Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján StefánSigurjónsson fæddist í Ólafsvík á Snæfellsnesi 6. sept- ember 1933. Hann lést fimmtudaginn 12. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urjón Kristjánsson, f. 25. ágúst 1902, d. 27. október 1989, og Sigríður Ólafs- dóttir, f. 6. maí 1904, d. 22. maí 1987. Systkini Krist- jáns eru: Steinar, f. 9. mars 1928, d. 2. október 1992, Oddný Ólafía, f. 6. júní 1929, Hreiðar Hafberg, f. 12. janúar 1931, og Sævar, f. 31. ágúst 1932, d. 15. janúar 1952. Með Kristjáni ólust einnig upp tvö systkinabörn hans, þau Sigurjón, f. 7. nóvember 1948 og Sigríður, f. 9. apríl 1952. Kristján kvæntist árið 1960 Helgu Kristjánsdóttur, f. 26. ágúst 1934. Börn þeirra eru Krist- ján Þór, f. 16. janúar 1958, maki Guðrún Hulda Birgis, f. 18. febr- úar 1961, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn, Sigurjón, f. 5. apríl 1962, sambýliskona Ragn- hildur Sumarliðadóttir, f. 16. des- ember 1965, Sigurjón á tvö börn með fyrri konu sinni, Vigdísi Árnadóttur, f. 6. apríl 1965, Jón- ína f. 29. ágúst 1963, maki Magn- ús Eðvald Kristjánsson, f. 9. mars 1963 og eiga þau tvö börn, Freyja, f. 13. október 1965, sambýlis- maður Einar Rafn Haraldsson, f. 25. febrúar 1946, Freyja á fjögur börn með fyrri manni sínum, Tor- vald Gjerde, f. 9. maí 1951, stúlka, f. 25. nóvember 1969, d. 27. nóvember 1969, Arnar Logi, f. 11. febrúar 1973, og Júlíus Steinn, f. 4. apríl 1975, maki Anna Lísa Rasm- ussen, f. 7. febrúar 1966, og eiga þau tvö börn. Fyrir átti Helga Hörð Þor- berg, f. 24. janúar 1956, Hörður á tvö börn með fyrri konu sinni, Margréti Björgu Péturs- dóttur, f. 23. júlí 1957. Barnabörn Kristjáns og Helgu eru 16 talsins og eitt barnabarnabarn. Þau áttu heimili flest æviár Kristjáns í vesturbæ Kópavogs. Kristján ólst upp á Akranesi. Hann nam þar húsgagnasmíði og lauk meistararéttindum árið 1953. Upp úr tvítugu fluttist hann til Reykjavíkur og hóf þar störf við iðn sína. Lengstan hluta ævi sinnar var Kristján sjálfstætt starfandi, rak Trésmíðaverkstæði Didda & Geira í Kópavogi til fjölda ára og síðar fyrirtækið Tré- fag með Einari Sturlaugssyni sem sérhæfði sig í gluggasmíði og ísetningum. Kristján var mikill áhugamaður um íþróttir og stundaði hann bæði knattspyrnu og frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og varð m.a. Íslandsmeist- ari með „gullaldarliði“ Akraness árið 1954. Kristján verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Diddi minn. Þótt skjálfi þessi aldna jörð, Þeyt’ upp eldi svíði svörð má sá máttur lítils sín á móti ástinni til þín. Helga. Fjölskyldan flutti í Kópavoginn 1965 eftir að foreldrar mínir höfðu keypt fokhelda efri hæðina á Hraun- braut 45. Þetta var mjög hentugt þ.s. pabbi rak ásamt vini sínum Smíða- stofu Didda og Geira á Hraunbraut 16 og því ekki langt að fara til vinnu. Pabbi þurfti að leggja á sig mikla vinnu þ.s. marga munna var að metta og við systkinin vorum mörg og var enn að fjölga. Hann hafði unun af sinni vinnu og naut sín bezt þegar næg verkefni voru framundan. Virt- ist alltaf vera í góðu skapi og flautaði alltaf sama lagstúfinn þegar hann kom heim úr vinnu. Það var frábært að alast upp í Kópavogi á þessum tíma. Borgarholtið í kringum kirkj- una var vettvangur ægilegra bar- daga; við hjálpuðum til við að gefa hestunum í hesthúsinu við Kastala- gerði, renndum okkur á sleð í brekk- unni við Hraunbraut og teikuðum bíla þegar færi gafst. Rútstúnið var vettvangur götukeppna í fótbolta og ýmissa annarra leikja. Öll hús og íbúðir virtust