Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍBÚAKOSNINGIN í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík er merkilegt skref í átt að betra og raunverulegra lýðræði. Reykjavík- urlistinn braut í blað á sínum tíma með kosningu um framtíð flugvall- arins í Vatnsmýrinni. Nú stígur bæj- arstjórnarmeirihluti Samfylking- arinnar í Hafnarfirði næsta skref. Það er lofsvert og merkilegt póli- tískt framtak sem skiptir miklu máli í baráttu fyrir betra og öflugra lýð- ræði í landinu. Íbúakosningin í Hafnarfirði ætti að vera stefnumarkandi fyrir ríki og sveitarfélög um að fólkið fái að kjósa beint og milliliðalaust um stærstu málin í samtíma sínum og umhverfi. En sumir stjórnmálamenn óttast ekkert meira en beina aðkomu fólks- ins. Einn þeirra virðist vera Árni Sig- fússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Það er leitt en hann hafnar í viðtali við Morgunblaðið afdráttarlaust ósk Sólar á Suðurnesjum um íbúakosn- ingu um byggingu álvers í Helguvík og virkjana í tengslum við það. Rökin fyrir slíkri kosningu blasa við. Samt segir Árni nei. Ég skora hér með á bæjarstjórann að taka málið til endurskoðunar. Það er ekk- ert að óttast og dómurinn um stærstu málin er best kominn hjá fólkinu sjálfu. Venja í stað viðburðar Auðvitað ætti það að vera viðtekin venja en ekki viðburður að almenn- ingur kjósi um stærstu málin. Beint lýðræði er nánast óþekkt hérlendis einsog sást best í uppnáminu sem málskot forseta Íslands á fjölmiðla- lögum hafði innan Sjálfstæðisflokks- ins. Frekar en að fólkið fengi að kjósa voru lögin numin úr gildi. Beint lýðræði er gróin hefð í nokkrum löndum. Fremst eru nokkur fylki Banda- ríkjanna og Sviss. Þá er það stjórn- arskrárbundinn rétt- ur fólksins að geta kallað stór mál í beina atkvæðagreiðslu á öðrum Norð- urlöndum en á Ís- landi. Tiltekin hluti kjósenda, 25% t.d., geti krafist almennr- ar atkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Þetta eigum við að taka upp í okkar stjórnarskrá. Fyrir því höfum við mörg barist innan Samfylk- ingarinnar. Sjálf Jó- hanna hefur flutt um þetta mörg mál og ég hef nokkrum sinnum flutt þingsályktunartillögu um eflingu beins lýðræðis ásamt nokkrum fé- lögum mínum. Kjósum um neðri Þjórsá Stóriðja og virkjarnir eru stærstu átakamálin innan lands þessi miss- erin. Því þykir mér það jafn eðlilegt að íbúar á Suðurlandi fái að kjósa um virkjanir í neðri Þjórsá eins og Hafnfirðingar um stækkun álvers- ins. Og Suðurnesjamenn um álver og virkjanir í Helguvík. Þetta er íbúalýðræði í reynd og þarna á að vera samræmi á milli. Við sem búum í sveitarfélögunum sem liggja að Þjórsá, og nærsveitir einnig að mínu mati, eigum að fá að kjósa beint um virkj- anirnar þrjár sem fyr- irhugaðar eru í neðri Þjórsá; Hvamms-, Holta- og Urriðafoss- virkjanir. Kjósa um virkjanirnar sem allar verða í byggð og snerta því nánasta umhverfi með áþreifanlegum hætti. Beint lýðræði um stóru málin þýðir ekki að stjórnmálamenn séu stikkfrí. Þetta er næsta skref í átt að betra og raunverulegra lýðræði. Nú er aðgengi að upplýs- ingum með þeim hætti að óbreytt fulltrúa- lýðræði er tímaskekkja. Það merkir að mínu mati að fólkið á að ráða í stærstu málunum beint og milliliðalaust komi fram ákveðin krafa um það. Um það sameinuðust t.d. allir stjórnarandstöðuflokkarnir í fjöl- miðlamálinu og ég man ekki betur en Vinstri grænir hafi viljað Kára- hnjúka í þjóðaratkvæði. Þó nú finni þeir atkvæðagreiðslunni í Hafn- arfirði allt til foráttu. Nýir tímar í samgöngum og sam- skiptum hafa einfaldlega gjörbreytt tækifærum fólks til að ráða ráðum sínum sjálft. Auk almennrar upplýs- ingar fjöldans. Tæknin er auk þess að opna okkur ný sóknarfæri í ástundun beins lýð- ræðis. Stígum næstu skref í lýðæðis- átt. Árni og óttinn við lýðræðið Björgvin G. Sigurðsson fjallar um lýðræði » Auðvitaðætti það að vera viðtekin venja en ekki viðburður að almenningur kjósi um stærstu málin. Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og skipar 1. sæti á lista flokksins. Í NÝLEGRI rannsókn trygg- ingalæknanna Sigurðar Thorlacius- ar og Sigurjóns B. Stefánssonar og Stefáns Ólafssonar félagsfræðings á algengi örorku á Íslandi kemur fram, að fjöldi þeirra einstaklinga, sem metnir eru til ör- orku hjá Trygg- ingastofnun ríkisins (TR) hefur farið vax- andi á undanförnum árum. Í ljós kom m.a., að algengi 75% örorku hjá TR á árinu 2005 hafði aukist talsvert frá því sem var í des- ember árið 2002, eða úr 7,0% í 8,0% hjá kon- um og úr 4,7% í 5,2% hjá körlum. Örorka er marktækt algengari hjá konum en körlum og það vekur athygli, að örorka er algengari í yngstu aldurshóp- unum á Íslandi en á hinum Norðurlönd- unum. Geðraskanir og stoðkerfisraskanir eru algengustu sjúkdóma- flokkarnir hjá ör- yrkjum af báðum kynj- um. Ástæður örorku eru taldar vera margvíslegar en at- vinnuleysi hafði aukist umtalsvert frá 2002 til 2004, og tíðni örorku með, en á árinu 2005 dró úr at- vinnuleysi og þá hægði einnig á fjölgun öryrkja. Aðrir þættir sem taldir eru stuðla að fjölgun öryrkja er hækkun meðalaldurs og auknar kröfur á vinnumarkaði. Athygli vekur, að meðal þeirra kvenna sem eru á örorku hjá TR, eru 35,1% þeirra á örorku vegna stoðkerf- issjúkdóma en 17,3% karla. Almennt má segja að stoðkerf- issjúkdómar þ.m.t. gigtarsjúkdómar eru mun algengari hjá konum en körlum. Einn algengasti gigt- arsjúkdómurinn, sem orsakar ör- orku hjá ungum konum er svoköll- uð „vefjagigt“ eða fibromyalgia syndrome. Nýleg rannsókn, sem gerð var á um 35.000 opinberum starfsmönnum í Finn- landi á aldrinum 17 til 65 ára leiddi í ljós, að 644 þeirra voru með sjúkdóminn vefjagigt. Þessir vefjagigt- arsjúklingar misstu samtals yfir 20.000 daga úr vinnu vegna einkenna sem rekja mátti til sjúkdómsins á tímabilinu 2000 til 2002. Tvöfalt meiri líkur eru á því að vefjagigtarsjúklingur missi úr vinnu vegna veikinda en ein- staklingar sem ekki eru með vefjagigt. Líkurnar á veik- indaleyfi hjá vefjagigt- arsjúklingum eru jafn- vel hærri en hjá einstaklingum með aðra langvinna sjúk- dóma svo sem slitgigt eða þunglyndi. Hér er því um að ræða mark- tækan áhættuþátt fyrir óvinnufærni og örorku. Vefjagigt er í raun heil- kenni (syndrome) þ.e. samsafn sjúkdómseinkenna, sem einkennist af langvarandi útbreiddum verkjum frá stoðkerfi líkamans og aumum blettum. Ekki finnast nein merki um liðbólgur (synovitis) eða bólgur í vöðvum (myositis). Læknisskoðun og yfirleitt eðlileg (f.u. auma bletti) svo og niðurstöður blóðprófa og röntgenrannsókna. Um 80–90% þeirra sem veikjast eru konur á aldrinum 30–50 ára. Engar rann- sóknir hafa verið gerðar á óvinnu- færni eða örorku vegna vefjagigtar hér á landi og er það því tímabært. Eins og bent hefur verið á, eru úrræði til starfsendurhæfingar og virkniaukandi aðgerða fyrir jað- arhópa á vinnumarkaði færri hér á landi en í grannríkjunum. Ein meg- inforsenda fyrir lækningu og end- urhæfingu vegna sjúkdóma er skjót sjúkdómsgreining og rétt meðferð. Mjög mikilvægt er því, að þeir sem veikjast hafi greiðan og óheftan að- gang að sérfræðingum í viðkom- andi sérgreinum læknisfræðinnar. Þetta á jafnt við geðraskanir sem stoðkerfisvandamál sem og aðra al- varlega og ekki síst langvinna sjúk- dóma. Það er því mjög mikilvægt að stjórn