Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll OMX á Íslandi í gær námu um 14,5 milljörðum króna. Þar af námu við- skipti með hlutabréf tæpum 10 millj- örðum króna. Viðskipti Bakkavarar, Glitnis og Straums-Burðaráss voru öll yfir 2 milljörðum króna, mest hjá Glitni með tæpa 2,3 milljarða. Eftir uppgang síðustu daga varð mest lækkun á bréfum Føroya Banka, 5,10%, en mest hækkun hjá Straumi-Burðarási, eða 1,62%. Þá hægði á vexti úrvalsvísitölu, hækk- un var 0,01% og lokagildi um 8.280. Føroya Banki lækkar ● STJÓRN Eimskipafélagsins hyggst gefa út ríflega 83 milljónir hluta í fé- laginu á genginu 45 krónur á hlut. Allt hlutaféð, að markaðsvirði um 3,7 milljarðar króna, verður greitt fyrrum eigendum 45% hlutar í Inn- ovate. Verða þeir þá meðal stærstu hluthafa Eimskips með um 4,43% hlut. Útgáfan eykur nafnvirði hluta- fjár félagsins um 100 milljónir króna. Nýtt hlutafé í Eimskip skráð fyrir lok júní ● EVRÓPSKA fjár- festingafélagið Candover hyggst innan tíðar gera formlegt yfirtöku- tilboð í hollenska félagið Stork á genginu 47 evrur á hlut. Er það 19% yfir meðal- dagslokagengi síðust 3 mánaða. Marel hefur áður lýst áhuga á dótt- urfyrirtæki Stork, Stork Food Systems, en fyrirtækin hafa starfað saman í tíu ár. Árni Oddur Þórðarson stjórnar- formaður sagði Marel ekki vilja tjá sig um stöðu málsins nú. Áhugi Marels á Stork Food System væri óbreyttur, fyrirtækin ættu vel saman. Óbreyttur áhugi þrátt fyrir yfirtökutilboð Árni Oddur Þórðarson Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is DEILUM um samruna sparisjóða Skagafjarðar og Siglufjarðar er hvergi nærri lokið. Fjármálaeftirlit- inu hafa borist athugasemdir frá nokkrum stofnfjáreigendum í Spari- sjóði Skagafjarðar. Gagnrýnt er að stjórn sjóðsins veitti ekki tækifæri til að auka stofnfé en á sama tíma var ákveðið að stofnfé Sparisjóðs Mýrasýslu í Sparisjóði Siglufjarðar yrði aukið um 180% eða 516 milljónir króna. Vaxtarmöguleikar sjóðsins í Skagafirði þykja vanmetnir, en þeir séu takmarkaðir á Siglufirði. Ekki sé minnst á bankaleyfi Sparisjóðs Skagafjarðar í áætluninni, FME er því innt eftir verðmæti þess. Spurt er um atkvæðisrétti á fund- um í tilviki Sparisjóðs Mýrasýslu og Kaupfélags Skagfirðinga en hvort félag á 5% eignarhlut. Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um tillögur Gísla Árnasonar stofn- fjáreiganda sem hafa ekki fengið rúm á dagskrá aðalfundar. Í athuga- semdunum kemur fram að brot sé á samþykktum Sparisjóðs Skagafjarð- ar að taka mál stofnfjáreiganda ekki til greina. Þá er efast um hæfi Ólafs Jónssonar, stjórnarformanns í Sparisjóði Skagafjarðar og spari- sjóðsstjóra á Siglufirði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins lýsti Ólafur sig vanhæfan við undirritun. Bjarni Jónsson stofnfjáreigandi kveðst harma að Ólafur tali niður til sjóðsins í Morgunblaðinu í gær og finnst stofnfjáreigendum hafa verið sýnd vanvirðing við framkvæmdina. „Við erum ósáttir við að þurfa aft- ur að þola yfirgang sömu aðila,“ seg- ir Bjarni. Vísar hann þar til stjórn- enda Kaupfélags Skagfirðinga og Sparisjóðs Mýrasýslu og í dóm Hæstaréttar frá árinu 2005. Aðkomu FME óskað vegna sparisjóða Lögmæti framkvæmdarinnar og aðalfundar talið vafamál Í HNOTSKURN »Samþykki samrunanskrefst 2/3 atkvæða stofn- fjáreigenda í Skagafirði. »Þeir eru ósáttir við skort áupplýsingum og valkostum við gerð áætlunarinnar. »Bjarni vonast til „mennsjái að sér“ og fundi fimmtudagsins verði frestað. GREININGARDEILD Landsbank- ans spáir 3,4% verðbólgu í júlí í stað 4,0% nú, gangi spá þeirra eftir um 0,1% lækkun vísitölu neysluverðs. Svipaðar verðbólguvæntingar eru hjá Greiningu Glitnis, eða 3,3%, sem er lægsta gildi í tvö ár. Lægst verði gildið í ágúst, eða 3,0%. Þá spáir Glitnir 0,2% lækkun verðvísitölu og áframhaldandi háu gengi krónunnar. Helstu ástæður verðbólguhjöðnunar segja bankarnir vera sumarútsölur en á móti komi hækkandi húsnæð- isverð. Enn sé þó