Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 43 En svo líða ár, að þau breytast í tugi og verði þeir margir, kveða lög lýðveldisins á um það að horfið skuli frá verkahring sínum og setjast í helgan stein. Séra Hreinn vissi vit- anlega hvenær kæmi að lokaþætti þjónustunnar, honum var það þó ekki sérlega sárt eða viðkvæmt, þar sem þau Sigrún höfðu oftsinnis rætt um það, hvað þau skyldu nú fást við og hverju sinna, er þjónusta Hreins í kirkjunni væri að baki. Og fylgdi slík- um hugsunum tilhlökkun og þakkar- kennd. En gripið var harkalega inn í. Hinn ógnvænlegi sjúkdómur, sem svo marga leggur lágt og leiðir til grafar réðst til innrásar í blóð prests- ins. Hann barðist í móti svo sem hann hafði fyrr lagt lóð á þær vogaskálar sem merktu árangur og framfarir. Árin urðu ótrúlega mörg svo að nálg- uðust tuginn, sem hann var í þessu stríði og gafst ekki upp, heldur blés til sóknar þegar hlé varð á og kaus að taka hverjum degi sem gjöf í viðbót við þær aðrar sem hann hafði þegið og ávaxtað svo vel, að kirkjan stend- ur í þakkarskuld við hann . Við Ebba vorum erlendis en fylgd- umst þó vel með hvernig horfði með heilsu séra Hreins undir lok hins langa stríðs. Bænir voru honum helg- aðar og vísindi læknaþjónustunnar voru nýtt til hins ýtrasta. En allt kom fyrir ekki, maðurinn með ljáinn skar á lífsþráðinn, sem tengir séra Hrein dýrmætri fjölskyldu og fórnfúsu starfi. En um leið og við þökkum samfylgd, vináttu og tryggð beinum við enn bænum til þeirrar áttar sem við vitum hann vera í, að Guð taki svo í móti honum sem hann hefur ítrekað á hann bent og öðrum hjálpað til þess fundar við hinn almáttka sem mestu skilar. Góðvinur er kvaddur og hann, eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn eru falin Guði eins og hann bað fyrir þeim og var í því sem öðru dýrmæt fyrirmynd. Ólafur Skúlason. Elsku bróðir, nú þegar baráttu þinni er lokið þá voru fyrstu hugsanir mínar um þig: Öðlingur, höfðingi, hetja. Þetta varst þú allt og miklu meira en það. Þú varst mér líka miklu meira en stóri bróðir, þú varst minn besti vinur og sú vinátta var sönn og sterk. Allt frá því að ég var lítill polli á Hellissandi og fram til þessa dags var umhyggja þín, vináttan og ræktar- semin einstök. Þú sem alltaf varst að gefa, hlúa að og rækta. Öðlingurinn Hreinn: Það var sama hvort maður kom til ykkar Sigrúnar eða fékk ykkur í heimsókn þá báruð þið alltaf með ykkur hlýju, umhyggju og glæsileika og voruð alltaf að gefa og gleðja. Ræktarsemi ykkar við móður okkar var líka einstök. Þær eru óteljandi samverustundirnar fyr- ir vestan í leik og í starfi. Samvinna ykkar mömmu við Ingjaldshóls- kirkju gleymist manni aldrei. Vinátta ykkar og gagnkvæma virðingin sem þið báruð hvort fyrir öðru varð manni ómetanleg fyrirmynd. Þegar þið fluttuð til Kaupmannahafnar og þú tókst við stöðu sendiráðsprests hélst þú alltaf sambandi nær daglega. Allt- af að athuga hvort við hefðum það ekki gott og allt væri í lagi. Höfðinginn Hreinn: Þú varst glæsimenni sem fólk tók eftir, bar virðingu fyrir og hlustaði á. Þú kunn- ir að miðla til annarra kristilegum kærleika, þekkingu og reynslu. Einu sinni rifjaði mamma upp fyrir mér þessa setningu sem ég hafði sagt við hana eftir eina kirkjuferðina á Ingj- aldshól: (Mamma, af hverju geta ekki allir prestar flutt jafn skemmtilegar ræður og Hreinn?), því eitthvað fannst stráknum