Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Við erum 120 ára í dag! Afmælisdagskrá bls. 6-7 ÞAU mistök áttu sér stað við afgreiðslu launa þeirra 2.700 nemenda sem starfa við Vinnuskóla Reykjavíkur að greitt var eftir launataxta síðasta árs. „Við erum alveg miður okkar yfir þessum mistökum, ekki síst í ljósi þess að þetta er annað sumarið í röð sem þetta gerist,“ segir Guðrún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnuskólans. Aðspurð hvað valdið hafi mistökunum segir hún ljóst að boðleiðir innan kerfisins hafi ekki virkað sem skyldi og segist hún harma það mjög. Að sögn Guðrúnar samþykkti borgarráð í apríl sl. 12% launahækkun hjá nemendum Vinnuskólans milli ára, en þessar samþykktu launahækkanir hefðu hins vegar ekki verið komnar inn í launakerfi borgarinnar þegar launakeyrslan fór fram. Segir hún allt reynt til að leiðrétta mismuninn eins fljótt og hægt sé, en það verði í síðasta lagi við næstu launa- afgreiðslu þann 1. ágúst. nk. Aðspurð segir hún óskiljanlegt hvernig svona atburður geti endurtekið sig milli ára og tekur fram að hún muni leita allra leiða til þess að tryggja að slíkt geti ekki gerst aftur. Að sögn Guðrúnar voru leiðbeinendur Vinnuskólans upplýstir um mistökin um leið og þau uppgötvuðust í gær. 12% launa- hækkun skilaði sér ekki Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is EINUM ákærulið af nítján í endurákæru í Baugsmálinu var í gær vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem verknaðarlýsing þótti ekki lýsa saknæmu athæfi. Dómurinn hafnaði hins vegar þeirri kröfu verjenda sakborninga að ákærunni yrði vísað frá í heild. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissak- sóknari í málinu, hefur nú þrjá sólarhringa til að taka ákvörðun um hvort hann kærir málið til Hæstaréttar, og sagði hann í gær að miklar líkur væru á að það yrði gert. Verjendur eiga lögum samkvæmt ekki kost á því að kæra þann úrskurð héraðsdóms að hafna frávísunarkröfu. Sá ákæruliður sem vísað var frá var fyrsti liður ákærunnar, en í honum er Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs Group, ákærður fyrir fjár- drátt í atburðarás sem endaði með því að Baugur eignaðist Vöruveltuna, sem rak 10-11 búðirnar, en Jón Ásgeir var sagður hafa hagnast um 200 milljónir á því að blekkja stjórn Baugs. Í rökstuðningi héraðsdóms segir að verknað- arlýsingin í þessum ákærulið sé ekki lýsing á fjársvikum, heldur verði ekki betur séð en Jón Ásgeir sé ákærður fyrir að stunda viðskipti, sem kunni að hafa verið óhagstæð fyrir Baug, en mögulega hagstæð fyrir Jón Ásgeir og aðra. Ekki komi skýrt fram hvernig þessi verknaður eigi að falla undir skilgreiningu á fjárdrætti, og því óhjákvæmilegt að vísa þessum ákærulið frá, með vísan í lög um meðferð opinberra mála. „Þetta kemur ekki á óvart, þetta er niðurstaða sem ég átti von á varðandi fyrsta ákæruliðinn,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, eft- ir að úrskurður féll í gær. Hann bendir á að þetta sé sá liður ákærunnar sem sé lang-alvarlegastur gagnvart Jóni Ásgeiri. Í þessum ákærulið sé hann sakaður um fjársvik og auðgunarbrot. Héraðsdómur vísar ákærulið í Baugsmálinu frá en hafnar allsherjarfrávísun Ákæru vegna kaupa á 10–11 vísað frá dómi  Ekki fjárdráttur | 10 ÞAÐ rigndi hressilega á borgarbúa síðdegis í gær og kom þá regnhlífin að góðum notum. Næstmesta ferðahelgi ársins er gengin í garð og spáð er skúrum víðast hvar um land í dag og vestan- og norðvestanátt um land allt, að Austur- og Suðausturlandi undanskildu en þar er spáð suðaustanátt. Á morgun er spáð skúrum á Suðurlandi en að smám saman létti til norðan- og aust- anlands. Veðurstofan