Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 23 Landið er fallegra á löglegum hraða     Í HNOTSKURN »Frjálsíþróttavöllurinn á aðvera tilbúinn fyrir Lands- mót Ungmennafélaganna árið 2009. Frjálsíþróttir eru stund- aðar á Akureyri á vegum Ung- mennafélags Akureyrar en ekki liggur fyrir hvernig notk- un vallarins verður skipt á milli UFA og Þórs. ODDUR Helgi Halldórsson, bæj- arfulltrúi Lista fólksins, leggst gegn samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór um fram- kvæmdir á svæði félagsins. Hann segir samninginn slæman, bæði fyr- ir Þór og bæjarfélagið. Bæjarráð samþykkti í vikunni uppbygggingar- og framkvæmdasamning við bæði KA og Þór; þann síðarnefnda með þrem- ur atkvæðum gegn tveimur og samn- inginn við KA með þremur atkvæðum en tveir fulltrúar sátu hjá. „Ég er sammála því að byggja þurfi upp og bæta félagssvæði íþróttafélag- anna og bærinn á að veita til þess fjár- magn. Samt sem áður er það mitt álit að byggja ætti Akureyrarvöll upp sem keppnisvöll fyrir meistaraflokk- ana og sem æfinga- og keppnisvöll fyrir frjálsar íþróttir,“ segir í bókun sem Oddur Helgi gerði í bæjarráði. Hann segir einnig: „Enn á ný er það mjög ámælisvert hvernig vinnu- brögð meirihluta bæjarstjórnar hafa verið í þessu máli. Allt of lítið samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila, að íþróttafélögin skuli vera boðuð á fund til undirritunar með 2-3 tíma fyr- irvara og eru þá fyrst að sjá samn- ingsupppkast og hafa því mjög lítinn tíma til að fjalla um samningsdrögin og koma með athugasemdir eru vinnubrögð, sem ekki eru Akureyr- arbæ til sóma. Það er mjög margt enn óklárt við framkvæmd samninganna, sem eðli- legt hefði verið að fjalla um fyrst, áður en samningar voru undirritaðir.“ Oddur sat hjá við afgreiðslu samn- ingsins við KA en felldi tillögu um samninginn við Þór. Um hann segir Oddur, í bókuninni: „Ég tel þennan samning slæman, bæði fyrir Akureyr- arbæ sem og Íþróttafélagið Þór. Mín skoðun er sú að félagssvæðið verði til muna verra eftir breytingarnar. Ég get með engu móti tekið þátt í því að mismuna félögunum svona gífurlega að muni mörgum milljóna tugum, í það minnsta.“ Fulltrúar meirihlutans létu bóka að samningarnir við félögin feli í sér viðamikla og metnaðarfulla uppbygg- ingu á svæðum beggja og niðurstaðan í góðu samræmi við óskir forráða- manna félaganna. Slæmur samningur, bæði fyrir Þór og Akureyrarbæ Oddur Helgi Halldórsson SVÆÐI Þórs í Glerárhverfi. Stóra húsið fremst á myndinni er knattspyrnuhúsið Boginn og það litla með rauða þakinu þar við hliðina er félagsheimilið Hamar. Þór hefur nú til umráða tvo grasvelli, á milli Bogans og Glerárskóla – sem er húsaþyrpingin með rauðu þök- unum. Skv. samningnum við bæjarfélagið verður gerð- ur frjálsíþróttavöllur á grasflötinni vinstra megin en keppnisvöllur Þórs í knattspyrnu verður á hægri gras- flötinni, og stúka á milli vallanna. Í stað svæðisins sem fer undir frjálsíþróttavöll fær Þór til afnota svæðið hægra megin, á milli Hamars og verslunarmiðstöðv- arinnar Sunnuhlíðar, gula hússins með rauða þakinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þórssvæðið í Glerárhverfi RÉTT rúmlega tvítugum pilti, Helga Rafni Brynjarssyni, hefur verið hótað öllu illu undanfarið, í