Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 10

Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 10
10 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Psssh,“ ætlarðu að kjósa?heyrist hvíslað á eftir Ein-ari Skúlasyni, fram-kvæmdastjóra Alþjóða-hússins. Í dyragættinni á skrifstofu hans stendur erlendur rík- isborgari sem á sér draum um að bjóða sig fram í Kenýa. Hann hefur ekki kosningarétt á Íslandi en bíður úrslitanna engu að síður spenntur. „Mjög spenntur,“ segir Einar og brosir. „En áhuginn er mismikill hjá fólki sem er af erlendu bergi brotið. Sumir hafa brennandi áhuga, öðrum finnst þeim ekki koma þetta við. Ég lít svo á að þetta sé stór hluti af aðlög- un þeirra að samfélaginu; aðlögunin felst í því að læra tungumálið, vinna eða stunda nám, og taka þátt í kosn- ingum – taka afstöðu. Fólk er farið að festa rætur ef það er farið að kjósa, hvað þá ef það býð- ur sig fram. Ég fletti því upp af handahófi hvort mörgum erlendis frá sé teflt fram á framboðslistum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar og fann ansi víða erlend nöfn, en þau eru gjarnan fyrir aftan miðju, en ekki í öruggu sæti eða baráttusæti.“ Um 4500 erlendir borgarar eru með kosningarétt í sveitarstjórnar- kosningunum, sem fram fara 27. maí næstkomandi. Þar af eru flestir eða um 800 frá Póllandi og tæplega þús- und frá hinum Norðurlöndunum. Að sögn Einars hafa um 5 þúsund til við- bótar við það fengið íslenskan ríkis- borgararétt á síðustu tuttugu árum, líklega flestir á kosningaaldri. „Tala erlendra borgara með kosningarétt hefur rúmlega tvöfaldast frá síðustu sveitarstjórnarkosningum og í sum- um byggðalögum eru atkvæði þeirra farin að skipta verulegu máli.“ Allir stjórnmálaflokkarnir hafa tekið þátt í níu kosningafundum í Al- þjóðahúsinu í aðdraganda kosninga. „Það sem hefur helst verið til um- ræðu er til dæmis mikil hækkun hús- næðisverðs, móðurmálskennsla barna sem eru tvítyngd – hvernig megi leggja rækt við bæði tungumál- in, bætt íslenskukennsla og sam- félagsfræðsla samhliða því.“ En það hefur vakið athygli Einars að fulltrúar flokkanna hafa talað með öðrum hætti á fundunum en áður. „Orðalagið hefur breyst og þeir tala með skýrari hætti, þannig að efnið komist betur til skila. Þeir forðast til dæmis að skreyta mál sitt með hefð- bundnum myndlíkingum, sem er bæði erfitt að túlka og skilja. Og nota í stað þess hnitmiðað og beinskeytt orðalag. Svo hafa þeir áttað sig á því að innflytjendur eru ekki eitt mengi, heldur hópur með ólík tungumál og mismunandi rætur og því er erfitt að nálgast þá sem staðalmynd.“ Einar spáir því að hægt og sígandi muni fólk af erlendu bergi brotið blanda sér meira í íslensk stjórnmál. „Það kemur ekki af sjálfu sér, því að fólk þarf vilja, þor og sjálfstraust til að koma sjálfu sér á framfæri. En ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu. Það er um að gera fyrir stjórnmála- flokkana að opna dyrnar og hvetja fólk til að gefa kost á sér og taka þátt í starfinu. Auðvitað þurfa þeir að end- urspegla þróunina í samfélaginu. Og þeir eru allir aðeins á eftir í því. Ef við berum stjórnmálin saman við at- vinnulífið sjáum við að erlendir rík- isborgarar eru 7% vinnuaflsins; ættu þá ekki 7% stjórnmálamanna að vera af erlendum uppruna?