Morgunblaðið - 30.05.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 30.05.2006, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 14 6 9 Ég er hættur a› hjóla í vinnuna SKIPTAR skoðanir voru innan Framsóknarflokksins í Kópavogi um hvort halda ætti áfram sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn í bæj- arstjórn. Samtöl áttu sér stað milli forystumanna í flokknum og Sam- fylkingar og Vinstri grænna um að mynda meirihluta undir forystu Framsóknarflokksins, en formlegar viðræður milli flokkanna hófust hins vegar ekki. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafa í gær og í fyrradag unnið að því að ganga frá formlegum samstarfssamningi og verður hann lagður fyrir félagsfund í flokkunum á morgun. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem segir að nú liggi fyrir að odd- vitar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hafi ákveðið áfram- haldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Kópavogs. Samfylking- in í Kópavogi hafi leitað allra leiða til að ná fundi með Ómari Stef- ánssyni, oddvita framsóknarmanna, undanfarna daga með það að mark- miði að ræða hugsanlegt meiri- hlutasamstarf Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar. Þær tilraunir hafi ekki borið árang- ur. „Á meðan á viðræðum Sjálfstæð- ismanna og Framsóknarmanna stóð óskaði Framsóknarflokkurinn eftir skriflegu tilboði oddvita Samfylk- ingarinnar með hugmyndum okkar um skiptingar í embætti, þá sér- staklega hvort við værum tilbúin að gefa þeim bæjarstjórastólinn eftir ef til samstarfs kæmi. Samfylkingin hafnar algjörlega slíkum vinnubrögðum, við tökum ekki þátt í meirihlutaviðræðum þar sem við skilum inn lokuðum til- boðum og öllum málefanalegum við- ræðum er hafnað. Slíkt minnir meira á þátttöku í lokuðu útboði án útboðsgagna og á ekkert skylt við málefnalegar, lýðræðislegar viðræð- ur. Því er ljóst að frá byrjun hefur enginn vilji verið hjá framsóknar- mönnum í Kópavogi til að mynda nýjan meirihluta með Samfylkingu og Vinstri grænum en samt sem áð- ur hafa þeir kosið að halda öllum aðilum volgum í þeirri von að þann- ig myndu þeir bera mest úr být- um.“ „Hef aldrei óskað eftir neinu skriflegu tilboði“ „Ég hef aldrei óskað eftir neinu skriflegu tilboði frá Samfylking- unni. Það liggur alveg ljóst fyrir,“ sagði Ómar Stefánsson þegar Morgunblaðið spurði hann út í gagnrýni Samfylkingarinnar í Kópavogi á framgöngu Framsókn- arflokksins eftir að úrslit kosning- anna lágu fyrir. Ómar sagðist ekki vita hvers Samfylkingin væri að vísa til þegar hún segði að „Framsóknarflokkur- inn [hefði óskað] eftir skriflegu til- boði oddvita Samfylkingarinnar.“ „Ég veit ekki hvað menn úti í bæ eru að gera. Þeir hafa ekki neitt umboð til þess. Ég er oddviti flokksins og ég stýrði þeim um- ræðum sem fóru í gang. Hvað aðrir eru að gera skiptir mig engu máli.“ Guðríður sagði í samtali við Morgunblaðið að Samfylkingin hefði haft fullan áhuga á að komast í meirihluta í Kópavogi og strax eft- ir að úrslit hefðu legið fyrir hefðu framsóknarmenn og Samfylkingin rætt saman. „Þeir sögðu að það væri forsenda fyrir einhvers konar viðræðum að þeir fengju bæjar- stjórastólinn. Ég neitaði að ræða það í gegnum síma. Mér fannst eðlilegt að til að fara í viðræður yrðum við fyrst að hittast.“ Aðspurð sagði Guðríður að Ómar hefði ekki sjálfur gert þessa kröfu, en hún hefði fengið skýr skilaboð frá Ómari, „eða svo var okkur sagt. En þeir [framsóknarmenn] verða auðvitað að eiga það við sig hvort það er rétt eða ekki,“ sagði Guð- ríður. Guðríður var spurð hvort Sam- fylkingin hefði hafnað því að fram- sóknarmenn fengju bæjarstjórastól- inn. „Við útilokuðum það ekki, en svona verða meirihlutaviðræður ekki til, þ.e. að menn segi: „Ég neita að ræða við þig nema að þið séuð tilbúin að gefa okkur bæj- arstjórastólinn án skilyrða.“ Það sem skiptir máli er að menn viti hvað hugsanlegur samstarfsflokkur er að hugsa og að þeir séu tilbúnir að ræða það.“ Guðríður sagði augljóst af þess- um samtölum að ekki hefði verið full eining innan Framsóknar- flokksins um hvort halda ætti áfram samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Samfylkingin segir að framsóknarmenn í Kópavogi hafi krafist bæjarstjórastólsins Framsókn átti í viðræðum við Samfylkingu og Vinstri græna Guðríður Arnardóttir Ómar Stefánsson Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknar- flokksins, segir flokkinn ekki hafa gert skriflega kröfu um eitt né neitt Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Kópavogi harmar þá ákvörðun Ómars Stefánssonar, oddvita fram- sóknarmanna í Kópavogi, að semja við Sjálfstæðisflokkinn um áframhaldandi meirihluta- samstarf í bæjarstjórn Kópa- vogs, að því er segir í yfirlýs- ingu. „Framsóknarflokkurinn kastar þar með frá sér sögu- legu tækifæri sem hann hefur til að losna úr viðjum þess meirihluta sem er á góðri leið með að þurrka Framsókn- arflokkinn út, ekki bara í Kópavogi heldur víðast hvar á landinu. Það eru kaldar kveðj- ur til bæjarbúa, sem sögðu Framsóknarflokknum með af- gerandi hætti í kosningunum að meirihlutasamstarf Fram- sóknar með Sjálfstæðis- flokknum væri þeim ekki að skapi,“ segir í yfirlýsingunni. Veita kröftugt aðhald Þakka VG jafnframt bæj- arbúum það traust sem þeim var sýnt í kosningunum og heita því að veita væntan- legum meirihluta kröftugt að- hald og halda áfram að berj- ast fyrir þeim áherslum félagshyggju, jafnréttis og umhverfis sem flokkurinn setti fram í aðdraganda kosn- inganna. VG í Kópa- vogi harmar meirihluta- samstarf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.