Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞETTA var ágætur fundur þar sem við fengum tækifæri til þess að koma sjónarmiðum okkar vegna þessara hækkana á framfæri,“ seg- ir Margrét Margeirsdóttir, for- maður Félags eldri borgara (FEB), en framkvæmdastjórn fé- lagsins átti í gær fund með Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni borg- arstjóra og Jórunni Frímannsdóttur, formanni velferð- arráðs. „Ég hef trú á því að það verði tekið tillit til okkar sjón- armiða, enda voru það mörgum eldri borgurum í Reykjavík gríð- arleg vonbrigði að nýr meirihluti skyldi hækka þjónustugjöldin eftir fyrri yfirlýsingar um að huga ætti sérlega vel að málefnum eldri borgara í borginni,“ segir Margrét. Að mati Jórunnar var fundurinn góður og þar rædd helstu hags- munamál eldri borgara. Þeirra á meðal er fyrirhuguð uppbygging þjónustuíbúða og -miðstöðva fyrir aldraða, flutningur á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga, aukin samþætting heimaþjónust- unnar og heimahjúkrunar með að- stoð heilsugæslunnar og fyr- irhuguð lækkun á fasteignagjöldum um 10% frá næstu áramótum. Að sögn Jór- unnar verður á næstu vikum unnið að endurskilgreiningu á heima- þjónustunni með það að markmiði að félagslega heimaþjónustan verði notendum að kostnaðarlausu. Að sögn Jórunnar var við hækkun þjónustugjalda haft í huga að áfram yrði komið til móts við tekjulægstu notendur hennar sem greiði ekkert fyrir þjónustuna og enginn fyrir meira en 10 klst. á viku. Hagsmunamálin rædd Stjórn FEB fundar með borgarstjóra Morgunblaðið/Ásdís Málin rædd Stefanía Björnsdóttir, Helgi Seljan, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Margrét Margeirsdóttir, Hinrik Bjarnason, Stefán Ólafur Jónsson og Jórunn Frímannsdóttir. FRAMKVÆMDASTJÓRN Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) ákvað á fundi í gær að mæla með fimm í emb- ætti forstjóra WHO, en þetta eru Kúveit- maðurinn Kazem Beh- behani, Kínverjinn Margaret Chan og Jap- aninn Shigeru Omi; en öll starfa þau nú þegar fyrir WHO. Jafnframt eru Julio Frenk, heil- brigðismálaráðherra Mexíkó, og Elena Sal- gado, heilbrigð- ismálaráðherra Spánar, á listanum en öll verða þau tekin í viðtal í dag áður en framkvæmdastjórnin mælir síðan með einum í starfið. Niðurstaðan í gær þýðir að Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, á ekki lengur möguleika á starfinu en hann var tilnefndur sem fulltrúi Íslands. Fulltrúi Íslands úr leik Davíð Á. Gunnarsson AÐGENGI almennings að upplýsingum úr Íslendingabók verður óbreytt þrátt fyrir að hluti þeirra 28 starfsmanna sem sagt var upp hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) í síð- ustu viku hafi starfað við Íslendingabók. Bókin er ættfræðiheimild á Netinu í eigu ÍE þar sem finna má upplýsingar um ættir um 720 þúsund einstaklinga. Eiríkur Sigurðsson, kynningarstjóri ÍE, staðfestir að uppsagnirnar nái m.a. til starfsmanna Íslendingabókar. „En þetta mun ekki hafa nein áhrif á starfsemi Íslend- ingabókar gagnvart almenningi.“ Hann segir að upplýsingar í Íslend- ingabók verði áfram uppfærðar af starfs- fólki ÍE. Hann segir að unnið hafi verið að ýmsum verkefnum hjá þeim hópi sem starf- að hafi við Íslendingabók sem ekki snerti vefútgáfuna, og draga megi úr þeim verk- efnum. Mikil vinna hafi verið við að grúska í gömlum heimildum, en þeirri vinnu sé nú að mestu lokið og verkefnin snúi nú meira að því að færa inn nýjar upplýsingar jafn- óðum og Íslendingar fæðist eða látist. Íslendingabók ÍE verður áfram opin HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt eldri karlmann í 200 þúsund króna sekt fyrir ruddalegt og ósiðlegt athæfi gagn- vart barnungri frænku sinni með því að taka myndir af henni sofandi og fá- klæddri. Telpan hafði verið í gistingu hjá ákærða og játaði hann að hafa tekið myndirnar en neitaði að það hefði verið í kynferð- islegum