Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 41 Ástþóri, Hildi, Guðmundi, Hlín, Huldu, Runólfi og fjölskyldum þeirra. Þið eruð rík því þið eigið minningar um einstaka konu og góða fyrirmynd sem bar velferð ykkar ávallt fyrir brjósti, eins má hún vera stolt af ykkur því saman myndið þið samstilltan og glæsilegan hóp sem hefur launað henni ríkulega með því að standa þétt við hana í veikindum hennar. Það er komið að kveðjustund, við lútum höfði og í hljóði heitum við því að heiðra minningu Guðrúnar jafn- vel og hún heiðraði minningu horf- inna ættingja. Jónína Guðmundsdóttir og fjölskylda. Fimmtán ára gömul var ég svo heppin að fá að kynnast Guðrúnu. Skömmu seinna lést móðir mín og þá strax fann ég að það var gott að eiga hana að. Ég fann strax að undir hennar verndarvæng yrði allt í lagi. Eitt sinn kom út bókin Móðir, Kona, Meyja. Þessi þrjú orð myndu aldrei duga til að lýsa Guðrúnu og hvernig hún verndaði fólkið sitt. Alltaf var hún reiðubúinn að taka einn ungann í viðbót og alltaf var bíllinn fylltur af barnabörnum þegar haldið var í bústaðinn. Ég man eftir því þegar minn yngsti var nokkra mánaða gamall, þá hringdi Guðrún til mín og svona bara að spjalla. Við vorum búnar að spjalla svolitla stund þegar hún heyrir í þeim litla eitt- hvert skæl, og segir þá: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri barnið skæla, ætlar þú ekkert að láta mig fara að passa hann.“ Ég hafði kannski ekkert verið að hugsa út í það en fann þarna að henni fannst hún ekki vera farin að kynnast honum. Jæja en það rættist heldur úr því. Gísli Már minn á sínar yndislegu minningar um ömmu sína og allar þær stundir í Þúfu og í bú- staðnum. Elsku Guðrún; þakka þér fyrir allt í gegnum tíðina. Alla þína góðvild og alla þína hjartahlýju. Elsku Ásþór, Hildur, Guðmundur, Hlín, Hulda, Runólfur og ykkar fjöl- skyldur. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur í þessum mikla missi. Mér finnst þetta erindi úr texta Davíðs Stefánssonar eiga vel við. Ég finn það gegnum svefninn að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit að það er konan, sem kyndir ofninn minn. Sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Kristín. Það var fyrir tæpum þrjátíu árum að við kynntumst Guðrúnu en þá hófst uppbygging Þ-seljanna í Selja- hverfi. Hún var einstaklega ötul og gefandi kona með hlýja og góða nær- veru. Guðrún var ungleg í anda og útliti. Sem dæmi um það er þegar henni var á síðasta ári boðið að taka þátt í rannsókn fyrir eldri borgara og er hún mætti var hún spurð hvað hún væri að gera þarna, hún væri of ung fyrir þessa rannsókn. Því miður kom í ljós í rannsókn þessari að Guð- rún var komin með krabbamein sem ekki reyndist hægt að komast fyrir. Minningu okkar um Guðrúnu fylgir hlýja, velvild og þakklæti fyrir vináttu, gönguferðir og kaffispjall. Guðrún vann við ýmis störf á lífs- leiðinni en hún gaf sér einnig tíma til að sinna ýmsum sjálfboðaliðsstörf- um. Hún var með frá byrjun í Kven- félagi Seljasóknar og á fyrstu árum þess vann hún margvísleg sjálfboða- liðsstörf fyrir það. Hún var einstak- leg framtakssöm og dugleg við þau verkefni sem kvenfélagið tók að sér til fjáröflunar fyrir Seljakirkju. Síðari árin vann Guðrún við umönnunarstörf í Furugerði. Þar naut sín vel hjartahlýja hennar og góðmennska. Einnig nutu öll barna- börn hennar