Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 13. eða 27. júní. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sum- arleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Costa del Sol 13. eða 27. júní frá kr. 49.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika aðeins kr. 14.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika aðeins kr. 14.000. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is MÆTING var framar vonum í mið- borgargöngu Torfusamtakanna á laugardaginn. Gangan var kynnt sem „óvissuganga“ þar sem með henni var ætlunin að sýna þá óvissu sem samtökin telja að ríki um fram- tíð miðborgarinnar. Fjallað var um þróun svæðisins og framtíð auk þess sem tónlistaratriði fóru fram á vel völdum stöðum. „Ég er mjög sáttur við hvernig til tókst og mætingin var betri en við áttum von á,“ segir Snorri Freyr Hilmarsson, einn stjórnarmanna Torfusamtakanna. Á annað hundrað manns mætti í gönguna. „Maður heyrði á fólki að það höfðu margir ekki áttað sig á því hvað væri mikið í gangi.“ Snorri vísar með því bæði til nýbyggingarframkvæmda og einnig til endurbóta á mörgum gömlum húsum á svæðinu. Ákveðin svæði ná ekki að gróa Jafnframt kom mörgum á óvart hvaða hús væri heimilað að rífa og jafnframt hvaða hús væri rætt um nú að yrðu færð eða rifin. Sér í lagi hafi mörgum komið á óvart að til greina kæmi að rífa hús við Ingólfstorg og Alþingishúsið. „Við vildum sýna að hér hafa margir einstaklingar lagt í mikla vinnu til að gera upp gömul hús með afar góðum árangri.“ Snorri segir að í miðbænum sé sú staða að ákveðin svæði grói ekki. Fasteignaeigendur séu í óvissu um hvort risastór fjöl- býlishús rísi í næsta nágrenni og leggi því ekki í endurbætur en jafn- framt sitji margir verktakar á hús- um sem grotni niður á meðan beðið sé eftir leyfi til niðurrifs. Hátt spá- verð sé á gömlum timburhúsum vegna uppbyggingarmöguleika sem geri óhagkvæmt að endurnýja húsin sem fyrir eru, fasteignagjöld séu há og þegar húsin séu seld bjóði verk- takar hátt í þau. „Rekstraraðilum sem leigja á Laugavegi finnst oft ekki svara kostnaði að leggjast í endurbætur af því að þeim finnst svo mikil óvissa um hvort þeir fái að vera í húsinu í nægilega langan tíma til að það borgi sig,“ segir Snorri. „Mér finnst að það þurfi að draga skýrari línur. Það þarf að fara í skoðun á því hvar við höfum heil- legar götumyndir sem rétt er að vernda og skipuleggja síðan blönd- unarsvæði við stóru fjölbýlishúsin.“ Í miðbænum er nú a.m.k. 101 hús sem heimilt er að rífa eða flytja. Torfusamtökin stóðu fyrir óvissugöngu í miðborg Reykjavíkur á laugardaginn Óvissa hjá íbúum mið- borgarinnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Leiðsögn Þeir Pétur H. Ármannsson og Snorri Freyr Hilmarsson veittu leiðsögn um fortíð og framtíð húsa sem hópurinn gekk framhjá. Morgunblaðið/G. Rúnar Gömul hús Margir húseigendur eru í óvissu um framhaldið í miðborginni og leggja því ekki í endurbætur af ótta við að stór háhýsi rísi í nágrenninu. UM 20 bifhjólamenn söfnuðust sam- an við Svínahraun um fimmleytið í gær til að mótmæla víravegriðinu sem sett var upp þar fyrir tæpum tveimur árum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bifhjólamenn sýna andúð sína á þessum víraleiðurum í verki en þeir njóta fulls stuðnings Samtaka evr- ópskra bifhjólamanna sem hafa einnig mótmælt víraleiðurum harð- lega. Lögreglan á Selfossi gaf leyfi og fylgdist með mótmælunum en bif- hjólafólkið raðaði sér upp og lokaði vinstri akrein við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun í um það bil 20 mínútur í hvínandi roki og rigningu. Valdís Steinarsdóttir, formaður Sniglanna, Bifhjólasamtaka lýðveld- isins, sagði í viðtali við blaðamann að Sniglarnir hefðu einblínt á það undanfarin ár að auka öryggi bif- hjólamanna í umferðinni. „Enginn vill verða fyrstur til að prófa að detta á vírinn eða stöplana til að sjá hvað gerist, enda hefur þetta ekki verið prófað á bifhjólum.