vera full af krökkum. Í kjallaranum fengum við krakkarnir stórt leikherbergi. Þar voru haldin ófá knattspyrnumót og tóku öll úr- valsdeildarlið ensku knattspyrnunn- ar þátt í þeim. Pabbi hafði smíðað stóran og vandaðan leikfangabílskúr handa Nonna bróður. Hann var aldr- ei notaður sem slíkur þ.s. hann kom miklu betur að notum sem annað markið í leikherberginu. Pabbi hafði verið mikið í íþróttum á yngri árum og átti hann fullan kassa af verð- launapeningum bæði fyrir frjálsar íþróttir sem og fyrir Íslandsmeist- aratitil með Skagamönnum í knatt- spyrnu 1954. Þannig hafði hann alltaf taugar til Skagamanna þó svo að frá því að við fluttum í Kópavoginn hafi hann verið sannur Bliki til síðasta dags. Árið 1972 keyptu foreldrar mínir lóðina á Kópavogsbraut 65 en þá hafði pabbi hætt rekstri smíðastof- unnar og var kominn út í húsbygg- ingar. Húsið reis á leifturhraða og pabbi nánast sá um allt sjálfur. Pabbi gat lítið tekið sér frí frá vinnu en aldrei brást það að við færum í eina útilegu á ári. Í mörg ár í röð fórum við í Húsafell um verzlunarmanna- helgi. Pabbi þurfti alltaf að eiga sta- tion-bíla vinnu sinnar vegna til þess að koma timbri og verkfærum fyrir. Auk þess var nauðsynlegt að hafa stóra og mikla toppgrind á bílunum til þess að koma enn meiri farmi fyr- ir. Þetta kom að góðum notum þegar farið var í útilegurnar í Húsafelli. Þegar lagt var af stað var bíllinn pakkaður af farangri sem og topp- grindin og við systkinin einhvers staðar inn á milli en bílbelti þekktust ekki á þessum tíma. Í hvert skipti sem stoppað var og allir fóru út úr bílnum varð að hafa nafnakall áður en lagt var af stað aftur þ.s. ómögu- legt var að sjá greinilegan mun á barni og farangri; svo pakkaður var bíllinn. Mesta sportið hjá okkur systkinunum var löng og mikil brekka á Kaldadalsleiðinni. Þá brekku komst bíllinn aldrei nema hálfa leið. Því þurftu allir að fara út úr bílnum og bíða í miðri brekku eftir að pabbi keyrði upp brekkuna og vera viðbúinn þegar bíllinn færi að hægja á sér. Þá stukku allir sem vett- lingi gátu valdið á skottið og ýttu á eftir af öllum lífs og sálarkröftum þar til bíllinn náði upp á brekkubrún. Það gat verið stutt í glettnina og stríðnispúkann hjá pabba. Eitt minn- isstæðasta atvikið er þegar hann útbjó „viðar-piparköku“ sem var glettilega lík þeim sem mamma bak- aði. Þessari köku var síðan haganlega komið fyrir innan um piparkökurnar hennar mömmu, þegar von var á hentugu „fórnarlambi“. Spenningur okkar krakkanna var óbærilegur þegar beðið var eftir að „fórnarlamb- ið“ tæki upp rétta köku. Tilburðir þeirra sem grunlausir reyndu af lífs og sálarkröftum að bíta í „viðar-piparkökunar“ eru ógleym- anlegir og kitla enn hláturtaugarnar. Pabbi var ákaflega léttur í lund, vandvirkur, áreiðanlegur og heiðar- legur maður. Talaði aldrei illa um nokkurn mann og var ákaflega nægjusamur. Pabbi minn; að lokum vil ég þakka fyrir samfylgdina; bið góðan Guð að styrkja móður okkar og okkur hin sem eftir stöndum. Kristján Þór (Krissi). Elsku pabbi minn, nú ert þú farinn úr þessari vídd, úr þeirri vídd sem ég lifi áfram í eftir þinn dag og minnist margra góðra og hjartnæmra stunda. Oftast var það innan veggja heimilisins í faðmi fjölskyldunnar en fyrir kom að við tveir áttum okkar stundir tveir einir og sér. Þær eru mér virkilega minnisstæðar því ekki var málgleðinni fyrir að fara milli okkar en þeim mun hlýrri nærvera. Þú ert hin sterka fyrirmynd, sterk og aðdáunarverð föðurímynd. Ég kunni ekki að meðtaka hana á yngri árum á þann hátt sem ég geri