Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 17 ERLENT Passat 100% lán VWPassat 1,6 Basicline Beinsk. árg. 04 ek. 72.000 Verð áður 1.350.000 kr. Verð 1.190.000 kr. Afborgun pr. mán.: 16.678 kr. Í 84 mán. VW Passat 2,0 Trendline Sjálfsk. árg. 03 ek. 62.000 Verð áður 1.490.000 kr. Verð 1.320.000 kr. Afborgun pr. mán. 21.164 kr. Í 72 mán. VW Passat 1,6 Basicline Beinsk. árg. 00 ek. 92.000 Verð áður 950.000 kr. Verð 840.000 kr. Afborgun pr. mán. 19.365 kr. Í 48 mán. VW Passat 2,0 Trendline Sjálfsk. árg. 03 ek. 70.000 Verð áður 1.390.000 kr. Verð 1.220.000 kr. Afborgun pr. mán.: 19.565 kr. Í 72 mán. Klettháls Klettháls KletthálsKlettháls VW Passat 4x4 2,0 Trendline Beinsk. árg. 04 ek. 20.000 Verð áður 2.190.000 kr. Verð 1.890.000 kr. Afborgun pr. mán.: 26.454 kr. Í 84 mán. VW Passat 2,0 Trendline Beinsk. árg. 03 ek. 61.000 Verð áður 1.390.000 kr. Verð 1.220.000 kr. Afborgun pr. mán.: 19.565 kr. Í 72 mán. VW Passat 2,0 Trendline Sjálfsk. árg. 04 ek. 25.000 Verð áður 1.990.000 kr. Verð 1.750.000 kr. Afborgun pr. mán.: 28.036 kr. Í 84 mán. VW Passat 2,0 Comfortline Sjálfsk. árg. 01 ek. 102.000 Verð áður 1.090.000 kr. Verð 890.000 kr. Afborgun pr. mán.: 16.819 kr. Í 60 mán. KletthálsKlettháls Klettháls Klettháls FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is TENGSL valdamanna við einka- heri og dauðasveitir hafa löngum eitrað stjórnmálalífið í Kólumbíu og hefur Alvaro Uribe forseti sjálfur verið borinn þungum sökum í þeim efnum. Nú hefur Uribe neyðst til að fallast á afsögn vinsæls ráðherra sem galt á þennan veg fyrir meintar syndir bróður síns. María Consuelo Araújo utanríkis- ráðherra greindi frá því á mánudag að hún hefði ákveðið að segja af sér embætti þar eð hún teldi að þannig fengi hún best varið hagsmuni þjóð- ar sinnar. Bróðir hennar, Alvaro Araújo öldungadeildarþingmaður, var á fimmtudag í liðinni viku hand- tekinn ásamt fimm þingmönnum öðrum sakaður um að hafa fjár- magnað starfsemi vígaflokka hægri manna í landinu. Þingmennirnir styðja allir stjórn Uribe forseta. Aldrei áður hafa svo hátt settir stjórnmálamenn verið handteknir fyrir viðlíka sakir. Faðir þeirra Mar- íu Consuelo og Alvaro Araújo sætir einnig rannsókn sökum grunsemda um að hann tengist dauðasveitum hægri manna er nefnast Sameinaðar sjálfsvarnarsveitir Kólumbíu (sp. „Autodefensas Unidas de Col- ombia“,AUC). Samtök þessi voru stofnuð árið 1997 en leysa átti þau upp 2003 í samræmi við samkomulag leiðtoga þeirra og stjórnvalda. Ekki reyndust þó allir félagar hreyfing- arinnar tilbúnir til að leggja niður vopn. Frændi Araújo-systkinanna, Carlos Holguin, héraðsstjóri í Cesar, liggur einnig undir grun um að tengjast ólöglegum vígaflokkum. María Consuelo Araújo kvaðst sannfærð um að faðir hennar og bróðir væru saklausir. Hún teldi nauðsynlegt að segja af sér ráð- herraembættinu til að geta sýnt þeim stuðning „sem dóttir og systir“. Áhrifamikil fjölskylda María Consuelo Araújo Castro fæddist árið 1971 í Valledupar í Ces- ar-héraði. Araújo-fjölskyldan hefur löngum verið áhrifamikil í stjórnmál- unum þar. Hún var menningarráð- herra á fyrsta kjörtímabili Uribe for- seta, 2002–2006, en var heldur óvænt skipuð utanríkisráðherra í ágúst í fyrra. Við embætti hennar tekur nú Fernando Araújo (þau eru ekki skyld), reyndur stjórnmálamaður sem slapp úr haldi vinstri sinnaðra skæruliða í janúarmánuði eftir að hafa verið heil sex ár á valdi þeirra. Alvaro Uribe forseti nýtur mikilla vinsælda og hneyksli þetta verður stjórn hans ekki að falli. Á hinn bóg- inn hafa viðbrögð forsetans vakið nokkra undrun, ekki síst þar sem hann lýsti yfir því á laugardag að ekki kæmi til álita að María Araújo segði af sér embætti. Hann hygðist ekki „fórna saklausri konu“. Sterka stöðu Uribe forseta má rekja til þeirrar afdráttarlausu stefnu er hann hefur rekið gagnvart vinstri sinnuðum skæruliðum sem haldið hafa uppi blóðugri baráttu í nafni byltingar og þjóðfrelsis í 40 ár. Forsetinn náði samkomulagi við leið- toga vígaflokka hægri manna um að þeir legðu niður vopn en hefur sætt gagnrýni mannréttindasamtaka sem telja að sáttmálinn feli í sér óhóflega eftirgjöf af hálfu ríkisins. Vígaflokk- ar þessir voru flestir myndaðir á ní- unda áratugnum sem einkaherir eit- urlyfjasmyglara. Þeir gerðust oftlega sekir um hroðaleg fjölda- morð á smábændum sem grunaðir voru um að styðja sveitir skæruliða. Þykir mörgum ótækt að leiðtogar samtakanna hafi getað samið við stjórnvöld um væga fangelsisdóma gegn því að afvopnast. Uribe forseti hefur löngum verið vændur um að hafa tengst AUC- sveitunum er hann var héraðsstjóri í Antioquia á tíunda áratugnum. Leið- togar stjórnarandstöðunnar fullyrða að hið sama gildi um bróður hans, Santiago, og hafa boðað að gögn í þá veru verði lögð fyrir þingheim. Syndir bróðurins „Saklaus kona“ segir af sér embætti utanríkisráðherra Kólumbíu Reuters Afsögn María Consuleo Araújo greinir frá afsögn sinni á fundi með fréttamönnum í forsetahöllinni í Bogota. Reuters Frelsi Fernando Araujo, nýr utan- ríkisráðherra, eftir að hafa sloppið úr höndum vinstriskæruliða sem höfðu hann á valdi sínu í sex ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.