Morgunblaðið - 30.06.2007, Side 2

Morgunblaðið - 30.06.2007, Side 2
2 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is JÁKVÆÐ viðbrögð Afríkuríkja við framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eru óvænt að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur utanríkisráðherra. „Það kem- ur mér á óvart að þau leggja áherslu á það að við gætum haft ríkara hlut- verki að gegna hér í Afríku heldur en við höfum gert,“ segir Ingibjörg. Hún hefur nú átt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum nokkurra Afr- íkuríkja. Ingibjörg segist hafa notað tæki- færið til að fræðast um málefni Afr- íkuríkja og með hvaða hætti Íslend- ingar geti aðstoðað við þróunarstörf, ekki síst í þeim ríkjum sem búa yfir jarðhita sem gæti verið nýtanlegur, enda geti Ísland miðlað sérfræði- þekkingu á því sviði. Aðalumræðu- efni fundarins er þó að sögn Ingi- bjargar þróun Afríkusambandsins í átt að því að geta komið fram sem heild. Ingibjörg hefur þó einnig get- að nýtt tímann til að kynna framboð Íslands til Öryggisráðsins og segir hún að almennt sé vel tekið í það. „Þó hefur réttilega verið bent á að nær- vera okkar hefur ekki verið mikil í Afríku til þessa, en samt er í þeirra hugum ýmislegt sem mælir með Ís- landi í þetta hlutverk.“ Þar megi fyrst nefna að Ísland sé smáríki, líkt og mörg Afríkuríki eru, og því þurfi ekki að óttast ógn eða af- skiptasemi af hálfu Íslendinga, eins og svo gjarnan hefur verið með stærri Evrópuþjóðir. Í öðru lagi sé litið til þess hve stutt er í raun síðan Ísland var sjálft þróunarríki auk þess sem það hafi, eitt fárra Evrópu- landa, gengið í gegnum þá reynslu að vera nýlenda. Allt þetta stuðli að já- kvæðu viðhorfi gagnvart veru Ís- lands í Öryggisráðinu, „vegna þess að við höfum ekkert á samviskunni gagnvart Afríku á sama hátt og svo mörg Evrópuríki gera“. Ísland gæti haft viðameira hlutverki að gegna í Afríku Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er stödd á leiðtogafundi Afríkusambandsins í Gana Kollegar Antoinette Batumubwira, utanríkisráðherra Búrúndí, ásamt Ingi- björgu Sólrúnu sem segir umræður fundanna hafa verið mjög fróðlegar. ÞAÐ var stöðug, jöfn umferð út úr höfuðborginni í góða veðrinu í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi gekk umferðin vel og engar tafir urðu. Sam- kvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar óku yfir 50.000 bílar um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku í gær og ríflega 10.000 fóru yfir Hellisheiði. Fyrsta helgin í júlí er jafnan mikil ferðahelgi en ekki er örgrannt um að í blíðviðrinu hugsi sumir sér til hreyfings sem annars hefðu heima setið. Löggæsla á vegum verður efld um helgina. Lög- reglan mun í samstarfi við Landhelgisgæsluna og Um- ferðarstofu vera með umferðareftirlit úr lofti við helstu umferðaræðar í og við höfuðborgina, austur í Árnessýslu og til Borgarfjarðar. Eftirlitið mun standa yfir frá föstudegi til sunnudags og miðað er við að áframhald verði á þessu samstarfi í sumar. Morgunblaðið/Sverrir Í sólskininu kviknar ferðalöngunin ÓSKAÐ hefur verið eftir gjald- þrotaskiptum rækjuvinnslunnar Miðfells hf. á Ísafirði en dómari Héraðsdóms Vestfjarða krafðist frekari gagna og var veittur frestur til að skila þeim til þriðjudags. Miðfell hætti rækjuvinnslu ótíma- bundið síðastliðinn mánudag og á fimmtudag greindu stjórnendur fyrirtækisins starfsfólkinu frá því að ákveðið hefði verið á hluthafa- fundi að óska eftir gjaldþrotaskipt- um félagsins. Um 40 manns vinna hjá Miðfelli. Finnbogi Sveinbjörnsson, for- maður Verkalýðsfélags Vestfirð- inga, segir að fresturinn þýði að ekki sé búið að úrskurða félagið gjaldþrota og vonandi boði það eitt- hvað gott. Fyrstu viðbrögð hafi ver- ið að hvetja starfsfólkið til að skrá sig hjá Svæðisvinnumiðlun Vest- fjarða og það ætli að hittast á skrif- stofu Verkalýðsfélagsins á mánu- dag. Miklir erfiðleikar hafa verið hjá fyrirtækjum í rækjuvinnslu. Frestur í máli Miðfells 40 starfsmenn í óvissu