tilgangi og jafnframt hélt hann því fram að telpan hefði verið vakandi. Dómurinn tók ekki mark á því og taldi ljóst að telpan hefði verið sofandi og ekki í ástandi til að gefa samþykki sitt fyrir myndatöku. Taldist maðurinn því hafa brotið gróflega gegn því trausti sem telp- an og fjölskylda hennar sýndi honum. Móðir telpunnar sagði fyrir dómi að dótt- irin hefði átt erfitt uppdráttar og þjáðst af alvarlegu þunglyndi og kvíðaröskun. Sagði móðirin að læknar sem hefðu annast dótturina hefðu rakið vanlíðan hennar til samskipta hennar við manninn. Var hann því dæmdur til að greiða telpunni 200 þús- und krónur í bætur auk sektarinnar og málskostnaðar upp á rúmlega 330 þúsund krónur. Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi var Jón Höskulds- son hdl. og sækjandi Sigríður Friðjóns- dóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Dæmdur fyrir ósiðlegt athæfi VEL gekk að koma innanlandsflugi í jafn- vægi í gær eftir miklar truflanir á áætlun sunnudagsins vegna óveðursins sem geis- aði víða um land. Fjölmargir farþegar áttu bókað flug, langflestir til Egilsstaða og voru því sendar 3–4 aukavélar þangað í gær til að eyða biðlistum. Ennfremur var send aukavél til Akureyrar. Eftir hádegi var innanlandsflugið síðan komið í eðlileg- an gang og flogið á alla áfangastaði. Flugið komið í samt lag Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is TALIÐ er að íslenskur karlmaður um sextugt hafi verið blekktur til að flytja tæplega 200 þús- und krónur, sem stolið var í gegnum íslenskan heimabanka, úr landi til Úkraínu. Beitt var sömu aðferð og Ríkislögreglustjóri varaði við fyrir helgi. Atvikið komst upp í síðustu viku þegar not- andi heimabankans áttaði sig á því að búið var að taka út fé af reikningum hans. Hann hafði samband við bankann sinn og í kjölfarið lagði hann fram kæru hjá lögreglu. Við rannsókn kom í ljós að óprúttnir aðilar höfðu komist að upplýsingum um aðgangsorð og lykilnúmer mannsins með háþróuðum tölvuvírus sem bæði les innslátt á lyklaborð til að nema aðgangsorð og lykilorð, en einnig gerir hann þeim sem hannaði vírusinn kleift að sjá það sem gerist á skjánum, og þar með sjá lyk- ilnúmer sem stimplað er inn með músinni, eins og er gert í mörgum heimabönkum. Þeir opnuðu heimabanka mannsins með tölv- um sem staðsettar voru í Bretlandi og Banda- ríkjunum og millifærðu peninga á íslenskan reikning í öðrum banka. Þaðan voru þeir milli- færðir til Úkraínu, segir eigandi peninganna, en hann vill ekki láta nafns síns getið. Jón Hlöðver Hrafnsson, rannsóknarlögreglu- maður hjá lögreglunni á Selfossi, segir að svo virðist sem eigandi íslenska reikningsins sem notaður var til að koma peningunum úr landi hafi verið blekktur með þekktri aðferð. Hann hafi talið sig hafa fengið vinnu við sölu- og markaðsmál í gegnum Netið, og verið sagt af þeim sem hann hafi talið vera sína yfirmenn að millifæra peningana sem komu inn á reikning hans á reikning erlendis, gegn 5% þóknun. Maðurinn, sem er um sextugt, hefur þegar verið yfirheyrður vegna málsins en Jón Hlöðver reiknar með því að hann verði yfirheyrður aft- ur. Við yfirheyrslur hefur hann stöðu grunaðs manns, enda flæktur í ólöglegt athæfi, þó að lík- legt sé að hann hafi verið blekktur til þátttöku. Maðurinn millifærði peningana á reikning í Úkraínu, en þar sem það tekur ákveðinn tíma að vinna slíka millifærslu, og eigandi peninganna varð fljótt var við hvarfið og brást strax við, tókst að frysta peningana í Úkraínu, og segir Jón Hlöðver að líklegast takist að fá þá til baka til landsins. Eigandi þeirra hefur þegar fengið þá til baka frá bankanum sínum, sem tók ábyrgð á atvikinu á sínar herðar. Fyrir helgi varaði Jón H. Snorrason, yfirmað- ur efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, fólk við svikamyllu í gegnum Netið, þar sem fólk fær tölvupóst með atvinnutilboði við sölu- og