og langömmubörn auk fjarskyldari barna vel gæsku hennar en hún vann við pössun þeirra árum saman. Guðrún átti óvenju marga af- komendur og lagði metnað sinn í að halda utan um fjölskylduna. Við samhryggjumst innilega Ást- þóri og fjölskyldu. Þeirra missir er mikill. Minning hennar lifir. Kristrún, Guðrún og Sigríður. Í dag kveðjum við elskulega vin- konu okkar, Guðrúnu. Það eru nú liðin hátt í 20 ár síðan að Guðrún stakk upp á því að við, 4 vinkonur, færum saman inn í Þórs- mörk og dveldum þar í nokkra daga. Þessi ferð var upphafið að mörgum ferðum og göngutúrum okkar „göngusystra“, en þetta fallega nafn fengum við frá eiginmönnum okkar. Við höfum ferðast víða saman bæði innanlands og utan. Minnisstætt er þegar Guðrún fór með okkur í Ölfusið, æskuslóðir sín- ar og gengum við þar um og frædd- umst um hennar minningar þaðan. Eitt sinn er við vorum á ferð gengum við fram á 2 hrúta sem voru bjarg- arlausir, fastir saman á hornunum, þá var sveitakonan Guðrún fljót að átta sig, tók stjórnina og við losuðum hrútana og voru þeir frelsinu fegnir. Við sem eigum því láni að fagna að eiga að vinum Guðrúnu og Ástþór, njótum einstakrar gestrisni á þeirra fagra heimili. Þar er samheldni fjöl- skyldunnar í fyrirrúmi og barna- börnin alltaf velkomin til ömmu og afa. Guðrún var alltaf róleg og yfirveg- uð en samt föst fyrir og skörungs- húsmóðir. Traustur vinur og ávallt reiðubúin að hjálpa. Undanfarin ár hefur glæsilegt sumarhús fjölskyldunnar risið í Kiðjabergi. Þar er sami góði andinn og heima. Fjölskylda Guðrúnar hefur annast hana af mikilli ástúð í veikindum hennar, við göngusystur og makar okkar sendum þeim öllum innilegar samúðarkveðjur í þeirra mikla missi. Hennar er sárt saknað. Kvöldstjarnan skín inn um gluggann minn glatt. Gamlar minningar ljóma. Fiðrildin svífa í kvöldsins kyrrð, eða kúra á milli blóma. (Elín Eiríksdóttir frá Ökrum) Eyrún, Margrét og Ingibjörg Þóra. Það er undarleg tilfinning sem um okkur fer þegar við setjumst niður til að minnast Guðrúnar vinkonu okkar. Það eru nálægt fimmtíu ár síðan leið- ir okkar lágu fyrst saman og þau kynni leiddu til vináttu sem haldist hefur allar götur síðan. Minningarn- ar hrannast upp og það er af svo mörgu að taka, það var oft glatt á hjalla í ferðum vestur á Hraunflöt eða austur að Apavatni, þá voru margar ferðir farnar inn á hálendi landsins eins og í Arnarfell hið mikla, Nýjadal eða Lakagíga svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum ferðum okkar erlendis eins og að Bó- denvatni, til Tyrklands, Kúbu eða Krítar og fleiri staða. Ekki má gleyma ánægjulegum samveru- stundum í sumarbústað fjölskyld- unnar, stað sem hún naut þess að dvelja á og vera úti í náttúrunni og þar hafði hún búið fjölskyldunni fal- legan og notalegan samastað. Þessi upptalning er aðeins lítið brot af þeim tíma sem við höfum átt saman og oft var hún og maður hennar Ást- þór í fararbroddi í þessum ferðum. Það var mannmargt á hennar stóra og fallega heimili og þangað var gott að koma og allir velkomnir og fórn- fúsari kona en Guðrún var er vand- fundin, hún hafði alltaf nægan tíma og alltaf var nóg pláss fyrir gesti og ekki síður fyrir börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin. Það eru for- réttindi að hafa fengið að vera sam- ferða konu eins og Guðrún var, og eru okkur efst í huga þakkir fyrir samfylgdina. „Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minn- ingarnar yfir.