ræður sumra presta langar og leiðinlegar en þegar Hreinn bróðir var í ræðustól eða mælti við önnur tækifæri sat litli bróðir og hlustaði með andtakt og lotningu. Þú hafðir einstakt lag á því að koma kjarnanum til skila. Þær eru líka ófáar sögurnar sem þú sagðir okkur krökkunum þegar við vorum fyrir vestan. Sögurnar frá Munaðar- hóli, af pabba og fólkinu á Gimli. Þú þekktir hverja þúfu, hverja laut og hvern einasta stein á Sandi og söguna á bak við þá. Hetjan Hreinn: Þær eru ófáar sög- urnar sem kallarnir á Sandi sögðu manni af Hreini bróður á hans yngri árum fyrir vestan. Hvernig þú lékst þér að Fullsterkum, lyftir hrossum í heilu lagi, slóst Hraunskarðstúnið á þess að stoppa o.fl. Þú varst naut- sterkur og mikill keppnismaður og með óbilandi kraftadellu. Þegar veik- indi þín byrjuðu var þetta baráttu- og keppnisskap til staðar. Þú sagðir: Við erum þrír í liðunu: ég, læknirinn og hann þarna uppi. Við hjálpumst að. Þú hafðir ekki hátt um veikindi þín og þegar maður spurði hvernig þú hefð- ir það, þá var svarið: Blessaður mað- ur, ég hef það fínt en hvernig hafið þið það? Já, alltaf að hugsa um aðra fyrst og fremst. Æðruleysi þitt í veik- indunum var ótrúlegt og það lýsir þér best að þú bauðst lækninum þínum í 80 ára afmælið þitt tveimur dögum fyrir andlát þitt. Þetta er hetjan og keppnismaðurinn Hreinn. Elsku bróðir, þú varst einstakur persónuleiki, bróðir og vinur. Ég mun aldrei gleyma heimsóknum þín- um til mín á skrifstofuna. Þá gáfum við okkur tíma til að spjalla um allt og ekkert. Sumt af því ákváðum við að hafa bara fyrir okkur. Þannig verður það. Ég kveð þig, kæri bróðir, með söknuði og eftirsjá, Sigrún, mín við höldum áfram að rækta og hlúa að þeirri vináttu sem við höfum átt alla tíð. Sigrún mín, Steinunn, Jóhanna, Hjörtur og Halldór og afabörn, megi góður Guð styrkja ykkur og leiða á þessari sorgarstund. Þinn bróðir og vinur. Vigfús Kr. Hjartarson. „Lofið Drottin allar þjóðir, veg- samið hann allir lýðir, því að miskunn hans er voldug yfir oss og trúfesti hans varir að eilífu.“ Sr. Hreinn Hjartarson, mágur minn og náinn starfsfélagi, hafði það fyrir fasta reglu að byrja allar pré- dikanir sínar með þessum orðum Ritningarinnar, 117. Davíðssálmi. Það var honum yfirskrift alls þess sem hann vildi boða – alls þess sem máli skipti. Þegar sr. Hreinn kveður, miklu fyrr en við hefðum óskað, get- um við vinir hans og fjölskylda í sökn- uðinum hlustað á þá hvatningu sem hann flutti alltaf. Horft til baka með þakklæti fyrir afskaplega góða sam- ferð – horft líka fram á við til eilífa lífsins. Við Hreinn hittumst fyrst þegar við Heiða systir hans kynntumst. Hann var þá nývígður prestur vestur á Snæfellsnesi, ég var við dyr háskól- ans til guðfræðináms. Við kynntumst fljótt og vel, það var auðvelt að kynn- ast Hreini. Hann var hlýr, um- hyggjusamur, greiðugur, hafði glað- værð í för. Þegar hann seinna gifti okkur Heiðu og við urðum mágar varð það strax ákaflega náið og hélst alltaf þannig. Samskipti og samgang- ur fjölskyldna okkar urðu mjög mikil. Þar var hlutur Sigrúnar konu hans stór. Hún hefur alltaf verið meistari í því að muna daga og tíðir og fylgjast með hverjum einstaklingi. „Hreinn og Sigrún“ varð nánast eitt orð í munni barnanna okkar og ekki að ófyrirsynju. Það var lærdómsríkt að fylgjast með Hreini í starfi sóknarprestsins. Ástæðan fyrir því að hann