Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 22

Morgunblaðið - 22.03.2007, Page 22
|fimmtudagur|22. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf Hvernig væri að bregða sér á indverskan veitingastað í hæsta gæðaflokki næst þegar stoppað er í London? » 29 veitingastaðir Transfitusýrur hafa óæskileg áhrif á heilsufar og því er mik- ilvægt að draga sem mest úr neyslu á þeim. » 24 heilsa Listakonan Inga Elín Krist- insdóttir er hreinlega skýjum of- ar enda ánægð með framleiðslu sína á skýjabökkum. » 26 hönnun Gott aðgengi er nú orðið að Bosníu og Guðmundur Fylk- isson notar hvert tækifæri til að skoða landið. » 28 ferðalög Fánaröndin er nýtt merki Sam- bands garðyrkjubænda og tryggir neytendum að fram- leiðslan sé íslensk. » 27 neytendur Við ætlum ekki að ofmetn-ast. En eftir að hafa heyrtmiklar efasemdaraddir íbyrjun, þá erum við auð- vitað ánægð með að okkur hafi tek- ist að koma á svið frumsömdum, ís- lenskum söngleik þar sem við tókum þátt í að semja handritið og sáum líka um að semja alla tónlistina, fjór- tán lög,“ segir Halldór Eldjárn sem er í tíunda bekk í Hagaskóla og er einn þeirra þriggja nemenda sem komu í haust að máli við leikstjór- ann, Sigríði Birnu, og sögðust vilja semja lög fyrir nýjan söngleik. „Hún fór með sýnishorn af lögum frá okkur til Hrólfs Sæmundssonar tónlistarstjóra og þau ákváðu að slá til.“ Leikhópurinn fór með hugmyndir sínar að efni í söngleikinn til Ara Eldjárns sem tók að sér að semja handritið í samvinnu við hópinn. Afraksturinn var söngleikurinn Logandi hræddur sem var frum- sýndur í Hagaskóla síðastliðinn sunnudag. Raunveruleikaþáttur í draugahúsi Um áttatíu nemendur úr skól- anum koma með einum eða öðrum hætti að sýningunni og nítján manna hljómsveit sér um að spila tónlistina sem öll er samin af fjórum nemendum skólans, þeim Halldóri Eldjárn, Magnúsi Pálssyni, Halldóri Bjarka Arnarsyni og Gunnhildi Þórðardóttur. Á sviðinu gengur því heilmikið á og Álfrún Perla Bald- ursdóttir, sem leikur eitt af aðal- hlutverkunum, segir að mikil vinna hafi verið að stilla saman tónlist og söng. „Ég syng reyndar ekki mikið, er meira í því að leika hana Láru sem er mikil frekjudós og ekkert mjög lík mér. Þegar við tókum hlé á æf- ingum var ég stundum enn í karakt- er og ekkert mjög skemmtileg, þannig að mér hefur tekist að móðga einhverja.“ Álfrún Perla segir söngleikinn fjalla um tólf manneskjur sem taka þátt í raunveruleikaþætti í sjónvarpi og fara saman í frekar drungalegt hús þar sem er mikill draugagang- ur. Halldór bætir við að þetta séu mjög skemmtilegir draugar sem dansi og syngi og hann er ekki frá því að einhver alvöru draugagangur hafi farið af stað við þessa uppsetn- ingu. Þau segja heilmikinn brodd og ádeilu vera í verkinu. „Við deilum til dæmis á það að fólk sé flokkað sem hnakkar, „gotharar“ eða eitthvað annað eftir útlitinu.“ Þau segja bæði að það sé alger- lega þess virði að leggja á sig alla þessa vinnu til að koma hugarfóstr- inu á koppinn og að það sé góður skóli að taka þátt í svona uppsetn- ingu. khk@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Logandi hræddur Halldór Eldjárn slagverksleikari og Álfrún Perla leikkona við veggspjaldið góða. Söngur og dans í draugahúsi Krakkarnir í Hagaskóla réðust í það stórvirki að setja á svið frumsaminn íslenskan söngleik þar sem þau sáu sjálf um að semja tónlistina. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti tvö þeirra sem taka þátt í Logandi hræddur. „Við deilum til dæmis á það að fólk sé flokkað sem hnakkar, gotharar eða eitthvað annað eftir útlitinu.“ Söngleikurinn Logandi hræddur verður sýndur í kvöld í Hagaskóla kl. 20 og á sama tíma á sunnudag, mánudag og miðvikudag. ÞAÐ er ekki bara á hinu stóra interneti sem fólk þarf að vera varkárt með við- kvæmar persónuupplýsingar. Það ætti líka að hugsa sig tvisvar um áður en það setur viðkvæm skjöl í ljósritunarvélina. Ekki nægir að muna eftir því að taka frumritið með sér eftir að búið er að ljósrita því ljós- ritunarvélin vistar upplýsingarnar sem voru á skjalinu. Samkvæmt Berlingske tidende eru allar líkur á því að ljósritunarvélar í sjoppum, bókasöfnum, skólum, vinnustöðum og op- inberum stofnunum lúri á mikilvægum upp- lýsingum um þá sem þar hafa komið við. Þar kemur fram að öll stærri tölvukerfi geymi pantanir um prentun í röð áður en skjalið er prentað út og hið sama á við um stærri ljósritunarvélar sem skanna inn skjöl áður en þau eru fjölfölduð. Komist harði diskur vélarinnar í rangar hendur er örygg- ið í kring um þessa prentunarröð í algjöru lágmarki, þar sem diskurinn er sjaldnast dulkóðaður. Þar með getur hver sem býr yfir ákveðinni tækniþekkingu komist að því hvað staðið hefur á blöðunum sem voru ljós- rituð. Hjá skattinum og á spítalanum Þeir sem hafa notað ljósritunarvélar hafa því ástæðu til að óttast verði þeim stolið í annarlegum tilgangi. Blaðamenn slægju t.d. sennilega ekki hendinni á móti þeim upplýs- ingum sem geymdar eru í ljósritunarvél stjórnarráðsins og hvaða þjófur sem er tæki sennilega fegins hendi upplýsingum úr ljós- ritunarvél öryggisskrifstofu Glitnis eða Landsbankans. Og maður getur rétt ímynd- að sér hversu viðkvæmar upplýsingar lúra í ljósritunarvélum Ríkisskattstjóra eða Land- spítalans. Þá hafa menn áhyggjur af fölsunum skjala í tengslum við slíkar upplýsingar því þegar búið er að skanna inn skjal þarf ekki mikla þekkingu til að breyta upplýsingum sem þar koma fram á sannfærandi hátt. Ljósritunarfyrirtækið Xerox vinnur því nú að því að þróa ný öryggisatriði sem eiga að vinna bug á þessu vandamáli. Ljósritunarvélin fylgist með þér Fylgst með Stóri bróðir lúrir ekki bara í tölv- unni heldur líka í ljósritunarvélinni. tækni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.