- hlíð í dag og hefst athöfnin klukk- an 13. Ég var staddur í fjarlægum Aust- urlöndum er mér bárust þær fréttir með símtali í um netið að fyrrum tengdafaðir minn væri látinn. Þessar fréttir þurftu þó ekki að koma með öllu á óvart, þar sem hann var þá þegar orðinn háaldraður. Ég vil aðeins nota þetta tækifæri hér og minnast hans með örfáum orð- um, þar sem ekki er ljóst á þessari stundu hvort ég næ heim í tæka tíð fyrir útförina. Ingimundi kynntist ég þegar við Jónína dóttir hans gengum í hjóna- band 1966, öll voru þau kynni eins og best varð á kosið, og fyrir það ber að þakka. Hann starfaði hjá vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar allan þann tíma sem við þekktumst, þar til fullum eftirlaunaaldri var náð, var ekki maður sem hljóp úr einum stað í annan. Hann ferðaðist mikið á efri árum, fór árlega til Kanaríeyja að vetrinum til og heimsótti okkur til Lúxemborg- ar, en þangað höfðum við flutt árið 1973. Hann var m.a. í Lúxemborg á 40 ára afmæli dóttur sinnar og ferðaðist þaðan til Hong-Kong og fleiri staða með flugfélagi því sem ég starfa fyrir. Ingimundur var maður snaggara- legur, léttur á fæti og stutt í hlátur- inn, mætti segja mér að þessir eig- inleikar ásamt reglusemi og heilbrigðu líferni hafi verið gott inn- legg að langlífi hans. Þótt hann hafi verið heilsuhraust- ur, slapp hann samt ekki alveg, því þegar hann var um fimmtugt veiktist hann alvarlega af sjúkdómi sem margan manninn leggur. Þar hafði hann samt fullan sigur og lifði önnur fjörutíu ár í viðbót. Ég sá hann síðast á Hrafnistu í vet- ur þar sem hann dvaldist í góðu yf- irlæti, en nú var nokkuð af honum dregið. Ekki er ég nú alveg viss um hvort hann hafi þekkt mig, en finnst það þó fullt eins líklegt. Ég vil svo að lokum þakka fyrir samfylgdina og góð kynni. Kolbeinn Sig. Ingimundur Þorkelsson var „frændi“ okkar, þó óskyldur væri, enda uppalinn í Vestri-Garðsauka hjá ömmu okkar og afa. Þangað kom hann fyrir tilviljun, á fjórða ári, eftir móðurmissi. Karl bróðir hans átti að fara að Garðsauka, en þegar Sigurð- ur, móðurbróðir okkar, kom að sækja drenginn, þá grét hann og var óhugg- andi yfir því að eiga að fara. Ingi- mundur grét hins vegar sáran yfir því að fá ekki að fara. Sigurði var sama hvor strákurinn var, og Ingimundur fór með honum. Í Garðsauka var fjölmennt og nokkrir drengir á líku reki. Allar stundir voru vel nýttar og Ingimund- ur var iðinn og handlaginn og sífellt að smíða og föndra. Sýndi snemma af sér greiðvikni og hjálpsemi, ekki síst þar sem eitthvað bjátaði á. Við systkinin minnumst Ingimund- ar fyrst á Bergþórugötunni þar sem þau Elín bjuggu ásamt Þorkeli og Þráni. Eftir að við fluttum til Reykja- víkur varð samgangurinn meiri og við nutum oft vináttu þeirra og greið- vikni. Skilnaður þeirra Elínar var honum erfiður um tíma. Heilsan brást honum líka og eftir erfiða aðgerð treystist hann ekki til að fara strax að vinna, en dreif sig til Kanaríeyja og komst svo rækilega á bragðið, að næsta aldar- fjórðunginn hvarf hann suður um höf- in þangað til dag tók að lengja. Kom svo endurnærður, tilbúinn að takast á við hvað sem var. Hann var mótoristi til sjós á yngri árum og vann lengst- um sem vélvirki í Vélsmiðju Sigurðar Sveinbjörnssonar. Hann var afbragðs verkmaður og naut sín best við krefj- andi verkefni. Ingimundur naut lífsins og við- fangsefna sinna. Hann ferðaðist inn- an lands og utan og var útivistarmað- ur. Stundaði silungsveiði víða þar sem nokkur var veiðivon. Hann varð ómissandi félagi okkar við netaveiði í Veiðivötnum á haustin og drífandi í þeirri útgerð. Ingimundur var í raun síðastur af þeirri kynslóð sem mynd- aði hóp sem kom á þessum reglulegu veiðiferðum og tók okkur með og veitti innsýn í þann töfraheim sem sil- ungsveiðar í fjallavötnum á Íslandi eru. Við „yngri menn“, sem í áratugi höfum farið saman eina helgi í ágúst- mánuði til veiða í Veiðivötnum, minn- umst Ingimundar með gleði og þakk- læti. Útgerðin var frumstæð – báturinn lítill og vélarlaus, en veiði- gleðin og samvistirnar bættu það upp. Útgerðin eignaðist betri bát og Ingi- mundur fann mótor og smíðaði úrvals kerru af útsjónarsemi upp úr austur- þýskum fólksbíl. Nú var allt hægt sem áður var ógerlegt og aflað var verðmætrar „veiðireynslu“. Fyrirhöfn og mátulegt vesen voru krydd í ferðina. Ingimundur var prúðmenni og snyrtimenni og ekki sá örðu á honum þótt hann ynni misjafnlega þrifaleg störf í vélsmiðju. Hann var einstak- lega ljúfur og þægilegur félagi í einu og öllu. Við minnumst þess að í síð- asta sinn þegar heilsan var farin að gefa eftir, hafði Ingimundur á orði, að ef hann kæmist inn í Vötn, þá gæti hann legið með aflanum í bátnum suð- ur. Það er heiðríkja yfir minningum okkar um Ingimund Þorkelsson þeg- ar við þökkum fyrir samfylgdina og biðjum ástvinum hans blessunar um alla framtíð. Jón og Einar Ragnarssynir og veiðifélagar. INGIMUNDUR ÞORKELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.