um vinnu HELGI Laxdal, formaður VM, fé- lags vélstjóra og málmtækni- manna, segir að verði þorskkvóti skertur um 30% og byggðarlög og útgerðir fái sér- tækar lausnir muni félagsmenn VM krefjast þess að þeir fái sam- bærilegan stuðning. Þar sem skerðing hefur ekki verið ákveðin segir Helgi að ekki sé búið að útfæra neinar kröfur, en ljóst sé að félagar VM sætti sig ekki við að verða settir til hliðar verði öðrum bætt upp tekjutap. „Þá munum við fara fram á hliðstæðar bætur til handa okkar mönnum,“ segir Helgi. VM vill sama stuðning og aðrir Helgi Laxdal ♦♦♦ 21 LAUMUFARÞEGA, 18 körlum og þremur konum, var bjargað úr flotkvíum um borð í íslenska rækju- togarann Eyborgu frá Hrísey á fimmtudagsmorgun þegar skipið var á leið til Möltu. Eyborgin er skráð í Litháen og hefur verið í ýmsum verkefnum á Miðjarðarhafinu undanfarin tvö ár. Hún hafði að þessu sinni verið send að landhelgi Líbýu til að aðstoða skip við að draga flotkvíar sem notaðar eru við túnfiskveiðar. Hitt skipið var of kraftlítið til að draga kvíarnar sem eru grindarbúr sem mara hálf í kafi. Þegar Eyborgin var hálfnuð á leið sinni til Möltu með flotkvíarnar í togi er talið að annað skip hafi siglt upp að kvíunum og losað sig þar við flóttafólkið í skjóli nætur. Einn úr hópnum var látinn þegar fólkinu var bjargað. Flóttafólkið er talið vera frá Norður-Afríku. Um borð í Eyborginni er níu manna áhöfn en einungis skipstjór- inn er íslenskur. Samkvæmt fréttavef Fiskifrétta, www.skip.is, var Eyborgin við veiðar á rækju á Flæmingjagrunni áður en hún hélt til Miðjarðarhafsins þar sem heimahöfn hennar er Valletta á Möltu. Birgir Sigurjónsson, útgerðar- maður og eigandi skipsins, vildi ekki tjá sig um málið í gær og sagði hann það vera orðið að milliríkjamáli sem hann væri svo ógæfusamur að vera orðinn milliliður í. Fólkið var í túnfiskflotkvíum  Áhöfn Eyborgar bjargaði 21 flóttamanni á Miðjarðarhafinu og siglir til hafnar á Möltu  Einn flóttamannanna var látinn þegar fólkinu var komið til bjargar Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson Björgun Eyborgin tók 21 flóttamann um borð en einn var látinn. EKKI liggur fyrir hverjir mögu- leikar Íslendinga eru á að fá upplýs- ingar um meint fangaflug banda- rísku leyniþjón- ustunnar í ís- lenskri lofthelgi, að sögn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur utan- ríkisráðherra. Hún segir rann- sóknina enn á frumstigi og enn óljóst hvernig henni verður háttað. „Ég hef beðið sendiherra okkar í Strasbourg að setja sig í samband við mannréttinda- og laganefnd þings Evrópuráðsins og fá leiðsögn frá þeim um hvernig við getum stað- ið að rannsókninni,“ segir Ingibjörg. Hún segir að fundað verði með nefndinni eftir helgi og ættu málin því að skýrast á næstu dögum. Rannsóknin á frumstigi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Afla upplýsinga um fangaflugið SAMNINGUR um eflingu og vernd fjárfestinga á milli Íslands og Ind- lands var undirritaður í gær. P. Chidambaram, fjármálaráðherra Indlands, er á landinu í tveggja daga heimsókn og undirritaði samninginn ásamt Árna M. Mathie- sen fjármálaráðherra. Chidambaram sagði við það tæki- færi að í raun væri samningurinn formsatriði, enda væru bæði Ind- land og Ísland réttarríki, en hins- vegar mætti líta á samninginn sem nokkurskonar „hughreystingu“ fyr- ir fjárfesta í báðum löndum. Hann segir viðræðum lokið um tvísköttunarsamning á milli Ind- lands og Íslands og að drög liggi fyrir. „Það ferli klárast á næstu tveimur til þremur mánuðum og samningurinn ætti að verða tilbúinn til undirritunar í september eða október. Ég hef boðið Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra í heim- sókn til Indlands og sagði að við myndum undirrita samninginn við það tækifæri.“ Chidambaram er hér á landi til að liðka fyrir viðskiptum milli land- anna og fundaði m.a. með Geir H. Haarde forsætisráðherra og frammámönnum úr viðskiptalífinu. Samningar við Indland ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.