Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 19 AUSTURLAND LANDIÐ Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Tuttugu og þrír sóttu fisk- vinnslunámskeið sem haldið var á Húsavík á dögunum, á vegum Starfs- fræðslunefndar fiskvinnslunnar. Námskeiðið var haldið í samstarfi við Verkalýðsfélag Húsavíkur og ná- grennis og fiskvinnslufyrirtæki á svæðinu, þ.e. Vísi hf., GPG fiskverkun ehf. og Laugafisk hf. Við námskeiðslok kom fram al- menn ánægja starfsmannanna með námskeiðið sem þeir efuðust ekki um að gerði þá hæfari í starfi. Á nám- skeiðinu, sem tók fjörutíu stundir, var farið í þætti eins og fiskvinnslu og gæðastjórnun, innra eftirlit, fjöl- menningu, hreinlæti og gerlagróður, sjálfsstyrkingu, samstarf og sam- skipti á vinnustöðum, öryggismál, skyndihjálp, líkamsbeitingu, atvinnu- lífið og launakerfin. 108 erlendir ríkisborgarar Aðalsteinn Árni Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, segir að samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eigi starfs- menn í fiskvinnslu rétt á námskeiðinu og launahækkun að því loknu. „Það tóku alls tuttugu og þrír starfsmenn þátt í námskeiðinu, þar af einn ís- lenskur, aðrir voru af erlendu bergi brotnir,“ segir Aðalsteinn Árni og bætir við að það séu veruleg umskipti frá því fyrir nokkrum árum þegar nær eingöngu íslenskir starfsmenn sóttu námskeiðið sem haldið er árlega á Húsavík. Á undanförnum misserum hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað verulega í Norðurþingi og þá sérstak- lega á Húsavík. Aðalsteinn Árni segir að samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni voru erlendir ríkisborg- arar í sveitarfélaginu hundrað og átta í lok árs 2006 og hafði fjölgað um ríf- lega 60% á tveimur árum, þar af eru fimmtíu og sex Pólverjar eða ríflega helmingur. Flestir þessara erlendu ríkisborgara starfa í fiskvinnslu á svæðinu þar sem illa hefur gengið að manna þessi störf Íslendingum. Aðeins einn Íslendingur sótti fiskvinnslunámskeið Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Góðgæti Aðalsteinn Árni Baldursson og Steingerður Gísladóttir, starfs- menn Verkalýðsfélagsins, önnuðust veitingar við námskeiðslok. Garður | Sagnakvöld verður í Byggðasafninu á Garðskaga í kvöld, kl. 20, og þar koma fram þrír leiðsögumenn. Sigrún Franklín segir frá merkum minjum, Iða Brá Vilhjálmsdóttir segir frá skip- ströndum við Garðinn og Hildur Harðardóttir segir meðal annars frá séra Sigurði Sívertsen á Út- skálum. Leiðsögumenn á sagnakvöldi Borgarbyggð | Svæðið sem áður til- heyrði Kolbeinsstaðahreppi í Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu telst nú formlega til lögsagnarumdæmis Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sam- kvæmt reglugerð sem gefin var út eftir áramót. Kemur þetta fram á vef Skessuhorns. Kolbeinsstaðahreppur var einn þeirra fjögurra sveitarfélaga er í vor sameinuðust í nýtt sveitarfélag sem nú heitir Borgarbyggð og til- heyra hin sveitarfélögin Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Hreppurinn var syðsti hluti Hnappadalssýslu og var fyrr á öldum stundum talinn til Mýrasýslu, segir Skessuhorn. Hreppur flutt- ur í Mýrasýslu Eftir Smára Geirsson smari@va.is Neskaupstaður | Um þessar mund- ir eru liðin 50 ár frá því að starf- semi Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað (FSN) hófst en sjúkrahúsið var formlega vígt 18. janúar 1957. Sjúkrahúsið hafði verið í bygg- ingu frá árinu 1948 og sannarlega mikið átak fyrir ekki stærra sam- félag en Neskaupstaður var að koma á fót stofnun af þessu tagi. Bæjarfélagið lagði fram fjármagn til byggingarinnar með nokkrum styrk frá ríkissjóði en eins lögðu fé- lagasamtök og einstaklingar í Nes- kaupstað sitt af mörkum. Mikil ein- ing ríkti í byggðarlaginu um byggingu sjúkrahússins. Tilkoma sjúkrahússins vakti mikla athygli og þótti það vel búið. Allur tækjabúnaður hafði verið keyptur frá Þýskalandi og var af fullkomnustu gerð. Elías Eyvinds- son var ráðinn fyrsti yfirlæknir og fyrsta yfirhjúkrunarkonan var fær- eysk, Olga Marý Joensen að nafni. Það var hátíðleg stund þegar efnt var til vígslu sjúkrahússins. Margar ræður voru fluttar og á meðal ann- arra töluðu þrír ráðherrar, þeir Hannibal Valdimarsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- og við- skiptaráðherra og Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra. Allir ráðherr- arnir rómuðu það framtak að koma sjúkrahúsinu á fót og margir ræðu- manna minntust séra Guðmundar Helgasonar fyrrverandi sóknar- prests í Norðfjarðarsókn en hann átti í reynd frumkvæðið að því að sjúkrahúsið reis. Sannaði strax tilverurétt sinn Strax eftir vígsluna hófst kröftug starfsemi á sjúkrahúsinu auk þess sem ellideild á efstu hæð þess var fullnýtt. Á fyrstu dögum starfsem- innar sannaði sjúkrahúsið svo sann- arlega tilverurétt sinn því að í fleiri en eitt skipti var þar bjargað mannslífum í tilvikum þar sem sjúklingarnir hefðu ekki þolað flutn- ing á sjúkrahús í öðrum landshlut- um. Þegar á fyrsta starfsárinu var sjúkrahúsið sótt af sjúklingum sem komu víða að af Austurlandi og eins þjónaði það sjúkum og slösuðum sjómönnum í ríkum mæli. Ekkert fór á milli mála að vígsla sjúkra- hússins í Neskaupstað markaði tímamót í sögu heilbrigðisþjónustu á Austurlandi og fljótlega ákváðu yfirvöld heilbrigðismála að sjúkra- húsið skyldi gegna hlutverki fjórð- ungssjúkrahúss í landshlutanum. Oft reyndist reksturinn erfiður fjárhagslega og algengt að erfitt væri að ráða fagfólk til starfa. Reyndi því oft mikið á Stefán Þor- leifsson sem gegndi starfi fram- kvæmdastjóra frá upphafi og allt til ársins 1986 og reyndar hafa eft- irmenn hans einnig glímt við sama vanda. Hvað varðar lækna sem starfað hafa við sjúkrahúsið ber sérstaklega að nefna Kristínu Gutt- ormsson svæfingalækni en hún kom til starfa árið 1963 og starfaði sam- fellt við stofnunina í meira en 40 ár. Segja má að Kristín hafi því lengi verið ákveðin kjölfesta í hinu fag- lega starfi á sjúkrahúsinu. Óx fljótt fiskur um hrygg Árið 1973 hófust framkvæmdir við byggingu nýs húss sem bætti alla starfsaðstöðu á sjúkrahúsinu til mikilla muna. Í því voru heilsu- gæslustöð, rannsóknastofa, rönt- gendeild, endurhæfingarstöð, skurðdeild og sjúkradeild ásamt að- stöðu fyrir ýmsa starfsemi sem tengdist sjúkrahúsinu. Sama ár og framkvæmdum við nýbygginguna lauk endanlega var í fyrsta sinn ráðinn lyflæknir að sjúkrahúsinu og þar með voru allar forsendur fyrir deildaskiptingu stofnunarinnar upp- fylltar. Árið 1984 var tekinn í notk- un fyrsti áfangi Breiðabliks, íbúða aldraðra í Neskaupstað, en Breiða- blik var beintengt sjúkrahúsinu og fengu íbúar þess tiltekna þjónustu