Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Toyota Landcr 90 VX (181544) Skrd. 8/2001, ek. 77 þ. km, sjálfsk., dráttarkúla, leður, flottur bíll. Verð: 3.150 þús. Nissan Patrol Elegance 33“ (131702) Skrd. 2/2001, ek. 68 þ. km, sjálfsk., leður, dráttar- kúla, topplúga, fjarstart, vel við haldinn bíll. Verð: 2.990 þús. Skipti möguleg. Toyota Landcr 90 LX 38“ (190700) Skrd. 2000, ek. 111 þ. km, beinsk., filmur, húdd- hlíf, gps, talstöð, símalögn, loftdæla, aukat- ankur, stórglæsilegur bíll með flottum breyt- ingapakka frá Toyota og fullt af aukahlutum í jeppaferðir. Verð: 2.990 þús. Toyota Landcr 90 VX 33“ (117436) Skrd. 1999, ek. 156 þ. km, sjálfsk., dráttarkúla, spoiler, topplúga, leður, intercooler, stærri 33“ breytingin. Verð: 2.590 þús. Áhvílandi: 1.200 þús. Afborgun: 27 þús. á mán. Toyota Landcr 90 VX New (132137) Skrd. 3/2004, ek. 43 þ. km, dráttarkúla, ljóst leður, reyklaus. Verð: 4.390 þús. Toyota Landcr 90 VX New 35“ (190724) Skrd. 5/2003, ek. 55 þ. km, dráttarkúla, film- ur, leður, reyklaus. Verð: 4.690 þús. Toyota Land Cruiser 100 TDI 38“ (117522) Skrd. 5/1999, ek. 135 þ. km, sjálfsk., leður, dráttarkúla, filmur, 38“ breyttur en er á 36“ dekkjum, webasto miðstöð, tems fjöðrun o.fl. Verð: 3.990 þús. Toyota Land Cruiser 100 V8 33“ (131099) Skrd. 2000, ek. 90 þ. km, sjálfsk., topplúga, leður, filmur, samlitaður og flottur, gott við- hald, Verð: 3.490 þús. Skipti möguleg. Toyota Landcr 90 LX New 38“ (117678) Skrd. 11/2005, ek. 5 þ. km, sjálfsk., aukat- ankur 100 l, spilbiti framan og aftan, talstöð, kassi að aftan, grind að framan o.fl. Verð: 6.490 þús. Toyota Landcr 90 LX New 35“ (200141) Skrd. 11/2005, ek. 3 þ. km, sjálfsk., dráttarkúla, flottur bíll. Verð: 5.390 þús. Skipti möguleg. Mazda 3 H/B TS (117931) Skrd. 11/2004, ek. 26 þ. km, topplúga, reyklaus. Verð: 1.790 þús. Skipti möguleg. Skoda Superb 2,8 V6 Skrd. (118076) 11/2003, ek. 13 þ. km, sjálfsk., filmur, leður, topplúga, cruise control, 17“ álfelgur. Verð: 2.990 þús. VW Touran Basic Line Diesel TDI (200241) Skrd. 4/2004, ek. 39 þ. km, dráttarkúla, sjálfsk. Verð: 2.350 þús. Áhvíl- andi: 1.700 þús. Afborgun: 30 þús. á mán. Skipti möguleg. Subaru Legacy Outback (190683) Skrd. 5/1998, ek. 133 þ. km, sjálfsk., 2 topplúgur, álfelgur, hiti í speglum. Verð: 890 þús. Skipti möguleg. Áhvílandi: 500 þús. Afborgun: 17 þús. 480 8000 480 8000 SELFOSSI TÖLUVERÐ umræða hefur átt sér stað á Íslandi vegna hækkandi verðbóta og ekki að ástæðulausu. Ég er í sömu sporum og margir aðrir Íslend- ingar, skulda nokkrar milljónir. Ekki samt 20 eins og veruleiki ungs fólks er í dag sem er að stofna heimili og taka verðtryggð lán með 4,70% vöxtum til 40 ára, að viðbættum verðbótum sem voru í aprílmánuði 1,1%. Það þýðir að 220.000 kr. bætast ofan á lánið á einum mánuði. Kom- andi mánuður ber með sér svipaða verðbólgu sem þýðir að önnur 1,1% bætast ofan á bæði höfuðstól sem er 20 milljónir og einnig ofan á þær verðbætur sem bættust við á aprílmánuð, þannig að í lok maímánaðar hefur lánið bætt við sig litlum 422.420 kr. auk 157.000 kr. í vexti. Þar fyrir utan er mán- aðargreiðsla lánsins af höfuðstól um 83.000 kr. á tveim mánuðum. Samtals eru þetta greiðslur upp á aðeins 663.000 kr. fyrir þessa tvo mánuði. Ef margfaldað er með 6 verður talan 3.976.000 kr. á einu ári ef verðbólga heldur áfram á sama hraða og hún er núna – og það er ekki ólíklegt – allavega fyrir okkur sem borgum mánaðarlega verðbætur ofan á höfuðstól og verð- bætur þar ofan á mán- aðarlega. Ef hugsað er aðeins lengra þá þarf að vinna fyrir þessum pen- ingum og borga skatta og skyldur sem eru um 40%, 1.590.400 kr. Sam- tals er því raunkostn- aður við þetta lán (til 40 ára) á þessu ári 5.566.400 kr. sem þýðir á íslensku að afla yrði 463.867 kr. með sköttum á mánuði. En þar sem þetta er eflaust jafn- greiðslulán leggst stór hluti þessarar upphæðar ofan á skuldina til greiðslu síðar, þ.e.a.s. þú tekur nýtt lán verð- bóta í hverjum mánuði sem greiðist síðan upp á síðustu 10 til 15 árum lánstímans og þá ertu líklega búin að greiða um 120 milljónir fyrir þetta hagstæðasta lán sem býðst á Íslandi í dag. Þar af eru verðbætur um 77 milljónir. Ef þið trúið þessu ekki, eins og ég gerði einu sinni, bendi ég á vef- síðu lsr.is. Setjið 20.000.000 milljónir inn í reikniforrit til 40 ára með 4,70% vöxtum og 4,50% verðbótum þá kem- ur í ljós niðurstaða sem er eftirfar- andi: Greiddar verðbætur: 77.334.884 kr. Greiddir vextir: 24.417.151 kr. Seðilgjöld: 131.725 kr. Alls samtals: 121.883.760 kr. Einnig er fróðlegt að setja 40 millj- ónir inn í sömu reiknivél með 2,70% vöxtum án verðbóta og ýta svo á reikna og hugsa með sér „ef ég væri bara Norðmaður“ þá gæti ég keypt mér helmingi stærra og dýrara hús og sparað mér 56 milljónir um leið. Af 40.000.000 kr. láni borgaði ég engar verðbætur. Vextir yrðu 25.484.752 kr. Greiðsluseðlar 480 stk. 131.725 kr. Samtals: 65.616.477 kr. á þessum sömu fjörutíu árum. „Ef ég væri bara Norðmaður.“ Samúðarkveðjur frá Íslendingi sem enn er í vistarböndum. „Ef ég væri bara Norðmaður“ Magnús Þór Sigmundsson fjallar um húsnæðislán Magnús Þór Sigmundsson ’„Ef ég væri bara Norð-maður“ þá gæti ég keypt mér helmingi stærra og dýrara hús …‘ Höfundur er tónlistarmaður. FRAM til 1. apríl síðastliðins var þjónusta hjartalækna við hjarta- sjúklinga skilvirk og ódýr. Vegna af- sagnar hjartalækna af verktaka- samningi við Trygg- ingastofnun ríkisins (TR) gaf heilbrigð- isráðuneytið út reglu- gerð sem ætluð er til að takmarka aðgang hjartasjúklinga að hjartalæknum. Hvern- ig kemst hjartasjúk- lingur í dag til hjarta- læknis? Fyrst panta tíma hjá heimilis- eða heilsugæslulækni (HH), næst þarf að fara til læknisins og fá til- vísun. Síðan er farið til hjartalæknis og gjald greitt að fullu sam- kvæmt þeirri gjaldskrá sem í gildi var fyrir af- sögn af samningi. Sjúk- lingur fær reikning fyr- ir þjónustunni sem hann síðan framvísar hjá TR ásamt tilvís- uninni til að fá end- urgreiddan sinn trygg- ingahluta. Sem sagt þrjár ferðir í stað einn- ar með þeim kostnaði og tímaeyðslu sem af þessu hlýst. Sjúklingur getur losnað við þessar hindranir með því að greiða komu- gjald að fullu en á þá ekki rétt á end- urgreiðslu. Tryggingaverndin sem sagt bundin tilvísuninni. Furðusmíð úr fílabeinsturni Í annarri grein reglugerðarinnar segir: „Skilyrði fyrir endurgreiðslu er að fyrir liggi tilvísun á sér- fræðiþjónustuna frá heilsugæslu eða heimilislækni.“ Með þessu er verið að takmarka lækningaleyfi annarra sérfræðinga til að vísa til okkar sjúk- lingum en stór hópur af hjartasjúk- lingum kemur að sjálfsögðu frá öðr- um sérfræðingum en HH. Reglugerðin gerir ekki ráð fyrir neinni undantekningu jafnvel þótt um bráðatilvik sé að ræða. Í fimmtu grein segir: „Sjúkratryggður ein- staklingur greiði ekkert gjald fyrir tilvísun.“ Hann þarf þó væntanlega að greiða HH fyrir viðtal og skoðun. Eða hvað? Í sjöttu grein segir: „Gildistími tilvísunar skal aldrei vera lengri en fjórir mánuðir í senn.