heilbrigðiskerfisins sé á höndum þeirra fagaðila, sem hafa sem besta yfirsýn yfir þau heil- brigðisvandamál, sem við er að glíma hverju sinni og hafa á þeim sérþekkingu og reynslu í lausn þeirra. Vara ber við þeim hættum, sem skapast geta af aukinni mið- stýringu heilbrigðismála og skyndi- lausnum. Markvisst er nú reynt að draga úr áhrifum fagstétta í heil- brigðiskerfinu og er það miður. Skammsýni og skortur á yfirsýn er einkennandi í stjórnkerfinu. Stoð- kerfisvandamál fara ört vaxandi hér á landi og benda nýlegar rann- sóknir til þess að vefjagigt sé al- geng örsök óvinnufærni og örorku. Skjótra og raunhæfra aðgerða er því þörf í þessum málum, ef ekki á að stefna í óefni. Heimildir: 1) Thorlacius S, Stefánsson SB, Ólafsson S. Algengi örorku á Íslandi þ. 1. desem- ber 2005. Læknablaðið 1. tbl. 93. árg. 2007. 2) M. Kivimäki et al. Increased absence due to sickness among employees with fibromyalgia. Ann Rheum Dis 2007; 66:65–69. Vefjagigt – Algeng orsök óvinnufærni og örorku Júlíus Valsson fjallar um vefjagigt og örorku Júlíus Valsson »Engar rann-sóknir hafa verið gerðar á óvinnufærni eða örorku vegna vefjagigtar hér á landi og er það því tímabært. Höfundur er læknir. BÚFÉNAÐUR hefur fylgt Íslend- ingum frá landnámsöld. Á þeim tíma giltu ákveðnar reglur um það hvernig menn helguðu sér land til búsetu í byggð og þannig urðu til landa- merki bújarða. Reglur um helgun lands til eignar utan hins hefð- bundna byggðamynst- urs sem þróaðist voru aldrei settar eftir því sem best er vitað, svo sem um heiðar, almenn- inga og öræfi. Sú venja skapaðist snemma að bændur ráku fé til heiða til beitar. Þessi lönd voru kölluð ýmist víð- lend heimalönd, afréttir eða almenningar. Hins vegar hefur lausaganga búfénaðar verið al- mennt leyfð á Íslandi og hefur sú tilhögun helg- ast af ýmsum ástæðum. Landnám, afréttir, þjóðlendur Með dómi Hæstaréttar frá 28. des- ember 1981 í máli nr. 199/1978 varð- andi Landmannaafrétt, þar sem ríkis- valdið krafðist viðurkenningar á eignarrétti á landi og landsnytjum, var komist að þeirri niðurstöðu að enginn ætti landið en bændur ættu óskoraðan beitarrétt á þessum afrétti og kallast það afréttarnot. Það má segja að Hæstiréttur hafi með dómi þessum kallað eftir lagasetningu um eignarhald á afréttum og almenning- um eða eins og segir í dómnum: „Hinsvegar verður að telja, að hand- hafar ríkisvalds, sem til þess eru bær- ir, geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu lands- svæðis þess sem hér er um að ræða.“ Í framhaldi af þessum dómi varð mik- il umræða varðandi eignarréttindi á Íslandi. Upp úr þeirri umræðu eru lög nr. 58/1998 um þjóðlendur sett. Í þeim er þjóðlenda skilgreind sem land- svæði utan eignarlanda sem íslenska ríkið á þótt einstaklingar eða lögaðilar eigi þar takmörkuð réttindi. Sem dæmi um slík réttindi eru beitarrétt- indi. Á okkar tímum er verið að úr- skurða um hvar mörk eignarlanda og þjóðlendna liggja. Þegar því er lokið mætti í raun halda því fram að land- námi sé lokið. Forsætisráðuneytið ræður þar með yfir þjóðlendum en önnur réttindi, eins og afréttur og beitarréttur, geta legið innan þjóð- lendu. Ástæður lausagöngu búfjár Sú venja hefur skapast við búfjár- hald hér á landi að búfé hefur mátt reika um ógirta bithaga og afréttir og er ekki vörsluskylda á búsmala. Nefn- ist þetta lausaganga búfjár. Hún er aðferð til að nýta graslendi til hins ýtrasta, án tillits til þess hver á það. En hún er miðuð við þá lífshætti sem giltu fyrr á öldum og ljóst er að nú er öldin önnur. Meðfram vegum eru girðingar og þar á fénaður ekki að vera. Samt sem áður ber ökumaður bifreiðar