Morgunblaðið - 14.12.2006, Page 51

Morgunblaðið - 14.12.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 51 menning Farið ekki yfir lækinn að sækja vatn Bækurnar að vestan eru ykkar bækur Vestfirðingar og áhugafólk um Vestfirði Pöntunarsími og fax 456 8181 netfang: jons@snerpa.is • veffang: thingeyri.is Álfar og fjöll með Friðriki Karlssyni og Þórunni Lár- usdóttur er fjórða mest selda plata vikunnar hér á landi. Á henni eru ýmis lög eftir ís- lenska og erlenda lagasmiði, þar á meðal Friðrik og Þórunni sjálf. Mörg þekkt lög eru á plötunni, sem dæmi má nefna Hvert örstutt spor, Sofðu unga ástin mín, Dagný og Ísland er land þitt. Friðrik leikur á gítar en allur söngur og raddir eru í höndum Þórunnar. Álfar og fjöll er ein af fimmtán íslenskum plöt- um sem sitja í fimmtán efstu sætunum á Tón- listanum. Álfar og fjöll, Þórunn og Friðrik! Söngkonan Sissel Kyrkjebø er ný á Tónlistanum í 25. sæti með safn- diskinn De beste 1986–2006. Kyrkjebø söng ný- verið í Laugardals- höllinni á tón- leikum Evrópsku dívanna. „Sissel er ein af stórstjörnum Noregs og hefur hægt og rólega skapað sér orðspor innan tónlist- arheimsins sem fáir geta státað af. Hún er með afskaplega háa og tæra rödd sem hún stjórnar af ótrúlegri færni,“ sagði m.a í dómi í Morgunblaðinu að tónleikunum loknum. De beste 1986–2006 er einn af fimm erlend- um diskum á Tónlistanum þessa vikuna. Stórstjarna Noregs og díva! Baggalútsmenn njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Jólaplata þeirra Jól og blíða situr í öðru sæti Tónlistans aðra vikuna í röð, en þetta er þriðja vika henn- ar á lista. Á Jólum og blíðu má finna ellefu vinsæl að- ventu- og hátíðarlög í út- færslu Baggalúts, t.d. lögin Kósíheit par ex- elands, Sagan af Jesúsi, Rjúpur og Föndurstund sem eflaust margir hafa rokkað við um leið og þeir föndruðu jólakortin. Baggalútur situr líka neðar á Tónlistanum með diskinn Aparnir í Eden sem er öldungur listans. Aparnir hafa verið á Tónlistanum í nítján vikur og falla nú úr 24. sæti í það 29. Það verður spennandi að sjá hvort Baggalútsmenn halda sínum tveimur diskum inni í næstu viku. Jól og blíða með Baggalúti! Barnaplatan Stóra stund- in ykkar er í þrettánda sæti Tónlistans. Á henni syngja hressir krakkar tólf vinsæl ís- lensk dægurlög, eins og Drauminn um Nínu, Litla tónlistarmanninn, Popp- lag í G-dúr, Húsið og ég, Leikskólalagið og Bíddu pabbi. Auk þess eru öll sömu lögin á disknum án söngs svo allir krakkar geta sungið þau með sínu nefi. Diskurinn inniheldur að auki DVD-disk með myndböndum við öll lög plötunnar. Stóra sundin ykkar er ein af fimmtán plötum Tónlistans, af þrjátíu, sem eru gefnar út hjá Senu. Popplag í G-dúr fyrir börnin!                                                                  !" # # # #$ %&#' ( )'* #+,-&#.# / #'#  #0 .  &#  #1  (&   #,!&# .2* &#-)#3#/ &#$#4/  3&##!"#3#45(                             ( '"<--8 @L0 9 &    6/  ,7 ,* #1" 3 '  #8#9#:" #;) 0)#3#<3 ( " #=  6/  =2' #< * >#/"# " ;#3? 6/  3 6/  6/  , @@ A  #.  , B  #$C 3 D"2# ' #E < ' 7#<#9# '  #B F +#3 -#0. G/(3( !3/3@ 0  0@@#3#4  D"2#1 3 H #+ / ,7 6/  #.  #"* D"#3#@.' ,* &#0 "#3#  >  #3# * 0)#3#<3 ( $3IC# :"'* >#/"# "#.##) $ #3J#1#/ =3 . #.##) 3 ,  . #.##) 0" #  #     3  "  K,  #* ;3 >  "K*#<  #:" ' D"2# ' #3# <"'# //   #0 L2  / #M3M3 -#0.#  #- 0#3#2#/33 B( # #@ # N 3  #3 #)@ ' 0*  ' G#32 #M ( G(  #.#4 $3(( . #.##)                        0 0 0 0 0 0 #" >-0 LO#- M 0 , #- M 0 0 0 3  4-+ 0 3  0 F  03P,-< ,  0 0 F  03 2/ Q3 F  </  0    Í NÝJUSTU mynd sinni, Forstjóri heila klabbsins (Direktøren for det hele) má segja að danski leikstjórinn Lars von Trier snúi aftur til heima- haganna, en undanfarin ár hefur hann búið til myndir sem skarta al- þjóðlegum leikurum, jafnvel stór- stjörnum, og fjalla um Ameríku með stóru A-i, nú eða endasendast víðs vegar um heiminn eins og tilfellið er í tilraunamyndinni Hindranirnar fimm. Forstjóra heila klabbsins mætti á hinn bóginn lýsa sem „lítilli og lókal“ bíómynd, sem einkennist af leik og húmor, en kallast þó skýrt á við höf- undarverk von Triers að því leyti að þar eru vangaveltur um kvikmynda- miðilinn sjálfan og lögmál sagna- smíðar í forgrunni. Í þessu tilfelli er gamanmyndaformið tekið fyrir í gegnum sögu sem leikur sér m.a. með pælingar um þjóðarvitund og valda- strúktúra, og felur í sér einstaklega skemmtilegt dæmi um íslenskan „póstkólóníalisma“ eða a.m.k. ákveðið eftirlendusamhengi. Þá notast von Trier t.d. við tökutækni sem hann kennir við „automavision“ en hún stillir myndrammann á fremur tilvilj- anakenndan hátt, sem gefur mynd- inni aukið kómískt og ruglingslegt yf- irbragð. Sagan á sér mestmegnis stað innan veggja lítils og litlauss upplýsinga- tæknifyrirtækis í Danmörku. Stofn- andi og stjórnandi fyrirtækisins, Ravn (Peter Gantzler), vill vera vin- sæll meðal starfsfólks síns, og hefur því búið til ímyndaðan yfirmann sem sagður er forstjóri heila klabbsins en er því miður búsettur í Ameríku og á því fyrst og fremst í samskiptum við fyrirtækið í gegnum tölvupóst. Þegar Ravn fær tækifæri til að selja fyr- irtækið íslenskum viðskiptastórlaxi sem Friðrik Þór Friðriksson leikur og þörf er á nærveru og undirskrift hins ímyndaða forstjóra í Ameríku, ræður Ravn leikarann Kristoffer (Jens Albinus) til þess að þykjast vera forstjóri heila klabbsins. Í kringum laumuspil Ravns og Kristoffers spinnst bráðskemmti- legur farsi, en Kristofer hefur ekki hundsvit á viðskipta- eða markaðs- fræðum, en þarf engu að síður að stýra fundum fyrirtækisins í nokkurn tíma, á meðan Ravn vinnur leynilega að því að selja fyrirtækið íslenska kaupsýslumanninum sem er stór upp á sig og viðskotaillur í meira lagi, enda fullur fyrirlitningar á Dönum og menningu þessara fyrrum nýlendu- herra bókmenntaþjóðarinnar í norðri. Friðrik Þór Friðriksson leikur viðskiptaharðstjórann með miklum tilþrifum í frábærum gamanatriðum þar sem Danir og Íslendingar reyna að semja og túlkur (leikinn af Bene- dikt Erlingssyni) túlkar orðaskiptin dyggilega milli íslensku og dönsku. Þá þvælist sjálfsmyndarkrísa leik- arans Kristoffers dáldið fyrir hlut- verkinu, en honum hefur ekki tekist að fá útrás fyrir metnað sinn í mis- heppnuðum leikferli og fer því fyrr en varir að impróvísera í forstjóra- hlutverkinu sem Ravn réð hann til að leika. Þessi þráður gamanleiksins tengist jafnframt sjálfsvísandi form- pælingum von Triers í myndinni, en þar er að finna skemmtilegar vanga- veltur um samband leikarans og leik- stjórans sem og samspilið við áhorf- endur við miðlun gamanleiksins. Forstjóri heila klabbsins er leikandi snjallt og bráðfyndið innslag í kvik- myndagerð von Triers, sem sýnir glöggt hversu fjölhæfur hann er. Von Trier og íslenska útrásin Snjallt „[Myndin] er leikandi snjallt..innslag í kvikmyndagerð von Triers.“ KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn og handrit: Lars von Trier. Aða- hlutverk: Jens Albinus, Peter Gantzler, Iben Hjejle, Friðrik Þór Friðriksson og Benedikt Erlingsson. Danmörk / Svíþjóð, 100 mín. Forstjóri heila klabbsins (Direktøren for det hele) –  Heiða Jóhannsdóttir TRÍÓ Björns Thoroddsen ásamt Andreu Gylfadóttur leikur á Café Rosenberg í Lækjargötu í kvöld. Björn Thoroddsen hefur starfrækt tríóið sitt í yfir 20 ár og gefið út nokkrar hljómplötur. Fyrir síðustu jól kom út diskurinn Jól, en þar leiddu þau Björn og Kristjana Stef- ánsdóttir söngkona saman hesta sína og í maí síðastliðnum gaf hann út diskinn Vorvinda, en þar skipuðu tríóið, líkt og í kvöld, auk Björns, þeir Jón Rafnsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari og þeim til fulltingis var söngkonan Andrea Gylfadóttir. Báðir þessir diskar hlutu afar góðar viðtökur og einróma lof gagnrýnenda. Þessa má geta að Andrea Gylfadóttir er nú tilnefnd til íslensku tónlistarverð- launanna sem söngkona ársins. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Einbeitt Björn og félagar. Kvartett?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.