“ Nú er það svo að hjartasjúkdómar eru langvinnir og margir sjúklingar þurfa á ævilöngu reglulegu eftirliti að halda hjá hjartalækni. Að jafnaði koma sjúk- lingar til hjartalæknis tvisvar á ári sem þýðir að þeir þurfa að afla sér tilvísunar fyrir hverja komu. Dæma- laust vitlaust. Fjöldi sjúklinga hefur ekki HH. Hvað eiga þeir að gera? Jú þeir verða að fara á Læknavaktina þar sem þeir mjög lík- lega hitta lækni sem ekkert þekkir til við- komandi og fá hjá hon- um tilvísun. Hver semur svona vitlausa reglugerð? Vondir ráðgjafar í fíla- beinsturni? Við vitum fyrir víst að ekki var haft samráð við þá sem mál- ið varðar. Ekki við Hjartaheill, sam- tök hjartasjúklinga. Ekki við hjarta- lækna. Ekki við stjórn Félags íslenskra heimilislækna. Ekki við samninganefnd Læknafélags Reykjavíkur. Ekki við stjórn Læknafélags Íslands. Ekki við sam- tök aldraðra. Spurning vaknar hvort þessi reglugerð stenst lög, t.d. lög um al- mannatryggingar, lög um atvinnu- réttindi og hvort jafnræðisregla stjónrnsýslulaga sé brotin. En kannski má bara breyta lögunum ef þessi vonda reglugerð er lögleysa? Staðfesta vitleysuna með lögum! Vonandi endurspeglar þetta ekki vinnubrögð heilbrigðisráðuneytisins í öðrum málaflokkum. Öfugmæli ráðherra Aðspurð segir heilbrigðisráðherra í blaðaviðtali um hvort hagsmunir sjúklinga hafi verið hafðir að leið- arljósi þegar gripið var til tilvís- unarkerfisins: „Okkar viðbrögð í þessu máli voru einmitt hugsuð til að koma til móts við sjúklingana.“ Í okkar eyrum hljómar þetta eins og öfugmæli. Ráðherra segir í sama blaðaviðtali „að 65% verktaka- greiðslna sem runnu til hjartalækna árið 2004 megi rekja til þjónustu sem hægt sé að veita á heilsugæslu- stöð“. Svo mörg voru þau orð. Orð sem lýsa ótrúlegri vanþekkingu og vanvirðingu á menntun og störfum hjartalækna. Spurt var á Alþingi fyrir nokkrum dögum af hverju ekki hefði verið samið við hjartalækna. Heild- arkostnaður ríkisins af ca. 50 þúsund samskiptum (30 þús. komur og 20 þús. símtöl) 23 hjartalækna við sína skjólstæðinga er ekki nema um 100 milljónir. Fram kom að einungis um 14 milljónir vantaði upp á greiðslur til hjartalækna vegna veittrar þjón- ustu árið 2005. Greiðslur til for- manns samninganefndar heilbrigð- isráðherra árið 2004 voru 14 milljónir skv. óstaðfestum heim- ildum (DV sl. sumar). Skrítin til- viljun. Og eitthvað kosta hinir í samninganefndinni líka. Ljóst var í samningaviðræðum að samn- inganefnd heilbrigðisráðherra hafði ekki umboð til að semja um eitt eða neitt, tilboðið sem kom var 1,4 millj- ónir til viðbótar til meðferðar hjarta- sjúklinga árið 2005. Reynslan af tilvísunarkerfinu Það er réttur mánuður frá því til- vísunarkerfið var sett á. Hafi ætl- unin með tilvísunarkerfinu verið að draga úr komum til hjartalækna þá hefur það mistekist. Engin breyting hefur orðið á komufjölda. Hvað vinnst með afsögn hjarta- lækna af samningnum og hvað tap- ast með tilvísunarkerfinu? Það sem vinnst er að þjónusta hjartalækna er tryggð. Þeir geta sinnt sjúklingum sem þurfa þjónustu, fá hana stað- greidda og þurfa ekki að gefa TR af- slátt. Þeir þurfa heldur ekki að fara að kröfum TR um að draga úr þjón- ustu og neita sjúklingum um hjálp eins og á síðasta ári. Það sem tapast er hins vegar tími og peningar sjúk- linga sem þurfa að fara á þrjá staði í stað eins. Einnig fer dýrmætur tími heimilis- og heilsugæslulækna í til- vísunargerð og kostnaður ríkisins af komum á heislugæslustöðvar eykst. Aukin umsvif TR vegna endur- greiðslna reikninga kosta líka aukið álag þar á bæ, tíma og peninga. Hafi þetta verið tilgangurinn með tilvís- unarkerfinu þá hefur hann svo sann- arlega náðst. Þrautaganga hjartasjúklinga Ásgeir Jónsson og Þórarinn Guðnason skrifa um þjónustu hjartalækna við hjartasjúklinga ’Hafi ætlunin með tilvís-unarkerfinu verið að draga úr komum til hjartalækna hefur það mistekist.‘ Ásgeir Jónsson Ásgeir er hjartalæknir. Þórarinn er hjartalæknir og formaður Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna. Þórarinn Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.