“ „Enginn vill prófa fyrstur að detta“ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is EINELTI er stundað með áreitni gegnum tölvupóst, á spjall- rásum og á blogg- síðum og þegar spurt er hvernig megi vernda börn sín fyrir slíku má leita svara við því og fjölmörgu öðru á endurnýjuðum vef Póst- og fjarskiptastofnunar, www.netoryggi.is. Þar er að finna leiðbeiningar og fræðsluefni um ör- yggismál, neytendavernd, persónu- vernd og siðferðileg álitaefni sem tengjast sívaxandi notkun upplýs- inga- og fjarskiptatækni. Á vefnum eru m.a. fræðslumynd- bönd á íslensku sem sýna á greinar- góðan hátt hvað beri að varast í tengslum við notkun Netsins. Kennt er hvernig ormar, vírusar og margs konar óþverri hagar sér og hefur ver- ið lögð mikil vinna í að útbúa mynd- böndin. Auk þess er á vefnum mikið magn haldgóðra upplýsinga og ráð- legginga handa almenningi um örugga netnotkun. Ráðleggingar um bloggnotkun er þar einnig að finna. Segir þar m.a. að bloggari ætti aldrei að skrifa neitt sem gæti valdið honum áhyggjum síðar. Þumalputtaregla er að skrifa aldrei neitt á Netið sem maður myndi ekki segja við yfirmann sinn, eða afa og ömmu, svo dæmi sé tekið. Að sögn Stefáns Snorra Stefáns- sonar, verkefnastjóra hjá Póst- og fjarskiptastofnun, er netöryggi mik- ilvægt samfélagsatriði og er það hlut- verk Póst- og fjarskiptastofnunar að stuðla að vitundarvakningu meðal al- mennings um málefnið. Nægar hætt- ur eru fyrir hendi og þegar litið er til þess að skipulagðir tölvuglæpir velta meira fé en hinn vestræni fíkniefna- markaður má ljóst vera að fólk þarf að vera upplýst um örugga netnotk- un. Netöryggið er góð fjárfesting Á netöryggi.is er fólk hvatt til þess að uppfæra stýrikerfi í tölvum sínum reglulega, svo og annan hugbúnað, s.s. vefsjá og veiruvarnir. Hvatt er til þess að fólk noti alltaf áhrifaríka eld- veggi og öflugar varnir gegn spillif- orritum og hvatt til þess að taka ör- yggisafrit af öllum gögnum. „Netöryggi er góð fjárfesting og að mínu mati ætti hvorki almenningur né fyrirtæki að spara sér kaup á varn- arforritum þegar verið er að kaupa tölvur,“ bendir Stefán á. „Netglæpir snúast aðallega um peninga og breyt- ingin í þessum efnum hefur orðið sú að nú hafa harðsvíraðir glæpamenn í leit að peningum tekið við af mennta- skólakrökkum sem áður hrelldu tölvukerfi með skemmdarverkum sem ekki höfðu beinlínis fjárhagsleg- an tilgang. Það þekkist að menn koma fyrir ákveðinni gerð hlerunarbúnaðar á Netinu og skanna aðgangsorð tölvu- notenda. Þannig er t.d. hægt að kom- ast inn í heimabanka tölvur og taka út fé. Einnig geta glæpamenn komist inn í tölvur og hreinsað út skjöl af „My Documents“ en skilja eftir eitt skjal þar sem er að finna upplýsingar um hvernig fá megi gögnin aftur með greiðslu tiltekinnar fjárhæðar. Auk svona fjárkúgunar sækjast glæpa- menn líka eftir kreditkortanúmerum hvar sem til þeirra næst og því er mikilvægt að grípa til viðeigandi varnarráðstafana.“ Auk þessa verkefnis eru ennfrem- ur í undirbúningi hjá Póst- og fjar- skiptastofnun reglur um vernd, virkni og gæði IP-þjónustu, og undirliggj- andi IP-neta. Verður sú vinna unnin í samstarfi við aðila á markaði, bæði netþjónustuaðila og fulltrúa neyt- enda. Nægar hættur fyrir hendi á Netinu Póst- og fjarskiptastofnun endur- nýjar vef um örugga netnotkun Í HNOTSKURN »Á netöryggi.is má t.d.finna fræðslumyndbönd sem sýna hvað beri að varast í tengslum við notkun Netsins. »Bloggari ætti aldrei aðskrifa neitt sem gæti vald- ið honum áhyggjum síðar, seg- ir á vefnum. Stefán Snorri Stefánsson Morgunblaðið/Kristinn Svör á netöryggi.is Hvernig má vernda börn gegn einelti á Netinu? HELGI Hjálms- son var í gær ein- róma kjörinn for- maður Lands- sambands eldri borgara á lands- fundi sambands- ins sem haldinn var á Akureyri. Hann var vara- formaður í fráfar- andi stjórn. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land- læknir, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Aðrir sem kosnir voru í fram- kvæmdastjórn sambandsins voru Margrét Margeirsdóttir, Kristjana H. Guðmundsdóttir og Sigurður Hallgrímsson, að sögn Borgþórs Kjærnested, framkvæmdastjóra sambandsins. „Bíða eftir efndum“ Ólafur var formaður lands- sambandsins í tvö ár en þar á undan var hann formaður Félags eldri borgara í Reykjavík í sex ár. Hann íhugaði á tímabili að bjóða sig fram til endurkjörs en til þess kom þó ekki. „Ég ákvað að þetta væri komið nóg,“ sagði hann í gær. Mörg meg- inbaráttumál eldri borgara væru komin vel á flot inni á Alþingi og á landsfundinum hefði Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra tal- að ákveðið um góða stefnu í stjórn- arsáttmálanum. „Nú er bara að bíða eftir efndum,“ sagði hann. Nýr formaður LEB Helgi Hjálmsson Ólafur Ólafsson gaf ekki kost á sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.