Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 31
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 31 www.leikhusid.is sími 551 1200 Þjóðleikhúsið fyrir alla! LEG SKOPPA OG SKRÍTLA Allra síðasta sýning 13. maí kl. 20.00! SITJI GUÐS ENGLAR Sýning fyrir alla aldurshópa! HÁLSFESTI HELENU „Yndislega geggjaður og "morbid" húmor“. Lísa Páls, Rás 2 „Tónlistin sem Flís sá um var æðisleg... ég hlakka sjúklega til að komast yfir diskinn“. Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is „Leg er skemmti-legasta leikrit sem ég hef séð“. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Fréttablaðið „Leg er eiginlega skylduáhorf... drepfyndin og góð sýning“. Ingimar B, Blaðið Kristrún Heiða, Fréttablaðið CYMBELINE HJÓNABANDSGLÆPIR Shakespeare í meðförum eins af bestu leikhópum heims, "Cheek by jowl". Sýningar 15/5, 16/5, 17/5 og 18/5. Aukasýningar í maí að seljast upp! „Leikararnir stóðu sig fantavel...“ „...áhrifarík upplifun og fróðleg innsýn í heim sem okkur Vesturlandabúum er að mestu hulinn...“ Blaðið, Ingimar Björn Davíðsson „Það hefur tekist vel að vinna úr efniviðnum hér og verkið er heillandi...“ „Þessi sýning situr í mér.“ Víðsjá, Rás 1, Þorgerður Sigurðardóttir „Leikurinn er því þörf áminning um svívirðu sem allir vita af.“ Fréttablaðið, Páll Baldvin Baldvinsson eru komnar aftur til að kæta hjörtu allra barna! KRINGLUNNI Karl af Laugaveginum yrkir: Í Bónus verslar byggðin öll og biður þar um kálpoka, en vinstri grænir ganga á fjöll og grösin tína í álpoka. Og hann bætir við um skoð- anakannanir: Með föla kinn og framlágt enni, framsókn gamla lætur á sjá. Mig langar til að hlúa að henni og hefi keypt mér góða smásjá. Ingólfur Ómar Ármannsson tek- ur í sama streng: Ekkert líkt sem áður var, ærið bágt að vonum. Dvínar fylgi framsóknar, fækkar atkvæðonum. Hallmundur Kristinsson orti á baráttudegi verkalýðsins: Vinnustaðir veðurblíðu skarta vegna þess að það er fyrsti maí. Það er líka þjóðráð gott að kvarta á þessum degi. Æ æ æ æ æ! Fram- sókn og atkvæðin pebl@mbl.is Á Moggablogginuheldur Babel, fé- lag þýðinga- fræðinema, úti skemmtilegu bloggi. Þar er nú spurt: „Á maður að segja Björgvin fyrir Berg- en? Kaupmannahöfn já, hvað með Árósa fyrir Århus, Óðinsvé fyrir Odense og Hró- arskeldu fyrir Rosk- ilde? Hafa þau heiti skapað sér hefð? Málmey, Málm- haugar eða bara Malmö? Kænugarður, Stóð- garður, Drusluþorp?“ Víkverja finnst að sum borg- anöfn hafi áunnið sér hefð í ís- lenzkri þýðingu. Það fer ekki á milli mála með Kaupmannahöfn, Stokkhólm og Björgvin, svo dæmi sé tekið. En aðrar þýðingar, t.d. Amsturdammur og Öxnafurða, hljóma ankannalega og orka tví- mælis. Annars notar Víkverji yfirleitt þá aðferð á fylgismenn skrýtinna þýðinga á borgaheitum að biðja þá vinsamlegast um að þýða nöfn þýzku borganna Darmstadt og Cuxhaven. Þá setur þýðing- arsinnana alla jafna hljóða. MarkaðsherferðNóa-Síríuss í þágu Tópass hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum. Fólk á vegum fyrirtækisins tók þátt í kröfugöng- unni á 1. maí og bar „kröfuspjöld“ þar sem farið var fram á frjálst Tópasland, Tópasbyltingu og fleira slíkt. Á Moggablogginu ná sumir varla and- anum af hneykslan yfir uppátækinu; Jó- hann Björnsson, frambjóðandi Vinstri- grænna, talar um „einstaklega fíflaleg kröfuspjöld“ og að Nói- Síríus hafi hæðzt að verkafólki og kjarabaráttu þess. Víkverji spyr nú bara: Eru þessi kröfuspjöld eitthvað fíflalegri en mörg, sem borin hafa verið á 1. maí undanfarin ár? Kemur mál- staður t.d. andstæðinga varnarliðs- ins og NATO baráttu launþega fyrir bættum kjörum eitthvað meira við en kröfur um nógan Tóp- as? Geta einhverjir af þeim, sem hafa verið með fíflaleg kröfuspjöld í 1. maí-göngum undanfarinna ára, ekki bara sjálfum sér um kennt að fleiri vilji bætast í hópinn?    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Börn fá oftar höfuðverk en for- eldrar þeirra telja að því er fram kemur á forskning.no. Norskir vísindamenn báðu 2126 skólabörn í Osló á aldrinum 7 til 12 ára að fylla út svokallaða höf- uðverkjadagbók. Samhliða voru foreldrarnir beðnir að fylla út sér- stakt yfirlit yfir höfuðverk barna sinna. Niðurstöðurnar sýndu að 57,6 prósent barnanna greindu frá a.m.k. einu höfuðverkjartilfelli á 30 daga tímabili. 56,6 prósent foreldr- anna greindu hins vegar aðeins frá einu tilfelli á sex mánaða tímabili. Eins töldu aðeins 6,7 prósent foreldranna að barn sitt fengi reglulega höfuðverk en 14,7 pró- sent barnanna sögðust fá reglulega höfuðverk. Feður vanmeta meira Af þeim börnum sem fengu höf- uðverk reglulega sögðu 10,4 pró- sent það gerast 7 – 14 daga á 30 daga tímabili. 4,3 prósent sögðust hafa höfuðverk 15 daga í mánuði eða fleiri. Í ljós kom að feður vanmátu höf- uðverk barna sinna meira en mæð- urnar. Munurinn á frásögn barnanna og foreldranna reyndist enn fremur vera meiri ef barnið var stúlka. Engu að síður tóku for- eldrar frekar eftir höfuðverk hjá stelpum en strákum. Halda dagbækur Taugasérfræðingurinn Christo- fer Lundqvist telur dagbækur prýðilegt tæki til að fá betri upp- lýsingar frá börnunum um höf- uðverk þeirra. „Þegar barn greinir frá því að það sé með höfuðverk 15 daga í mánuði er ástandið mjög al- varlegt og krónískt. Við þurfum að vera duglegri að hlusta þegar börnin eru að segja okkur frá líðan sinni,“ segir hann. Morgunblaðið/Golli Verkir Þegar barn greinir frá því að það sé með höfuðverk 15 daga í mánuði er ástandið alvarlegt og krónískt. Foreldrar vanmeta höfuðverk barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.