Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ / KEFLAVÍK ERAGON kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 B.I. 12 DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.I. 12 THE HOLIDAY kl. 5 - 10:10 LEYFÐ SKOLAÐ Í B... kl. 2 m/ísl. tali LEYFÐ / AKUREYRI DÉJÁ VU kl. 6 - 8 - 10:20 B.I. 12 DEAD OR ALIVE kl. 6 - 8 B.I. 12 SCANNER DARKLY ÁN TEXTA kl. 10 B.I. 16 SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 4 LEYFÐ SANTA CLAUSE 3 kl. 2 LEYFÐ ÞESSAR HASARSKUTLUR HAFA ÚTLIT TIL AÐ DEYJA FYRIR. BYGGÐ Á TÖLVULEIKNUM VINSÆLA DEAD OR ALIVE ÓBORGANLEG GRÍNMYND EFTIR LARS VON TRIER UM ÁREKSTRA ÍSLENDINGA OG DANA, ÞAR SEM FRIÐRIK ÞÓR OG BENEDIKT ERLINGS STELA SENUNNI. HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA TIL AÐ HALDA LÍFI DÉJÁ VU kl. 3:30 - 6:15 - 9 - 10:30 B.i. 12 ára BOSS OF IT ALL kl. 5:50 - 8 - 10:10 THE U.S. VS. JOHN LENNON kl. 5:50 - 8 B.i. 12 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 LEYFÐ THE NATIVITY STORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 B.i. 7.ára MÝRIN kl. 10:10 B.i. 12.ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16.ára KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeeee Jón Viðar – Ísafold eee SV, MBL BNA GEGN JOHN LENNON THE U.S. VS. JOHN LENNON TÓNLISTARMAÐUR. MANNÚÐARVINUR. ÞJÓÐARÓGN. "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL ÞRJÁR Á TOPPNUM LEIÐIN TIL BETLEHEM BNA GEGN JOHN LENNON á allar sýningar merktar með appelsínugulu á laugardögum og sunnudögumSPARBÍÓ 450kr HINIR FRÁFÖLLNU FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS JÓLASVEININN 3 FRÁ JERRY BRUCKHEIMER (“PIRATES OF THE CARIBBEAN”) HÉR ER Á FERÐINNI FRUMLEGASTI SPENNUHASAR ÁRSINS. FRÁ TONY SCOTT LEIKSTJÓRA "CRIMSON TIDE" DENZEL WASHINGTON VAL KILMER ENDURUPPLIFUNIN HAGATORGI • S. 530 1919 WWW.HASKOLABIO.IS hvers vegna er Vífilfell að reyna að koma sinni eigin ágætu framleiðslu Diet Coca-Cola út af markaðinum? Og úr því að Víkverji er farinn að fjalla um sérkennilega markaðs- setningu gosdrykkja- fyrirtækja er ástæða til að víkja að öðrum drykk sem of oft er erf- itt að fá. Bezti pilsner sem hér fæst er tvímæla- laust Egils pilsner, hinn eini og sanni, sem er áreiðanlega með beztu drykkjum sinnar tegundar sem framleiddir eru. Egils pilsner er langtum betri en pilsnerar sem bera heimsþekkt vörumerki eins og Carlsberg og Tuborg. Ástæðan er sú að Egils pilsner er bruggaður upp í þann hámarks- styrkleika sem um er að ræða en annað óáfengt öl er þynnt úr meiri styrkleika niður í þann sem leyfileg- ur er. Alla vega fékk Víkverji þessar upplýsingar hjá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar fyrir langa löngu. En spurningin er þessi: af hverju er svona erfitt að finna Egils pilsner í stórmörkuðum? Stundum fæst hann alls ekki og alltof oft. Í öðrum tilvikum er hann nánast falinn. Hví? Hið ágæta fyrirtækiVífilfell hefur í áratugi séð um fram- leiðslu á Coca-Cola á Íslandi og staðið sig með sóma í því hlut- verki. Einhvern tíma á vegferð fyrirtækisins hóf það framleiðslu á svonefndu Diet Coca- Cola og gerði það líka af myndarskap eins og flest sem þetta fyrir- tæki hefur gert um sína daga. Svo kom Coca-Cola light á markaðinn og ekkert nema gott um það að segja, þótt smekkur sumra sé með þeim hætti að Coca- Cola light sé ódrekkandi en Diet Coca-Cola góður drykkur. Verra er hins vegar að svo virðist sem fyrirtækið sé að reyna að koma Diet Coca-Cola út af markaðinum. Það er gert með því að það er nánast falið í hillum verzlana og mjög fáar flöskur af þessum gosdrykk í hverri hillu en þeim mun fleiri af Coca-Cola light. Ef komið er á matsölustaði og beðið um Diet Coca-Cola er það að jafnaði ekki fáanlegt en í staðinn komið með Coca-Cola light eins og það sé sami drykkur sem það er ekki. Nú er spurning Víkverja þessi:       