nú en svo lær- ist manni að hljóður er hygginn mað- ur. Ímynd þín kom hvað sterkast fram í góðmennsku þinni og geð- prýði. Allt mitt líf hef ég mætt lofi og aðdáun í þinn garð og hversu vel sett- ur ég væri að eiga slíkan föður. Stolt það sem ég ber nú í brjósti er einmitt það orðspor sem af þér fer. Þú gafst mér þá föðurást og fyrirmynd sem hverjum syni myndi hugnast. Fyrir það vil ég þakka þér og virðing mín fyrir þér er ómæld. Nú ertu staddur í annarri vídd, í þeirri vídd sem ég mun koma í eftir minn dag og þá munum við aftur minnast góðra og hjartnæmra stunda og jafnvel stöku sinnum í spjalli tveir einir og sér. Kveð með fallegum sálmi sem afi minn og pabbi þinn kenndi mér: Einn ástarengill gengur um allan jarðarrann. Af engum er hann séður en alla lítur hann. Hann vitjar heims af Herrans náð en himinninn er hans fósturláð. (Höf. ók.) Ég elska þig, pabbi minn. Þinn sonur, Sigurjón (Nonni). „Pabbi, vinkaðu mér upp og nið- ur“! Sem barn kvaddi ég þig þannig á morgnana, elsku pabbi minn. Niðri í bíl leistu svo út um framrúðuna upp á efri hæðina þar sem ég sat í gluggan- um og svo vinkaðirðu mér „upp og niður“. Síðan voru ávallt fagnaðar- fundir þegar þú komst heim að lokn- um vinnudegi. Þá lyftirðu okkur systrunum hátt á loft, tókst okkur í „rallada, kleinu og öskubíl“ og svo héngum við í fótunum á þér svo þú varðst að draga okkur um gólfin, því við vildum ekki sleppa þér. Við sýnd- um þér hvað við vorum orðnar dug- legar að sippa og þú varðst að fá að heyra þegar ég lærði að segja s án þess að vera hrædd um að brjóta tennurnar. Þegar þú varst lagstur uppí rúm með dagblöðin, skriðum við oft uppí til þín og báðum þig að „spyrja okkur appelsínur og epli“ eins og við kölluðum reiknileikinn okkar. Það brást ekki að alltaf lagð- irðu frá þér blöðin til að sinna okkur. Í kaupbæti fengum við sögustund því þú varst snillingur að semja sögur þar sem við börnin vorum aðalper- sónur, upplifðum hættur og ævintýr, sem enduðu öll á því að við komumst heilu og höldnu í faðminn ykkar mömmu. Hluti af minningunni um þig, elsku pabbi, er ilmurinn af ný- söguðu timbri. Oft dvaldi ég í bíl- skúrnum hjá þér og fékk að dunda mér við smíðar með þér, þó að fyrstu árin hafi viðfangsefnið fyrst og fremst verið að bora göt í vinnuborð- ið þitt. Seinna fékk ég að halda undir með þér við vélsögina. Mér fannst svo stórkostlegt að sjá hvernig hlut- irnir urðu til hjá þér, viðurinn varð svo flauelsmjúkur eftir að þú varst búinn að pússa hann, því ekkert léstu frá þér nema þú værir fullkomlega sáttur, svo vandvirkur og samvisku- samur varstu. Á föstudagskvöldum fórum við að kaupa nammi og gos. Á leiðinni fengum við að stýra bílnum til skiptis. Ég man þegar þú lést bíl- inn renna að sjoppunni, sagðir hlæj- andi að nú yrði ég að stoppa hann og ég horfði með skelfingu á húsvegginn nálgast. Svona varstu alltaf skemmti- lega glettinn og góðlátlega stríðinn, þér tókst að gera leik úr öllu. Á full- orðinsárum mínum varstu langbesti dansfélagi minn, svo tignarlegur í valsinum og skemmtilegur tjúttari. Þannig varstu enn í dönsunum okkar í sjötugsafmæli þínu. Allar minning- ar um þig, elsku pabbi, eru yndisleg- ar og dýrmætar. Þú ert fyrirmynd mín, svo dagfarsprúður og geðgóður. Ég finn enn hlýju faðmlögin þín þeg- ar þú kvaddir mig; þú signdir mig alltaf og baðst Guð að vera með mér og fjölskyldu minni. Það er óendan- lega erfitt og sárt að kveðja þig, en ég fékk yndislega huggun frá litlu dótt- ur minni á leiðinni austur á Egilsstaði sl. föstudag, þegar hún sagði: „Mamma, hann er ennþá hjá okkur, við getum alltaf fundið hann í hjart- anu okkar“. Svo sannarlega er það rétt, við getum alltaf fundið þig í hjarta okkar og yljað okkur við dásamlegar minningar um þig. Þarna í bílnum ákvað ég að kveðja þig á þann hátt sem ég veit að þú kannt að meta. Ég leit út um fram- rúðuna, upp á bláan himininn með hvítum skýjahnoðrum, sá fyrir mér brosandi andlit þitt þarna uppi og vinkaði þér „upp og niður“. Guð veri með þér, elsku pabbi. Þín dóttir, Freyja. Elsku faðir minn hefur kvatt okk- ur. Eðlilega skjóta ótal minningar upp kollinum á stundum eins og þess- um þegar söknuðurinn heltekur mann. Pabbi var einstaklega góður mað- ur; sanngjarn, heiðarlegur og hafði mikla réttlætiskennd. Allir sem kynntust pabba höfðu þetta á orði. Alltaf var hann tilbúinn að hjálpa og aðstoða. Pabbi var eljusamur í vinnu og stundvísi og vandvirkni voru hans aðalsmerki. Pabbi var afskaplega skapgóður maður og þolinmóður. Ég minnist þess þegar ég, ungur drengur, kom með hjólið mitt út í skúr þar sem hann var að vinna og bað hann að bæta dekkið sem hafði sprungið. Þrátt fyrir að mikið væri að gera lagði hann verkefnin frá sér til að hjálpa syni sínum að komast aftur út að hjóla. Ekki örlaði á pirringi hjá honum. Nei, þvert á móti gerði hann við hjólið með bros á vör og blístraði með tónlistinni í úvarpinu á meðan. Þegar viðgerð var lokið og hjólið tilbúið til notkunar á ný spurði hann. „Hver er bestur?“ – og glotti um leið. Þetta er lýsandi fyrir pabba, hve þol- inmóður hann var, ávallt brosandi, hjálpsamur … og glettinn. Já, pabbi var það sem menn segja lúmsk-fyndinn; hann hafði mikinn húmor sem oft á tíðum fór ekki mikið fyrir. Hann átti það til að skjóta skemmtilegum punktum inn í sam- ræður og fyndnum tilsvörum, og ekki var langt í glottið eða brosið. Hann hafði gaman af meinlausri stríðni og flest börn í návist hans þekkja þegar hann pikkaði í höfuð þeirra hægra megin, sitjandi vinstra megin við þau. Þegar „fórnarlambið“ leit til hægri, steinhissa yfir því að ókunnugt fólk væri að pikka í það brosti hann innilega og sprakk svo úr hlátri þegar það áttaði sig á að þetta var pabbi. Barngóður er eitt af mörgum orð- um sem skjóta upp kollinum þegar ég minnist pabba. Hann hafði yndi af börnum og var ávallt tilbúinn að leika. Hann var duglegur að fara með okkur yngstu börnin í sund á laug- ardögum þar sem hann bjó til alls kyns leiki um hákarla og kafara. Ógleymanlegar eru sögurnar um Góða bola og Vonda bola sem hann samdi og sagði okkur fyrir svefninn. Þessar sögur lifa áfram og Kristófer, sonur okkar Önnu Lísu, er alltaf jafn spenntur þegar ég segi honum þær. Við systkinin þekkjum öll rallada og kleinu og elstu barnabörnin kynntust því. Vinsælastur var þó alltaf leikur- inn hans pabba þar sem hann „galdraði“ af sér nöglina. Við yngstu börnin og barnabörnin stóðum agn- dofa af undrun yfir því hvernig í ósköpunum hann gat tekið af sér nöglina og sett hana svo á aftur. Allt- af hló hann jafn dátt að undrunarsvip okkar. Það eru margar góðar minningar sem lifa áfram; minningar um hjarta- hlýjan, hjálpsaman og brosmildan mann. Það er ótal margt sem pabbi kenndi mér, ekki einungis í orðum heldur með hegðun sinni og fasi. Pabbi var fyrirmynd. Elsku mamma, kæru systkini og fjölskyldur, megi almættið styrkja okkur og blessa minningu pabba. Að lokum langar mig að beina orð- um mínum til pabba og nota til þess orðatiltæki sem hann hafði dálæti á, og notaði óspart um allt sem gott var. Pabbi, þú ert „alveg milljón“. Júlíus Steinn Kristjánsson. Elsku