fór út í prestsskap var sú að trúin á Jesúm Krist var honum lifandi hugsjón. Hann var duglegur prestur, hlýr sálusorgari, vann mikið, var áræðinn. Hann var samkvæmur sjálfum sér og aflaði sér trausts. Þegar hann hafði starfað um skeið í Fella- og Hólasókn varð ég prestur í Seljasókn. Þá varð starfsvettvangur okkar í mjög mikilli nánd, verkefnin svipuð – snertust oft. Algengt var að við gengjum inn í störf hvor annars. Þeim aðstæðum sem söfnuðir okkar bjuggu við á frumbýlingsárum þarf ekkert að lýsa hér. En þar var hugsjón trúarinnar það eina sem dugði og dugði líka vel. Þá var ómetanlegt að eiga góða starfsfélaga þar sem hægt var að treysta, geta talað. Það er í návist slíkra sem miskunn Guðs fær farveg. Þar á ég Hreini mikið að þakka. Við áttum saman margar gleðistundir sem ljómar af. En líka þær stundir sem eru svo ógnarlegar að enginn stenst nema með Guðs hjálp. Þar er stuðningur góðra vina mikilvægur. Ég vissi álengdar um þá ábyrgð og miklu tiltrú sem Hreini var sýnd í reglunni sem hann nefndi svo. Það kom mér ekki á óvart. Það var heldur ekki undrunarefni hið mikla traust sem hann naut í ábyrgðarstörfum við stjórn kirkjunnar. Mest lærdómsefn- ið var að fylgjast með því þegar hann á síðustu árunum þurfti að takast á við mikla sjúkdóma. Í slíku voru fáar hetjur sem hann. „Því að miskunn hans er voldug yfir oss og trúfesti hans varir að eilífu.“ Það reyndist þannig. Við fjölskylda mín vitum að sá góði Drottinn, sem Hreinn treysti á og boðaði, veitir nú styrk. Þess biðj- um við Sigrúnu og fjölskyldu hennar, þegar við minnumst heiðursmanns og ómetanlegs vinar. Valgeir Ástráðsson. Ástkær mágur okkar og vinur, Hreinn Hjartarson, er látinn. Við frá- fall hans fyllist hugurinn trega og söknuði en jafnframt þakklæti fyrir þá löngu og góðu samleið sem við systkinin og fjölskyldur okkar áttum með honum. Það var fyrir rúmum fimmtíu ár- um sem leiðir Hreins og Sigrúnar, systur okkar, lágu fyrst saman og hann fór að verða tíður gestur á æskuheimili okkar á Akranesi. Hreinn vann strax hug og hjarta okk- ar systkinanna og foreldra okkar enda var hann bæði glæsilegur mað- ur og drengur góður. Hann reyndist okkur öllum einstaklega vel og alltaf stóð heimili þeirra Hreins og Sigrún- ar okkur opið til lengri eða skemmri tíma, hvort sem var á Ránargötunni, í Ólafsvík, Kaupmannahöfn, Keilufell- inu eða í Asparfellinu. Heimilislífið einkenndist af hlýju og glaðværð svo ekki var að undra að afar gestkvæmt var á heimilinu. Þar var öllum vel tek- ið og gestir fóru þaðan ævinlega glað- ari í bragði og bjartsýnni á lífið en þeir voru þegar þá bar að garði. Hreinn var kátur og skemmtilegur félagi og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Honum var umhugað um að halda fjölskyldunni saman og þau hjónin áttu ósjaldan frumkvæði að skemmtilegum samverustundum af margvíslegu tilefni og stundum af því tilefni einu, eins og Hreinn sagði, að lífið er svo gott. Það er ljúft að ylja sér við slíkar minningar, ekki síst frá ferðum okkar um hálendi Íslands, nú síðast í sumar sem leið. Þá var Hreinn orðinn fársjúkur en áhuginn og kjarkurinn óbugaður, hann naut þess að fræðast og ferðast og ef hug- myndir kviknuðu um að fara ein- hverja króka hvatti hann til þess frekar en latti þótt þeir lengdu dag- leiðina. Hann kvartaði aldrei og gerði sér grein fyrir að þetta væri trúlega síðasta tækifærið