Morgunblaðið - 30.06.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.06.2007, Qupperneq 1
REYKVÍKINGAR tóku blíðunni í gær fagnandi og þyrptust út á göturnar að heilsa sólinni. Sundlaugarnar iðuðu af lífi, raðir voru út úr dyrum í ís- búðum bæjarins og á hverjum grasbletti mátti finna firnahamingjusama sóldýrkendur. Á Austurvelli virtist meira að segja Jón forseti reigja sig mót sólu á meðan æska landsins hljóp skríkjandi fyrir fótum hans. Veðurstofan spáir áframhaldandi blíðviðri á höfuðborgarsvæðinu um helgina og vel inn í næstu viku, bjartviðri víðast um land og 10-20 stiga hita. Í logninu er upplagt að bregða sér í spássitúra um framandi hverfi, sinna skammarlega vanræktum garðinum eða blása bara sápukúlur í sólskininu og hlæja með ástvinum sínum. Í miðbæ Reykjavíkur brá Götuleikhúsið á leik, en það er löngu orðið órofa hluti af reykvísku sumri. Í hóp með því slógust svo hinir ýmsu skap- andi sumarhópar Hins hússins, en í þeim má meðal annars finna dansara, fatahönnuði, djasstónlistarmenn, leikara, vísnasöngvara, vídeólistamenn og fleiri orkubolta sem engin leið er að draga í dilka. Hið unga listafólk gladdi vegfarendur og glæddi sumardaginn auknu lífi þegar það bauð almenningi að bergja á sköpunarkrafti sínum og lífsþrótti. Morgunblaðið/Ásdís Líf og fjör í miðborginni STOFNAÐ 1913 176. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Í FERÐALAGIÐ ÓMISSANDI GEISLADISKAR OG NAUÐSYNLEGAR BÆKUR >> 48 GERÐUR G. ÓSKARS- DÓTTIR NÝTUR LÍFSINS Í SVEITINNI INNLIT Í SUMARHÚS >> 30 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MJÖG skiptar skoðanir eru innan verkalýðshreyfingarinnar á þeim hugmyndum um gjörbreytingar og samræmingu á veikindarétti og hlut- verki sjúkrasjóða sem rætt er um á milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Fram hefur komið að rætt er um breytingu sem felur m.a. í sér að launamaður njóti tveggja mánaða veikindaréttar hjá fyrirtæki og síðan taki við sérstakur áfallatrygg- ingasjóður, með aðild sjúkrasjóða, framlagi vinnuveitenda og lífeyr- issjóða, sem greiði framfærsluna í allt að fimm ár. Mikil áhersla yrði lögð á starfsendurhæfingu. Réttindin eru mismunandi í dag. Vinnuveitendur greiða 1% af launum í sjúkrasjóðina og þegar greiðslum launagreiðanda til launþega vegna veikinda lýkur taka félögin við og greiða sjúkradagpeninga úr sjúkra- sjóðunum. Auk þess veita sjóðirnir ýmsa styrki, m.a. vegna kaupa á gleraugum, ferðakostnaðar vegna veikinda og útfararstyrki. Ber sérstaklega á tortryggni í garð hugmynda um breytingar á þessu fyrirkomulagi innan félaga í Starfsgreinasambandinu (SGS). ,,Menn eru mjög á varðbergi gagn- vart þessu,“ segir forystumaður í stéttarfélagi. Búast má við að tekist verði á um þessi mál þegar nið- urstöður úr viðræðunum verða lagð- ar fyrir í haust. Nokkur stór verka- lýðsfélög hafa komið saman og rætt málið og lýstu í kjölfarið yfir að þau teldu fráleitt að setja stærstan hluta veikindaréttar félagsmanna í einn sjóð. Nokkur minni stéttarfélög hafa nú bæst í þennan hóp og er stefnt að fundi 6. júlí. „Við erum hlynnt starfs- endurhæfingunni en það þarf ekki alla þessa umbyltingu til að koma henni á,“ segir forystumaður í stóru félagi á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að menn séu fyrst og fremst að horfa til þess að lífeyr- issjóðirnir þurfi á aðstoð að halda vegna þess að örorkubyrðin hefur stóraukist á síðustu árum. Minna sé hugsað um hvernig þetta mun koma út fyrir fólkið sjálft,“ segir