Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.08.2007, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Lítil tveggja sæta Cessna-152-flug-vél með 2 mönnum innan-borðs hrapaði í hrauninu suður af ál-verinu í Straums-vík um sjö-leytið á fimmtudags-kvöld. Lögreglu-bíll frá Hafnar-firði kom strax á vett-vang og svo þyrla sem flutti mennina á slysa- og bráðadeild Land-spítala – háskóla-sjúkrahúss. Það var erfitt að komast að vélinni þar sem hún lenti í Kapellu- eða Sel-hrauni um 6 km frá veginum. Rann-sókn á til-drögum slyssins hófst strax á fimmtudags-kvöld og mun standa yfir næstu daga. „Þetta lítur frekar illa út,“sagði Þorkell Ágústsson, rannsóknar-stjóri Rannsóknar-nefndar flug-slysa. Þorkell segir að ekki sé vitað hvað vélin féll úr mikilli hæð en hann sagði ótrú-legt hvað mennirnir hefðu sloppið vel miðað við hve illa flug-vélin væri farin. Flug-vélin lá á bakinu, og mestu skemmdirnar voru á skrokknum. Flug-vél brot-lenti við Straums-vík Ljósmynd/Gísli Jökull Gíslason Tveir menn voru í flug-vélinni sem hrapaði. Gin- og klaufa-veiki hefur fundist á 3 kúa-búum í Bret-landi. Það eru bara 6 ár síðan bændur þar urðu fyrir miklum skaða af völdum veikinnar. Slátra þurfti 7 milljónum naut-gripa og sauð-fjár áður en tókst að hefta út-breiðslu sjúk-dómsins. Talið er að veiran hafi komið frá rannsóknar-stofu í ná-grenni búanna. Af-brigði veirunnar er sagt það sama og rannsóknar-stofan notar, en flest bendir til þess að af-brigðið sé hið sama og var ein-angrað árið 1967 er gin- og klaufaveiki-faraldur gekk yfir Bret-land. Rannsóknar-stofan segist hafa farið eftir ströngustu öryggis-kröfum Gin- og klaufa-veiki í Bret-landi Dauð kýr færð á vöru-bíl. Hlaut Ginen hönnunar-verðlaunin Steinunn Sigurðardóttir fata-hönnuður hlaut á miðviku-daginn norrænu hönnunar-verðlaunin Ginen í ár. Hún fékk þau fyrir sumar- og vetrar-línur fyrir-tækis hennar sem ber nafnið STEiNUNN. Hún er fyrsti íslenski fata-hönnuðurinn sem hlýtur þessi verð-laun, sem veitt voru á opnunar-hátíð tísku-vikunnar í Kaupmannahöfn. Steinunn hannar bara kven-fatnað og eru fata-línur hennar seldar til ýmissa landa, m.a. Banda-ríkjanna, Bret-lands og Norður-landanna. Héðinn er stór-meistari Héðinn Steingrímsson hlaut um seinustu helgi titilinn stór-meistari í skák eftir sigur á móti í Mladá Boleslav í Tékk-landi. Með sigrinum tryggði hann sér þriðja og síðasta áfangann að titlinum. Hinum áföngunum náði hann í sumar á móti í Sardiníu á Ítalíu og á Kaupþings-móti í Lúxemborg. Þá var hann búinn að ná þeim 2.500 skák-stigum sem til þarf. Héðinn er 13. í hópi íslenskra stór-meistara í skák, ef með eru taldir er-lendir stór-meistarar karla og kvenna sem gerst hafa ís-lenskir ríkis-borgarar. Fólk Vísinda-menn Ís-lenskrar erfða-greiningar og samstarfs-aðilar þeirra á Land-spítala – háskóla-sjúkrahúsi, lækna-deild Háskóla Íslands og há-skólanum í Uppsölum í Sví-þjóð hafa fundið stökk-breytingu sem veldur í öllum til-fellum flögnunar-gláku, sem er ill-vígt af-brigði gláku. Rann-sóknirnar hafa staðið yfir síðustu tvö árin og leitt til tímamóta-uppgötvana á erfða-fræði sjúk-dómsins sem er ein af al-gengustu or-sökum blindu. Fram að þessu var lítið sem ekkert vitað um það hvaða erfða-þættir kæmu við sögu í sjúk-dóminum. Tímamóta- uppgötvun Regn-tímabilið hefur staðið í 2 vikur í Suður-Asíu og valdið þar miklum flóðum. Um 40% af Bangladess hefur horfið undir vatn og í Indlandi er 1,1 milljón hektara af ræktar-landi á kafi. Um 1.900 manns hafa látist í flóðunum og 28 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín í Indlandi, Bangladess og Nepal. Nú hafa flóðin minnkað, en íbúarnir búa ennþá við mikla neyð. Eitt fá-tækasta hérað Indlands, Bihar, hefur beðið stjórn-völd um 2 tonn af mat til neyðar-aðstoðar, en 2 milljónir manna þar sofa enn undir berum himni. Flest vatns-ból á flóða-svæðunum eru ýmist menguð eða hefur flætt í kaf. Alþjóða-heilbrigðis-stofnunin (WHO) og Unicef vara við því að kyrr-stætt flóða-vatnið sé gróðrar-stía fyrir fjölda ban-vænna sýkla. Neyðar-ástand er því yfir-vofandi. Börn eru sérstak-lega við-kvæm fyrir slíkum sýkingum, en þau erum um 40% íbúa á svæðunum. Mikil neyð í Asíu REUTERS Fjöl-skylda nær í vatn í Bangladess. Hinsegin dagar hófust á fimmtu-daginn þegar Drag-keppni Íslands var haldin í Loft-kastalanum í 10. sinn. Steini díva sigraði keppnina með glæsi-brag, en hann lenti í 2. sæti í keppninni bæði í fyrra og árið þar áður. Sigraði Drag- keppni Íslands Alfreð Gíslason mun halda áfram að þjálfa karla-landslið Íslands í hand-knattleik. Hann stjórnar liðinu fram yfir úrslita-keppni Evrópu-mótsins í Noregi í janúar á næsta ári. Alfreð tók við þjálfun lands-liðsins snemma árs 2006 og undir hans stjórn komst það í 8-liða úrslit á HM í ár. Samningur Alfreðs rann út í lok júní og þá leit út fyrir að hann myndi hætta með lands-liðið, því hann er líka þjálfari þýska stór-liðsins Gummersbach. „Ég hugsaði málið í róleg-heitum í sumar. Síðan var dregið í riðla fyrir keppnina og þá kom í ljós að liðið á mjög erfitt verk-efni fyrir höndum í Noregi,“ sagði Alfreð sem finnst spennandi að takast á við það. Alfreð þjálfar áfram Morgunblaðið/ÞÖK Alfreð Gíslason Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.