Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.02.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2007 35 þeirra Þórunni, Bergljótu og Soffíu. Allar þær ólýsanlegu móttökur sem ég og fjölskylda mín fengum fyrir vestan eru sterkar í minningunni og man ég sérstaklega eftir þegar Soffa og Stefán tóku mig með á heimssýn- inguna í New York. Einnig er mér minnisstæð ökuferð þegar ég keyrði Soffu, Stefán og dætur til Húsavíkur. Tilgangurinn var að Soffa hafði ekki heimsótt æskustöðvar sínar lengi og man ég eftir hve gaman hún hafði af að koma aftur á æskuheimili sitt, sýslumannshúsið, og rifja upp góðar minningar. Enn eina ferð fórum við síðar sem stendur öðrum framar, reiðtúr um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Dagurinn endaði með ,,picknic“ við Þingvallavatn með Íslands besta veð- ur okkur til mikillar ánægju. Samband dóttur minnar, Þórunnar, við Soffu var sérstakt og náið, frá þeim degi er þær hittust fyrst og til þess dags er Soffa féll frá. Þú ert og verður ávallt í huga mín- um, elsku frænka. Þórarinn Jónasson, Laxnesi. Með fáeinum orðum langar mig til að minnast Soffíu föðursystur minnar. Þarna var sönn heiðurskona á ferð. Hún var glæsileg, skemmtilegt, bros- mild og létt í lund. Hún var full af lífs- gleði og hafði mikla orku. Þetta kemur upp í hugann þegar hugsað er til baka. Hún var heimsborgari og ferðaðist mikið og sá margt skemmtilegt og hafði gaman af. Hún var mjög ættrækin og trygg- lynd og var vinur vina sinna, einnig barnagæla. Dæmi um það má nefna að hún gaf öllum barnabörnum systkina sinna og börnum í fjölskyldunni afmælis- og jólagjafir sem hún sendi til landsins til að gleðja þau. Við áttum margar ánægjulegar samverustundir. Hún var heilsuhraust og kenndi sér ekki meins, þar til í vetur er hún fór að finna fyrir heilsubresti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Nú hefur Guð kallað þig til sín elskuleg og minning þín mun ávallt lifa á meðal okkar. Það verður mikill söknuður við brotthvarf þitt. Megi góður Guð styrkja dætur þínar Þór- unni, Bergljótu, Soffíu og Gunnar Stefán. Hvíl í friði, Kristín Ásta Hafstein og fjölskylda. Sómakona, gædd ríkum persónu- töfrum, er fallin frá. Bar sig afburða- vel, tignarleg í fasi, fremst meðal jafn- ingja hvar sem hún fór. Þótt sumir í föngulegum systkina- hópi frá æskuheimilinu norðan heiða hafi orðið meira áberandi í þjóðlífinu en hún, misvirðir vart nokkur úr frændgarði hennar þótt því sé haldið fram að Soffía hafi, á sinn hátt, verið leiðtogi þess hóps enda vel til forystu fallin hvort sem var í fámenni eða fjöl- menni, með háum eða lágum. Síðust til náða, fyrst á fætur, forkur dugleg, innanhúss sem utan, jafnoki færustu matreiðslumeistara, fánaberi hinna gömlu gilda, prýði kvenna og fór það vel. Umvafði bróðurdóttur, sem ung missti móður sína, örmum sínum í faðmlagi sem hélst til æviloka. Bjó veglegt og fagurt heimili með eig- inmanni sínum, Stefáni Wathne, öð- lingi og prúðmenni sem féll frá í blóma lífsins fyrir þrjátíu árum. Róm- aðir gestgjafar, glæsileg hjón, vin- mörg og vinsæl, örlát og hjálpsöm og stráðu um sig góðvild sem margir fengu notið. Ljúft er þeim að þakka sem nutu. Eftir lát Stefáns helgaði Soffía sig dætrum sínum og dóttursyni af ein- stæðri umhyggju og ást og gladdist af einlægni yfir velgengni þeirra allra. Létt í lund, létt á fæti, ung í anda og hélt fullri reisn til hins síðasta. Í vöggugjöf fékk Soffía ómælda eðl- isgreind. Þótt lærdómsgráður kunni að fleyta sumum áleiðis í lífinu, jafn- ast fátt á við þá list að láta eðlisgreind- ina ljóma. Soffía kunni þá list. Því bar hún af öðrum. Nú syrgja dæturnar þrjár og dótt- ursonur frábæra móður og ömmu. Blessuð sé þeim öllum minning mik- ilhæfrar konu sem dáði þau öll og lifði fyrir þau öll. Jakob Þ. Möller. Í