Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NORÐLENDINGAR tóku Ice- land Express opnum örmum, þegar þeir buðu upp á beint flug frá Ak- ureyri til Evrópu í sumar og haust. En hvernig stóðu þeir sig? Ég hef flogið með þeim níu sinnum síðan í febrúar 2005 og þar af þrisvar í beinu flugi frá Akureyri. Ég get ekki séð annað en sætanýt- ing í þeim ferðum hafi verið síst verri frá Akureyri en Kefla- vík. En hvernig hefur Iceland Express staðið sig? Vel til að byrja með, þá var áætlun haldið ágætlega. Þess ber að geta að starfs- fólk um borð í vélunum er í alla staði þægilegt og rækir starf sitt af al- úð og kostgæfni. Þegar fór að líða á haustið hefur þetta breyst heldur hressi- lega. Það eru eilífar seinkanir á flestum flugleiðum og oft reynt að skella skuldinni á aðra. Ég veit, því ég hef kannað málið, að ekki í neinu tilfelli er röskun á áætlun þjónustunni hér á Akureyrarflugvelli að kenna. Tók svo steininn úr þegar farþegar frá Kaup- mannahöfn til Akureyrar núna 12. nóv. eftir mikla seinkun, þurftu að lenda í Keflavík og voru fluttir með rútum til Akureyrar. Þær skýringar sem fengust gefnar voru að ekki væri hægt að lenda á Akureyri. Þetta er ekki rétt því á umræddum tíma var hæglætisveður og vindur um 5 m/s og því vel flugfært. Þetta er hægt að fá staðfest hjá flugturni. Ástæðan var sennilega sú að nota þurfti vélina í annað verkefni og því varð að losa hana strax. Það er ekki gott þegar flugfélagið ber ekki meiri virðingu fyrir sínum farþegum en þetta að áætlun raskast hvað eftir annað. Í sumar var flogið á þriðjudögum og fimmtudögum og lent um miðja nótt á Kastrup. Þetta sættu Norð- lendingar sig við og voru mjög dug- legir að fljúga með Ice- land Express. Létu forráðamenn Ice-Ex hafa eftir sér að þetta gengi betur en bjart- sýnustu spár hefðu gert ráð fyrir og sögðust jafnvel vera með hug- myndir um að auka flugið næsta sumar. Hvað kemur í ljós þegar áætlun næsta sumars er birt? Í auglýsingum Ice-Ex er auglýst að hægt sé að fá fargjald frá 7.995 kr. aðra leiðina með sköttum. Ég fór inn á netsölu Ice-Ex og athugaði það. Næsta sumar er aldrei hægt að fá fargjald fyrir þessa upphæð frá Ak- ureyri eða Egilsstöðum. Lægsta far- gjald þar er 9.950 kr. án skatta, eða um 14.000 kr. með sköttum. Þetta er um 75% hærra. Er ekki siðlaust að auglýsa svona? Það er líka búið að breyta ferðadögum frá Akureyri í mánudaga og miðvikudaga. Var Ice- Ex þó búið að gefa út áður að yrði flogið á þriðjudögum og föstudögum. Ég held að flestir geti verið sammála um að það séu betri dagar. Hver er ástæðan? Í Vikudegi var haft eftir talsmanni Ice-Ex að ástæða breyt- inga væri að þeir komi til með að nota flugvélar frá Sterling og í þetta verði notaðar vélar sem ekki geta lent á Akureyri. Samkvæmt heimasíðu Sterling, nota þeir flugvélar að gerð- inni Boeing 737, týpur 300, 700 og 800. Allar þessar vélar geta athafnað sig á Akureyrarflugvelli, þannig að það stenst ekki. Skyldi ástæðan ekki frekar vera sú að á Egilsstöðum eiga þeir í samkeppni um flug til Kaup- mannahafnar og setja upp áætlun með það í huga og Ice-Ex treysti á að Norðlendingar taki þessu með stó- ískri ró og hógværð og láti sér þetta lynda? Iceland Express hefur verið að skoða innanlandsflug, en ég er ekki viss um að svona framkoma sé til þess að við Norðlendingar förum að skipta meira við félagið. Það eru eflaust til sannar skýr- ingar við þessu öllu og skora ég á Ice- Ex að koma með þær og sinna okkur almennilega og fljúga á betri