sem hann hefði til að ferðast um óbyggðir landsins. Það er okkur mikils virði að hafa fengið tækifæri til að þess að eiga þessa daga saman og njóta þess með Hreini sem hann hafði yndi af. Samband þeirra Sigrúnar og Hreins var einstaklega ástríkt og skemmtilegt enda voru þau samhent í að lifa lífinu lifandi, horfa á það já- kvæða og njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða. Þetta kom skýrt í ljós í veikindum Hreins. Þá stóðu þau saman, studdu hvort annað og ræddu blátt áfram um veikindi og lífslíkur Hreins á þann hátt að við sem á hlýddum undruðumst styrkinn sem þau bjuggu yfir. Þegar Hreinn var spurður hvernig honum liði svaraði hann alltaf að honum liði bara vel og tíundaði allt sem vel hafði gengið. Oftar en ekki bætti hann því við að hins vegar væri þessi tími erfiður fyr- ir Sigrúnu og að yfirleitt gleymdist að hugsa um hve mikið reyndi á að- standendur sjúklinga. Þessi svör Hreins eru lýsandi dæmi um hvað sjálfsvorkunn var fjarri honum og hve umhyggja fyrir þeim sem honum þótti vænt um var ríkur þáttur í fari hans. Við þökkum af einlægni alla þá hjálpsemi og hlýju sem Hreinn sýndi okkur. Við sendum Sigrúnu systur okkar og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styðja þau og styrkja. Blessuð sé minning Hreins Hjartarsonar. Sigurbjörg, Ingimar, Guðbjörg og fjölskyldur.  Fleiri minningargreinar um Hrein Hjartarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Frændi okkar, KOLBEINN ÞORLEIFSSON, Ljósvallagötu 16, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 28. mars verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. apríl kl. 11.00. Hanna Signý Georgsdóttir, Bragi Guðmundsson, Hannes Guðmundsson, Hanna Guðrún Guðmundsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR, Hásæti 1B, Sauðárkróki. Margrét Guðmundsdóttir, Guðmundur R. Stefánsson, Arnfríður Arnardóttir, Sigríður K. Stefánsdóttir, Guðmundur Jensson, Ægir S. Stefánsson, Arngunnur Sigurþórsdóttir, barnabörn og langafabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR HREFNU SIGURÐARDÓTTUR, Hjallaseli 55, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Guðmundur Árnason, Ágústa Harting, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐGEIR I. JÓHANNSSON, Mímisvegi 15, Dalvík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 31. mars. Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju mánudaginn 9. apríl kl. 13.30. Stefán Ragnar Friðgeirsson, Anna Margrét Halldórsdóttir, Jóhann Þór Friðgeirsson, Elsa Stefánsdóttir, Rebekka Sigríður Friðgeirsdóttir, Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir, Sævar Freyr Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, MAGNEA KATRÍN BJARNADÓTTIR frá Bjarnastöðum, Heiðargerði 6, Akranesi, andaðist á heimili sínu laugardaginn 31. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Benedikt Bjarnason, Guðrún Stefanía Bjarnadóttir, Halldór Bjarnason. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, unnusti og faðir, BENEDIKT INGI ÁRMANNSSON, andaðist sunnudaginn 1. apríl. Ármann H. Benediktsson, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Erna Karen Stefánsdóttir, Jón Óskar Þórhallsson, Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Magnús Birgisson, Ármann Ingvi Ármannsson, Ásthildur Erlingsdóttir, Ísabella Ronja Benediktsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.