dag kveðjum við sómakonuna Soffíu Wathne og hlýjustu kveðjur fylgja henni í himnaför hennar sem á táknrænan hátt hefst á afmælisdegi hennar 21. febrúar. Soffa naut þeirrar gæfu að ná að lifa fram á síðasta dag við góða heilsu í félagsskap dætra sinna og ná fremur háum aldri. En fyrir mér var Soffa aldrei öldruð kona heldur nánast aldurslaus í sínum glæsileika og glaðværð. Ávallt vel til höfð, glaðvær og einfaldlega skemmtileg kona, en ekki síst spurul og áhugasöm um umhverfið og fólkið sitt. Við bræðurnir, synir Nannýjar, bestu vinkonu hennar, vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í þessari hlýju og umhyggjusemi. Soffa giftist ung Stefáni Wathne og þau bjuggu lengst af í New York. Stefán var afar hress maður og skemmtilegur og í minningunni er mér það kært að hann gaf sér alltaf tíma til að leika við okkur bræður þeg- ar hann var í heimsókn. En það er vin- áttan og tryggðin sem er efst í huga á þessum tíma, og í raun tel ég að mér sé nær ógjörlegt að lýsa þeirri tryggð sem myndaðist strax á milli þessara ungu vinahjóna, Soffu og Stefáns og foreldra minna, Badda og Nannýjar. Sú tryggð og vinátta fylgdi þeim ævi- langt og saman tókust þau oft á við lífsins gleði og sorgir. Stefán lést árið 1975 og var mikill missir fyrir Soffu og dæturnar. Til stóð þá að Soffa flytti heim til Íslands, en þær systur vildu reyna fyrir sér í viðskiptum þannig að heimför var frestað. Velgengni þeirra varð til þess að ekki varð af flutningi heim í bókstaflegri merkingu, þótt þær hafi alltaf haft sterkar rætur til landsins og sýnt mikla ræktarsemi við ættingja og vini. Hláturinn spilaði stórt hlutverk í samverustundum móður minnar og Soffu. Ósjaldan þegar komið var í Hlyngerðið til foreldra minna tók á móti manni glymjandi hlátur, og þá vissi maður að Soffa var komin, en hún hafði oftast aðsetur hjá vinkonu sinni þegar hún dvaldi á Íslandi. Og megi hláturinn og glaðværðin fylgja vinkonunum áfram, því það er full- vissa mín að nú stendur móðir mín handan við móðuna miklu og tekur vel á móti sinni kæru Soffu í nýjum vist- arverum, á sama hátt og Soffa tók á móti móður minni þegar hún kom fyrst nýtrúlofuð til New York eftir mánaðarsiglingu í stríðinu til að hitta föður minn og giftast honum þar. Ungu hjónin bjuggu síðan hlið við hlið um árabil í Forest Hills og þar eign- uðust vinkonurnar sín fyrstu börn og tengdust órjúfanlegum böndum. Þau eru nú öll sameinuð á ný. Við bræðurnir og fjölskyldur okkar vottum Þórunni, Bergljótu, Soffíu og Gunnari Stefáni dýpstu samúðar- kveðjur og erum þakklát fyrir ómet- anlega vináttu og tryggð milli fjöl- skyldna sem byggist á ævilangri og djúpri vináttu foreldra okkar. Brynjólfur Bjarnason. Eitt er víst í þessu lífi að öll þurfum við að kveðja að lokum og þeir sem eftir standa eiga góðar minningar. Mig langar að minnast Soffu með nokkrum af mínum minningum. Soffa var vinkona afa og ömmu. Hún gisti oftast hjá þeim. Það var alltaf til- hlökkun af fara í Hlyngerðið þegar Soffa var. Hún lumaði alltaf á ein- hverju góðgæti og í þá daga var flott að fá nammi frá útlöndum. Það sem er minnisstæðast frá æskunni er þegar við frænkurnar vorum að leika okkur hjá ömmu. Amma átti tösku sem hafði að geyma gamla kjóla sem gjarnan var farið í. Þar voru skór sem Soffa hafði skilið eftir hjá ömmu, þeir voru rosalega flottir svartir með semelíu- steinum, sannkallaðir demantaskór. „Elskuleg“ er orð sem Soffa notaði og þegar ég skrifa þetta heyri ég hana segja það, hún sagði þetta orð „elsku- leg“ með svo mikilli hlýju. Það var fyrir 20 árum að ég var svo lánsöm að fá að koma til Soffu í New York og vera þar í nokkra daga. Ég man að Soffa fór með mig eins og ég væri prinsessa. Gunnar Stefán fór með mig í skoðunarferð um borgina og svo í bíó, Soffa hefur örugglega verið búin