Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásthildur Svein-björg Frið- mundsdóttir Her- man fæddist í Keflavík 30. októ- ber 1922. Hún lést á endurhæfingardeild Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja 27. október síðastlið- inn. Foreldar Ástu voru Petrína Sigrún Jónsdóttir, hús- móðir og verka- kona, f. 5. ágúst 1901, d. 10. janúar 1986 og Friðmundur Hierónýmus- son, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 8. september 1900, d. 20. júní 1956. Hún var einkabarn foreldra sinna. Ásthildur giftist í desember 1948 Irving Herman, verslunar- og framkvæmdastjóra, f. 23. mars 1915, d. 29. nóv. 1972. Börn þeirra eru Friðmundur Leonard Herman tölvufræðingur, f. 19. feb. 1949, d. 1. júní 2005 og Sigrún Toby Her- man, fjölskyldu-, náms- og starfs- sem leið þeirra lá. Herman talaði ágæta íslensku og var íslenska ávallt töluð á heimili þeirra. Þrátt fyrir að starf Hermans útheimti mikil ferðalög og breytingar rækt- uðu Ásta og Herman ávallt sam- band við Petrínu móður Ástu og vini á Íslandi. Þau keyptu hús í Suðurgötu 7 fyrir móður Ástu og til þess að Ásta gæti komið sem oftast til Íslands með tvíburana Toby og Munda. Henni var það mikið í mun að þau gengju í ís- lenska skóla eins mikið og unnt var. Eftir að tvíburarnir útskrif- uðust úr gagnfræðaskóla Kefla- víkur flutti fjölskyldan endanlega til Bandaríkjanna en þar var heim- ili þeirra þar til Herman lést. Ásta vann verslunarstörf eftir að Herman veiktist en fluttist aft- ur til Íslands eftir að hann lést. Hún hóf þá störf við Fríhöfnina í Keflavík og var hún fyrst kvenna sem fékk starf við verslunina þar. Ásta kom sér vel þar eins og ann- ars staðar, hún eignaðist góða vini en hún laðaði einfaldlega alla að sér, unga sem gamla. Hún var einkar glæsileg kona, falleg og smekkleg og heimili hennar end- urspeglaði það, ekki síður var hún mikil félagsvera og gestrisin. Útför Ásthildar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ráðgjafi, f. 19. feb. 1949, maki Gunnar Þórðarson, tónskáld og hljómlistarmaður, f. 4. jan. 1945. Börn þeirra eru Karl Brooke Herman Gunnarsson, f. 5. sept. 1981 og Zak- arías Herman Gunn- arsson, f. 3. júlí 1988. Ásta gekk í Kvennaskólann en eftir nám fór hún til Svíþjóðar í eitt ár. Hún vann versl- unarstörf í Bókaverslun Ísafoldar í Reykjavík og við verslunina Fold í Keflavík. Eftir að hún giftist Her- man bjó hún fjölskyldu sinni fal- legt heimili í Keflavík en þar bjó fjölskyldan þangað til þau fóru til Spánar árið 1957. Árið 1960 fluttu þau til Púertó Ríkó og síðan til Alexandríu í Virginíu árið 1965. Þeim hjónum var gestrisni í blóð borin og öllum leið vel í návist þeirra. Það voru ávallt Íslend- ingar í heimsókn hjá þeim hvar Elsuleg móðir mín er látin. Með þessu litla ljóði eftir Gunnhildi Sig- urjónsdóttur úr bókinni Sólin dans- ar í baðvatninu (1995) kveð ég að sinni, elsku mamma mín. Ég veit að sorgin við að missa Munda var þér ólýsanlega erfið og hugga mig við það að nú munir þú hvílast við hlið hans og að sorg þín og særindi hafa umbreyst í perlu. Nú get ég gengið heiminn á enda þó ég sé með hælsæri. Sandkornið sem komst inn fyrir skel mína og særði við hvert spor er orðið að perlu. Þín dóttir, Toby. Hvernig kveður maður tengda- móður sína eftir rúmlega tuttugu og fimm ára kynni? Hugurinn leitar til baka er ég hitti hana fyrst þegar Toby kynnti mig fyrir henni. Hún grandskoðaði mig náttúrlega, var stuttorð í fyrstu, en sagði þó við mig á ensku, „you know that you are getting a diamond“. Bauð mér síðan að keyra sig á fína gula Chevrolettinum sínum að heimsækja móður sína út í Garð. Ekki tókst betur til hjá mér en að ég keyrði Chevrolettinn út í lausa- möl og skóf undirvagninn allhressi- lega. Ástu var ekki skemmt. En milli okkar