“ Við og nánustu ferðafélagar Guð- rúnar biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar og vottum Ástþóri, Hildi, Guðmundi, Hlín, Huldu, Run- ólfi og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúð. Lilja og Klemenz. ✝ Hermann Lund-holm fæddist í smábænum Spring- forbi á Sjálandi 3. ágúst 1917. Hann lést á Vífilsstöðum föstudaginn 27. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Isidor Henrik Lund- holm garð- yrkjumaður og Gerda Muller. Syst- ur Hermanns voru Esther Lundholm hjúkrunarkona og hálfsystir Maggi Andersen, báðar látnar. Hermann kvæntist Guðrúnu Huldu snyrtifræðingi frá Kirkju- læk í Fljótshlíð, þau slitu sam- vistum. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, bóndi í Háa- múla í Fljótshlíð, og Guðrún Jónsdóttir. Börn Hermanns og Guðrúnar Huldu eru: 1) Sig- urbjörg, maki Þórir Ólafsson. Þau eiga þrjú börn, átta barna- börn og tvö barna- barnabörn. 2) Ísi- dór, maki Elísabet Guðmundsdóttir. Þau eiga fjóra syni og fimm barnabörn. 3) Steinn Guðmann, maki Erla Möller. Var kvæntur Þór- unni Grétarsdóttur. Þau eiga tvo syni og dóttur, f. 9. apríl 1979, d. 3. maí 1980. Hermann fluttist til Íslands 1938 eftir að hafa lokið námi í Garðyrkju- skólanum í Beder á Jótlandi. Hann hóf störf að Reykjahlíð í Mosfellssveit. Frá 1958 til 1989 var garðyrkjuráðunautur Kópa- vogs. Í 30 ár var hann einnig hringjari í Kópavogskirkju. Her- mann hefur alla tíð starfað við garðyrkju. Hermann verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú verða sunnudagarnir ekki eins. Afi er farinn. Fyrir okkur eru kirkjuklukkurnar og sunnudags- maturinn hjá mömmu merki um góðar stundir með Hermann afa. Öll munum við eftir góðum stund- um með afa á sunnudögum hvort sem það var að ráða gátur, vinna í garðinum eða þýða fyrir okkur dönsk Andrés-blöð. Jólin verða heldur ekki eins. Þegar við vorum börn biðum við spennt eftir honum úr messu á aðfangadag því að jólahátin byrjaði ekki fyrr en hann kom. Þegar við urðum eldri þá fengum við alltaf krans frá afa fyrir aðventuna og ekki var kominn rétt- ur jólaandi í húsin okkar fyrr en aðventukransarnir og hurðarkrans- arnir hans væru komnir. Aldrei heyrðum við Hermann afa kvarta og aldrei hlífði hann sér í garða- vinnunni. Hann var einn af ljúfustu og duglegustu mönnum sem við höf- um kynnst. Afi var hamingjusamastur þegar hann var í garðinum sínum og var að sinna blómunum, hvort sem það var að snyrta, gróðursetja eða klippa. Hann var ótrúlega fróður um allt sem tilheyrði náttúrunni. Og oft fengum við fróðleiksmola frá honum varðandi það sem tengdist náttúrunni og það sem í henni bjó. Það var alltaf ánægður afi sem kom inn eftir að hann var búinn vera úti að hugsa um blómin og trén. Við er- um þess fullviss að Hermann afi er hamingjusamur núna og án allra verkja. Hans fyrsta verk verður örugglega að hugsa um blóm drott- ins og sinna lífsins gróðri. Hvíldu í friði, elsku afi, og megi guðs englar vera með þér. Ágústa, Silva og Ólafur. Það var alltaf einhver virðuleiki yfir honum. Hvort sem hann, mið- aldra og hokinn, gekk eftir mold- artroðningum Kópavogs, eða gamall og hokinn eftir steinilögðum götum þess sama bæjar. Allar götur frá því ég man eftir mér hefur Her- mann Lundholm verið hluti um- hverfisins. Sem