Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Jólatónleikar Í DAG, LAUGARDAG KL.14.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Í DAG, LAUGARDAG KL.17.00*– ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einleikari ::: Hulda Jónsdóttir Kór ::: Gradualekór Langholtskirkju tónsprotinn í háskólabíói Leroy Anderson ::: Jólaforleikur Pjotr Tsjajkovskíj ::: Hnotubrjóturinn, 6 þættir Henryk Wieniawski ::: Polonaise brillante Franz Xaver Gruber ::: Heims um ból Jórunn Viðar ::: Það á að gefa börnum brauð Jórunn Viðar ::: Jól Hrafnkell Orri Egilsson ::: Jólasyrpa í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar *tónleikar utan áskrifta TENÓRINN Ro- berto Alagna, sem strunsaði í fússi af sviði Scala-óperunnar í Mílanó í síðustu viku í kjölfar þess að áhorf- endur púuðu á hann, setti á svið sína eigin sýn- ingu á torginu fyrir utan óperu- húsið á fimmtudaginn. Alagna söng nokkrar nótur úr Madame Butt- erfly á torginu – „sottovoce“ að eig- in sögn – og tók í framhaldinu mynd af húsinu á farsímann sinn. Hann sagði við ítölsku fréttastofuna Ansa að hann hefði komið til að ná sér í minjagrip og bætti því við að það væri allsendis óvíst hvenær hann myndi berja hið fræga óperu- hús augum næst. Eins og sagt hefur verið frá yf- irgaf Alagna sviðið í miðjum flutn- ingi óperunnar Aidu. Í framhaldi var samningi Alagna rift þar sem „óbrúanleg gjá“ hefði myndast milli hans og áhorfenda. Ekki sungið í marga daga „Ég elskaði þetta hús innilega,“ sagði Alagna við viðstadda og kvaðst jafnframt harma hvernig málin hefðu þróast. Hann bætti því við að þetta hefði verið erfið reynsla og að hann hefði ekki getað sungið í marga daga. „Ég hef misst löng- unina. Aldrei fyrr á ævi minni hafa liðið meira en tveir dagar án þess að ég syngi,“ útsýrði hann. Með trefil um hálsinn og rós í hendi veifaði hann til viðstaddra þegar hann yfirgaf torgið. „Erfið reynsla“ Alagna kveður Scala með trega og söng Roberto Alagna HIN léttleikandi hljómsveit Spaðar mun flytja efni af nýút- kominni geislaplötu sinni, sem nefnist Stundaglasaglaumur, í verslun 12 tóna á Skólavörðu- stíg 15 í dag. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 16 og eru allir vel- komnir. Spaðar eiga sér ríflega tutt- ugu ára sögu og er Stunda- glasaglaumur þeirra fjórða geislaplata. Meðlimir sveit- arinnar eru: Guðmundur Andri Thorsson, dr. Gunnar Helgi Kristinsson, Aðalgeir Arason, Guð- mundur Pálsson, Magnús Haraldsson, Guð- mundur Ingólfsson og Sigurður G. Valgeirsson. Tónlist Spaðar leika og syngja í 12 tónum Sigurður G. Valgeirsson BRAGI Ólafsson les upp úr bók sinni Sendiherranum í há- deginu í dag í Þjóðmenning- arhúsinu. Uppákoman er hluti af upplestraröðinni Jólahrollur í hádeginu sem hófst sl. þriðju- dag en í hennar nafni er boðið upp á upplestur úr nýútkomn- um, íslenskum spennusögum á hverjum degi fram að jólum. Lesturinn hefst klukkan 12.15 alla dagana en að honum loknum býðst áhlýð- endum súputilboð í veitingastofu Þjóðmenning- arhússins. Á morgun, sunnudag, mun Einar Hjartarson lesa upp úr bók sinni Nehéz. Upplestur Bragi les í Þjóð- menningarhúsinu Bragi Ólafsson Í KVÖLD klukkan 21 verða haldnir tónleikar á Græna hattinum