að leggja honum línurnar um að hann mætti ekki af mér líta, svo það kæmi nú örugglega ekkert fyrir mig í stórborginni. Þessir dagar eru mér ógleymanlegir. Eitt það fallegasta kort sem ég hef um ævina fengið fékk ég í pósti síð- ustu páska frá Soffu og verður það vel varðveitt um ókomna tíð, þannig mun minning mín um góða og glæsilega konu lifa. Ég held að ég geti sagt að miklir fagnaðarfundir hafi átt sér stað hjá Guði því þar hafa sameinast góðir og traustir vinir eftir mislangan aðskiln- að. Í kortinu skrifar Soffa að eitt sinn hafi ég endað bréf til hennar með þessum orðum „mundu mig, ég man þig“ og með þeim orðum kveð ég þig elskuleg. Þín Sigrún. Glaðværð, skapfesta og greiðasemi eru orð sem strax koma upp í huga mér þegar ég minnist frænku minnar Soffíu Guðrúnar Wathne. Þessir miklu kostir einkenndu raunar stóran systkinahóp Soffíu sem með henni er nú allur horfinn yfir móðuna miklu. Þau Hafstein-systkinin og faðir þeirra, Júlíus sýslumaður, voru tíðir gestir á heimili foreldra minna í Skerjafirðinum og heyra þær stundir til minna bestu æskuminninga. Þar ber hátt sú vinátta sem tókst á milli móður minnar og Soffíu og aldrei bar á nokkurn skugga, þótt nokkuð lengd- ist á milli þeirra þegar Soffía flutti til New York með manni sínum Stefáni Wathne. Einkenndist vinátta þeirra af glaðværð, skapfestu og heilindum beggja, þótt trúlega hafi reynt meira á greiðasemi Soffu, eins og við köll- uðum hana alltaf, einkum þegar mamma bað hana, held ég fyrir hver jól, að kaupa og senda sér eitthvað jólalegt sem fengist bara í Ameríku. Man ég vel spennuna þegar jólasend- ingin frá Soffu Gunnu var opnuð og aldrei brást henni smekkvísin, sem dætur hennar hafa svo sannarlega erft frá henni. Enn í dag skarta jóla- trén á heimili mínu skrauti sem Soffía sendi mömmu fyrir rúmum 40 árum, því Soffía var ekki bara fádæma smekkleg, hún var líka sérfræðingur á gæði. Þegar ég réðist til vinnu hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York árið 1968, ákvað Soffía að ekki kæmi ann- að til greina en að við Systa og 4 ára sonur, Ásgeir, byggjum einhvers staðar nálægt þeim Stefáni og dætr- um, og auðvitað fann hún líka íbúð handa okkur í Mamaroneck þar sem þau bjuggu. Og á meðan ég beið eftir íbúðinni og komu fjölskyldu minnar var ekkert sjálfsagðara en að ég dveldi hjá þeim á Soundview Drive. Á ég þaðan ljúfar minningar enda var heimilið fallegt og hlýtt og fjölskyld- an, þau Soffía og Stefán, Þórunn, Anna Bergljót og Soffía Guðrún, ein- staklega samheldin og skemmtileg. Eftir að við Systa höfðum komið okk- ur fyrir í nágrenninu héldu þessi nánu tengsl áfram og erum við ævarandi þakklát fyrir allt það sem Soffía og Stefán gerðu fyrir okkur á þessum tíma. Við Systa sendum systrunum og Gunnari Stefáni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórður Ásgeirsson Elsku Soffa, mín kæra vinkona, í dag kveð ég þig með söknuði og gleði því ég veit að þú ert á góðum stað og líður vel og ég fæ að hitta þig aftur síðar. Þegar ég hugsa um þig þá sé ég þig fyrir mér hlæjandi og brosandi, þú varst alltaf svo glaðleg, bjartsýn og jákvæð. Þú varst ömmu minni mjög kær vinkona og eru minningar mínar af ykkur saman gæddar gleði og hlátri. Barngæska þín snerti hjarta mitt djúpt og mun fylgja mér alla tíð. Kæra vinkona, guð geymi þig og varðveiti. Ég bið góðan guð að styrkja og varðveita fjölskyldu þína í gegnum sorgina. Þín vinkona, Íris Björg Birgisdóttir og fjölskylda. Á námsárum okkar við Háskóla Ís- lands á 7. áratug síðustu aldar kynnt- umst við Þórunni Wathne sem lagði þar stund á nám í lögfræði. Urðu þau kynni upphaf einstakrar vináttu sem alltaf hefur haldið. Með árunum kynntumst við einnig systrum Þór- unnar, þeim Bergljótu og Soffíu og móður þeirra frú Soffíu Guðrúnu Wathne. Þau kynni urðu með