barn vissi ég eins og flest börn bæjarins að hann var danskur að uppruna og garðyrkju- maður. Meir vissi ég ekki. Síðar bar ég og kona mín gæfu til að kynnast honum, kynnast skemmtilegum og fróðum ferðafélaga, kynnast brenn- andi áhuga hans á íslenskri náttúru og sögu, viskubrunni um íslensk ör- nefni, manni sem elskaði blóm. Þeg- ar blóm voru annars vegar var Her- mann ekki aðeins viskubrunnur, hann var með einhverjum hætti í senn yfirvegaður og athugull rann- sakandi, en um leið ástríðufullur eldhugi. Það kom fyrir að við spurð- um hann um nafn á plöntu sem við þóttumst kunna að lýsa skamm- laust. Ef tókst að staðsetja hana innan bæjarmarkanna gátum við verið nokkuð viss um að Hermann vissi deili á henni og gæti rakið ætt- ir hennar, hvort sem var á íslensku, dönsku, latínu eða esperantó. Ef hana var hins vegar ekki að finna í bænum og ekki hjá einhverjum af fjölmörgum vinum hans í hópi garð- ræktenda, gat orðið nokkur bið. Það var einmitt á slíkum stund- um, þegar Hermann sat djúpt hugsi, horfði kannski ofan gullið í koníaksglas og leitaði að rétta blóm- inu, að við skynjuðum nærveru auð- legðar og hamingju. Auðlegð og hamingja okkar Þóru var að þekkja Hermann Lundholm, hans að þekkja blómin og okkar allra að sitja saman í þögn og njóta koníaks. Á slíkum stundum sáum við gjarnan í huga Hermann Lundholm við brún nýs dags, gangandi um garð- inn sinn og njóta þess lífs sem nýr dagur var að gefa lit. Þessi ástríku tengsl hans við flóru landsins og kanski allra landa, urðu til þess að með árunum kom hann sér upp miklu plöntusafni við heimili sitt. Við Kópavosgsbúar erum stoltir af okkar Gerðarsafni og höfum ástæðu til. Við gætum orðið enn stoltari ef við gæfum þjóðinni hlut í þeim auði sem Hermann Lundholm eftirlét okkur og kæmum upp plöntusafni tileinkuðu þessum ástkæra braut- ryðjenda. Þá ætti Kópavogur söfn um tvö meginsvið listarinnar, listar guðs og manna. Við sendum ættingjum og vinum Hermanns samúðarkveðjur. Þóra B. Björnsdóttir og Þorleifur Friðriksson. Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. (Kristján Jónsson) Tíminn – það er fugl sem flýgur hratt. (Höf. ók.) Skáldin hafa ort svo margt og snjallt um tímann, en við óskáldleg- ir tökum varla eftir því að hann líði. Nú er meira en hálf öld síðan fundum okkar Hermanns Lund- holm bar fyrst saman og nærfellt tuttugu ár frá því að við nokkur fé- lagssystkini fögnuðum með honum sjötugsafmæli hans á hótelherbergi í Varsjá. Það var notaleg stund. Við vorum í Varsjá, ásamt sex þúsund öðrum gestum, til að fagna öðru afmæli: Hundrað ára afmæli esperanto-tungunnar. Við Hermann vorum nokkuð oft samferðamenn í bókstaflegum skilningi, oftast til að sækja þing Alþjóðlega esperanto-sambandsins og taka þátt í ferðum í sambandi við þau. Hermann var mjög víðförull maður og lá leið hans til ýmissa landa Suður-Ameríku, Kína, Kúbu og margra Evrópulanda. Það var alltaf indælt að ferðast með honum, þó sér í lagi þar sem garðar og önn- ur gróðursvæði glöddu augað. Hann var ljúfur fræðari og fullyrti aldrei meira en hann hafði efni á. Hermann hóf nám í esperanto tvítugur að aldri í heimalandi sínu, Danmörku. Það nám hefur staðið með einhverjum hætti síðan. Hann var virkur félagi í íslensku esper- anto-hreyfingunni, stuðlaði meðal annars dyggilega að því, að hreyf- ingin eignaðist eigið húsnæði