þaðan. Síðan hefur í tvígang verið byggt við Breiðablik og eru þar 27 íbúðir fyrir einstaklinga og hjón. Um þessar mundir er unnið að stækkun og endurbyggingu elsta hluta sjúkrahússins og er gert ráð fyrir að þeim framkvæmdum ljúki snemma í vor. Þá mun húsið allt hafa tekið stakkaskiptum og verða hið nútímalegasta. Á efstu hæð, sem er ný, verður fullkomin aðstaða til endurhæfingar og á annarri hæð hjúkrunardeild fyrir aldraða sem mikil þörf er fyrir. Á neðstu hæð verður síðan eldhús, matsalur starfsfólks og skrifstofur. Alla tíð hefur sjúkrahúsið notið mikillar velvildar samfélagsins. Fé- lagasamtök og fyrirtæki hafa stutt stofnunina með ýmsum hætti og drjúgur hluti tækjabúnaðar sjúkra- hússins er til kominn vegna gjafa. Á síðustu árum hafa Hollvinasamtök sjúkrahússins starfað af miklum krafti og staðið fyrir kaupum á nýj- um búnaði í ríkum mæli. Dýrasta tækið sem samtökin hafa gefið er sneiðmyndatæki sem gjörbreytti þeirri þjónustu sem sjúkrahúsið getur veitt. Að undanförnu hefur átt sér stað mikil uppbygging á Austurlandi og hefur hún svo sannarlega haft áhrif á starfsemi Fjórðungssjúkrahúss- ins. Frá árinu 2003 hefur vöxtur starfseminnar verið sem aldrei fyrr og á það við um öll svið. Fjöldi inn- lagna og ferilverka hefur aukist mikið á þessu tímabili. Starfsemin á skurðstofu hefur vaxið ár frá ári, líkt og starfsemi fæðingardeildar, rannsóknastofu og heilsugæslu. Myndgreiningum hefur fjölgað og sneiðmyndarannsóknir voru um 560 á síðasta ári og á eftir að fjölga verulega á nýbyrjuðu ári. Svefn- rannsóknir eru ört vaxandi þáttur og endurhæfingarstarfsemin eykst hröðum skrefum. FSN hefur notið góðs samstarfs við Landspítalann og Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri hvað varðar afleysingalækna. Heimsóknir sérfræðinga eru fastur liður og sérfræðingarnir gera oft aðgerðir sínar á sjúkrahúsinu. Björn Magnússon er forstöðulæknir FSN og yfir lyflæknissviði. Jón H. H. Sen skurðlæknir er yfirlæknir handlæknisdeildar. Ráða á svæf- ingalækni í fast starf á þessu ári, sem og fjórða lækninn innan skamms. Rekstrarstjóri FSN er Valdimar O. Hermannsson. Lífum bjargað frá fyrsta degi Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Framþróun Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað hefur jafnan verið vel tækjum búið. Skurðstofan, t.h., var t.d. strax á fyrsta starfsárinu búin bestu fáan- legum tækjum þeirrar tíðar og skipti gríðarlegu máli í starfseminni. Sneiðmyndatækið, t.v., var nýlega gefið af hollvinasamtökum sjúkrahússins. Fimmtíu ára starfsafmæli Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað fagnað í dag Ljósmynd/Skjala- og myndasafn Norðfjarðar, Sigurður Guðmundsson. Ljósmynd/Skjala- og myndasafn Norðfj., Sigurður Guðmundss. Vígsludagurinn Bæjarstjórn, sjúkrahússtjórn, ráðherrar og læknar fögn- uðu opnun hins nýja sjúkrahúss á Norðfirði 19. febrúar 1957. Í HNOTSKURN »Fjórðungssjúkrahúsið íNeskaupstað hefur nú starfað í 50 ár og lýkur brátt miklum endurbótum og við- byggingu við stofnunina, en einnig var byggt við á áttunda áratug síðustu aldar. »Mikill vöxtur hefur verið ístarfsemi sjúkrahússins, ekki síst frá árinu 2003 og fjöldi innlagna og ferilverka aukist til muna. »Ráða á svæfingalækni áárinu auk fjórða læknisins á næstu mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.