tíman- um æ nánari. Soffía var sterkur per- sónuleiki, stórgreind og afskaplega hlý og skemmtileg kona. Þrátt fyrir það að hafa búið erlendis lengst af, var hún fyrst og fremst íslensk kona, sem bar uppruna sínum fagurt vitni. Hún var alin upp í stórum og samhentum systkinahópi af ástríkum foreldrum, þeim mætu sýslumannshjónum á Húsavík, frú Þórunni og Júlíusi Hav- steen. Hún var trúuð kona, hún elsk- aði allt sem íslenskt er, var mikill sjálfstæðismaður, las alla tíð Morg- unblaðið spjaldanna á milli og þegar talið barst að stjórnmálum hér heima var aldeilis ekki komið að tómum kof- unum. Oft var okkur boðið að vera með þeim mæðgunum á sveitasetri þeirra á Eyri við Kollafjörð þar sem við nutum saman landsins okkar góða og áttum konunglegar stundir. Einn- ig urðum við þess heiðurs og ánægju aðnjótandi að fá að heimsækja þær mæðgurnar á hverju ári síðastliðin ár að heimili þeirra í Ray fyrir norðan New York, og njóta þar þeirrar ein- stöku gestrisni sem þeim er í blóð borin. Þegar við vorum þar síðast núna í desember ræddum við mikið um liðna tíð við Soffíu sem rifjaði upp og sagði okkur frá ýmsum atburðum í lífi sínu. Þrátt fyrir þann mikla kraft og innri styrk sem hún bar, var okkur ljóst að hún gekk ekki heil til skógar. Ekki var okkur þó ljóst að þetta væri í síðasta sinn sem við fengjum að njóta samvista við hana í þessu lífi. Gengin er merk kona sem við mun- um ávallt minnast með söknuði, ást og virðingu. Dætrum hennar og dótt- ursyni, Gunnari Stefáni, vottum við okkar dýpstu samúð en vitum líka að trúin verður þeim mikill styrkur. Snjólaug og Haraldur Briem. Við leiðarlok – örfá kveðjuorð. Jarðneskri lífsgöngu elskulegrar vinkonu, Soffíu Guðrúnar Wathne, er lokið, en Drottinn tók hana til sín 7. febrúar sl. Vinskapur okkar Soffíu hófst skömmu eftir að hún, ásamt fjölskyldu, fluttist til New York fyrir um það bil 55 árum síðan. Ég starfaði þá sem flugfreyja hjá Loftleiðum. Heimili Soffíu og fjölskyldu stóð mér ávallt opið. Ég á mér ógleymanlegar stundir með Soffíu, Stefáni og fjöl- skyldu og hefur vinskapur okkar ætíð verið tryggur og góður. Soffía var einstök. Hún var flug- gáfuð og skemmtileg og fylgdist vel með öllu sem var að gerast heima á Íslandi, þó sérstaklega pólitíkinni. Soffía hafði græna fingur og hlúði að hverju einstöku blómi og tré í garð- inum sínum. Ég stend í þakkarskuld fyrir að hafa fengið að njóta vináttu Soffíu og fjölskyldu svo lengi. Ég veit að algóð- ur Guð hefur tekið vel á móti Soffíu. Ástvinum og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar vin- konu. Guðrún Steingrímsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Soffíu Guðrúnu Wathne bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Jón Kristinn Snæhólm og Þórunn Lára (Tóta) ✝ Faðir okkar, ATLI HALLDÓRSSON vélstjóri, Ásholti 2, Reykjavík, lést föstudaginn 16. febrúar. Útför hans verður gerð frá Garðakirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Kristinn Atlason, Guðný Sigurvinsdóttir, Ída Atladóttir, Auður Atladóttir, Vernharður Stefánsson, Anna Atladóttir, Sveinn Sigurmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN ÞORVALDSSON, Lækjasmára 4, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánu- daginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Margrét Á. Þorvaldsdóttir, Þorvaldur K. Þorsteinsson, Guðrún Þ. Þórðardóttir, Kristinn H. Þorsteinsson, Auður Jónsdóttir, Óli Þorsteinsson, Guðrún Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR THEODÓRSSON, Esjubraut 19, Akranesi, andaðist á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 19. febrúar. Júlía Baldursdóttir, Baldur Ólafsson, Auður Líndal Sigmarsdóttir, Ellen Ólafsdóttir, Guðjón Theódórsson, Ragnhildur Í. Ólafsdóttir, Birgir Guðmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.