Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ er oft fróðlegt að fylgjast með umræðunni um hvað má og hvað má ekki. Sérstaklega á þetta við þegar um er að ræða hækkun á kostnaði heimilanna. Nú þegar við erum að fá inn um bréfalúguna „Álagningu fasteignagjalda 2007“, þá trúi ég að það séu margir sem sjá hvað þessi kostnaðarliður hefur hækkað mikið. Í það minnsta á það við hjá okkur í Hafnarfirði. Fróðlegt væri að fá að heyra um þróunina í fleiri sveitarfélögum. Því miður hef ég ekki haldið því til haga hvað við höfum þurft að greiða til bæj- arins í formi fast- eignagjalda ár- lega í þau 45 ár sem við hjónin höfum búið á sama stað. En við skoðun fasteignaseðla síðustu ára kom í ljós að þessi kostnaðarliður hefur næstum tvö- faldast á nokkrum árum. Fast- eignagjöldin sem við þurftum að greiða fyrir árið 2000 voru 109.243 kr., en í ár er þessi upphæð 216.071 kr. Þarna er um að ræða aukin út- gjöld vegna sömu eignar þar sem ekkert hefur breyst, aðeins hækkað fasteignamat. Þetta gerir tæplega 98% hækkun. Er einhver annar kostnaður heimilanna með meiri hækkun? Fasteignagjöld hækka en hiti og rafmagn lækka Í þau rúmu 45 ár sem við höfum bú- ið hér á sama stað hef ég haldið til haga upplýsingum um kostnað, ásamt magni af olíu/heitu vatni og kw. rafmagns. Árið 1962, sem var fyrsta heila ár okkar í húsinu, var kostnaður vegna h+r rúm 8% af brúttótekjum okkar. Þar af var ol- ían 85% og rafmagnið 15%. Þá var rafmagnsnotkunin í kw. aðeins 60% af því sem var á síðasta ári. Á þessu tímabili hefur kostnaður h+r lækkað mikið. Þar var hitaveit- an mikil búbót, en þar á móti kemur að húsnæðið hefur stækkað. Það er kominn bílskúr og sólstofa, hvor- tveggja er með hita og rafmagni og þar fyrir utan er kominn hiti í inn- keyrsluna. Í dag er þetta 30% stærra húsnæði, en kostnaðurinn aðeins lítill hluti af upphaflegu verði. Á síðustu árum hafa fast- eignagjöldin verið á mikilli siglingu uppávið eins og meðfylgjandi sam- anburður ber með sér. Hér er sam- anburður þar sem notaðar eru raun- tölur hvers árs. Þar rokkar h+r aðeins til eftir því hvernig aflestur er, sem tekinn er einu sinni á ári. Sveitarfélögin hafa á und- anförnum árum verið að kvarta og kveina vegna þess að Ríkið hafi hlunnfarið þau með yfirtöku grunn- skólans og því sé það réttlætanlegt að hækka fasteignagjöldin eins og raunin er. En nú er nóg komið. Ég tala nú ekki um fyrir okkur ellilíf- eyrisþega. SIGURÐUR HALLGRÍMSSON, formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Hverjir mega hækka álögur á almenning? Frá Sigurði Hallgrímssyni: Sigurður Hallgrímsson NÚ HEFIR flotið upp ein- kennilegt mál er varðar meinta illa meðferð á drengjum sem sendir voru til dvalar í Breiðavík á seinni hluta seinustu aldar. Menn hafa lýst forstöðumanninum Þór- halli heitnum Hálfdánarsyni sem hinum versta hrotta og illmenni og jafnframt hefir því verið haldið fram að hann hafi verið ómennt- aður sjómaður. Þórhallur útskrif- aðist úr Stýrimannaskólanum vor- ið 1949, seinna var hann stýrimaður og skipstjóri á fiski- skipum. Yfirmenn á skipum eru menntaðir til að gefa skipanir og hlýða án skilyrða. Á þeim árum sem Breiðavíkurheimilið var stofn- að var orðið til í sálfræðinni nokk- uð sem kallað var hugræn atferl- ismeðferð. Vísindamenn úti í hinum stóra heimi höfðu gert til- raunir á m.a. rottum, hundum og öpum. Með refsingu eða umbun (verðlaunum) var hægt að stjórna hegðun þessara dýrategunda. Þessar aðferðir voru svo yf- irfærðar á menn. Hámarki náðu æfingarnar hér á landi þegar heilbrigðisyfirvöld keyptu raf- magnsstól sem átti að nota til að lækna menn af drykkjusýki. Undir stólnum var háspennukefli og var jarðsambandið tengt við setuna en póllinn í mál, sem sett- ur