markaðsstörf á Netinu, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu. Þrír Íslendingar í svikamyllu Fólk sem tekið hefur slíkum atvinnutilboðum fær svo peninga inn á reikning sinn sem það er beðið að senda áfram á reikning erlendis, oft í Austur-Evrópu, og fær að halda eftir 5% þókn- un. Fljótlega kemur hins vegar í ljós að um fjár- svik eða peningaþvætti er að ræða, þegar bank- inn sem millifærði peningana til Íslands krefst þess að fá þá til baka þar sem grunur leiki á að þeir séu afrakstur auðgunarbrots. Jón H. segir tvö nýleg dæmi um Íslendinga sem hafi verið notaðir í þessum tilgangi, en í báðum tilvikum hafi peningar borist inn á reikn- inga þeirra erlendis frá, og þeir verið beðnir að senda þá áfram til erlendra aðila, t.d. í Úkraínu. Um hundruð þúsunda króna hafi verið að ræða. Þriðja tilvikið virðist svo vera örlítið frábrugðið, því þar var peningunum stolið úr heimabanka hér á landi, en fluttir úr landi með sömu aðferð og í hinum tveimur tilvikunum. „Við höfum enga ástæðu til að ætla að Íslend- ingar séu viðriðnir þessa fjársvikamyllu, þetta er eingöngu spurning um það hvort fólk hafi veitt meiri eða minni liðveislu, og þá liðveislu eftir að það hafi fengið upplýsingar sem taki af allan vafa um að þetta sé í lagi,“ segir Jón H. Hann segir að ekki sé nein ástæða til að ætla að í þeim tilvikum sem hafi þegar komið upp hafi þeir sem blekktir voru til þátttöku haldið áfram eftir að þeim mátti vera ljóst að um ólög- legt athæfi er að ræða. Enginn hefur verið handtekinn vegna rannsóknar á þessum málum, en einhverjir hafa verið yfirheyrðir. Fréttaskýring | Háþróað njósnaforrit notað við rán úr íslenskum heimabanka Íslendingur flutti féð úr landi Morgunblaðið/Kristinn Tölvuglæpir Hægt er að nota njósnaforrit til að sjá það sem fram fer á tölvuskjá hjá grunlaus- um tölvunotanda og sjá lykilorð og fleira. STEFNT er að því að taka í notk- un nýtt öryggiskerfi fyrir alla ís- lenska heimabanka í byrjun næsta árs þar sem notendur fá lít- ið tæki sem gefur upp breytilegt leyninúmer í hvert skipti sem bankinn er opnaður. Til stóð að taka kerfið í gagnið snemma í ár, en af því hefur enn ekki orðið. „Þessi tæki eru búin að vera á leið í dreifingu í allnokkurn tíma en þetta hefur því miður dregist,“ segir Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Þessi nýju tæki eru talin auka mjög öryggi gegn tölvusvindli, en á móti kem- ur að ákveðið óhagræði er fólgið í því að þurfa að nota tækið þegar heimabankinn er opnaður. Til eru ótalmargar aðferðir til að komast óboðinn inn í heima- banka, til dæmis með því að koma njósnahugbúnaði inn á tölvu sem notandi heimabankans notar til að opna hann. Til er njósna- hugbúnaður sem nemur allan inn- slátt á lyklaborð, og þar með að- gangsorð og lykilorð þegar heimabankinn er opnaður. Í nýlegu tilviki sem kom upp hér á landi var svo notaður hug- búnaður sem ekki bara nam inn- sláttinn heldur gat sá sem hann- aði hann séð sjálfur hvað fór fram á skjánum. Það er gert til að bregðast við því þegar heima- bankinn krefst þess að lykilnúmer sé slegið inn með því að nota mús- ina og lyklaborð á skjánum, eins og tíðkast í sumum bönkum. Dregist hefur að fá þessi tæki til landsins, og þegar sending kom reyndist hún innihalda göll- uð tæki, segir Guðjón. Hann segir þó að þegar sé farið að dreifa tækjunum til þeirra sem nýti sér fyrirtækjabanka, og í framhaldi af því verði farið að dreifa þeim til allra sem nota sér heimabanka. „Því miður, í ljósi þessara tafa sem hafa orðið, er ólíklegt að það verði fyrir áramót. Það er frekar líklegt að það verði í janúar eða febrúar,“ segir Guðjón. Hann segir mikilvægt að fólk uppfæri reglulega vírusvörnina í tölvum sínum, læsi þráðlausum netum og skipti reglulega um lyk- ilorð að heimabönkum. Tafir hafa orðið á afhendingu nýs öryggisbúnaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.