Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 41 GULLKORT Hentugast í vi›skiptafer›um og innifelur ví›tækar fer›atryggingar. INNKAUPAKORT Afar hentugt vi› kaup á rekstrarvörum og þjónustu. – Meira úrval og fleiri frí›indi 5585 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 4 4 1 Þegar þetta er skrifað erennþá einn dagur eftir afþessari yngstu tónlist- arhátíð landsins, og sömuleiðis einir tónleikar. Því er fátt að segja um síðustu tónleikana, sem Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands og ein- leikarinn Tatu Kantoma önnuðust.    Þó er hægt að fullyrða að þarmun hafa verið leikinn tangó, rétt eins og á laugardagskvöldið þegar hin magnaða argentínska hljómsveit Orquesta Tipica Fern- andez Fierro steig á svið á skemmtistaðnum 1929. Í hljóm- sveitinni eru tólf hljóðfæraleik- arar: fjórir bandóneónspilarar, þrír fiðluleikarar, víóluleikari, sellóleikari, kontrabassaleikari, pí- anisti og söngvari. Sá síðastnefndi er þrælskemmtilegur og af- skaplega leikrænn flytjandi en tekur ekki þátt í öllum lögunum sem hljómsveitin flytur. Fram- koma hans á sviðinu setur samt á köflum punktinn yfir i-ið, eins og til dæmis í lokalaginu, þar sem hljómsveitin hamaðist og endurtók stef á meðan söngvarinn sneri bakinu í salinn, ber að ofan og sveiflaði skyrtunni yfir hausnum í takt. Hljómsveitin lék tilfinn- ingaþrunginn tangóinn og ómögu- legt var annað en að heillast með. Hljómsveitin hafði salinn á sínu valdi, ýmist með angurværum blíðuhótum eða ofsafengnum flutningi. Reyndar var ljósabún- aðurinn eitthvað bilaður til að byrja með og það truflaði fyrstu lögin. Stundum var sviðið alveg myrkvað en önnur skipti kviknuðu ljós og slokknuðu, þannig að stundum var kastaranum beint að hljóðfæraleikara sem gerði lítið annað en að glápa á einhvern ann- an úr bandinu spila sóló. Það kom dálítið fáránlega út, en lagaðist þegar leið á tónleikana. Á heildina komu tónleikarnir ótrúlega vel út, og óhætt er að mæla með því að sjá Argentínubúana, gefist les- endum tækifæri til þess einn góð- an veðurdag.    Tangóinn var tvímælalaust há-punktur tónlistarhátíðarinnar. Föstudagskvöldið og fimmtudags- kvöldið voru hins vegar líka stór- skemmtileg. Pönkböndin Morð- ingjarnir og Æla léku á fimmtudeginum og voru bæði gríðarlega þétt. Eins fannst mér settin hjá VilHelm og Shadow Pa- rade góð, en þau léku á Græna hattinum sama kvöld, en ég náði ekki að sjá hljómsveitirnar á 1929, enda (því miður) dágóður spölur að rölta þangað niðureftir úr mið- bænum.    Á föstudeginum flakkaði éghins vegar á milli eyrarinnar og miðbæjarins og náði þá að sjá stórsveit Tómasar R. Einarssonar og tríó kanadíska píanistans Hil- arios Durans fara á kostum annars vegar og hins vegar ýmsar hljóm- sveitir tengdar útgáfufyrirtækinu Morr. Benni Hemm Hemm kom sérstaklega vel út og eins hafði ég gaman af belgísku hljómsveitinni The Go Find.    Fjölbreytnin stuðlaði að velheppnaðri og góðri tónlist- arhátíð. Hins vegar, og í sannleika sagt, var mætingin fyrstu tvö kvöldin fyrir neðan allar hellur. Það var næstum því sorglegt að sjá tónleikastaðina bara hálffulla, á sama tíma og maður rölti framhjá stappfullum kaffihús- unum. Það kann að vera að áður en hátíðin sannar sig og festist í sessi verði mætingin dræmari en ella. Aldrei að vita, og jafnvel heldur líklegt, að fljótlega verði jafnfjölmennt á öllum tónleikum og var hjá tangóbandinu Fern- andez Fierro. Einnig fannst mér dagskráin ör- lítið ankannaleg, það er að segja uppröðunin. Efnislega var hátíðin snilldarleg, en mér fannst sér- kennilegt að eftir föstudags- kvöldið var langflestum tónleik- unum lokið, og bara ein hljómsveit á dagskrá á laugardeginum. Og ekki heldur nógu sterkt að hafa tónleikastaðina þetta dreifða, þannig að gestir hátíðarinnar gætu sjálfir blandað sinn eigin kokteil með því sjá fyrst djass- grúppu á einum staðnum og svo poppband á öðrum. Hins vegar var verðið hóflegt, sérstaklega verðið á passanum, sem kostaði 5.900. Verð á einstaka tónleika var misjafnt, frá 1.500 og upp í 3.500. Einum heldur frekyrt- um Bandaríkjamanni sem ég mætti eitt kvöldið í dyrunum á staðnum 1929 fannst reyndar seinni talan ekki alveg nógu upp- örvandi og fullyrti við dyraverði að hann gæti farið í Disneyland í heila þrjá daga fyrir þann prís. Verði honum að því. En allt um það. Burtséð frá smávægilegum vanköntum var AIM-hátíðin, fjölbreytt tónlistin og alþjóðlega nálgunin, hin skemmti- legasta og þörf viðbót í skemmti- flóru Akureyrarbæjar. Það er ástæða til að óska skipuleggj- endum hennar til hamingju með hvernig til hefur tekist, og óska þeim alls hins besta í framhaldinu. Ágætis byrjun, takk! »Hljómsveitin ham-aðist og endurtók stef á meðan söngvarinn sneri bakinu í salinn, ber að ofan og sveiflaði skyrtunni í takt yfir hausnum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Orquesta Tipica Fernandez Fierro „Hljómsveitin lék tilfinningaþrunginn tangóinn og ómögulegt var annað en að heillast með. Hljómsveitin hafði salinn á sínu valdi, ýmist með angurværum blíðuhótum eða ofsafengnum flutningi.“ hsb@mbl.is FRÁ AIM Hjálmar S. Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.