telur að ágætisveður muni haldast norðanlands fram eftir næstu viku. Mikil umferð verður um helgina og hvetur Morgunblaðið ökumenn til að aka varlega og sýna nærgætni í umferðinni. | 8 Morgunblaðið/ÞÖK Skin og skúrir um næstmestu ferðahelgi ársins Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is SÚ mikla umræða sem fram hefur farið hér á landi undanfarið um umhverfismál, að frum- kvæði náttúruverndarsinna, hefur haft áhrif á bæði almenningsálitið og íslensk stjórnmál, og er þetta gott dæmi um hvernig umræðustjórnmál virka, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar. „Sumir skreyta sig með hugtökum eins og „at- hafnastjórnmálamenn“ og senda frá sér þau skilaboð að þeir ætli ekki að standa í einhverju kjaftæði heldur bara framkvæma hlutina. Það lofar ekki góðu. Það er ekkert hættulegra heldur en athafnasamir menn sem hafa ekki tekið þátt í umræðu um það sem þeir ætla að gera. Þeir geta gert mikinn usla og skaða með at- höfnum sínum sem ekki verð- ur aftur tekinn. Það skiptir gríðarlegu máli að gefa rök- ræðunni rými og hlusta eftir andstæðum sjónarmiðum. Mér finnst átakanlegur skortur á því í íslenskum stjórnmálum,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Við erum illa haldin af átakahefð, langt um- fram það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Það endurspeglast meðal annars í fjölmiðlaum- ræðunni og umræðum og störfum Alþingis. Í þessu felst engin ásökun af minni hálfu því það er enginn saklaus eða undanþeginn í þessu efni. Það verður að vera sameiginlegt verkefni okkar allra að brjótast út úr þessari skaðræðismenningu.“ Teknir verði upp mengunarkvótar Ingibjörg Sólrún leggur á það áherslu að tekn- ir verði upp mengunarkvótar hér á landi, til að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar um losun gróðurhúsalofttegunda. „Mér finnst eðlilegt að mengandi starfsemi sé leyfisskyld en ég er í sjálfu sér ekki að tala um að fyrirtækin borgi fyrir kvótann, heldur að þau keppi á jafnræðisgrundvelli um hvert þeirra fær hann,“ segir Ingibjörg Sólrún. Sameiginlegt verkefni að brjótast út úr átakahefð  Viðamikil verkefni | Miðopna LANDSMÓT hestamanna stendur nú sem hæst á Vindheimamelum og dagurinn í gær gaf tilefni til sterkra lýsingarorða. Yfirlits- sýning stóðhesta fór fram og bar þar hæst heimsmet sem var sett í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta en Stáli frá Kjarri er nú hæst dæmdi stóðhestur í heimi með ein- kunnina 8,76. Meistarar frá síðasta landsmóti í A- og B- flokki gæðinga, Geisli frá Sælukoti og Rökkvi frá Hárlaugsstöðum, eru mjög ná- lægt því að verja titla sína eftir milliriðla þar sem þeir standa nú efstir inn í úrslitin á morgun. Mikil stemmning er í Skagafirð- inum og má gera ráð fyrir örtröð inn á landsmótið í dag. | 43 Stáli frá Kjarri setti heimsmet Morgunblaðið/Eyþór ♦♦♦ ♦♦♦ KALLA þurfti út þyrlu Landhelgisgæsl- unnar í gærkvöldi til að sinna sjúkraflugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur vegna sjúklings sem flytja þurfti á gjörgæsludeild. Að jafnaði á sjúkraflugvél að vera staðsett í Eyjum en svo var ekki í gær. Að sögn hjúkr- unarfræðings á Heilbrigðisstofnun Vest- mannaeyja hafði legið fyrir um daginn að til þess gæti komið að flytja þyrfti sjúklinginn og því hafði verið beðið um að sjúkraflugvél yrði til taks seinni hluta dags. Þegar ekki varð lengur umflúið að flytja sjúklinginn í gærkvöldi reyndist þyrla Landhelgisgæsl- unnar vera nær því að koma sjúklingnum til Reykjavíkur á sem skemmstum tíma og var hún því kölluð til. Þyrla kölluð út í forföllum sjúkraflugvélar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.