dögum. Þá er ég viss um að Norðlendingar munu í framtíðinni verða duglegir að nýta sér þjónustu Iceland Express. Lýgur Iceland Express? Oddur Helgi Halldórsson fjallar um flugsamgöngur » Það eru eflaust tilsannar skýringar við þessu öllu og skora ég á Ice-Ex að koma með þær og sinna okkur al- mennilega og fljúga á betri dögum. Oddur Helgi Halldórsson Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri. Svandís Svavarsdóttir fervel með íslenskt mál,minnir reyndar um margtá gamlan skólabróður um- sjónarmanns, mælskumanninn Svavar Gestsson sendiherra. Orða- sambandið stíga ölduna í merking- unni ‘aðlaga sig aðstæðum’ er ekki að finna í orðabókum en nokkur dæmi um það má finna á vefnum. Svandís notað það á skemmtilegan hátt: [NN] gerði lítið úr vanda- málum loftslagsbreytinga og um- hverfis í byrjun árs 2005 en talar nú fyrir grænþvotti markaðs- hyggjunnar, allt til að stíga ölduna og fanga umræðuna (5.11.06). Um- sjónarmanni finnst hér er vel að orði komist og er vísunin augljós. Orðatiltækið fara bónleiður til búðar ‘fara erindisleysu, hafa ekki erindi sem erfiði’ á rætur í Njáls sögu og vísar til þess er Njálssynir hugðust afla sér fylgis á Alþingi. Þegar Þorkell hákur hafði synjað þeim um liðsinni sneru þeir til búð- ar sinnar, bónleiðir að mati Skarp- héðins. Orðatiltækið er algengt í nútímamáli en eitthvað hefur það bjagast í eftirfarandi dæmi: Jón Gerald fór bónleiður til búða ís- lenskra fjölmiðla með harm sinn ‘fór erindisleysu (til íslenskra fjöl- miðla)’ (11.9.06). Orðatiltækið liggja óbættur hjá garði ‘engar bætur koma fyrir e-n; enginn heldur upp vörnum fyrir e-n’ er einnig að finna í Njáls sögu (og reyndar víðar). Í nútímamáli mun afbrigðið með falla vera al- gengast, t.d.: riddari svarts fellur óbættur hjá garði. Í eftirfarandi dæmi virðist mega sjá móta fyrir orðatiltækinu en notkun og merk- ing (‘verða afskiptur’) samræmist ekki málvenju: Það verður líka að einfalda allt bótakerfið í landinu því að sumir falla bara hjá garði (14.9.06). Beyging sagnorða Þess gætir nokkuð í nútímamáli að beyging sagnorða er ekki í sam- ræmi við málvenju. Að vísu er það svo að ýmis frávik og óregla í sagn- beygingu eru ekki ný af nálinni, t.d. dugar í stað dugir og trónar í stað trónir. Þau nýmæli sem nú eru farin að skjóta upp kollinum eru annars eðlis. Skal nú vikið að nokkrum dæmum af þessum toga. Sögnin treina, treindi, treint, (þgf)-þf., merkir ‘fara sparlega með e-ð svo að það endist sem lengst’, t.d.: Þeir treindu sér mat- inn. Eftirfarandi dæmi mun ekki eiga sér neina hliðstæðu: Þau treinuðu nestið og áttu nokkuð eft- ir í gærkvöldi (6.11.06). Sögnin hefta, hefti, heft, þf., getur m.a. merkt ‘hindra’. Dæmi um veiku myndina heft- aði rak á fjörur umsjónarmanns nýlega: tveir vökulir vegfar- endur eltu hann uppi og heftuðu för hans þar til lögreglan kom á staðinn (22.8.06). Sögnin hefta er einnig notuð í merkingunni og ‘festa e-ð saman með þræði eða heftivír’ og í þeirri merkingu mun myndunum heftaði og heftað bregða fyrir í tal- máli, t.d.: blöðin voru heftuð sam- an. Um slíka notkun er þó ekki að finna nein dæmi í orðabókum né í ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Sögnin hygla, hyglaði, hyglað, þgf. merkir ‘annast vel, gefa e-m e-ð (í aukagetu)’, t.d. hygla e-m í e-u ‘hlynna sérstaklega að e-m’. Umsjónarmaður kannast ekki við nútíðarmyndina hyglir: Skatt- frelsið hyglir hinum ríku (11.11.06). Sagnirnar mælast, mæltist, mælst (‘tala, mæla’) og mælast, mældist, mælst (‘vera mælt’) eru ólíkar að merkingu og beygingu og þeim má ekki rugla saman: Þótti þetta vel til takast og mældist sér- lega vel fyrir (5.9.06). — Ætli þetta sé ekki prentvilla? Og loks eru það dæmin maka- laus: við bara sitjum hérna og þög- um [þegjum] (19.9.06) og reyna að þaga [þegja] málið í hel. Þessar ambögur eru að vísu skiljanlegar en ekki eru þær betri fyrir því. Hinn nýi nafnháttur þaga er myndaður með hliðsjón af veikri mynd lh.