var í whiskysopi. Sjúkling- urinn var settur í stólinn og boð- ið að drekka. Við það að málið snerti varirnar fékk hann heift- arlegt rafstuð, en minningin um það átti að lækna sýkina. Áslákur togarakarl átti metið, reyndi 36 sinnum. Ekki virðist þetta hafa læknað Láka því í minning- argrein í Mogganum fyrir nokkr- um árum fékk hann mikið hrós fyrir ósérhlífni við að gera SÁÁ að veruleika. Venjulegir kenn- arar eru örmagna eftir að hafa fengist við óróaunglinga í nokkra klukkutíma og ósanngjarnt að vega að látnum manni sem var að vinna sitt starf með þeim aðferð- um sem taldar voru bestar á þess- um árum. Sjálfsagt er að greiða bætur fyrir þessi mistök. Sett var fram krafa um að farin væri hin s.k. norska leið þar sem börnum af upptökuheimilum voru greiddar 3 milljónir vegna þess sem þeim var gert. Þegar sú upphæð er krufin virðist ekki mikið hafa gerst þarna því 200 þúsund með vöxtum og vaxtavöxtum eru u.þ.b. 3 milljónir eftir 40 ár. Eitt er það sem rýrir frásögn drengjanna, það er að dr. Símon Jóh. Ágústsson hafi legið í fylliríi þá daga sem hann dvaldi í Breiðavík á hverju vori. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8, Reykjavík. Breiðavík Frá Gesti Gunnarssyni: VIÐSKIPTALÍFIÐ á Íslandi er bú- ið að missa þolinmæðina gagnvart ís- lensku krónunni. Þetta kom skýrt fram í máli Erlendar Hjaltasonar, formanns Viðskiptaráðs, á aðalfundi ráðsins fyrir skömmu. Í annars góðri ræðu formannsins greip hann þó til þess ráðs að vísa í reglugerð Evr- ópusambandsins sem dæmi um hve við Íslendingar værum samt betur sett utan ESB. Stigadæmið sem for- maðurinn nefndi er þó langt frá sannleikanum og dæmi um gróu- sögu sem er mikil rangtúlkun á reglugerð ESB. Þess má einnig geta að þessi reglugerð hefur verið í gildi hér á Íslandi frá árinu 2001 í gegnum EES-samninginn! Reglugerðin sem Erlendur vísar til fjallar um öryggi og heilsu á vinnustöðum. Þar er á einum stað vísað til vinnu starfsmanna í mikilli hæð og einungis sagt að gæta eigi ýtrustu varkárni varðandi slíka vinnu. Ekkert í reglugerðinni segir að húsverðir megi ekki nota stiga enda væri slíkt fáránlegt. Það virðist vera vinsælt meðal andstæðinga ESB að búa til slíkar gróusögur, væntanlega í því skyni að skapa ein- hvers konar grýlu úr sambandinu sem ætlað er óupplýstu fólki til skemmtunar. Þótt menn hafi efasemdir um sam- starf Evrópuþjóða, eins og það birt- ist í ESB, þjónar það varla málstað þeirra að breiða út rangtúlkanir á löggjöf sem snertir réttindi og skyld- ur fólks á vinnumarkaði hér á landi. Það væri miklu nær að við gengjum í Evrópusambandið og gætum þá haft áhrif á þá EES-löggjöf sem tekin er upp hér á landi. Það gerum við að mjög takmörkuðu leyti í dag og þar er verk að vinna. Þess vegna segi ég við Erlend og félaga hans í Við- skiptaráðinu að hætti Spaugstofu- manna; yfir til þín Erlendur! ANDRÉS PÉTURSSON, formaður Evrópusamtakanna. Yfir til þín Erlendur! Frá Andrési Péturssyni: Andrés Pétursson KETTIR, einkum svartir og grá- ir, hafa í aldanna rás verið tengdir göldrum og myrkum öflum. Gömul er sú trú að djöflar og nornir um- breyti sér í ketti við hentugleika, allt að níu sinnum í samræmi við þá þjóðtrú að kötturinn eigi sér níu líf. Fleiri óvættum er eignuð þessi náttúra, í íslenskum þjóðsögum eru það gjarnan uppvakningar, magn- aðir upp af galdramönnum, sem hafa þá getu að um- breyta sér í ketti, einkum gráa. Draug- ar, djöflar og galdra- lýður eru ekki einu yfirnáttúrlegu myrkraverurnar sem kettir hafa verið bendlaðir við. Aðrar eru þær verur í þjóðtrú okkar sem tengjast kettinum, enda einnig af katt- arætt, þ.e. skoffín, finngálkn og urð- arkettir. Ástæður þess að kötturinn er samsamaður þessum óvættum tengjast eflaust nátt- úrulegum