talsverð undirliggj- andi verðbólga í hagkerfinu. Lægsta gildi í tvö ár Morgunblaðið/Ómar Verðbólguspá Glitnir telur rúm tvö ár vera í 2,5% markmið Seðlabankans. Spá hjöðnun vegna útsalna GLITNIR hf. hefur tilkynnt kaup- höll Íslands að bankinn hyggist sækja um leyfi til að samræma starfsemi Glitnis í Noregi. Þar undir falla Bolig- og Nærings- banken ASA og Glitnir Bank ASA. Í tilkynningu segir að samein- ingin sé liður í að móta framtíðar- skipulag bankans í Noregi. Markmiðið sé meiri samlegð í rekstri. Áherslan er á vöxt og því engar uppsagnir fyrirhugaðar. Gangi allt eftir tekur sameinaður banki til starfa 1. janúar 2008 en hafist verður handa við samein- ingarferlið í ágúst að sögn Frank O. Reite, framkvæmdastjóra yfir vexti og viðskiptaþróun bankans. Bolig- og Næringskreditt ASA, verður rekið sem sjálfstætt félag áfram og engar breytingar gerðar á samþykktum þess. Aðalskrifstofa Glitnis í Noregi verður í Þrándheimi en fyrir- tækjasvið, ef undanskilið er fast- eignasvið, verður áfram í Ála- sundi. Ljósmynd/Thor Nielsen Þrándheimur Dómkirkjan Niðarósi. Glitnir sameinar banka í Noregi GALLUP birti í gær nýja mælingu á væntingavísitölunni. Fyrir júnímán- uð er talan 144,9 stig og hefur hún aðeins tvisvar áður verið hærri frá því að mælingar hófust fyrir sex ár- um. Það er því ennþá töluverð bjart- sýni meðal neytenda þessa lands og segja sérfræðingar á greiningar- deild Glitnis að þar hjálpist að auk- inn kaupmáttur, greiðari aðgangur að lánsfé og hátt gengi krónunnar. Telja neytendur að núverandi ástand sé mjög gott en til lengri tíma litið hefur heldur dregið úr væntingum fólks. Þá eru fleiri en áður að íhuga kaup á bílum, húsnæði og utanlandsferðum. Væntingar enn miklar Neytendur Enn sól í hjarta og veski.                                                         !" ##$      !"#$%& '( ) ! ") "$!* "& ) '+*, " &-%& '( --#.&%& '( /%& '( %)$" $&0 -$ 1 $+-$(2)34)  5'(6$ 30 -$ / 0 -$4)  & )  $! $  "&'+'&7'&8&9 :9& 0  ;'&   !"#$  <$" )3%& '( =& > - ?! ) $&%& '(1 ) $ 3 ?! ) $!%& '( @ &:$ >+$ &>33$ 3+$8".8$  A$ )'".8$  %&"' ( B "'&>)'+$ $'+ 1%& $ 1+($8:  )$*+ ,$                                                                                   1 $) &7 #$8-$("$ 3$  $)0 8C) - 3D 5'()  EF   E    E G E G   FE H  F G H EH E H HF EEF    F  F   F      H G EH H E E H  EHE  G  EG G H E   F HF FF H EG 7   F 7 7 E EG  7 7 I GEIG IH FI GIH EIH HEIH HGIG EI I GIH GI I HHI GI IG IE HHI HFI I I EIH EI IF EIH IG GI GI EIF HEI HGIG EIF I GI GIF FI HHI I IE IE HFI HFI IE EI I EI I FI A$8-$("$C-&J '+  1 K"'3' &)$"$ :.) $ #$8-$("  H F E H E H H  G   H  F      7  7 7 F 7 7 3 " $ 3 #$8- # &8 H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF H  HF HH  HF H  HF Hafnarbraut 7, Hvammstanga er 342 fm iðnaðarhús á hafnarsvæðinu, sem byggt var sem fiskverkun 1980 og verið notað sem slíkt. Húsið er steypt og klætt að innan. Þar er stór vinnslusalur, annar minni svo og skrifsstofu- og starfsmannaaðstaða. Húsið er í ágætu standi og hafði leyfi til matvælavinnslu meðan það var í rekstri. Áfast við húsið er frystigámur. Við húsið er ný bygging, sem ekki er til sölu og eign annars aðila. Lögmannsstofa Stefáns Ólafssonar ehf sími 452 4030 • fax 452 4075 • Þverbraut 1 • 540 Blönduós www.logso.net • netfang: stefan@logso.net • magnus@logso.net Hvammstangi • Fiskverkunarhús • Fjölbreyttir möguleikar Miklir möguleikar • Þróttmikið samfélag Hvammstangi er í tæplega tveggja stunda akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæð- inu og þar eru miklir möguleikar á ýmiskonar starfssemi. Þar er úrval af góðu starfsfólki og samfélagið er gott. Höfum einnig til sölu margar eignir á Blönduósi, Skagaströnd og Siglufirði. Skoðið úrval fasteigna á www.mbl.is www.visir.is www.habil.is Vegna góðra sölu vantar eignir á söluskrá. Upplýsingar gefur Magnús s. 452 4030 / 898 5695 Lögmannsstofa Stefáns Ólafssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.