Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.10.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 33 þurfi. Okkur hefur hætt til að segja bara „Nú verður þú að hætta“ í skjóli þess að vilja fólki vel. En það getur valdið því að fólk fær sekt- arkennd og skammast sín, reynir að gera eitthvað, oft í fljótfærni og mistekst gjarnan. Því það fær ekki þann rétta undirbúning, viðmót og stuðning sem með þarf til þess að takast að hætta. Hins vegar er ljóst að enginn getur hætt fyrir þann sem reykir, en það er fjöl- margt hægt að gera til að gera það verkefni auðveldara og árangsrík- ara en ella. Hinn félagslegi þáttur Erlendar kannanir benda til að reykingar á Vesturlöndum hafi færst æ meir yfir á tiltekna þjóð- félagshópa. Helga segir þetta einn- ig virðast tilfellið hérlendis og það hafi áhrif á það hvernig og hvort fólk sækir sér aðstoð. „Það er ekki hægt að fullyrða að einhverjum tilteknum hópi gangi verr en öðrum. En reykingarnar virðast í auknum mæli bundnar við fólk sem er minna menntað og má sín ýmissa hluta vegna minna í þjóðfélaginu. Það er líka staðreynd að fólk sem er betur statt fjárhags- og menntunarlega á auðveldara með að hætta. Til dæmis í Bret- landi eru allt að 75% sumra minni- hlutahópa sem reykja. Það er svakaleg tala. En það sem hér eyk- ur oft vandann er að það verður svo erfitt fyrir fólk sem reykir að reykja. Það þarf að fara í felur með það og þetta er slæm staða að vera í. Og þegar fólk er komið út í horn er enn verra að komast þaðan. Ef fólk er í lakari félagslegri stöðu þá er síðan algengara að því gangi verr að hætta. Við sjáum t.d. að ef fólk er með langt leidda reyk- ingatengda sjúkdóma, lungna- sjúkdóma og annað en getur samt ekki hætt þá er líka margt í for- sögu þess sem tengist þessum erf- iðleikum. Það hefur komið fram í rannsóknum hjá okkur að hjá slíku fólki hefur kannski mistekist margt í lífinu. Og það hefur þá kannski ekki svo mikla trú á að þetta takist heldur. En við trúum því að allir geti hætt að reykja og það sé hægt að hjálpa öllum. Sumir þurfa lengri aðstoð, aðrir skemmri. Og við lítum á fall, eða það að byrja aftur að reykja sem tækifæri til lærdóms, þá geti fólk lært af því sem úr lagi gekk og gert betur næst. Við höf- um rannsóknir sem sýna að þetta er oftast nær lengra ferli og al- gengt að fólk geri 5-6 tilraunir til að hætta áður en það tekst end- anlega.“ Viljum hafa eitt samfélag En þú vilt vefja reykingameðferð hvarvetna inn í heilbrigðiskerfið, að hún sé alls staðar fyrir hendi. Er langt í land að svo sé? „Nei, ég er ekkert viss um það. Bara það að viðkomandi sé spurður hvort hann reyki og hafi áhuga á að hætta, hvetur fólk og allt að 5% hætta við þessar spurningar einar. En við erum að reyna að koma á því verklagi að allir heilbrigð- isstarfsmenn verji einhverjum mín- útum í að hvetja fólk til að hætta reykingum. Og að þá séu viðeigandi úrræði sem hægt sé að vísa við- komandi fólki í. Það er ekki nóg nú af slíkum úrræðum. Ég skynja hins vegar vilja hjá heilbrigðisyf- irvöldum til að bæta aðstoð til reykleysis og trúi því að innan fárra ára standi reykleysismeðferð til boða öllum sem á henni þurfa að halda. Við fengum góðar und- irtektir á málþinginu um daginn og það er áhugi á úrbótum.