var alltaf skemmtilegt andrúmsloft, Ásta var svo mannblendin og jákvæð í sínum viðhorfum að það var alltaf gaman að tala við hana. Drengirnir okkar voru henni ætíð ofarlega í huga og þau voru ófá sím- tölin þar sem hún spurði mig spjör- unum úr um hag þeirra, hvort próf- in hefðu komið vel út, hvort félagsskapurinn væri góður eða bara hvort þeir borðuðu vel. Þessi fallega kona hélt reisn sinni fram á síðasta dag þótt veikindi væru farin að þjaka hana. Hún var baráttukona og kveinkaði sér ekki. Við fórum saman öll í berjamó til Hólmavíkur í haust og það var svo fallegt að sjá hana sitjandi í lítilli laut, umkringda drengjunum okkar, hlæjandi, fulla af lífsgleði. Ég þakka fyrir samferðina, hún var mér kær og lærdómsrík. Gunnar Þórðarson. Elskuleg vinkona hefur kvatt okkur. – Hún hafði ekki verið vel frísk undanfarið og dvaldi sér til hressingar á sjúkrahúsinu hér í Keflavík þegar kallið kom skyndi- lega, kallið sem við öll verðum að hlýða. Vinátta okkar stóð um ára- tuga skeið og nú söknum við hennar sárt. Hún var trygg, skilningsrík og góð manneskja. Hún gaf okkur sem eftir erum mikið af sjálfri sér. Ásta hafði skemmtilega og hlýja kímnigáfu og oft var mikið hlegið og það var gott að hlæja með Ástu! Vinahópur hennar var stór og ólíkur í aldri, það skipti ekki máli, hún átti erindi til okkar allra. Auðvitað átti hún sína bestu vinkonu frá því hún var barn að aldri. Vinkonan var Elín Ólafsdóttir sem lést í júlí á þessu ári. Fráfall Elínar var Ástu mikið áfall, þá rifjaðist upp sár missir hennar sjálfrar. Mundi sonur henn- ar, sem búsettur var í Kaliforníu, var á leið í heimsókn í júlí í fyrra- sumar. Hann kom aldrei. Hann varð bráðkvaddur daginn áður í íbúð sinni. Ekki þarf að lýsa því áfalli og sorg sem Ásta og Toby, tvíburasyst- ir Munda, urðu fyrir, en þær biðu hans á flugvellinum. Samband þeirra allra var einstaklega fallegt og hlýtt. Ásta ólst upp í Keflavík. Hún var einkabarn foreldra sinna. Faðir hennar var skipstjóri og útgerðar- maður, Ásta tók þátt í þeim störfum sem boðið var upp á fyrir unglinga. Uppeldi hennar bar þess vott alla ævina að hún var hluti af þeim tíð- aranda sem hún ólst upp við. Ásta gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Síðan fór hún í skóla í Svíþjóð í eitt ár. Alls staðar þar sem hún fór eignaðist hún fjölda vina, hún laðaði einfaldlega alla að sér. Eftir nám vann hún um tíma hjá Bókaverslun Ísafoldar í Reykja- vík, en einnig við verslun hér í Keflavík. Alls staðar kom hún sér vel og var eftirsóttur starfskraftur. Árin liðu og hún kynntist manninum sem hún dáði og elskaði. Hann hét Irving Herman og var bandarískur, hann vann fyrir bandaríska herinn. Þau giftu sig og eignuðust heimili hér í Keflavík. Gleðin og hamingjan var mikil þegar tvíburarnir fædd- ust, Toby og Mundi. Þeim hjónum var gestrisni í blóð borin og öllum leið vel í návist þeirra. Starf Hermans útheimti mikil ferðalög og breytingar og bjó fjölskyldan árum saman í útlöndum, endastöðin var svo í Bandaríkjun- um. Síðustu tvö árin sem Herman lifði átti hann við vanheilsu að stríða og lést aðeins 57 ára gamall árið 1972. Ásta hafði misst ástina sína og nú varð að byrja upp á nýtt. Hún bognaði, en brotnaði ekki. Börnin hennar voru komin í sambúð og flutt að heiman og voru við nám og störf. Systkini og ættingjar Her- mans reyndust Ástu mjög vel og var gott samband milli þeirra alla tíð. Þegar Ásta kom aftur til Íslands ár- ið 1973 hún fór fljótlega að starfa hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflug- velli, og vann þar það sem eftir var starfsævinnar. Hún var vinsæl þar sem annars staðar og eignaðist vini sem öllum þótti vænt um hana. Við söknum Ástu þessa döpru daga en sættum okkur við orðinn hlut. Ást- arþakkir fyrir falleg kynni. Sam- úðarkveðjur til Toby og Gunnars og drengjanna þeirra sem ömmu þótti svo vænt um. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta’ er mætt og höfuð þreytt, því halla’ að brjósti mér“. (Stefán Thorarensen.) Guðbjörg Þórhallsdóttir, Sigurbjörg (Silla) Ólafsdóttir. Kveðja frá Lionessuklúbbi Keflavíkur Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Enn er fallin frá ein af okkur í Lionessuklúbbi Keflavíkur, Ásta Hermann, svo stutt á eftir sinni góðu vinkonu Ellu sem einnig var Lionessa er lést fyrr á þessu ári. Ásta tók þátt í ýmsum störfum og nefndum á vegum klúbbsins og þótt aldurinn færðist yfir var hún dugleg að mæta á fundi, okkur til mikillar gleði. Hún var heimskona, glaðlynd í eðli sínu og hafði mjög góða nær- veru. Um leið og við þökkum Ástu sam- fylgdina og samverustundirnar vott- um við þér, kæra Toby, og öðrum ástvinum innilega samúð. Minningin lifir í huga lifenda. F.h. Lionessuklúbbs Keflavíkur. Hulda Matthíasdóttir. Elsku amma mín. Nú ertu farin yfir móðuna miklu. Það er ekki eitthvað sem ég fæ breytt. Hins vegar, á tíma sem þess- um, tel ég mikilvægt að muna eftir góðum stundum. Eins og skiptin sem ég og Kalli komum til þín að elda mat, og var það góður verður, þótt þú borðaðir nú ekki mikið af honum. Eða þegar ég var lítill strákur og fór til þín oft yfir helgi og við slöppuðum af yfir ódýrum hamborgara og frönskum og leigð- um mynd. Það voru skemmtilegar og saklausar stundir. Þetta er það eina sem ég get gert. Að muna eftir þér og minnast. Minnast liðinna stunda. Ég bið að heilsa afa mínum, þeim dularfulla er ég var aldrei svo lánsamur að kynnast. Bið að heilsa Munda okkar, sem örlögin rifu frá okkur í fyrra. Vertu sæl, þú blíða og brosmilda kona. Zakarías Herman Gunnarsson. Það eru u.þ.b. 60 ár síðan frændi minn Irving Herman fór til Íslands til að vinna fyrir NATO. Hann var einn af fimm systkinum og var fæddur og uppalinn í New York, í gyðingafjölskyldu; þau voru inn- flytjendur frá Rúmeníu. Hann hitti Ástu og varð ástfanginn við fyrstu sýn. Þau giftu sig og eignuðust tví- burana Toby og Lenny (eða Munda eins og hann var kallaður á Íslandi). Fyrst bjó fjölskyldan á Íslandi en síðan á Spáni, Púertó Ríkó og í Bandaríkjunum. Amma mín, Lillian, elsta systir Irvings átti þrjú börn, Lenny (faðir minn), Toby og Gwen sem nú eru á Íslandi til að fylgja Ástu okkar. Amma mín, Irving og Ásta voru mjög náin. Foreldrar mínir tóku Ástu, ættjörð hennar og menningu opnum örmum. Mig grunar að það hafi verið persónutöfrar og þokki hennar sem fléttaði þessar tvær fjölskyldur saman í þann órjúfan- lega ættbálk sem hann er í dag, þrátt fyrir að bakgrunnur þeirra og menning hafi verið harla ólík. Pabbi og Irving (Herman, eins og hann var kallaður á Íslandi) áttu sérstakt samband. Eins og faðir minn segir: „Hann var eins og stóri bróðir minn, bróðirinn sem ég aldrei átti.“ Líkt og bræðrum sæmir gerðu þeir ým- islegt saman á sínum yngri árum, t.a.m. fengu þeir eitt sumarið sér- leyfi til að reka veitingastað í Rex- all-apóteki við ströndina í Roc- kaway, New York. Þeir gerðu ýmislegt saman líka þegar þeir elt- ust og þegar Herman var fimm- tugur fór faðir minn til Íslands til að fagna þeim áfanga með honum. Pabbi minnist enn gestrisni Ástu, gestrisni sem ég átti eftir að njóta áratugum síðar. Vegna þessara nánu tengsla var ekki að furða að þegar Herman, Ásta, Mundi eða Toby komu til New York gistu þau hjá okkur í Sheeps- head Bay í Brooklyn, New York. Hvort sem þau komu öll fjögur eða eitthvert þeirra og íslenskir ferða- félagar þeirra voru þau hjá okkur. Ég man vel eftir Íslendingum sof- andi á hverjum einasta sófa og jafn- vel á gólfunum. Frænka mín (Aunt Ásta) elskaði „kosher“ salami með sinnepi, og mamma passaði alltaf upp