“ Tala erlendra borgara með kosningarétt hefur rúmlega tvöfaldast frá síðustu sveitarstjórnarkosningum Innflytjend- ur eru ekki eitt mengi Um 4.500 erlendir borgarar hafa kosningarétt í komandi sveitarstjórnarkosningum. 5 þúsund til viðbótar hafa feng- ið íslenskan ríkisborgarétt á síðustu 20 árum. Pétur Blön- dal talaði við Einar Skúlason, framkvæmdastjóra Alþjóða- hússins, um þessa þróun og kynnti sér viðhorf fólks frá fimm heimsálfum sem hyggst kjósa í vor. Morgunblaðið/Eyþór ÞAÐ hlaupa litlir krakkar um garðinn heima hjá Maríu Helenu Sarabia dag- móður; þeir sem hafa lært það á ann- að borð. Hinir krakkarnir fara sér hæg- ar enda langt þangað til þeir fá kosningarétt. María fæddist í Barranquilla í Kól- umbíu árið 1966 og lærði að hlaupa þar. Hún fluttist til Íslands árið 1992 og á þrjú börn með eiginmanni sínum Gunnlaugi Karlssyni, framkvæmda- stjóra. – Ætlarðu að kjósa? „Já.“ – Hefurðu kosið áður? „Já, ég hef kosið þrisvar sinnum áð- ur á Íslandi. Ég fékk ríkisborgararétt fyrir um tíu árum.“ – Hver eru helstu málefnin að þínum dómi? „Það eru skólamálin. Mér finnst varða miklu að færa allt tónlistarnám, íþróttir og annað frístundastarf inn í skólana. Það tryggir meira jafnrétti, að fleiri krakkar hafi aðgang að því námi. Síðan finnst mér mikilvægt að meira tillit sé tekið til eldri fólks og öryrkja.“ – Hvað finnst þér um íslenskt sam- félag? „Ef ég ber það saman við heima- landið, þá er mjög margt betra en í Kólumbíu. Jafnréttið er meira, allir hafa aðgang að skólum og heilbrigð- isþjónustu. Fyrst fannst mér við borga mikla skatta, en svo áttaði ég mig á því að samfélagið fær svo mikið í stað- inn. Í Kólumbíu eru lágir skattar og samfélagið ber lítið úr býtum. Það þýðir að stéttaskipting verður meiri. Reyndar finnst mér þróunin í þá átt hér á landi. Við erum að færast nær kapítalisma, eins og í Bandaríkjunum, þar sem álögur almennings eru háar eftir skatta, til dæmis lyfjakostnaður. Við þurfum að fara varlega í þeim efn- um. En hér er svo margt gott, eins og ég sagði áður. Við höfum aðgang að frá- bærum spítala og allir eiga kost á að- gerðum sem eru fokdýrar erlendis. Og þar eru sumir ekki tryggðir. Svo geta allir sótt góða skóla. Reyndar er einn fylgifiskur þess að borga skatta og finna ekkert fyrir kostnaðinum að þá vantar stundum metnað. Í Kólumbíu greiða foreldrar skólagöngu barna sinna úr eigin vasa og þess vegna er metnaðurinn mikill fyrir þeirra hönd eins og hjá krökkunum sjálfum. En það er að mínum dómi grundvallaratriði að allir eigi rétt á góðum skóla. Þess vegna finnst mér umræðan hættuleg um að Háskóli Íslands verði einkarek- inn og lögð á skólagjöld. Ég er hrædd um að þróunin verði eins og erlendis, þar sem aðeins eru einkaskólar í boði og þeir eru of dýrir fyrir suma.