á Akureyri. Þar kem- ur fram hin umtalaða tónlist- arkona Lay Low og norð- anmaðurinn Ívar Bjarklind ásamt hljómsveit. Gagnrýnendur hafa farið lof- samlegum orðum um fyrstu breiðskífu Lay Low, Please Don’t Hate Me, auk þess sem tónlistarkonan er tilnefnd til Íslensku tónlist- arverðlaunanna í fjórum flokkum. Ívar Bjarklind hefur einnig gefið út sína fyrstu plötu, Blóm eru smá, sem hefur vakið mikla at- hygli fyrir einlæg efnistök. Tónlist Lay Low og Ívar á Græna hattinum Ívar Bjarklind Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is JENS-ERWIN Siemssen, leikstjóri og forsprakki þýska leikhópsins Das Letzte Kleinod, er staddur hér á landi, en hann er að undirbúa upp- setningu á leikriti um þorskastríðin. Um er að ræða heimildarleikrit sem þó mun innihalda ákveðinn sögu- þráð. „Ég tek viðtöl við fyrrverandi skipstjóra frá Þýskalandi og ég er hér til þess að taka viðtöl við gamla íslenska sjómenn og fyrrverandi skipherra hjá strandgæslunni,“ seg- ir Siemssen. „Ég er líka að leita að leikurum á Íslandi því mig langar að bjóða þeim til Þýskalands til þess að taka þátt í uppfræslu í Cuxhaven sem er vinabær Hafnarfjarðar. Svo ætlum við líka að setja verkið upp í Bremerhaven og í Hafnarfirði í vor.“ Ótrúlegt stríð Aðspurður um ástæðu þess að leikfélagið ætli að ráðast í uppsetn- ingu á leikriti um þorskastríðin segir Siemssen að sér þyki þau ein- staklega áhugaverð. „Bæði langar okkur að setja upp verk um sjómannslíf og svo var þetta í mínum huga alveg ótrúlegt stríð. Þetta hefur greinilega verið mjög erfitt fyrir þá sem að þessu komu á hafi úti, þannig að við erum þegar með mjög góða sögu í hönd- unum,“ segir leikstjórinn, sem nú þegar hefur tekið viðtöl við Íslend- inga sem voru í eldlínunni. „Ég er líka alltaf að fjalla um árekstra af einhverju tagi og þarna varð árekst- ur á milli Íslendinga og Vestur- Þjóðverja. Mér finnst þetta mjög heillandi efni og það er mjög áhuga- vert að heyra sögur frá báðum hlið- um.“ Siemssen segir að vissulega hafi þorskastríðin fyrst og fremst verið milli Íslendinga og Breta, en einnig hafi komið til árekstra á milli ís- lensku landhelgisgæslunnar og vest- ur-þýskra togara sem voru að veið- um innan íslenskrar lögsögu um og upp úr 1972. Leikritið verður óvenjulegt að því leyti að þrjú tungumál verða töluð, þýska, enska og íslenska, en Siems- sen segist stefna að því að ráða tvo íslenska leikara til þess að fara með hlutverk skipsmanna landhelg- isgæslunnar. Verkið verður sett upp í gamalli nótagerð við höfnina í Cuxhaven í vor og skömmu síðar við hina svo- kölluðu Íslandsbryggju í Bremer- haven. Þá verður verkið sett upp á fiskmarkaðnum í Hafnarfirði dag- ana 16. til 21. apríl og segir Siems- sen að um þrjár sýningar verði að ræða, og líklega eina sem sér- staklega verður ætluð börnum. Á söguslóðum Das Letzte Kleinod, eða Síðasti fjársjóðurinn, er rótgróið leikfélag sem hóf starfsemi árið 1991. Félagið hefur sett upp leikrit út um allan heim og sem dæmi má nefna að á síðasta ári setti hópurinn upp leikrit sem fjallaði um innflytjendur í Þýskalandi og í Kanada. „Við vinnum alltaf með sögulega atburði og reynum að setja verkin upp þar sem atburðirnir áttu sér stað,“ segir Siemssen. Félagið er m.a. styrkt af menning- armálayfirvöldum í Þýskalandi. Þýskt leikrit um þorskastríðin Verkið verður bæði sett upp í Þýskalandi og á Íslandi Morgunblaðið/Sverrir Við Reykjavíkurhöfn Siemssen segir mjög áhugavert að heyra tvær hliðar á sömu sögunni, en hann hefur bæði rætt við Íslendinga og Þjóðverja. Í HNOTSKURN »Þýski leikstjórinn Jens-Erwin Siemssen vinnur að uppsetningu á leikriti um þorskastríðin. »Hann hefur tekið viðtöl viðfjölda Íslendinga og Þjóð- verja sem voru í eldlínunni í stríðinu. »Leikritið verður á þýsku,íslensku og ensku. »Verkið verður sett á svið íÞýskalandi í vor og í Hafn- arfirði í apríl. www.das-letzte-kleinod.de Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is UM fjórtán íslensk fyrirtæki taka þátt í Midem tónlistarstefnunni sem verður haldin í 41. sinn í Cannes í Frakklandi í 21.–25. janúar. Midem er langstærsta tónlistarkaupstefna sem haldin er, og þangað sækja nær allir sem starfa að tónlistarútgáfu og fjölmörgum tengdum greinum. Útflutningsráð hefur þrjú und- anfarin ár starfrækt íslenskan bás á kaupstefnunni og haldið utan um þátttöku Íslendinga þar, en íslenskir útgefendur hafa tekið þátt í Midem í vel á annan áratug. Lengi vel voru íslensku þátttakendurnir hýstir á bási Dana en með aðild Útflutnings- ráðs og utanumhaldi, hefur aðstaða íslensku þátttakendanna gjörbreyst. Berglind Steindórsdóttir for- stöðumaður sýningasviðs Útflutn- ingsráðs hefur umsjón með verkefn- inu í ár og segir að þegar hafi um fjórtán íslensk fyrirtæki og ein- staklingar skráð sig til þátttöku. Slagorð íslenska bássins er „Hear Iceland!“ og til að fullkomna slag- orðið gefst gestum Midem einmitt tækifæri til að hlusta á lifandi tónlist frá Íslandi, í einni af fjölmörgum tónlistaruppákomum hátíðarinnar, Buzz Bands, sem er sérstök kynning á efnilegum nýliðum. „Um 150 sóttu um að komast að í Buzz Bands, en einungis átta eru valdir. Þar af eru tveir frá Íslandi, Lay Low og hljóm- sveitin Reykjavík!“ segir Berglind. „Höfuðborgarstofa, fyrir hönd Reykjavíkur, tekur nú þátt í Midem í fyrsta sinn til að kynna Reykjavík sem tónlistarborg, með tónlistarhúsi sem senn mun rísa. Þetta er mjög spennandi því Höfuðborgarstofa verður með sérstaka kynningu og móttöku fyrir gesti. Kaupstefnan teygir sig því því út fyrir tónlist- argeirann í tengdar greinar eins og þátttaka höfuðborgarstofu sýnir.“ Höfuðborgarstofa á Midem Efnileg Lay Low er ein af átta tón- listarmönnum sem komust að í sér- staka kynningu Midem á ungu hæfileikafólki í tónlistinni. HINN 1. janúar nk. tekur Svíinn Max Dager við framkvæmdastjórn Norræna hússins í Reykjavík. Dag- er, sem er menningarfræðingur að mennt, hefur langa reynslu af sviði menningarmála og hefur um margra ára skeið komið að uppsetningu sviðslistar út um allan heim. Er hann m.a. einn af stofnendum sænska nú- tímasirkussins Cirkus Cirkör. Sem stendur starfar Max sem verkefnastjóri við uppsetningu menningar- og fræðasetursins Garð- arshólma á Húsavík. Max segir að Norræna húsið eigi að vera brú milli heimsins og Íslands og sýningarstaður fyrir íslenska og norræna list. Max Dager í Norræna húsið ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.