og sótti reglulega fundi Esperantista- félagsins Auroro í Reykjavík. Við Lovísa kona mín þökkum samfylgdina og undir það taka áreiðanlega allir félagar okkar. Hallgrímur Sæmundsson. Hermann Lundholm var einn þeirra manna sem eru hvers manns hugljúfi og vilja greiða götu þeirra sem til þeirra leita. Aðalævistarf Hermanns var að vera garðyrkju- stjóri Kópavogsbæjar og þeim störfum helgaði hann alla sína krafta og lagði grunninn að þeim mikla blóma sem í dag prýðir Kópavogsbæ. Við sem lengi höfum þekkt Hermann vitum vel hversu bóngóður hann var og margir Kópavogsbúar eiga honum góða ráðgjöf að þakka. Kynni mín af Hermanni hófust 1974 er ég varð varabæjarfulltrúi í Kópavogi og síð- ar sem bæjarfulltrúi átti ég mjög góð samskipti við hann sem starfs- mann bæjarins. Hermann var einn af stofnendum Skógræktarfélags Kópavogs og bar alltaf mikinn hlý- hug til félagsins. Þær voru margar stundirnar sem hann lagði lið í Svörtuskógum og upp á Fossá á fyrstu árum félagsins Að auki sat hann í stjórn og síðar varastjórn fé- lagins um árabil eða þar til heilsan leyfði ekki meir á síðasta aðalfundi félagsins í marsmánuði sl. En Her- mann lét þetta ekki nægja, því á hverjum jólafundi félagsins kom hann færandi hendi með þurrsk- reytingar svo allir sem á fundinn mættu færu heim með jólagjöf frá félaginu Þessar skreytingar gerði hann sjálfur með ýmsum jurtum og greinum m.a úr sínum eigin garði við Hlíðarveginn sem var til mikils sóma fyrir hann og bæjarfélagið. Þegar Skógræktarfélag Kópa- vogs hélt aðalfund Skógræktar- félags Íslands fyrir þremur árum var Hermann gerður að heiðurs- félaga Skógræktarfélags Íslands og þannig sýndi félagið honum þakk- lætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Skógræktarfélagsins um ára- bil Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Hermanni fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Skógrækt- arfélag Kópavogs og okkur Kópa- vogsbúa í gegnum árin. F.h Skóg- ræktarfélagsins votta ég börnum hans og fjölskyldum þeirra samúð á þessari kveðjustund og veit að góð- ur guð mun geyma minninguna um Hermann. Megi hann hvíla í friði. F.h. Skógræktarfélags Kópa- vogs, Bragi Michaelsson formaður Mig langar í örfáum orðum að minnast okkar mæta félaga Her- manns Lundholm. Hann var einn af stofnfélögum Dalíuklúbbsins sem er 40 ára á þessu ári. Hann tók mikinn þátt í starfi klúbbsins alla tíð. Þær eru ófáar plönturnar frá honum í Heiðmerkurreit klúbbsins og á blómaskiptafundum í gegnum árin. Á haustblómafundum mætti hann alltaf með stóran og fallegan blómvönd úr eigin garði. Fyrir að- eins tveimur árum tók hann á móti okkur klúbbfélögunum í garði sín- um kominn hátt á níræðisaldur. Fyrir það erum við þakklát nú. Hermann lifir áfram með okkur, ekki bara sem minning heldur hluti af honum er við lítum allar plönt- urnar í görðum okkar sem frá hon- um eru komnar og gleðja augað á hverju vori. Hans verður sárlega saknað af öllu því ræktunarflóki sem hefur notið þess að kynnast honum og garðinum hans að Hlíðarvegi 45 í Kópavogi. Einstakt ljúfmenni og fræðimaður hefur kvatt eftir langt og farsælt starf. Aðstandendum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Dalíuklúbbsins, María Hákonardóttir. Hermann Lundholm  Fleiri minningargreinar um Her- mann Lundholm bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.