pabbi minn. Mikið er sárt að þú skulir vera farinn frá okkur. Þú glímdir við Alzheimer-sjúkdóminn í nokkur ár áður en kallið kom. Varst ansi laslegur síðast þegar ég sá þig á páskadag með flensu og mikinn hita. Þú varst svo yndislegur maður að orð fá því ekki lýst. Ég minnist sérstak- lega æskuára okkar yngstu bræðr- anna þegar þú baðaðir okkur. Á öðru hverju föstudagskvöldi kallaðir þú á okkur: „Strákar, Prúðuleikararnir eru byrjaðir“. Við litum alltaf skæl- brosandi hvor á annan og drifum okkur uppúr. Hin föstudagskvöldin héngum við lengur í baði, því Skon- rokk var ekki eins skemmtilegt. Svo fórstu í leik við okkur og gafst okkur nammi ef við vorum góðir. Stundum fyrir svefninn sagðir þú okkur ófáar sögurnar, ég minnist sérstaklega sögunnar um drengina sem fóru á bát langt út á sjó í myrkri og lentu í hrakningum en allt fór vel að lokum. Þá ímyndaði ég mér að þeir gætu verið við Júlli. Nokkrum árum síðar fórstu með okkur oft á völlinn og þá var farið á alla leiki, ekki bara að sjá okkar lið. Þá voru sundferðirnar tíð- ar á laugardögum, við kíktum í heim- sókn til afa og ömmu og síðan heim að horfa á enska boltann. Stundum á kvöldin heyrðum við ekkert nema blásturshljóð, léttan trommuslátt, þung strengjahljóð og hraðan píanó- leik, en þá varstu að hlusta á djass. Fyrstu árin skyldi ég ekkert í áhuga þínum á djassi, því ég nennti ekki að hlusta á hann. Seinna sagðir þú að ég ætti eftir að fá djassbakteríuna. Húmorinn var heldur ekki langt und- an og hjálpsemin. Og ekki má gleyma hversu hörkuduglegur og handlaginn smiður þú varst. Snillingur á þínu sviði. Þú gafst þér stundum tíma frá vinnu þinni til að laga eitthvað fyrir okkur, eins og hjólin eða annað. Eins var gaman að hjálpa þér við að halda spýtunum og plötunum þegar þú sag- aðir þær í vélinni af þinni alkunnu snilld. Jæja pabbi minn. Nú er jarð- vist þín á enda, en ég veit að þú ert kominn til ömmu og afa og allra hinna látnu ástvinanna. Það er skrýt- ið að þú sért farinn en við hittumst örugglega seinna. Hvíldu í friði, elsku pabbi, og þakka þér fyrir allt. Þinn sonur, Arnar Logi. Elsku pabbi minn. Í hjarta mínu geymi ég sterkari tilfinningar til þín en ég næ nokkurn tíma að setja á blað og í huga mínum geymi ég svo einstaklega fallegar og dýrmætar minningar um þig, svo einstakur maður varst þú, stórkostlegur per- sónuleiki, einstakt ljúfmenni, lista- smiður, afreksíþróttamaður og frá- bær pabbi. Elsku pabbi minn. Ég man frá æskuárum mínum hvað þú varst allt- af tilbúinn að leika við okkur systk- inin og segja okkur skemmtilegar sögur. Ég man eftir flotta dúkkuhús- inu og bílskúrnum sem þú smíðaðir handa okkur og skemmtilegum heimsóknum á húsgagnasmíðaverk- stæðið þitt. Ég man hvað þú fylgdist vel með okkur í íþróttunum og studd- ir ávallt við bakið á okkur. Ég man hvað heimilið var alltaf opið fyrir öll- um vinahópnum og hvað það var allt- af mikið fjör. Ég man þegar ég síðan kynntist honum Magga mínum hvað þú tókst honum vel. Ég man svo fal- lega og góða æsku. Elsku pabbi minn. Þú varst stór- glæsilegur maður og alltaf svo góður. Þú varst yndislegasti maður sem hægt er að hugsa sér. Það var ekki til í orðabók þinni neitt ljótt eða illt, aldrei nokkurn tíma heyrði ég þig hallmæla einum né neinum. Aldrei nokkurn tíma heyrði ég þig skipta skapi og aldrei nokkurn tíma heyrði ég þig öfundast. Þú varst hógværðin uppmáluð og alltaf boðinn og búinn að hjálpa til og ætlaðist aldrei til nokkurs á móti. Kristján Stefán Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.