Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í HNOTSKURN »Samhjálp hefur starfað frá árinu 1973og þarfnast aukins húsakosts og meiri peninga til að taka við verkefnum Byrg- isins. »Áhersla er lögð á að flýta fyrir lausnmálsins af hálfu félagsmálaráðu- neytisins í því skyni að finna langtímalausn- ir fyrir skjólstæðinga sem voru í Byrginu og eru nú á hrakhólum. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HEIÐAR Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, býst við að samningur við félagsmálaráðuneytið vegna skjólstæðinga Byrgisins líti dagsins ljós fljót- lega. Viðræður standa yfir milli ráðuneytisins og Samhjálpar og segir Heiðar að mikill vilji sé til að finna bæði skammtíma- og langtímalausnir fyrir þann hóp sem áður var í Byrginu. „Síðast þegar ég vissi voru fjórir eftir í Byrginu og það er óviðunandi að þeir fari á götuna. Vanda þeirra getum við leyst hér og nú,“ segir Heiðar. „En það er brýnt að finna lausn fyrir þann hóp sem Byrgið sinnti og við höfum verið að ræða ákveðnar lausnir í þeim efnum við ráðuneytið.“ Samhjálp hefur frá stofnun samtakanna árið 1973 sinnt því fólki sem hvað harkalegast hefur orðið und- ir í baráttunni við vímuefni og hefur góðar forsendur til að taka við verkefnum Byrgisins – að tryggðum stærri húsakosti og auknu fjármagni. „Við fullnýtum húsakost okkar í dag,“ segir Heiðar. Í Hlaðgerð- arkoti á vegum Samhjálpar er starfrækt meðferð- arstöð og þaðan er allt að 75% umsækjenda vísað frá. „Við erum fyrst og fremst að tala um langtímavist- un, þeirra sem þess óska. Við erum talsmenn þess að vandað verði til verka til framtíðar svo ekki sé hætta á að hlutirnir lendi skyndilega í lausu lofti.“ Stöðugar viðræður í gangi við Samhjálp Síðasti fundur Samhjálpar og félagsmálaráðu- neytisins var á þriðjudag og samkvæmt upplýsing- um ráðuneytisins voru starfsmenn þess einnig í við- ræðum við Samhjálp í gær. Rætt er um hliðstæða starfsemi við þá sem fram fór í Byrginu og tekið mið af faglegum forsendum jafnt sem fjármálalegum. Áhersla er lögð á að flýta málinu í ráðuneytinu og standa viðræður m.a. um aukin fjárframlög og hús- næði. Gert er ráð fyrir að málinu verði lokið innan nokkurra daga eða vikna. Hjá lögreglunni á Selfossi liggja tvær kærur vegna meintra kynferðisbrota fyrrum forstöðu- manns Byrgisins gegn skjólstæðingum þess. Lög- regluskýrsla hefur þegar verið tekin af annarri kon- unni og einnig er verið að rannsaka fyrirliggjandi gögn, m.a. gögn á tölvutæku formi, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns. Mikill vilji til að hjálpa skjólstæðingum Byrgisins Óviðunandi að fólkið fari á götuna að mati Heiðars Guðnasonar hjá Samhjálp EKKERT lát verður á kuldaskeiðinu sem ríkt hefur á landinu að undanförnu ef marka má spá Veðurstofu Ís- lands fyrir næstu daga. Vart hefur frostið framhjá nokkrum manni farið og ljóst að kuldinn hefur bitið hressilega í kinnar þeirra sem sínar leiðir fara fótgang- andi, ekki síst í gær þegar vindkæling var töluverð sök- um hvassviðris. Ekki hefur enn tekist að opna skíðasvæðið í Bláfjöll- um sökum snjóleysis og samkvæmt veðurspá er ólík- legt að af opnun verði á næstunni. Í dag er gert ráð fyr- ir norðaustanátt 10–15 metrum á sekúndu. Bjartviðri verður sunnan- og vestantil en stöku él fyrir norðan og austan. Frost verður