Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 59 ✝ Sigríður Álfs-dóttir fæddist í Reykjavík 3. júlí 1920. Hún lést á dval- arheimilinu Sunnu- hlíð fimmtudaginn 26. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur og Álfs Arasonar og var þriðja í röð níu systk- ina sem komust á legg. Sigríður giftist 12. júlí 1941 Jónasi Guð- mundssyni úr Reykjavík, f. 15. júní 1920, d. 22. mars 1984. Þau eign- uðust fjögur börn, Eygló, Álfheiði, Guðmund og Magnús. Afkom- endur hennar eru orðnir 50. Sigríður og Jónas byrjuðu búskap sinn í Vesturbænum í Reykjavík og bjuggu þá lengst af í Litlu Skuld við Framnesveg. Árið 1957 fluttu þau í Löngubrekku 5 í Kópavogi en þá var Kópavogur að byrja að byggjast upp. Þar bjuggu þau þar til Jónas lést. Þá flutti Sigríður í Hamraborgina og bjó þar meðan heilsan leyfði. Síð- asta árið naut hún umönnunar á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útför Sigríðar var gerð frá kirkju Óháða safnaðarins 2. ágúst Móðursystir mín, Sigríður Álfs- dóttir, lést í Sunnuhlíð 26. júlí sl. Þar hafði hún búið síðustu misserin og fengið góða umönnum. Sigríður gift- ist ung Jónasi Guðmundssyni og bjuggu þau fyrst á Framnesvegi en seinna við Löngubrekku í Kópavog- inum. Börnin eru fjögur; Eygló, Álf- heiður, Guðmundur og Magnús. Af- komendurnir eru orðnir margir sem nú kveðja elskulega móður, ömmu, langömmu og langalangömmu. Jónas dó langt fyrir aldur fram og Sigríður bjó hin síðari ár í Hamraborg 30 í Kópavogi, í nábýli við dóttur sína Álf- heiði og mann hennar Absalon Paul- sen. Það var henni mikils virði að hafa þau svo nálægt sér og umönnun þeirra gerði henni kleift að búa heima þrátt fyrir slæma heilsu hin síðari ár. Sigga frænka var ein af 8 systk- inum móður minnar, sem komust á legg, fædd 3. júlí 1920 og ólst upp í austurbænum í Reykjavík, lengst af á Bergþórugötunni. Ég hef verið svo lánsöm að fá að heyra margar sögur af uppvexti þeirra systkina. Það er bjart yfir þeim sögum þó ekki hafi verið mikið um veraldlegar eigur, frekar en hjá öðrum verkamannafjöl- skyldum í Reykjavík á þessum tíma. Það er líka bjart yfir minningunum sem ég á um Siggu. Það var einhvern veginn þannig að manni leið alltaf vel í návist hennar og kom glaður frá hennar fundi þó að heilsa hennar væri kannski ekki upp á marga fiska. Hún var létt í lund og trúði á gæfuna. Ég minnist þess að þegar hana lang- aði til útlanda en átti kannski ekki al- veg nógu mikla peninga, þá setti hún traust sitt oft á að vinna í happdrætti eða bingó til að fjármagna ferðina. Þetta rættist oftar en ekki; Sigga fékk vinning. Þá sagði hún gjarnan að Jónas sinn hefði haft eitthvað með þetta að gera. Ég á góðar minningar um ferðalög með Siggu, móður minni og dóttur til sólarlanda eftir svona vinninga. Sigga hafði yndi af góðri tónlist og hafði góða söngrödd. Hún var lengi í kór eldri borgara í Kópa- vogi og það gaf henni mikla gleði. Og fallegar útsaumaðar myndir sem ég hef á mínu heimili minna á hana frænku mína; hún var mikil handa- vinnukona og var að skapa eitthvað fallegt í höndunum eins lengi og heilsan leyfði. Blessuð sé minning Sigríðar Álfs- dóttur. Guðrún Stefánsdóttir. Þann 26. júlí lést Sigríður Álfsdótt- ir í Sunnuhlíð, þar sem hún bjó síð- ustu árin sín. Alltaf hældi hún starfs- fólkinu og sagði að þar væri dekrað við sig. Okkur langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Alltaf var Sigga brosandi og já- kvæð þó hún væri oft lasin, það var því mannbætandi að heimsækja hana. Síðustu árin voru henni erfið en aldrei kvartaði hún og gerði það besta úr öllu, hún var til dæmis í prjónaklúbb í Sunnuhlíð og öðru sem hún treysti sér til. Sigga elskaði tónlist og söng í kór aldraða í Kópavogi í mörg ár. Við söknum hennar og biðjum henni guðs blessunar. Jónas hennar hefur örugglega tek- ið vel á móti henni. Við vottum börnum hennar, tengdabörnum og afkomendum öll- um innilega samúð. Inga Jóhanna og Jón Óskar. Ég vil minnast Siggu með nokkr- um orðum. Hún var þessi ljúfa, hlýja kona sem tók öllum eins og öllum þótti vænt um. Hún bjó yfir þeim ein- staka eiginleika að eiga auðvelt með að sýna fólki kærleika og skilning. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir unga konu að greinast með hjarta- sjúkdóm og þurfa að sætta sig við skerta starfsorku upp frá því. En Sigga tók því með æðruleysi og hélt sínu striki. Hugsaði um heimilið, fjöl- skylduna og sinnti sínum áhugamál- um eftir bestu getu. Ég á ljúfar æskuminningar um Siggu og Jonna í Löngubrekkunni, það var mikill samgangur milli heim- ila okkar, þar var spjallað, spilað og mikið hlegið að skemmtilegum skot- um sem gengu á víxl. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Sigga var mikið fyrir spila- mennsku af ýmsu tagi og allir kann- ast við bingóástríðu hennar, hún varð helst að komast á öll bingó í borginni. Það veitti henni mikla gleði að vera innan um fólk, upplifa spennu spila- mennskunnar og stundum var heppnin með í för og þá var ánægjan allsráðandi. Hún var mikið fyrir handavinnu og hafði ánægju af söng og var lengi í kór aldraðra í Kópavogi og naut sín vel í þeim félagsskap. Henni var það mikill missir þegar Jonni féll frá árið 1984, og flutti hún fljótlega í Hamraborgina og naut þar stuðnings Öllu og Lonna. Á síðast- liðnu ári flutti hún í Sunnuhlíð og undi hag sínum þar vel. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég vil votta afkomendum Siggu, fjölskyldum þeirra og öllum sem þótti vænt um hana innilegar sam- úðarkveðjur. Sjáum síðar, elsku Sigga mín, hvíl í friði. Hafdís Leifsdóttir. Sigríður Álfsdóttir Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, INGILEIF FJÓLA PÁLSDÓTTIR, Suðurgötu 39, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, miðvikudaginn 1. ágúst, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, mánudaginn 13. ágúst kl. 15.00. Soffía Sigurðardóttir, Markús Kristinsson, Eiður Sigurðsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Eðvarð Jónsson, Páll Sigurðsson, Benný Þórðardóttir, Ragnar Sigurðsson, Unnur Guðnadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg mamma okkar, tengdamamma og amma, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR, sem lést þriðjudaginn 31. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.00. Stefanía Vilborg Sigurjónsdóttir, Axel Eiríksson, Jón Sigurjónsson, Inga Sólnes, Sigrún Sigurjónsdóttir, Robert A. Spanó, Stefán Sigurjónsson, Guðrún Dröfn Marinósdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg systir okkar og frænka, ODDNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, Gröf, Grenivík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli, þriðju- daginn 31. júlí, verður jarðsungin frá Grenivíkur- kirkju, miðvikudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Steinunn Guðjónsdóttir, Kristrún Aðalbjörg Guðjónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN KETILSSON frá Fossi í Hrunamannahreppi, sem lést föstudaginn 3. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju, þriðjudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Guðrún Sveinsdóttir, Leifur Þorsteinsson, Sigríður S. Friðgeirsdóttir, Sturla Þorsteinsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Áshildur Þorsteinsdóttir, Lúðvík Friðriksson og barnabörn. ✝ Sigrún Sig-tryggsdóttir Pretlove Her- manníusson fæddist á Húsavík 19. sept- ember 1928. Hún lést í Perth í Ástr- alíu 3. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sig- tryggur Frið- riksson, f. 24. októ- ber 1901, d. 26. október 1934 og Sigurbjörg Bene- diktsdóttir, f. 11. september 1901, d. 3. janúar 2002. Systkini Sigrúnar eru Þrá- inn, f. 11. september 1927, Hólm- fríður Árdís, f. 8. janúar 1931 og Sigurrós, f. 5. september 1932. Sigrún var gift Roy Pretlove frá Englandi og Baldri Her- manníussyni. Börn Sigrúnar eru; Hafdís Olga Eyfjörð Emils- dóttir, f. 1. janúar 1947, Ólafur Logi Jónasson, f. 30. nóvember 1948, Brenda Darlene Pretlove, f. 15. jan- úar 1952 og Ronald Alan Pretlove, f. 22. septembar 1955. Sigrún á tólf barnabörn og nítján barnabarnabörn. Útför Sigrúnar var gerð í Perth í mars. Minningarathöfn um hana var í Bústaðakirkju 9. júlí. Jarðsett var á Illugastöðum í Fnjóskadal 11. júlí. Elsku amma. Það var mér mikið áfall þegar ég fékk þær fréttir að þú værir dáin, ég sem var alltaf viss um að þú myndir lifa í a.m.k. 100 ár og vel það! Við vorum búin að gera ráð- stafanir til að flytja þig heim til Ís- lands svo þú gætir eytt síðustu árum ævi þinnar hjá þinni nánustu fjöl- skyldu og vorum vongóð um að það myndi ganga eftir. Ég var spennt og full bjartsýni og sá fyrir mér hvernig líf mitt myndi breytast við það að fá þig aftur. En svo varstu bara dáin, bara rétt si svona og það var það síð- asta sem ég átti von á. Ég sem hafði trúað því að ég myndi fá að sjá þig aftur og öll þessi ár sem ég aldrei hitti þig, trúði ég því að fyrr eða síð- ar myndum við hittast aftur. Nú veit ég að það verður ekki fyrr en í dauð- anum. Ég sagði stundum við þig að þú værir besta amma í heimi og ég hvika ekki frá því, ekki þá og ekki núna. Allavega elskaðir þú mig skil- yrðislaust og varst alltaf góð við mig, svo voðalega góð og því gleymi ég aldrei. Margar af allra bestu minn- ingum barnæsku minnar á ég þér að þakka og allar þær minningar sem ég á um þig eru góðar. Þú söngst fyr- ir mig vísur, dægurlög og sálma og það var svo notalegt að kúra hjá þér og hlusta á þig raula. Þú fórst með bænir fyrir mig og mér þótti svo mikið til þess koma hversu margar bænir og sálma þú kunnir, sumir voru svo langir, og hvernig þú fórst alltaf með þá örugglega og villulaust. Rödd þín var falleg og róandi og henni gleymi ég aldrei. Þú talaðir líka alltaf svo fallega við mig og sagð- ir alltaf: „Sigrún mín“ og stundum sagðir þú við mig hluti, um mína per- sónu, sem voru svo hversdagslegir, en með svo miklu öryggi að mér þóttu þeir hreinlega sjálfsagðir. „Já, fyrst amma segir þetta þá hlýtur það að vera rétt. Hún veit allt,“ hugsaði lítil barnssál og þannig tókst þér að byggja upp í mér mikið sjálfstraust sem ég bý að enn í dag og mun eiga alla ævi. Mér leið alltaf svo vel hjá þér og ég sóttist í að fá að vera hjá þér og þú hafnaðir mér aldrei. Ég veit að ævi þín var erfið, amma mín, og þér hlotnaðist ekki sú hamingja sem þú áttir jafnmikið skilið og hvert annað mannsbarn á þessari jörð. Þú varst svipt lífshamingjunni á barns- aldri og það setti mark sitt á þig og mótaði þig. Ég var samt svo heppin að fá að kynnast aðeins þinni betri hlið og spor þín í mínu lífi eru hvert og eitt fallegar og dýrmætar perlur sem ég tíni upp á minni leið og ég er tvímælalaust betri manneskja fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu. Ég þakka Guði fyrir þá blessun sem hann hef- ur veitt mér með að gefa mér þig og bið hann að blessa þig fyrir allar þær velgjörðir sem þú hefur veitt mér og öllum öðrum á þinni lífsleið. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ég elskaði þig, elska þig og mun alltaf elska þig og geymi í mínu hjarta tilhlökkunina yfir að fá að hitta þig aftur hjá skapara okkar. Þín Sigrún. Sigrún Sigtryggsdóttir Pretlove Hermanníusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.