á að eiga fleiri pund þegar þau komu í heimsókn. Það sem ég man þó mest er hláturinn sem virtist halda áfram endalaust og langt fram eftir nóttu. Á unglingsárum man ég eftir að ég heimsótti Herman og Ástu í Alexandríu í Virginíu, rétt fyrir ut- an Washington D.C. Þó að árin liðu hélt hláturinn áfram rétt eins og tíminn hefði staðið í stað. Sem ung kona nam ég lögfræði í Washington D.C. Aunt Ásta hafði þá flutt aftur til Íslands eftir að Herman lést en kom oft til D.C. vegna ýmissa tilefna, eins og að heimsækja vini. Hún gaf sér alltaf tíma til að hitta mig, jafnvel þótt það væri aðeins í kvöldmat. Hún vildi alltaf vita allt um fjölskylduna. En fyrir mér skipti það mestu máli hvernig hún tók mér sem fullorðinni konu og hvað henni var umhugað um hin ýmsu mál í lífi mínu. Hjá mér vaknaði þá einnig áhugi á lífi hennar. Ég bjó í nágrenni D.C. í rúman áratug. Það var á þessum ár- um sem ég virkilega kynntist hug- ulsemi og umhyggju Ástu Herman. Ég tel mig heppna að hún, Toby og sonur hennar Zakarías gistu hjá mér á heimilli mínu í Silver Spring í Maryland. Eftir að ég flutti til Flór- ída 1998 komu Aunt Ásta, Toby, Zakki og Mundi öll í heimsókn til mín. Af einhverri ástæðu hef ég fengið þann arf frá föður mínum að hýsa íslenska ættingja mína þegar þeir koma í heimsókn til okkar og hefur það veitt mér ómetanlega ánægju. Það voru mikil forréttindi fyrir mig að fá að koma í heimsókn með Munda, frænda mínum, til Íslands í ágúst árið 2000. Ég er ólýsanlega fegin núna að hafa farið í það ferða- lag. Ég bjó hjá Ástu frænku og auð- vitað kom ég með nokkur pund af kosher salami. Hún var yndislegur gestgjafi. Hún dekraði við okkur Munda og bakaði pönnukökur á hverjum morgni. Ég varð svo háð þeim að ég varð að kaupa mér pönnukökupönnu til að eiga heima. Mundi og ég fórum með Ástu kring- um landið með okkur. Við fórum út um allt, m.a. á Geysi og Gullfoss. Minningin sem er mér þó kærust er þegar Ásta og ég fórum einar út að Garðskagavita kringum sólsetur. Hún stakk upp á þessu og hún út- skýrði alla söguna fyrir mér. Hríf- andi útsýnið, landslagið og kyrrðin líða mér seint úr minni og eru sem brennd í huga mér. Ásta, Mundi og Toby komu í brúðkaup mitt í Sarasota, Flórída, í nóvember 2001. Þetta var auðvitað langt og erfitt ferðalag fyrir hana en ég veit að hún vildi koma. Hluti af athöfninni í giftingum gyðinga er upplestur blessunarorða, einkum sjö þeirra undir „chuppah“ eða tjaldhimni þar sem brúðurin og brúðguminn eru. Maðurinn minn og ég vildum að sjö ættmæður úr fjöl- skyldum okkur mundu flytja þær. Við hringdum í rabbína til að spyrja hvort Aunt Ásta mætti flytja eina blessun þrátt fyrir að hún væri ekki gyðingur. Hann játti því. Líklega er ekkert sem gerir manninn minn og mig jafn stolt og minningin um þessar sjö frænkur okkar, ættmæð- ur tveggja kynslóða að flytja þessi blessunarorð fyrir okkur. Þrátt fyrir að ég hafi ekki séð hana Ástu frænku mína síðan við hjónin giftum okkur hefur það verið auður minn að senda henni bréf og myndir af dætrum mínum þremur. Við höfum talað saman í síma nokkrum sinnum en ekki eins oft og Ásthildur Friðmunds- dóttir Herman ✝ Okkar ástkæri, ÞÓRÐUR SIGURÐSSON frá Akranesi, Blikahólum 12, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn 6. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín H. Kristjánsdóttir, Þóra Ólafsdóttir, Aad Groeneweg, Jón Pétur Jóelsson, Ólafur Þór Jóelsson, Lára Óskarsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EINARSSON vélstjóri frá Smyrlabjörgum, Suðursveit, lést á Sóltúni 2 sunnudaginn 5. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. nóvember kl. 15.00. Alda Júlíusdóttir, Jón Ívar Einarsson, Dóra Kristín Briem, stjúpbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.