Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 1

Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 146. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Takt u en ga áhæ ttu v ið v erk lega r fram kvæ mdi r Þar finn ur þ ú m eist ara og fagm enn til v erk sins Samtök iðnaðarins Kaffið er ómissandi Heimspekingar ræða hvort til sé líf eftir kaffi | Daglegt líf Ekki kosið um fegurð Af hverju var fegurð Reykjavíkur ekki kosningamál? | Af listum  Svartnætti hjá Skagamönnum  Dagur meistari í Austurríki  Sigurbjörn kinnbeinsbrotinn BRESKI leikarinn Paul Bettany mun leika eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni The Journey Home, sem byggð er á skáldsögunni Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son. Bettany hefur vakið athygli að undanförnu fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Da Vinci-lyklinum þar sem hann lék munkinn Silas, en hann hefur einnig leikið í myndum á borð við Master and Commander, Wimbledon, Firewall og Dogville. Áður hefur verið staðfest að eiginkona Bett- anys, bandaríska leikkonan Jenni- fer Connelly, muni leika aðal- hlutverkið í myndinni, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem hjónin leika sam- an í kvikmynd síðan þau kynntust við gerð Óskarsverðlaunamyndar- innar A Beautiful Mind árið 2001. Einnig er staðfest að breski kvik- myndatökumaðurinn Tony Pierce- Roberts muni annast tökur á mynd- inni. Hann hlaut tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir tökur á myndunum A Room With a View árið 1985 og Howard’s End 1992. Stefnt er að því að tökur á The Journey Home hefjist í ágúst, en hún verður tekin á Íslandi og í Bretlandi. Norska leikkonan Liv Ullmann leikstýrir myndinni. Hún fjallar um íslenska konu sem býr í Englandi en afræður að fara til Ís- lands að gera upp ýmis mál úr for- tíðinni. Paul Bettany leikur í Slóð fiðrildanna Paul Bettany Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Kabúl. AP, AFP. | Stjórn- völd í Afganistan settu á útgöngubann í höfuð- borginni Kabúl í nótt er leið eftir að þar hafði komið til mikilla óeirða. Brutust þær út eftir að bandarískur hervagn hafði ekið á fólksbíl og orðið einum eða fleiri mönnum að bana. Í tilkynningu frá afg- anska innanríkisráðuneytinu sagði að út- göngubannið hefði verið ákveðið til að tryggja öryggi borgaranna en í sjónvarps- ávarpi, sem Hamid Karzai, forseti landsins, flutti til þjóðarinnar, sakaði hann „undir- róðursmenn“ um að hafa efnt til óeirðanna. Grýtti fólkið, nokkur hundruð manns, her- menn en talið er að 14 manns hafi legið í valnum eftir áreksturinn og óeirðirnar. Upphafið var að bandarískur hervagn ók á fólksbíl en ekki er ljóst hve margir létust í árekstrinum. Voru nefndar tölur frá einum og upp í fimm. Eru óeirðirnar þær mestu frá því Talibanastjórninni var steypt 2001. Útgöngu- bann í Kabúl  Gífurleg reiði | 16 Hamid Karzai, forseti Afganistans. ÁHERSLAN á að vera á rétt barna til að njóta samvista við foreldra sína, það er að segja að komi til forræðisdeilu eftir skilnað megi dómstólar dæma foreldrunum sameig- inlegt forræði yfir börnunum jafnvel þótt annað þeirra sé því andvígt. Það er dönsk þingnefnd sem leggur þetta til og hefur Lars Barfoed fjölskylduráðherra tekið því mjög vel. Býst hann við að tillagan fái góðan stuðning á þingi og hann, eins og nefndin, telur að með þessum hætti megi oft koma í veg fyrir hörð átök um forræði yfir börnunum. Kom þetta fram á fréttavef Jyl- lands-Posten í gær. „Hvorugt foreldranna á að hafa einkarétt á börnunum en hins vegar hafa börnin rétt til að umgangast þá báða,“ sagði Barfoed en núgildandi lög í Danmörku kveða á um að aðeins öðru foreldrinu skuli dæmt forræðið. Í tillögum nefndarinnar er sleginn sá var- nagli að ekki verði kveðið á um sameiginlegt forræði nema foreldrarnir séu sæmilega samstarfsfúsir og ábyrgir og tryggt sé að niðurstaðan komi börnunum best. Forræði verði sameiginlegt ODDVITAR sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Reykjavík náðu samkomulagi í gær, eftir stuttar formlegar viðræður, um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, verður borgarstjóri Reykjavíkur og Björn Ingi Hrafnsson, oddviti fram- sóknarmanna, verður formaður borgarráðs. „Það ríkir mjög gott traust á milli okkar og það er enginn ágreining- ur,“ sagði Vilhjálmur á blaðamanna- fundi fyrir framan heimili sitt í Breiðholti í gær. Björn Ingi sagði að sér sýndist sem margt í málefnaskrám beggja flokkanna færi vel saman. „Við vilj- um athafnir í stað of mikilla funda og of mikils skrifræðis.“ Formlegar meirihlutaviðræður milli sjálfstæðismanna og framsókn- armanna hófust eftir hádegi í gær á heimili Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns og fráfarandi borgarfull- trúa. Samkomulag þeirra um meiri- hlutasamstarf var handsalað um þrjúleytið. Sjálfstæðismenn voru í viðræðum við Frjálslynda flokkinn um meiri- hlutasamstarf í borginni á sunnudag og hafði nýr fundur verið boðaður í gær. Vilhjálmur lagði áherslu á það á blaðamannafundinum í gær að þær viðræður hefðu verið óformlegar. Ólafur F. Magnússon, oddviti frjálslyndra og óháðra í Reykjavík, segir að það hafi komið sér á óvart að sjálfstæðismenn skyldu slíta viðræð- unum. „En það er alveg ljóst að það verður öflug stjórnarandstaða sem tekst á við ríkisstjórnarflokkana bæði á vettvangi landsmála og í borginni í vetur.“ Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, seg- ir að meirihlutasamstarfið komi sér á óvart. Hann óski þó ríkisstjórnar- flokkunum til hamingju með mynd- un meirihlutans. Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, segir að þetta sé einn versti meirihluti sem hægt hafi verið að mynda. Björn Ingi hafi með því tekið að sér að vera áttundi maður sjálfstæðismanna í borginni. Morgunblaðið/Jim Smart Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson voru sigurreifir á blaðamannafundi við heimili Vilhjálms í Breiðholti klukkan fimm í gær.  Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sömdu á fáeinum klukkutímum  Vilhjálmur verður borgarstjóri og Björn Ingi formaður borgarráðs ♦♦♦ MÁLEFNASKRÁ sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna tek- ur á brýnustu hagsmunamálum Reykvíkinga á sviði málefna eldri borgara, fjölskyldumála og skipu- lags-, samgöngu- og lóðamála, seg- ir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, verðandi borgarstjóri. Vilhjálmur og Björn Ingi segjast ætla að bíða eftir niðurstöðum nefndar samgönguyfirvalda og Reykjavíkurborgar um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Aldraðir, fjölskyldur og skipulag Nýr meirihluti til valda í borgarstjórn Eftir Örnu Schram og Elvu Björk Sverrisdóttur  Mjög gott traust | Miðopna Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.