eiginleikum skepnunnar. Kötturinn er að eðlisfari næturdýr og hefur meðfædda eiginleika til að bjarga sér í náttmyrkri en næturn- ar eru einmitt tími yfirnáttúrlegra myrkraafla. Hljóðlaust læðist kött- urinn í myrkrinu að bráðinni og hremmir hana með kjafti og klóm. Þar er enga miskunn að finna. En af þessum ástæðum hafa kettir oft á tíðum þurft að sæta af- ar harðri og ósanngjarnri meðferð. Sá siður þekktist víða í Evrópu fyrr á öldum að pynta ketti og drepa við ýmis tækifæri. Þar sem kötturinn var talinn fulltrúi hins illa, var á táknrænan hátt verið að útrýma þessum öflum með drápi hans. Í Þýskalandi fyrr á öldum var köttum varpað ofan úr kirkju- turnum og barst siðurinn þaðan að einhverju leyti til Danmerkur. Þarna virðist sem fólk hafi á tákn- rænan hátt verið að líkja eftir falli Lúsífers ofan af himnum niður í hið neðra, með köttinn enn og aftur í hlutverki hins illa. Í skosku hálönd- unum voru á 17. öld haldnar sam- komur þar sem menn pyntuðu og brenndu ketti í þeim tilgangi að öðlast skyggnigáfu sem kettir voru taldir búa yfir. Á Eystrasalts- strönd gamla Prússlands var sums staðar litið á köttinn sem tákn vetrar og myrkurs. Á vorhátíðum var hann því rekinn burt með gauragangi og látum í þeim til- gangi að hleypa að sól og sumri. Kattardráp gat líka verið norna- dráp eða a. m. k. táknrænt fyrir það sbr. málsháttinn „með illu skal illt út reka“. Enda var það ekki aðeins svo að nornir og galdramenn væru brennd til bana því Frakkar og Þjóðverjar vörpuðu köttum á brennur sem haldnar voru um sum- arsólstöður og á pásk- um en þetta voru tímar sem nornir voru sagð- ar á ferli að næturlagi. En nornir voru einnig sagðar á sveimi í byrj- un lönguföstu sem nú er senn að hefjast og þar kemur einmitt tengingin við þann gamla sið „að slá kött- inn úr tunnunni“ sem var einn af þessum mörgu grimmilegu leikjum fyrri tíma er snerust um pyntingar og dráp á köttum. Þessi siður þekkist frá því í byrj- un 16. aldar, líklega er hann eldri. Hingað til lands barst hann frá Danmörku á seinni hluta 19. aldar en þangað er talið að siðurinn hafi borist á 16. öld með hollenskum bændum er þangað fluttu. Í fyrstu mun hafa verið lifandi köttur í tunnunni en dæmi þekkj- ast um það í Danmörku allt til enda 19. aldar. Í samræmi við fyrr- nefndar kattarpyntingar er hætt við að ekki hafi allir kettir lifað af þá raun. Hingað barst siðurinn frá Danmörku á seinni hluta 19. aldar og þekktist á tímabili í helstu kaupstöðum landsins. Þessi siður var þó víðast hvar ekki langlífur nema á Akureyri þar sem hann lifir enn góðu lífi. Í höfuðstaðnum var siðurinn síðan endurvakinn á ní- unda áratug síðustu aldar og er enn vel viðhaldið. Hérlendis þekkt- ist aldrei að hafa lifandi kött í tunnunni, en dæmi er um að dauð- ur köttur eða dauður hrafn hafi verið notaður við þessa iðju. Eins og flestir vita er nú annar farmur í tunnunni en áður var. Núna er tunnan fyllt af sælgæti, þó siðurinn haldi sínu gamla nafni er tilgang- urinn annar og í samræmi við breytta tíma þ.e. neysluæði nú- tímans. En hver veit nema nornir nútímans birtist í mynd offitu og ofneyslu sykurs svo kannski er breytingin ekki svo mikil eftir allt saman. En það er önnur saga og síst betri. Að slá köttinn úr tunnunni Hrefna Sigríður Bjartmars- dóttir fjallar um þann sið að slá köttinn úr tunnunni í tilefni öskudagsins »Kattardráp gat líkaverið nornadráp eða a.m.k. táknrænt fyrir það samanber málshátt- inn „með illu skal illt út reka“. Hrefna Sigríður Bjart- marsdóttir Köttur sleginn úr tunnunni á öskudag: „Núna er tunnan fyllt af sælgæti, þó siðurinn haldi sínu gamla nafni er tilgangurinn annar ...“ Höfundur er þjóðfræðingur. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.