“ Hvað væri brýnast? Hvert ætti að vera fyrsta skrefið? „Það þarf bara að bæta meðferð- arúrræðin. Við viljum sjá meðferð- arprógrömm í gangi á heilsugæslu- stöðvum, vinnustöðum og miklu víðar. Það er sérhæfð meðferð á Landspítalanum sem við komum á fót fyrir nokkrum árum fyrir fólk með reykingatengda sjúkdóma. Á ýmsum deildum spítalans er veitt ýmiss konar aðstoð enda er spít- alinn að hluta til reyklaus nú þegar og stefnir að því að vera reyklaus í upphafi árs 2008. Einnig er veitt meðferð á Endurhæfingarmiðstöð- inni á Reykjalundi og í Heilsustofn- uninni Hveragerði. Heilsustofnun Þingeyinga heldur úti símaráðgjöf, Ráðgjöf í reykbindindi, og Lýð- heilsustöð býður aðstoð með gagn- virkri heimasíðu. Hjúkrunarfræð- ingar hafa verið mjög duglegir og í raun borið uppi reykleysismeðferð hér á landi sem víðar. Og ljós- mæður gera það einnig í vaxandi mæli. En við viljum að aðstoð til reykleysis sé jafn aðgengileg og önnur heilbrigðisþjónusta og kostn- aður þurfi ekki að vefjast fyrir fólki. Síðan er brýnt að niðurgreiða lyfin þegar fólk er í alvöru að leita sér aðstoðar. Það hefur reynst vel í Bretlandi. Við viljum ekki flokka fólk hér á landi niður í mismunandi hópa hvað varðar heilbrigði almennt og að- gengi að heilbrigðisþjónustu sér- staklega. Við viljum hafa eitt sam- félag hér. Það hefur verið grundvallargildi í íslensku sam- félagi og við viljum að svo verði áfram. Og við þurfum að varðveita hugsunina um velferð fyrir alla. Það hriktir verulega í henni.“ Hvernig þá? „Heilbrigðisþjónustan er orðin feiknardýr og kostnaðarhlutdeild sjúklinga hefur vaxið mikið. Rann- sóknir Rúnars Vilhjálmssonar og fleiri benda til þess að útgjöld sjúk- linga í íslenska heilbrigðiskerfinu séu þegar komin á varasamt stig og þannig geti sumir sem á þjón- ustu þurfa að halda ekki notað hana. Við heyrum líka að fólk leysi ekki út lyfseðlana sína af því að lyf- in kosti of mikið. Við viljum ekki hafa svona samfélag. Við viljum að allir geti nýtt sér heilbrigðisþjón- ustuna til fullnustu.“ Í HNOTSKURN » Helga Jónsdóttir er pró-fessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Hún vann meistararitgerð og síðan dokt- orsritgerð í hjúkrunarfræði um hjúkrun fólks með lang- vinna lungnateppu. » Eftir doktorsnám hefurhún m.a. starfað við að þróa og rannsaka reykleys- ismeðferð fyrir fólk með reyk- ingatengda sjúkdóma og stað- ið fyrir námskeiðum og málþingum um tóbaksvarnir. » Hagfræðistofnun gerði út-tekt á kostnaði við reyk- ingar 2003 og var byggt á töl- um frá 2000. Þá var talinn saman hvers kyns afleiddur kostnaður af reykingum, hjúkrun, vinnutap, jafnvel húsbrunar. » Niðurstaðan þá var sú aðkostnaður ríkisins af reyk- ingum umfram skatttekjur af tóbaki hefðu numið 19 millj- örðum. ÖRUGG FJÁRFESTING — TRYGGÐUR HÖFUÐSTÓLL E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 2 4 6 Kynntu þér málið á kaupthing.is, í síma 444 7000, eða komdu við í næsta útibúi. ICEin 1008 • Lágmarksupphæð er 500.000 kr. • Reikningurinn er bundinn í eitt ár • Ávöxtun að hámarki 20% • Fylgir OMXI15 vísitölunni • Höfuðstóll er tryggður í ISK • Upphafsgengi ákvarðast við lok dags 25. október • Sölutímabilið er frá 16.-25. október Sölutímab il 16.-25. ok t. BRICin 1008 • Lágmarksupphæð er 500.000 kr. • Reikningurinn er bundinn í eitt ár • Ávöxtun að hámarki 20% • Fylgir KMS BRIC sjóðnum* • Ávöxtun tekur mið af hækkun á verði á BRIC í EUR og greiðist út umreiknuð í ISK á lokadegi • Höfuðstóll er tryggður í ISK • Upphafsgengi ákvarðast við lok dags 25. október • Sölutímabilið er frá 16.-25. október Nú getur þú tekið þátt í að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum án þess að eiga á hættu að tapa höfuðstól og átt möguleika á góðri ávöxtun. Sala er hafin á tveimur nýjum reikningum, ICEin 1008 og BRICin 1008, sem eru höfuðstóls- tryggðir reikningar. ICEin fylgir gengi íslenska hlutabréfamarkaðarins, OMXI15. BRIC er skammstöfun fyrir Brasilíu, Rússland, Indland og Kína en BRICin fylgir KMS BRIC sjóðnum sem er í stýringu Kaupþings. * KMS BRIC er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag Kaupþings banka. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu Kaupþings, www.kaupthing.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.