kjölfar þess að hann var ásakaður um hafa drepið hundinn Lúkas á níðingslegan hátt í slagtogi við nokkra félaga sína á Eim- skipsplaninu á Akureyri aðfaranótt 17. júní. Hann var kærður á fimmtu- dag og í gær kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Á spjallsíðunum live2cruize.com og hundaspjall.is má enn sjá líflátshót- anir og hótanir um líkamsmeiðingar sem birtar hafa verið undir dulnefn- um. Áður mátti sjá svæsin skilaboð til Helga á bloggsíðum hans og síðunni barnaland.is, en búið er að læsa bloggsíðunum og flestum spjallþráð- unum á Barnalandi hefur verið eytt. „Einhverjir aðilar hafa hringt í mig og mér hefur verið hótað,“ segir Helgi Rafn, sem búsettur er á höfuðborg- arsvæðinu, í samtali við Morgunblað- ið. „Annaðhvort eigandinn eða ein- hver ræktandi hefur hringt í mig og sagt mér að finna hundinn. Ég sagði henni bara að ég vissi ekki um neinn hund. Einnig hafa fjölmiðlar og lög- reglan rætt við foreldra mína um mál- ið. Eins og ég hef áður sagt: Ég var ekki á staðnum. Ég var á Blönduósi þegar þetta á að hafa gerst og vinur minn var með mér. Ég kom ekki á Ak- ureyri fyrr en um hálftvö um morg- uninn.“ Hefur einhver ráðist á þig í kjölfar- ið? „Ég hef sem betur fer ekki lent í neinum meiðingum. Það virðast allir vera rosalega harðir á Netinu en geta svo ekki sagt neitt við mig augliti til auglitis. Ég hef bara eitt að segja við þá sem hafa haldið þessu fram um mig á Netinu: Finnið ykkur annan blóraböggul, ég kom ekki nálægt þessu. Ég vil að þið látið mig í friði.“ Veistu hvers vegna þetta hefur ver- ið borið á þig? „Það er einmitt það sem ég er bú- inn að vera að spá í síðustu þrjá daga. Einfaldlega: Af hverju ég? Hef ég gert einhverjum eitthvað á Akureyri? Ég hef ekki hugmynd um hver kom þessum orðrómi af stað.“ Hefur þú íhugað meiðyrðamál vegna hótananna? „Ég ætla að fara í meiðyrða- og skaðabótamál við fólkið sem hefur tal- að svona um mig. Jafnvel við síðurnar sem birtu þetta. Ég hef ekki sett mig í samband við lögfræðing en geri það eftir helgina. Ég mun reyna að hreinsa mannorð mitt með öllum ráð- um.“ Vitni að meintum níðingsskap gagnvart hundinum hefur gefið sig fram, og fullyrðir að áðurnefndur drengur hafi verið að verki og atvikið náðst á öryggismyndavél. Talsmaður Eimskips segir hins vegar að engin slík upptaka sé til á vegum félagsins, og engar öryggismyndavélar séu á svæðinu sem um ræðir. Hreinsa mann- orð mitt með öllum ráðum Helgi Rafn Brynjarsson harðneitar ásökunum um að hafa drepið Lúkas MÁLIÐ hófst með því að hundurinn Lúkas týndist um hvítasunnuna. Þrátt fyrir ítrekaða leit og auglýs- ingar um bæinn fannst hann ekki. Á bíladögum 15.-17. júní fóru þær sögur á kreik að hópur pilta hefði náð hundinum. Þeir hefðu sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað í hana þar til hundurinn hætti að veina. Slíkt athæfi fellur undir dýraverndunarlög, en skv. þeim er óheimilt að „hrekkja dýr eða meiða“. Stórfellt brot getur varðað tveimur árum í fangelsi. Meðfylgjandi mynd var tekin á kertavöku á Akureyri í fyrrakvöld, þar sem um 100 manns komu sam- an til minningar um hundinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Óheimilt að hrekkja dýr eða meiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.