Morgunblaðið - 10.06.2007, Page 48

Morgunblaðið - 10.06.2007, Page 48
Suðurlandsbraut 20 - Sími 533 6050 - Fax 533 6055 - Bæjarhrauni 22 - Sími 565 8000 - Fax 565 8013 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Suðurlandsbraut 20, Bæjarhrauni 22 Opið hús í dag frá kl. 14 til 16 Álfatún 23 Kópavogi - íbúð 102 Til sýnis í dag glæsileg 125 fm íbúð á 1. hæð með innbyggðum bílskúr. Íbúðin er 102,4 fm og skúrinn 22,8 fm. Hellulögð verönd er í garði. Parket er á gólfum. Verð 29,2 millj. Elísabet tekur á móti gestum í dag fá milli kl. 14 og 16. Sumarhús í Skorradal - til sýnis í dag, sunnudag Um er að ræða 59,5 fm. sumarhús á einni hæð í Landi Dagverðarness í Skorradal. Bústaðurinn skiptist m.a. í 3 svefnherb. eldhús, WC og rúmgóða stofu. Í húsinu er rafmagn og vatn sem hitað er upp með hitatúbu. Góðar innréttingar eru í eldhúsi, forstofu og baðherbergi. Verönd og sól- pallar eru framan við húsið með geysi- fögru útsýni yfir Skorradalsvatn og víðar. Verð 18,9 millj. Nánari upplýsingar veitir Runólfur í síma 892 7798. Opið hús í dag frá kl. 14-16 Seilugrandi 5 - íbúð 301 Til sýnis í dag falleg og snyrtileg 99,2 fm. 4ra herb. íbúð litlu fjölbýli við Seilugranda. Þrjú rúmgóð svefnherb. og stór stofa með suðursvölum. Barnvænt umhverfi og stutt í skóla og alla þjónustu. Verð kr. 28,9 millj. Örn og Ingibjörg taka á móti gestum í dag frá kl. 14 til 16. Opið hús í dag frá kl. 14 til 16 Holtsgata 13 - íbúð 201 Til sýnis í dag falleg, björt og vel um gengin, 4ra herbergja 97,2 fm. íbúð á 2 hæð í steinhúsi á þessum vinsæla stað. Húsið er í góðu ástandi. Stutt í alla þjón- ustu og verslun, göngufæri við miðbæinn. Íbúðin er með söluvernd VÍS. Verð 26,9 millj. Margrét Jensdóttir tekur á móti gest- um í dag frá kl. 14 til 16. Einbýlishús – vesturbær - Seltjarnarnes Einbýlishús óskast til kaups í vesturbæ eða á Seltjarnarnesi. Fyrir einn af okkar bestu viðskiptavinum. Upplýsingar gefur Runólfur á Höfða. Veitingarekstur til sölu! Til sölu er veitingarekstur og veisluþjónusta sem hefur verið rekin í 6 ár og er í stöðug sókn. Vörumerkið er vel þekkt og miklir möguleikar til aukningar og frekari stækkunar/útbúa. Óskað er eftir tilboðum. Nánari upplýsingar gefur Runólfur Gunnlaugsson á skrifstofu Höfða Suðurlandsbraut 20. Veitingarekstur til sölu! Til sölu er veitingarekstur og veisluþjónusta sem hefur verið rekin í 6 ár og er í stöðug sókn. Vörumerkið er vel þekkt og miklir möguleikar til aukningar og frekari stækkunar/útbúa. Óskað er eftir tilboðum. Nánari upplýsingar gefur Runólfur Gunnlaugsson á skrifstofu Höfða, Suðurlandsbraut 20. 48 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ K enningar Toms Kit- woods, höfundar bók- arinnar Ný sýn á heila- bilun – einstaklingur- inn í öndvegi, byggja á því að heilabilun feli ekki bara í sér skerðingu á andlegri og líkamlegri færni vegna rýrnunar á heilavef held- ur sé hún flókið samspil fleiri þátta, meðal annars persónuleika viðkom- andi, lífssögu, líkamlegs heilbrigðis og ekki síst áhrifa frá umhverfinu. Kitwood leggur ríka áherslu á mik- ilvægi persónulegrar færni og fag- lega þekkingu þeirra sem gegna umönnunarhlutverkinu. Meginkenn- ing hans er sú að skilningur, nær- gætni og umhyggja skipti sköpum fyrir aðlögun sjúklingsins að breytt- um aðstæðum og hafi þar með úr- slitaáhrif á lífsgæði hans og jafnvel framþróun sjúkdómsins. „Við eigum ekki að tala um heila– bilað fólk, heldur fólk með heilabilun eða heilabilunarsjúkdóm,“ leiðréttir Svava Aradóttir blaðamann um leið og hún varar hann og ljósmyndarann við stiganum, en þrír karlmenn hafi nú þegar hrapað niður þennan stiga. Svava Aradóttir útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum í Gautaborg 1980 og hefur hjúkrunar- leyfi í Danmörku, Svíþjóð og á Ís- landi. Hún hefur sérmenntun í starfs- mannastjórnun og í stjórnun fyrir- tækja. Árið 2000 lauk hún sérnámi um heilabilun. Svava hefur fjölbreytta starfs- reynslu, m.a. í heimahjúkrun, sem deildarstjóri á heilabilunardeild og hefur kennt ýmsum starfshópum og aðstandendum í Danmörku, Noregi Íslendinga skortir stefnu í málefnum fólks með heilabilun Morgunblaðið/G.Rúnar Aukin þekking Við geymum ekki fólk með heilabilun á stofnunum. Við eigum að veita því öryggi og láta því líða sem best, segir Svava Aradóttir. Um þessar mundir kem- ur út bókin Ný sýn á heilabilun – einstakling- urinn í öndvegi eftir Tom Kitwood í þýðingu Svövu Aradóttur. Arnþór Helgason tók hús á henni og fræddist um efni bók- arinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.