“ – Ertu búin að festa rætur á Íslandi? „Já, þetta er heimalandið mitt í dag. Það eru sextán ár síðan ég flutti hing- að og maður ég er orðin virk í þjóð- félaginu. Þegar elsti strákurinn byrjaði í leikskóla fór ég að taka þátt í leik- skólastarfinu. Síðan þá hef ég kynnst fullt af yndislegu fólki í gegnum starf- ið, grunnskólann og leikskólann. Mér finnst ég vera hluti af samfélaginu og hef haft tækifæri til að gefa af mér. Ef til vill er það vegna þess að ég hef náð valdi á tungumálinu, sem var helsta hindrunin fyrstu árin.“ S-Ameríka | María Helena Sarabia frá Kólumbíu Morgunblaðið/Árni Sæberg Jafnréttið er meira á Íslandi „ÉG er að ljúka Kennaraháskólanum og hef at- vinnu af því að þýða og túlka fyrir Alþjóða- húsið,“ segir Liezel Renegado, sem fæddist ár- ið 1974 á eyjunni Bohol á Filippseyjum. Þar bjó hún þar til hún flutti til Íslands árið 1994. Hún er gift Arnari Christensen rafiðnaðarmanni og eiga þau eina stúlku, Díönu Lind, sem er níu ára. – Ætlarðu að kjósa? „Ætli það ekki,“ segir hún og hlær. „Ég hef aldrei kosið áður. Þegar ég flutti hingað frá Fil- ippseyjum var ég aðeins nítján ára og þess vegna fékk ég aldrei tækifæri til þess þar.“ – Hvernig líst þér á kosningabaráttuna? „Ágætlega. Ég hef ekki fylgst mikið með, en sé að allur undirbúningur miðar að kosn- ingadegi, þannig að þetta hlýtur að verða spennandi.“ – Hvaða málefni telur þú mikilvæg? „Nýlega var ég að aðstoða erlendan nem- anda sem er nýkominn til Íslands. Þá fann ég hversu erfitt það er fyrir ungmenni sem flytja hingað að stunda nám í framhaldsskóla án ís- lenskukunnáttu. Og mér finnst full þörf á því að bæta aðstoðina og þjónustuna við þennan hóp. Svo vil ég nefna það fólk sem er að taka ökupróf. Það er erfitt fyrir þann sem ekki skilur ensku eða íslensku, því að þá getur margt mis- skilist. En engu að síður þarf þetta fólk sjálft að standa straum af því að ráða sér túlk í náminu. Það finnst mér ótækt. Svo vil ég nefna krakka sem nýkomnir eru í grunnskóla erlendis frá. Þegar þeir hefja nám í skólanum þá fá þeir oft engan stuðning frá for- eldrunum af því að þeir eru líka útlendingar, til dæmis báðir frá Filippseyjum, og skilja ekki verkefnin. Það er því mjög erfitt fyrir krakkana að stunda námið, því að þeir fá engan stuðning með heimaverkefnin. Þá er hætta á því að þeim fari að leiðast námið og verði áhugalaus. Það þarf að koma til móts við þessa krakka. – Eru stjórnmálin hér ólík því sem þú átt að venjast á Filippseyjum? „Ég get ekki sagt að þetta sé mjög ólíkt. Þetta er pólitík. En hér höfða stjórnmálamenn með öðrum hætti til almennings. Á Filipps- eyjum er meira um skipulegar fundaraðir, þar sem er gert meira en að tala út í eitt. Þar er fólki gefið að borða og síðan er fundurinn brot- inn upp með söng og dansi. Fundirnir eru þyngri hér og ekkert gert til að brjóta ísinn. Fólk þarf að sitja allan tímann og hlusta.“ – Ertu búin að festa rætur á Íslandi? „Mér finnst mjög gott að búa hér. Ísland er mjög fallegt land. Ég held því áfram, en veit ekki hvort það verður alla ævi. Það getur verið að ég flytji mig einhvern tíma um set. En nú stefni ég að því að byrja að kenna og fjöl- skyldan býr hér, þannig að nú er þetta minn staður.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Asía | Liezel Renegado frá Filippseyjum Ekkert gert til að brjóta ísinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.