tjón sem hlýst af því ef bú- fénaður stekkur óvænt í veg fyrir ökutæki en ekki bóndinn. Eini búpen- ingurinn sem er vörsluskyldur allt ár- ið í högum eru stóðhestar. Íslenskir bændur hafa almennt ekki náð að girða bújarðir sínar og vegur þar þyngst kostnaður, tíma- leysi og að sumar bújarðir er mjög erfitt að girða. Einnig fara girðingar mjög illa á Íslandi. Þær sligast vegna veðráttu, snjóa og ísingar og eru við- haldsfrekar. Þetta eru helstu skýring- ar á lausagöngu sem viðgengst í land- inu og svo ekki síst sterk félagsleg og pólitísk staða bænda fram að þessu. Sveitirnar voru einsleitar og flestir áttu sameiginlega hagsmuni varðandi beitina. Þess vegna er reglan um lausagöngu búfjár enn virk. Nýtt beitarskipulag Íslenskt samfélag er að breytast. Hagsmunir einstaklinga, og hins op- inbera eru margvíslegir og hætt við árekstrum, m.a. vegna lausagöngu búfjár og annarskonar landnota. Má þar nefna umferð ökutækja, sum- arhús, landgræðslu og skógrækt. Dæmi eru um að skógræktarmaður og sauðfjárbóndi hafi flogist á í hlíðum Esju út af beit- armálum. Víst er að fyrr eða síð- ar rekur að því að lausa- ganga búfjár verði tak- mörkuð með einhverjum hætti. En vandséð er að það verði hægt að fá bændasamfélagið til að samþykkja breytta skip- an mála. Ef koma á slíkri skipan mála á verður að gera það með nýrri lög- gjöf um beitarmálefni. Skynsamlegt er að vera með svæðaskipulag og gera bændum kleift að hafa með sér afgirt beitarsamlög á ákveðnum svæðum sem mynda landfræðilega og búskap- arlega heild og þar innbyrðis verði lausaganga leyfð. Umhverfi íslensku sauðkindarinnar hefur krafist þess að hún væri léttbyggð, léttræk og nægjusöm. Um miðja síðustu öld var ræktunarstefnunni breytt og var haf- in ræktun á lágfættu, holdmeira sauðfé. Rétt er að halda áfram að rækta hraust, afurðasamt og vöðva- fyllt sauðfé, sem hægt er að nefna lág- lendis- og dalasauðfé. Styðja þarf sauðfjárbændur til að klára að girða bújarðir sínar svo þeir geti haft fé sitt í heimahögum eða beitarsamlögum. Á móti sparaðist margskonar girð- ingakostnaður almennings og hins op- inbera, þar sem lausaganga búfjár heyrir þá sögunni til. Ávinningur bænda af breytingunni væri minni landsvæði að smala og betra skipulag. Bændum ætti að gefa kost á að kaupa sér tryggingu, sem bætti tjón, væru þeir krafðir um skaðabætur vegna lausagöngu búfjár af óviðráðanlegum orsökum. Nýir hagsmunir eru sífellt að koma fram um notkun lands og má þar nefna ræktun lands til kolefnisbind- ingar sem eru mikilvæg landnot nú á okkar erfiðu tímum varðandi lofts- lagsbreytingar. Þannig eru sífelldar breytingar á hagsmunum varðandi landnot. Ljóst er að lausaganga búfjár hefur áhrif á hagsmuni margra. Er því nauðsynlegt að hefja umræðu um nýtt beitarfyrirkomulag búsmala þjóðarinnar, sem fellur að almanna- hagsmunum. Nú á vormánuðum munu verða kosningar til Alþingis. Er því mikilvægt að afstaða tilvonandi þingmanna og framboða sé ljós, því á endanum er það Alþingi sem setur markmiðin og markar stefnuna með löggjöf. Landnot og beitarnytjar Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um landnot og lausagöngu búfjár á Íslandi Þorsteinn H. Gunnarsson » Ljóst er aðlausaganga búfjár hefur áhrif á hags- muni margra.. Höfundur er búfræðikandídat og fyrrverandi bóndi. Óvart sagði ég: Nú sér fyrir endann á hvortveggja. RÉTT VÆRI: … fyrir endann á hvorutveggja. Gætum tungunnar Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinarwww.mbl.is/profkjor Kristján Einarsson styður Björn Jónsson í 2. sæti á lista framsóknarmanna í Suður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.