annar. Morgunblaðið/RAX Verkalýðsforingjar hafa efasemdir um breytingar á veikindarétti. Ágrein- ingur rist- ir djúpt Áform um umbylt- ingu veikindarétt- ar gagnrýnd STOÐIR hf. hafa lagt fram kauptil- boð í allt hlutafé danska fasteigna- félagsins Keops og gangi hluthafar að því verða Stoðir stærsta fast- eignafélagið á Norðurlöndum með eignir upp á liðlega 350 milljarða ís- lenskra króna. Tilboð Stoða er upp á 24 danskar krónur á hlut og greiðist í reiðufé eða með bréfum í Stoðum. Miðað við það gengi er markaðsverðmæti Keops hátt í 50 milljarðar íslenskra króna en Baugur Group og Fons Eignar- haldsfélag eiga til samans um 62% í Keops og hafa þegar gengið að til- boðinu og fá greitt með bréfum í Stoðum. Danskir fjölmiðlar telja lík- legt að aðrir smærri hluthafar taki tilboði Stoða. Mikið veltur þó á því að Niels Thygesen, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá Keops, gangi að tilboðinu, en hann á 7,5% hlut, en til- boð Stoða er háð því að félagið eign- ist 90% hlutafjár og atkvæðamagns í Keops. | 12 Stoðir stækka GUNNAR Svavarsson, forseti bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar og fulltrúi í stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS), segist gera ráð fyrir að bærinn muni nýta sér forkaupsrétt á 15,2% eign- arhlut ríkisins í HS, sem ríkið sam- þykkti að selja Geysi Green Energy eftir útboðið í vor. Gunnar sagðist í gærkvöldi jafnframt gera ráð fyrir að Hafnarfjarðarbær myndi nýta sér forkaupsrétt á eignarhlutum sem Geysir Green Energy keypti í gær af sjö sveitarfélögum í HS, fyrir um 15 milljarða kr. Alls nema kaup Geysis í HS 22,6 milljörðum kr. Tilboð Geysis í hlut ríkisins var á genginu 6,72 og söluandvirðið 7,6 milljarðar kr. Geysir keypti svo 28,4% af sveitar- félögunum í gær á genginu 7,10 kr. á hlut en aðrir eigendur hafa tvo mán- uði ef þeir vilja nýta forkaupsrétt vegna þeirra viðskipta. „Mér sýnist Reykjanesbær fagna [kaupum Geysis á hlut sveitarfélag- anna] og ekki gera ráð fyrir því að þeir nýti sér forkaupsréttinn. Þá stefnir bara í það að Hafnarfjarðar- bær eignist 60% í Hitaveitunni,“ seg- ir Gunnar. Spurður hvort kaup af þessari stærðargráðu séu ekki of stór biti fyrir bæinn svaraði Gunnar því neitandi. „Við höfum fínt bakland og fjölmargir kaupendur hafa haft sam- band við okkur, þannig að við munum auðvitað bara horfa á þetta eins og aðrir. Við eigum þolinmótt fé.“ Gunn- ar sagði bæinn hafa verið annan stærsta eiganda HS, bærinn vildi vera áfram aðili að HS og hún væri gott fjárfestingartækifæri. „Við horf- um til þess að fjárfesta í fölum hlut- um. 15% voru föl og nú voru að bæt- ast við 30%. Fyrir eigum við 15% þannig að ég get ekki séð annað en að við séum að fara að fjárfesta þannig að við eignumst 60% í félaginu.“ Geysir Green Energy undirritaði í gær samninga um kaup á hlutum í HS af Vestmannaeyjabæ, Árborg, Kópavogi, Vogum, Sandgerði, Grindavík og Garði. | 4 „Stefnir bara í að Hafnar- fjörður eignist 60% í HS“ Í HNOTSKURN »Geysir keypti í gær um28,4% hlut í Hitaveitu Suð- urnesja hf. af 7 sveitarfélögum fyrir 15 milljarða kr. »Frestur til að nýta for-kaupsrétt vegna sölu á 15,2% hlut ríkisins í HS rennur út næstkomandi þriðjudag. »Reykjanesbær á tæp 39,8%í HS og Hafnarfjörður 15,4%. Önnur sveitarfélög hafa selt, nema hvað sveit- arfélögin á Suðurnesjum halda eftir um 1,25% hlut. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Brugðið á leik í brakandi blíðunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.