Morgunblaðið - 10.06.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 10.06.2007, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Ögurás 3 - Gbæ. Opið hús í dag frá kl. 16.00 til 18.00 Sérlega falleg 113 fm. 4ra herb. íbúð á 2. hæð, (efstu) í litlu fjölbýli, m. sér inn- gang. Rúmgóð forstofa með skáp. Sérlega fallegt eldhús m. vönduðum inn- réttingum, góður borðkrók- ur/borðstofa. Björt stofa (hátt til lofts), útgengi út á v-svalir. Baðherbergi m. baðkari/sturtu, vönduð inn- rétting, flísalagt í hólf og gólf. Rúmgott svefnherb. m. skáp, tvö rúmgóð barnaherb. m. skáp. Parket á gólfum. Frábær staðsetn- ing og útsýni. V. 31,9 millj. Rakel og Haukur bjóða ykkur velkomin, sími 891 8177 Um er að ræða 1.256,8 fm heila húseign á fjórum hæðum á eftirsóttum stað í mið- borginni. Hótel hefur verið starfrækt um lengri tíma í húsinu og bókanir fyrir sum- arið eru mjög góðar. Fasteignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum og er í góðu ásigkomulagi. Eignin selst með öllu innbúi til rekstrar hótels auk við- skiptavildar. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. TIL LEIGU EÐA SÖLU 25 hótelíbúðir/hótelherbergi í fallegu steinhúsi í miðbæ Reykjavíkur. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali FASTEIGNA- MARKAÐURINN LYNGHOLT 4 - ÁLFTANESI Opið hús í dag kl. 16 -17 Einbýlishús á besta stað á Álftanesi. Stór og góður bílskúr. Húsið eru tilbúið til afhendingar, fullbúið að utan og tilbúið til innrétting að innan. Mjög vandað 224,2 fm hús á einni á hæð. Mjög gott skipulag, mikil lofthæð. Hiti er kominn. Verð kr. 45 millj. Verið velkomin. Sölumaður: Þórhallur, sími 896-8232. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Mjög rúmgóð tveggja herbergja íbúð 71 fm á 3ju hæð í litlu fjölbýlishúsi í botnlangagötu. Íbúðin er mjög vel umgengin og húsið nýlega viðgert að utan. Einstaklega rólegt umhverfi. Opið hús í dag milli kl 15 og 17. Bjalla merkt Sigfús og Margrét. ÁLAGRANDI 10 - 107 RVK. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 17 MEÐ frístundakorti er börnum á aldrinum 6-18 ára tryggð inneign sem hægt er að nýta til skipulagðs tómstundastarfs. Nú í haust verð- ur þessi upphæð 12 þúsund, 25 þúsund krónur árið 2008 og 40 þúsund krónur árið 2008. Með tilkomu frí- stundakortsins munu skapast miklir mögu- leikar á því að efla íþrótta-, tómstunda- og listastarf meðal barna og unglinga í borginni og búast má við því að með til- komu frístundakorts- ins muni fjölbreytni frístundatilboða aukast. Þetta er með- al annars reynslan í Hafnarfirði þar sem Samfylkingin innleiddi svipað fyr- irkomulag fyrir nokkrum árum. Aukinn jöfnuður Eitt af mikilvægustu mark- miðum með innleiðingu frí- stundakortsins er að auka jöfnuð. Að öllum börnum sé gefinn kostur á að stunda einhverjar tómstundir óháð efnahag. Aukinn jöfnuður leiðir svo aftur til minni flokkunar og aðgrein- ingar í samfélaginu og eru allar aðgerðir í þá átt mjög af hinu góða. Enda ástæða til að vera á varðbergi gangvart aukinni mis- skiptingu og aðgreiningu í okkar samfélagi. Þetta á ekki hvað síst við um börn og unglinga, enda mikilvægt að börn og unglingar búi við sem jöfnust tækifæri og líti hvert á annað sem jafningja. Frístundaheimilin Síðasta stóra skrefið sem stigið var í borginni á sviði frítímans var stofnun frístundaheimila við alla barnaskóla borgarinnar. Á frístundaheimilum borg- arinnar rekur Íþrótta- og tóm- stundaráð (ÍTR) framúrskarandi fag- legt frístundastarf fyrir börn á aldrinum 6-9 ára, frá því að skóladegi lýkur, til klukkan fimm þegar vinnudegi flestra for- eldra lýkur. Tilkoma frístunda- heimilanna var mikið framfaraskref enda samfella í skóla og tómstundum mikilvæg þessum aldurshópi. Frístundaheimilin hafa verið í sífelldri þróun og hefur samstarf við íþróttafélög og veitendur annarra tómstundatilboða í hverfum borg- arinnar verið að aukast og þróast. Notkun frístundakorta Í þeirri útfærslu sem Íþrótta- og tómstundaráð hefur nú sam- þykkt um frístundakortin er ekki gert ráð fyrir að unnt sé að nýta kortin á frístundaheimilum borg- arinnar þó það hafi ekki verið úti- lokað til framtíðar. Það er von okkar í Samfylkingunni að sam- staða náist um að heimila nýtingu frístundakortanna á frístunda- heimilum þegar næstu skref verða tekin. Í því sambandi bindum við mikl- ar vonir við að jákvæð umsögn komi frá starfshópi um heild- stæðan skóladag sem fengið hefur það verkefni að fara yfir kosti þess og galla að heimila nýtingu frí- stundakortanna á frístundaheim- ilum. Heildstæður skóladagur Það væri til að efla heildstæðan skóladag, auka notkunarmöguleika yngstu notenda frístundakortanna og auka enn á áhrif kortanna til jöfnunar tækifæra ef hægt væri að nýta frístundakortin á frístunda- heimilunum. Á sama tíma mætti hvetja frí- stundaheimilin til enn ríkara sam- starfs við íþróttafélög og veitendur tómstundaþjónustu í hverfum borgarinnar. Hætt er við því að börn á aldr- inum 6-9 ára eigi erfitt með að nýta sér frístundakortin til ann- arra tómstunda eftir að starfi frí- stundaheimila lýkur klukkan fimm á daginn. Enda má gera ráð fyrir því að þá hafi þörfum fyrir upp- byggilegt tómstundastarf oftar en ekki verið fullnægt og við taki mikilvægur samverutími foreldra og barna. Frístundakort Frístundakort munu skapa mikla möguleika á því að efla íþrótta-, tómstunda- og lista- starf meðal barna og unglinga segir Sigrún Elsa Smáradóttir » Það er von okkar íSamfylkingunni að samstaða náist um að heimila nýtingu frí- stundakortanna á frí- stundaheimilum. Sigrún Elsa Smáradóttir Höfundur situr í stjórn ÍTR fyrir Samfylkinguna. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.