frá einu til tólf stigum, kaldast inn til landsins. Á morgun og laugardag má áfram búast við bjartviðri sunnanlands en éljagangi eða snjókomu norðanlands. Samkvæmt langtímaspá gæti dregið úr frosti þegar líða tekur á næstu viku en of snemmt er að slá því föstu. Morgunblaðið/Kristinn Áframhaldandi kuldaskeið næstu daga Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is GUÐNI Þórðarson í Sunnu hyggst óska eftir lögreglurannsókn á því hvers vegna skjöl sem tengjast Ferðaskrifstofunni Sunnu og gjald- þrotaskiptum á flugfélaginu Air Viking, sem var í eigu hans, virðast hafa horfið innan stjórnkerfisins. Guðni segir hin horfnu skjöl tengj- ast tilraunum samgönguráðuneyt- isins til að stöðva rekstur Sunnu og gögnum skiptaréttar um gjaldþrot Air Vikings. Á opnum fundi í Sagnfræðinga- félagi Íslands skömmu fyrir jól, þar sem fjallað var um nýútkomna bók um ævi og störf Guðna, voru þessi mál rædd en Arnþór Gunnarsson, sem skrifaði bókina, fann í haust minnisblöð ráðuneytisstjóra sam- gönguráðuneyt- isins í Þjóð- skjalasafninu, sem Guðni segir sanna bein af- skipti Seðlabank- ans af málinu. Í samtali við Morg- unblaðið, stað- festi Guðni að hann, ásamt lög- manni sínum, ynni að undirbúningi bréfs þar sem beiðni um rannsókn er lögð fyrir ríkislögreglustjóra. Air Viking-flugfélagið var tekið til gjaldþrotaskipta í marsmánuði 1976 að kröfu Olíufélagsins hf. Guðni segir að mikið sé í húfi enda hafi félagið unnið að mörgum verk- efnum erlendis á þessum tíma. Tak- ist að sanna óviðeigandi afskipti hins opinbera af gjaldþrotaskipt- unum sé hugsanlegt að hárra skaðabóta verði krafist. Engar upplýsingar um málið fundust Guðni sendi fyrir um það bil ein- um áratug bréf til sýslumannsins í Reykjavík og samgönguráðuneyt- isins þar sem óskað var eftir upp- lýsingum sem vörðuðu gögn um gjaldþrotaskipti Air Viking og af- skipti ráðuneytisins af málefnum Ferðaskrifstofunnar Sunnu í des- ember 1975. Jafnframt var sent bréf til Seðlabanka Íslands þar sem óskað var eftir upplýsingum um bréfaskriftir bankans til samgöngu- ráðuneytisins vegna mála Sunnu. Í svarbréfum sem bárust frá stofnununum kom fram að engar upplýsingar um málið fyndust hjá þeim. Í svarbréfi samgöngu- ráðuneytisins, sem dagsett er 2. maí 2006, segir að þrátt fyrir leit í því málsnúmeri sem vísað er til í bréf- inu og leit í öðrum málsnúmerum sem til greina gátu komið, hafi gögnin ekki fundist. Liggur fyrir að bréf fóru milli Seðlabanka og ráðuneytis Í bréfi sýslumannsins í Reykjavík frá því í nóvember 1995 segir að engin gögn hafi fundist þrátt fyrir leit í þeim gögnum sem embættið hafi sent á Þjóðskjalasafn. Í svar- bréfi Seðlabankans segir að eftir ít- arlega athugun á bréfasafni bank- ans komi fram að engin bréf virðist hafa verið send samgöngu- ráðuneytinu um málefni ferðaskrif- stofunnar. Guðni segir að það liggi fyrir úr bréfum samgöngu- ráðuneytisins til Ferðaskrifstof- unnar Sunnu að bréfaskipti hafi verið milli bankans og ráðuneyt- isins. Mikið í mun að stöðva rekstur fyrirtækjanna Þá hafi Arnþór Gunnarsson, sem skrifaði bókina um ævi og störf Guðna, í haust fundið minnisblöð ráðuneytisstjóra samgöngu- ráðuneytisins í Þjóðskjalasafninu. Þar komi fram sannanir fyrir bein- um afskiptum Seðlabankans af mál- efnum Ferðaskrifstofunnar Sunnu og flugfélagsins Air