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.) Í dag er laugardagur 16. desember, 350. dagur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Borgin kúgar fé af hundeigendum ÉG GET ekki lengur orða bundist yfir meðferð þeirri sem við hundeig- endur verðum að hlíta, ótrúleg gjöld eru á okkur lögð svo skiptir tugum þúsunda og ekki fáum við neitt í staðinn. Nú skildi lítið barn eftir opnar útidyr og hundurinn okkar slapp, jú og var strax fangaður, ekki var ég látinn vita að hann væri vist- aður á hundahóteli fyrir 1000 kr pr nótt en er rukkaður um 20.000 kr föngunargjald. Það er nú þannig ástatt í mínu heimilishaldi að við eigum hreinlega ekki fyrir þessari fjárkúgun borgarinnar svona rétt fyrir jólin, og eftir að hafa haft sam- band við viðeigandi yfirvald þá var okkur tjáð að ef við borguðum ekki þá yrði hundurinn geymdur á hundahóteli í viku til 10 daga á minn kostnað og síðan lógað á minn kostnað og svo þarf ég að borga förgunargjald ofan á allt þetta. Það verða gleðileg jól hjá okkur í þetta sinnið eða hitt þó heldur. Til ham- ingju, kjörnir fultrúar kjósenda, enn einu sinni hafið þið sýnt ótrú- lega hæfni í að þjarma að borgurum þessarar borgar. Jóhann Þór Hopkins. Hættulegir plasthringir á götunum ÉG VIL benda á að það liggja á gangstéttum víða í Reykjavík hvítir plasthringir sem eru utan af lausum blöðum sem er verið að bera í hús. Þetta er stórhættulegt því þetta flækist fyrir fótunum á fólki. Í snjónum getur fólk ekki varast þetta, ekki síst ef það er myrkur. Fólk sér þetta hreinlega ekki í snjónum á gangstéttunum. Varð vitni að því að maður datt um svona. Þetta er líklega utan af auglýs- ingabæklingum og öðrum ruslpósti sem er verið að bera í hús. Þetta er sérstaklega slæmt hérna í Vestur- bænum. Það er orðin algjör plága þessi dreifing á ruslpóstinum, dag- blöðum, auglýsingabæklingum, dag- skrám o.fl. Þetta liggur í hrúgum fyrir utan dyr húsa. Íbúi í Vesturbæ. Þvottavélavandræði ÉG KEYPTI þvottavél fyrir 4 árum hjá Heklu. Vélin bilaði mjög mikið og var mér sagt að orsökin væru óhreinindi, en ég átti dreng sem var í fótbolta. Var mér sagt að ég mætti ekki setja óhreinan þvott í vélina. Síðan var gert við vélina og var það mikil viðgerð. En nú er mótor- inn í henni farinn. Vélin er ónýt 4ra ára gömul og kostar hátt upp í nýja að gera við hana, því hún er ekki lengur í ábyrgð. Linda María Bellere, Vesturgötu 17a, Reykjavík. Náttúrugripasafn Íslands ÉG VIL lýsa yfir megnri óánægju minni með hvernig er búið að fara með Náttúrugripasafn Íslands. Að Alþingi skuli ekki sjá sóma sinn í því að bjarga ómetanlegum gripum sem eru þarna. Finnst mér að alþingismenn ættu að skammast sín fyrir aðgerðaleysið. Það er með ólíkindum að þjóð sem á nóg af pen- ingum skuli fara svona með gripi sem eru ómetanlegir. Sigurfinnur Jónsson, Sauðárkróki. Burt með ruslpóstinn ÉG VIL koma því á framfæri, vegna ruslpóstsins sem streymir til okkar, að ég sé ekki betur en það sé verið að sýna okkur fyrirlitningu. Ég hef merkt við lúguna hjá mér að ég vilji ekki ruslpóst en það virðist ekki vera tekið mark á því. Gamalt fólk hefur ekki góð augu eða góða fætur og hvað eigum við að gera við þetta rusl? Gömul kona. Gríma týndist við Reykjavíkurflugvöll FIMMTUDAGINN 7. desember s.l. slapp læðan Gríma úr búri sínu við flugvél Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli sem fara átti til Akureyrar. Starfsmenn flugvall- arins telja sig hafa séð hana fara í átt að Skerjafirði hinum megin brautarinnar. Gríma er stór og loð- in, 8 ára gæf læða, dökkbrún með ljósbrúnum yrjum, eyrnamerkt, ör- merkt og með ljósbleika hálsól. Hún á heima að Bergstaðastræti 33. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru vin- samlega beðnir að hafa samband við Sólveigu í síma 661 5754 eða 551 2988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.