þt. þagað. Úr handraðanum Í ýmsum föstum orðasam- böndum stendur atviksorð aftast og eru það leifar fornrar orðarað- ar, t.d.: brjóta e-n/e-ð á bak aftur; e-ð keyrir úr hófi (fram) (‘e-s gætir um of’); sjómenn á hafi úti; e-ð kemur í einn/sama stað niður; rasa fyrir ráð fram (‘flýta sér meira en skynsemi býður’); leika af fingrum fram (‘án undirbúnings’); lifa um efni fram; mæla af munni fram (‘án undirbúnings’); vera kominn af fót- um fram (‘vera farlama, mjög gamlaður’) o.s.frv. Orðasambandið deyja fyrir aldur fram (‘of snemma, fyrr en vænta mátti’) er af sama toga en í nútímamáli gætir þess nokkuð að það sé notað í myndinni um aldur fram, t.d. deyja langt um aldur fram (12.11.06). Hér gætir ugglaust áhrifa frá merkingu orðasambandsins um of, sbr. e-ð er (einum) um of. Sömu til- hneigingar gætir reyndar einnig í orðasambandinu rasa fyrir ráð fram en af því er einnig kunnugt afbrigðið rasa um ráð fram. Hvor- ug myndanna deyja um aldur fram né rasa um ráð fram styðst við uppruna. Til fróðleiks má geta þess að elsta dæmi um orðasambandið um of er frá 16. öld: *Um of var syndin sterk. Atviksorðið of stendur hér sem nafnorð í svipaðri merkingu og ‘megn, afl’. Í Íslensku hóm- ilíubókinni (frá 12. öld) segir t.d.: Nú ef þér er þetta of (‘um’) afl að trúa sögu minni einni saman. Í fornu máli er einnig kunnugt af- brigðið við of. Orðasam- bandið stíga ölduna í merk- ingunni ‘aðlaga sig aðstæðum’ er ekki að finna í orðabókum en nokkur dæmi um það má finna á vefnum jonf@rhi.his.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 92. þáttur. ENN á ný er umræða hafin um fátækt á Íslandi, í þetta sinn fá- tækt barna og hafa fjölmiðlar tek- ið þetta mál upp þar sem talað er um að 4600 börn búi við fá- tækt. Vissulega er umræðan þörf en rétt er að benda á að hún er árleg og hefst iðulega í desem- bermánuði þegar ein- hver kverúlantinn sér að sér og fær sam- viskubit vegna plasmasjónvarpsins sem fjárfest var í. Eftir áramót fer allt aftur í sama far. Í þetta sinn mættu þau Oddný Sturlu- dóttir og Steingrímur Ólafsson í Ísland í bítið og töluðu um hvað það væri nú skelfilegt að 4600 börn byggju við fá- tækt, eins og það væri algjörlega nýr sannleikur. Einnig var talað um börnin eins og þau væru ein og sér, en bent skal á að oftast fylgir fjöl- skylda hverju barni og er rétt að álykta sem svo að hún búi öll við fátækt. Þeir sem eru allra verst staddir leita á náðir hjálp- arsamtaka, s.s. mæðrastyrks- nefndar og hafa undanfarin jól um 5000–6000 einstaklingar leitað til þeirra. Talað fyrir daufum eyrum Ekki er þess að vænta að ástandið breytist næstu misseri ef áhugaleysi fjölmiðla og stjórn- valda heldur áfram. Í mörg ár hafa Ung vinstri græn bent á fá- tækt á Íslandi og einnig heim- ilisleysi. Í hvert einasta skipti er talað fyrir daufum eyrum bæði fjölmiðla og stjórn- valda. Það er því ósk- andi að fólk fari að taka þessi mál alvar- lega og róttækar breytingar eigi sér stað. Undirritaður vonar einnig að borgaryf- irvöld finni nú var- anlega lausn á