Viking, en Seðlabankanum virðist, að sögn Guðna, hafa verið mikið í mun að stöðva rekstur fyrirtækjanna. Gjaldþrotið hafi hins vegar verið óþarft enda hafi félagið átt mun meiri eignir en sem nam skuldum þess. Gögn sem tengdust Ferðaskrifstofunni Sunnu og Air Viking hurfu í þremur stofnunum Lögregla rannsaki hvarf skjala Guðni Þórðarson ENDANLEGA verður gengið frá framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á fundi kjördæm- isráðs flokksins í Hveragerði á sunnudaginn kemur. Á fundinum verður til meðferðar tillaga kjörnefndar sem byggist á niðurstöðu prófkjörs sem efnt var til um skipan framboðslistans. 5.814 greiddu atkvæði í prófkjörinu og voru gild atkvæði 5.461. Atkvæði féllu sem hér segir: 1. Árni M. Mathiesen með 2.659 atkvæði, 2. Árni Johnsen með 2.302 atkvæði, 3. Kjartan Ólafsson með 1.578 atkvæði, 4. Björk Guðjónsdóttir með 2.112 at- kvæði, 5. Unnur Brá Konráðsdóttir með 2.592 atkvæði, 6. Drífa Hjart- ardóttir með 2.965 atkvæði. Gengið frá framboðslista á sunnudag HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sæti gæsluvarð- haldi til 23. febrúar vegna rann- sóknar á fjölda afbrota, sem hann er grunaður um. Maðurinn lauk í september afplánum dóms fyrir rán, og segir lögregla ljóst að brotaferill hans hafi haldið áfram strax í kjölfarið. Maðurinn var handtekinn á höf- uðborgarsvæðinu í síðustu viku ásamt tveimur öðrum eftir að af- greiðslukassi fannst í bíl þeirra. Þeir játuðu að hafa um nóttina brotist inn í hárgreiðslustofu. Grunaður um að tengjast fleiri málum Fyrr í janúar var maðurinn stöðvaður réttindalaus við akstur og við leit í bílnum var lagt hald á muni sem taldir voru þýfi og reynd- ust tengjast innbrotum í Borgar- firði í byrjun janúar. Einnig er hann grunaður um fleiri mál sem tengjast innbrotum og þjófnuðum. Í gæslu vegna fjölda afbrota ♦♦♦ ♦♦♦ HRUNDIÐ verður af stað auglýs- ingaherferð í dag um bætt samskipti á netinu. Herferðin er samstarfs- verkefni SAFT, vakningarverkefnis Heimilis og skóla, og AUGA, góð- gerðarsjóðs auglýsenda, auglýs- ingastofa og fjölmiðla og hefur það m.a. að markmiði að benda á að ekki eigi að nota netið til að særa eða meiða annað fólk. Vilja betri sam- skipti á netinu GJALDSKRÁ Herjólfs mun hækka um 11,49% 1. febrúar nk. sem hefur í för með sér að hver eining í afsláttarkortum hækkar um 45 krónur, úr 360 í 405 krónur. Guðmundur Petersen, rekstrar- stjóri hjá Eimskip sem rekur Herjólf, segir í samtali við Fréttir í Vestmannaeyjum að eingöngu sé um að ræða einfaldar vísitölu- hækkanir. Guðmundur segir síð- ustu gjaldskrárhækkun hafa verið í byrjun árs 2004 og það sé fyrst og fremst hækkun á eldsneytis- kostnaði sem valdi verðbreyting- unum. Í samningi Eimskips við Vega- gerðina er ákvæði þess efnis að gjaldskrá Herjólfs taki mið af olíu- verði, hafnargjöldum, bygginga- og launavísitölu. Eldsneytisverð hækkaði um rúm 20% á síðasta ári og að sögn Guðmundar því nauð- synlegt að færa gjaldskrána til samræmis. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir gjaldskrá Herjólfs of háa. „Ég hef verið ósáttur við hana, ekki síst farm- gjöldin en geri ráð fyrir að þarna sé verið að fylgja ferjuvísitölunni. Og þetta er ekki gott því allar aukaálögur á landsbyggðina eru vondar.“ Gjaldskrá Herjólfs hækkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.