heim- ilisleysi, því ekki var það gert í stjórnartíð R-listans. Það er því ekki að undra að sú sem bar ábyrgð á fé- lagsmálum borg- arinnar á þeim tíma hafi ekki verið sú vin- sælasta í sínum flokki og hrökklast að lokum úr honum. Þó er það skrítið að sá sem hef- ur komið með eitt af betri jöfnunartækj- unum til þessa sé Björn Ingi Hrafnsson með frístundakortin sín. Kannski hann hafi virkilega meint það sem hann sagði í kosn- ingabaráttunni síðasta vor? Betur má ef duga skal Nú er lag fyrir stjórnvöld að fylgja þessum málum eftir til hins ýtrasta og koma hlutunum í lag. Það verður þó ekki gert í einu vet- fangi en hvatt er til að sú vinna hefjist strax að jólafríi loknu. Fátækt er ekki ný staðreynd Dagur Snær Sævarsson fjallar um fátækt á Íslandi Dagur Snær Sævarsson »Ekki er þessað vænta að ástandið breyt- ist næstu miss- eri ef áhugaleysi fjölmiðla og stjórnvalda heldur áfram Höfundur er fyrrv. formaður UVG í Reykjavík. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HVERNIG er hægt að afhenda það sem þú átt ekki? Hvernig er hægt að veita einstaklingum leyfi til að selja það sem íslenska þjóðin á? Í 1. grein I. kafla í lögum um stjórn fiskveiða stendur: „Nytja- stofnar á Íslandsmiðum eru sam- eign íslensku þjóðarinnar. Mark- mið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Út- hlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eign- arrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheim- ildum.“ Þarna er allt sem þarf að segja um kvótakerfið. Íslenska þjóðin á fiskinn í kringum landið. Við eigum fiskinn, ég og þú og all- ir hinir. Úthlutun kvóta veitir EKKI rétt til að braska með hann hvernig sem þér hentar. En það sem stendur í þessum lögum er að þessar veiðiheimildir séu aft- urkallanlegar, með öðrum orðum, það má taka kvótann til baka. Hvers vegna þorir núverandi ríkisstjórn, sem mig langar að kalla gungur, ekki að kalla inn kvóta sem seldur hefur verið milli byggðarlaga? Hvers vegna þorir núverandi ríkisstjórn ekki að inn- kalla kvóta sem kvótakóngum þóknast að selja hæstbjóðanda? Það eru dæmi þess að sjómönnum er haldið í gíslingu, ekki ósvipað og lénsherrar gerðu við leiguliða sína á miðöldum. Núverandi léns- skipulag íslenskra stjórnvalda fer þannig fram að þegar kvótakóng- urinn er búinn með sinn kvóta þvingar hann sjómennina til að taka þátt í að leigja meiri kvóta. Hann einfaldlega segir að ekki sé til kvóti en hann geti fengið leigð- an kvóta sem sjómennirnir verða að taka þátt í, því annars verði ekkert meira fiskað og þeir at- vinnulausir. Þannig þvingar léns- herrann leiguliðana til að taka þátt í að leigja kvóta. Þetta er ein- ungis eitt dæmi um þá stéttaskipt- ingu sem núverandi ríkisstjórn er að innleiða í íslenskt þjóðfélag. Mín hugmynd að fiskveiðistjórn- unarkerfi á fiskinum sem við öll eigum er einföld. Það geta allir sótt um að veiða fiskinn. Það verð- ur að sjálfsögðu að uppfylla ákveðnar skyldur eins og að eiga fiskiskip eða báta til veiðanna. Sá sem veiðir ekki upp í kvóta sinn án tilhlýðilegra útskýringa fær einungis úthlutað því magni sem hann veiddi árið á undan. Sá sem er búinn að veiða sinn kvóta áður en veiðitímabilinu er lokið getur sótt um aukakvóta gegn vægu gjaldi sem rynni þá í fjárhirslur íslenska ríkisins því íslenska þjóð- in á fiskinn í sjónum. BJARNI GAUKUR ÞÓR- MUNDSSON, Borgarholtsbraut 40, Kópavogi. Íslenska þjóðin á fiskinn kringum Ísland Frá Bjarna Gauki Þórmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.